Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978 Úr sjálfsævisögu Anwars Sadats: Að IHa af við Nassers hlið menn /itu svo á ad annaðhvort væri ég sér- /ega lítilsgildur el/egar afburða slóttugur „Winston Churchill kom t leyniheimsókn til Egyptalands í júlí. Hann skipaði Montgomery til að stjórna Áttunda brezka hernum og síðan hélt hann til E1 Alamein að hressa ögn upp á móralinn og stæla baráttuvilja Breta. Hann hitti einnig þýzku njósnarana tvo, Abler og félaga hans. Hann hét því að lífi þeirra yrði þyrmt ef þeir leystu frá skjóðunni. Afleiðingin var sú að ég var handtekinn, sviptur tign minni í hernum og varpað í fangelsi.. Myndin til vinstri er af þeim Nasser og Sadat árið 1954 en hin til hægri árið 1970, forseti og varaforseti hans. Að skrifa í gestabók konungsins Eftir tveggja ára fangvist stungu þeir af einn góðan veður- dag, Sadat og einn meðfangi hans, fengu sér leigubíl til hallar Farouks konungs, þar sem þeir rituðu nöfn sín hátíðlega í gesta- bók hallarinnar og bættu við að það væri auðmýkjandi fyrir egypzku þjóðina að lúta áfram brezkum yfirráðum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Að svo búnu létu þeir aka sér aftur til fangels- isins. Sadat slapp á ný í október 1944 og fór huldu höfði þar til herlögunum í landinu var aflétt ári síðar. Árið 1946 var hann viðriðinn morðið á fjármálaráð- herra Egyptalands, Sir Amin Osman, sem þótti einna mestur Bretavinur. Var nú Sadat hand- tekinn á nýjan leik. Hugrenningar í klefa 54 Sadat segir: Frá tveimur stöðum í þessum heimi er ógerningur að flýja frá sjálfum sér: á vígvellinum og í fangaklefa. í klefa 54 bjó ég einn með sjálfum mér, nótt og dag, og það var eðlilegt ég reyndi að kynnast sjálfum mér. Þó var það enginn hægðarleikur. Þær stundir komu að þjáningar mínar urðu mér nær óbærilegar og það sem ég þurfti að horfast í augu við, meðan ég stundaði þessa sjálfskönnun mína, var iðulega mjög þungbært. Eitt af því var hjónaband mitt. Eg hafði gengið í hjónaband innan við tvítugt, sú var venja í egypzkum sveita- og þorpssamfélögum. En þegar ég hóf síðar nám í Herskól- anum fór ýmislegt að koma upp á. Ég tók að gera mér grein fyrir því að kona mín og ég áttum ekkert sameiginlegt. Nú sem ég var þarna í klefa 54 skoðaði ég málið frá öllum sjónarhornum og varði afstöðu konu minnar með meiri ákefð en mína eigin. Hvað eftir annað spurði ég sjálfan mig: „Hvers vegna skyldi hún þjást? Gæti það verið réttlætanlegt að yfirgefa hana, fyrst hún hafði jafnan beðið mín og beið mín enn meðan ég var í fangelsi... vegna svokallaðs ósamkomulags og ágreinings?" En hvernig sem ég leit á málið taldi ég mig ekki eiga annarra kosta völ. Ég varð að gera þetta áður en það yrði um seinan. Ég skynjaði að það voru örlög mín að taka þátt í stjórnmálum og opinberu starfi. Ef ég héldi áfram að búa með henni myndi ég sitja eftir sem dæmigerður miðlungs embættismaður, sem fer heim að vinnu lokinni og skreppur út á kaffihúsið á kvöldin að spila. Fer aftur til vinnu næsta morgun. Enginn metnaður, engir draumar. Aðeins tilveran tilverunnar vegna. Eftir að ég hafði setið tvö ár í fangelsi tók ég ákvörðun: Ég stöðvaði heimsóknir konu minnar og þegar ég hafði síðan verið látinn laus sagði ég henni að það væri óhugsandi fyrir okkur að búa saman áfram. Var síðan gengið frá skilnaði okkar. Mikill lestur víkkaði sjóndeildarhring minn Ég las mikið í fangelsinu og varð það ekki aðeins til að víkka sjóndeildarhring minn, heldur auðgaði lesturinn og færði út