Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978 l^itið inn hjá Hraun- eyjafoss- mönnum „Þá unno menn á sama tíma, bótt bann béti öðru naíni” Það var bjartviðri, en kalt í lofti og nokkur strekkingur, er Mbl. brá sér austur að Hrauneyjafossi í vikunni, til að fylgjast með gangi virkjunar- framkvasmdanna bar. Fyrsti áfangi framkvæmdanna er gröftur fyrir stöðvarhúsi og hófst hann fyrir rúmri viku síðan, en ráðgert er aö Þeim áfanga verði lokið í haust. Þaö er Fossvirki, sem sér um Þann Þátt framkvæmdanna, en Fossvirki er samsteypa fimm fyrirtækja, ístaks h.f., Miðfells h.f., Loftorku s.f., E. Phil & Sön og Skánska Cementgjut- eriet. Virkjunarstaðurinn er í Tungnaá um fimm kílómetra fyrir neðan Sigölduvirkjun. Náttúrufegurð er þarna mikil, Hrauneyjafoss sjálfur er um 20 metrar á hæð og fyrir neðan hann hefur Tungnaá grafiö sér gil og er það hrikalegt á að líta. Ofan við fossinn eru hrauneyjar þær, sem fossinn er kenndur við og rennur áin þar í nokkrum kvíslum, sem samein- ast síðan nokkrum metrum ofan við Hrauneyjafoss. Mest áberandi jarð- myndanir á svæðinu eru móbergs- öldur, sem hafa orðið til á ísöld við sprungugos undir jökli og stefna þær frá suðvestri til norðausturs. Mikil eldgos á Tungnaáröræfum eftir ísöld hafa stíflað fyrri farveg árinnar, svo að hún hefur rutt sér rás í gegnum móbergsöldurnar. Sigölduvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun nýta fall árinnar í gegnum Sigöldu og Fossöldu. Lægðin á milli þessara móbergs- hryggja hefur hálffyllst af hraunum, sem runnið hafa eftir ísöld. Breiðir Tungnaá úr sér ofan á hraununum og hefur þétt undir sig með framburði, en grunnvatnsborð er djúþt undir yfirborði jarðar. Fullt tillit hefur verið tekið til náttúrufegurðarinnar við Hrauneyja- foss og hefur Náttúruverndarráð lagt blessun sína yfir virkjunina. í bréfi til Landsvirkjunar frá Náttúruverndar- ráði, sem dagsett er 2. desember 1975,'segir meðal annars svo: „Ráðið telur að fyrirhuguð virkjun skeröi ekki náttúruverndarhagsmuni í þeim mæli að af þeim sökum sé tilefni til athugasemda við virkjunaráætlunina, eins og hún liggur nú fyrir. Röskun á landi og gróðri verður ekki meiri en svo, að hana ætti að mega bæta með góðum frágangi og uppgræðslu að verki loknu. Telja verður eftirsjá í sjálfum Hrauneyjafossi og gljúfrinu fyrir neðan hann, eftir að vatn hefur að mestu verið leitt framhjá þeim, en ekki svo að réttlæti að leggjast gegn Reynir Eliesersson (til hægri) og Flóki Pálsson voru önnum kafnir viö aö teikna Þverskuröar- myndir, er Mbl. bar aö garði. hagnýtingu áxinnar á þessum stað. Ennfremur munu grónar hrauneyjar ofan við fyrirhugað stíflustæöi fara í kaf við myndun uppistööulóns, en aðrar munu væntanlega myndast í staðinn.“ Samkvæmt upplýsingum Lands- virkjunar mun svo til allt vatn í Tungnaá verða notað til raforkufram- leiðslu yfir veturinn, en á vorin og yfir sumartímann ætti nokkuð vatn að renna niður árfarveginn. Þá má auöveldlega auka vatnsrennsli um Hrauneyjafoss sé þess óskaö af sérstökum ástæðum. Fallhæð 88 metrar Virkjunartilhögunin er sú aö Tungnaá verður stífluö um einn og hálfan kílómetra ofan við Hrauneyja- foss og vatninu veitt um skurð yfir Fossöldu að inntaksvirki á norður- Mynd þessi sýnir hið fyrirhugaða stíflustæði í Tungnaá. Aðveituskurö- urinn frá lóninu verður lengst til vinstri á myndinni, en lónið mun Þekja allt svæðið sem er til vinstri á myndinni og ná alveg upp að móbergsöldunni, sem er fjærst. brún öldunnar. Þar verða fallpípur að stöðvarhúsi við brekkurætur. Frá stöðvarhúsinu liggur frárennslis- skurður niður í Sporðöldukvísl, sem fellur til Tungnaár við ármót Köldu- kvíslar, rétt ofan við ármót Þjórsár. Fallhæð virkjunarinnar verður 88 metrar og uppsett afl 140 megavött, en bæta má einni 70 megavatta vél við virkjunina. Stíflan verður tæplega þriggja kílómetra löng, lág jarðstífla. Liggur hún yfir Tungnaá og síðan suöaustur yfir hraunið. Eins og í stíflunni við Sigöldu verður svonefnt yfirfall á stíflunni við Hrauneyjafoss. Yfirfall þetta er varaflóðgátt, sem myndast við að 100 metra skarö rofnar í stíflunni, þegar vatnsborð í lóninu, fer yfir 427,5 metra yfir sjávarmáli. Venjulegt vatnsborö í lónlnu verður hins vegar 425 metrar yfir sjávarmáli, en lónið verður átta og hálfur ferkílómetri að stærð. Aörennslisskuröurinn verður um einn kílómetri að stærð og verður botnbreidd hans 19 metrar og dýpt 15 metrar. Skuröinntak er við op skurðarins viö lóniö, til varnar því að ísrek berist inn í hann. Aðrennslis- skurðurinn endar, eins og fyrr sagði, í steinsteyptu inntaksvirki með lokum og ristum. Liggja þaöan þrjár fallpíp- ur að stöövarhúsinu. Frá stöövarhúsinu verður síðan grafinn frárennslisskurður niður í Sporööldukvísl. Verður sá skurður 1100 metra langur. Frá enda skurð- arins eftir Sporööldukvísl eru um tveir og hálfur kílómetri að Tungnaá. Háspennulína til Hvalfjaröar í tengslum við virkjunina verður lögð háspennulína að Sigölduvirkjun og þaðan vestur í Hvalfjörð. Eru tveir möguleikar á lagningu línunnar til Hvalfjarðar annars vegar um upp- sveitir Suöurlands og hins vegar um Lambahraun, framhjá Skjaldbreiði og þaðan milli Reyðarvatns og Skorradalsvatns til Hvalfjaröar. Dreifistöð verður í Hvalfiröi og verður raforkunni dreift þaðan til Vestur- lands og Stór-Reykjavíkursvæðisins. Þá mun einnig nokkur hluti rafort- unnar verða seldur til járnblendiverk- smiðjunnar, eða um 70 megavött. Ekki liggur Ijóst fyrir hvor leiðin verður valin til Hvalfjarðar, en flest bendir til að nyrðri leiðin verði fyrir valinu. Báöar leiðirnar eru svipaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.