Morgunblaðið - 23.06.1978, Side 1

Morgunblaðið - 23.06.1978, Side 1
Föstudagur 23. júní 1978 Bls. 33-64 LeiðanKursmenn. írá vinstrii Valur, Siggi, Árni, Sigurgeir, Keli og Skúli fyrir aftan eggjaföturnar. Svartfuglarabb Frá eggja- úthaldi í Súlnaskeri og Geldung Jafnhliða þvi að svartfuglinn ok fýllinn búa sig undir að verpa kemur eggjahljóð í bjargveiði- menn í Vestmannaeyjum. Þegar slíkir hittast á vorin spyrja þeir gjarnan: „Er ekki komið eggja- hljóð í þig?“ Fyrrum voru hirt tugir þús- unda af eggjum í björgum Eyj- anna á hverju vori enda eggja- tínslan stór liður í búhótinni. en lengur er ekki sótt eins stíft og forðum þótt farið sé í flestar úteyjarnar til eggja á hverju vori eða 8—10 úteyjar. Þegar eggjahljóð er komið í mannskapinn er ekkert verið að hangsa yfir hlutunum. enda lætur bjargfuglinn ekki biða með að verpa og það skiptir miklu máli að hirða eggin á réttum tíma til þess að fá þau ekki stropuð. en oft setur veðrið strik í reikninginn og jafnvel hafa komið þau vor að menn hafa varla getað náð í smakkið eins og það er kallað. því hrimið er ósjaldan svipþungt við harmaveggi úteyjanna. Meðfylgjandi myndir tók Sigurgeir í Eyjum í ferð til eggja í Súlnasker og Gledung. syðstu úteyjar Vestmannaeyjaklasans auk Geirfuglaskers og Surtseyj- ar. Sigurgeir fór með okkur í fimmtu ferðina til sóknar í Sigurður Karlsson a Maí dolar undir Geldung, en farið er upp í Geldunginn í berginu sem ber við himin vinstra megin. Grein: Árni Johnsen Myndir: Sigurgeir í Eyjum Skerið og Geldung og var það fyrsti túrinn á þessu vori sem við fengum rjómaveður. Við fórum fyrstu ferðina um miðjan maí í fýlinn. en upp úr 20. maí fór svartfuglinn að verpa. Eggjaútgerð í Súlnasker og Geldung fer þannig fram að tveir bátar eru hafðir til reiðu. trilla og gúmmíhraðbátur. því á þeim er ha'gt að gera ýmsar kúnstir við bergið sem ekki er ha>gt að Eggjabingur - Þorkell stekkur úr Geldungn- um á lagi um borð í Trana í Görn. Stökkva þarf allt að 5 metra. Valur situr í bergi og Arni á bát. bjóða trillubátum. Þessi nýja tækni hefur m.a. orðið til þess að miklu fremur er hægt að sa'kja í úteyjarnar þótt brimi við þa>r og sem da>mi má nefna að í versta veðrinu sem við fórum þetta vor var 8—9 metra munur á sjónum við bergið þar sem stokkið er í land. Súlnasker og Geldungur eru um 100 metra háar þverhníptar eyjar og eru þar erfiðastar Sjá næstu síðu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.