tilfinningasvið mitt og hjálpaði mér til að glöggva mig á sjálfum mér. Með lestrinum yfirvann ég taugakreppu sem hafði verið afleiðingin af handtöku og fang- elsissetunni framan af. Ég get þakkað það grein eftir bandarísk- an sálfræðing í Readers Digest að mér tókst að komast yfir þetta. Kjarni máls hans var sá að í lífi manns getur hann orðið fyrir svo alvarlegu áfalli, að honum finnist sem öll sund séu lokuð, og að lífið sjálft sé fangaklefi með læstum dyrum. Fleiri en einn lykill gengur að þessum dyrum. í fyrsta lagi skyldi maður gera sér grein fyrir orsök erfiðleikanna. I öðrulagi verður maðurinn að eiga trú. Með því að eiga trú er átt við að maðurinn hafi þá afstöðu að líta á hörmung- ar og raunir, sem yfir hann dynja, sem fyrirfram mörkuð örlög er verði að afbera og megi sækja í þetta orku til að berjast við þær afleiðingar sem þetta kynni að hafa í för með sér. Ekkert vandamál skyldi litið þeim augum að það væri óleysanlegt. Lausn er á öllu. Það, sem veldur að við getum hugsað á þann veg, er sú trú okkar að guð hafi skapað mennina til að lifa það hlutskipti sem hann hefur ætlað hverjum og einum. Guð, sem hefur skapað okkur, getur ekki verið illur: Hann er góðviljaður — og það er raunar í mótsögn við þá mynd sem var dregin upp í skólanum mínum, þegar ég var drengur. Þessi niðurstaða sérfræðingsins hjálpaði mér ekki aðeins að yfirstíga erfiðleika mína, heldur lauk hún einnig upp nýjum ómæl- anlegum sjónhring kærleika. Sam- skipti mín við allt og alla endur- sköpuðust ef svo má kalla það. Kærleikur varð grundvöllur allra gerða minna og tilfinninga. Með trúna og friðarlöngun mína að leiðarljósi hef ég alltaf verið sá sterkari og voðaatburðir hafa aldrei knésett mig, hvort sem þeir hafa orðið í einkalífi mínu eða opinberu lífi. Að lifa af við Nassers hlið Kærleikurinn hefur aldrei brugðizt mér og réði alltaf ferðinni og kom umfram allt fram í skiptum mínum við Nasser. í átján ára samstarfi okkar kom oft fyrir, að ég gat hvorki skilið hann né sætt mig við gerðir hans. En aldrei brá þó skugga yfir þann kærleika sem ég bar til hans. Nasser hafði hins vegar átt við óstjórnlega margþætta minnimáttarkennd að stríða frá barnsaldri, sem oft olli honum miklum sálrænum þján- ingum. Margir hafa spurt hvernig mér tókst að lifa af við hlið Nassers eða í skugga hans. Ég var eini maðurinn sem tók þátt í bylting- unni með honum 1952, sem lifði af öll stjórnarár hans og var eini varaforseti landsins þegar hann lézt. Af þessu mætti draga tvær ályktanir: annaðhvort hafi ég verið of lítilsigldur til þess að ógna honum ellegar óhemju slóttugur og kænn. Svo mikil einföldun sýnir aðeins vanþekkingu á eðli mínu. Ég var til og ég fékk ráðið því sem ég vildi ráða meðan hann lifði. Og ég var ekki slóttugur. Það er nóg að benda á að við höfðum verið vinir frá því við vorum nítján ára unglingar. Þegar hann tók við forsetaembættinu fagnaði ég því. Stundum var ágreiningur milli okkar, stundum þyngsli og þyrrk- ingur og þetta gat staðið í nokkra mánuði. Stundum réði þessu skoð- anamunur, stundum það að Nasser lét rógtungur hafa áhrif á sig og stafaði það af skapgerö hans. Nasser var að upplagi þannig að hann hylltist til að hlýða á slúðursögur. En ég taldi aldrei ástæðu til að fara í vörn — hvorki gagnvart Nasser né öðrum. Hversu lengi sem úfar voru með okkur lauk þeim þegar hann hringdi til mín og spurði hvar ég hefði verið allan þennan tíma og hvers vegna ég hefði ekki haft samband við hann. Venjulega svaraði ég á þá lund að ég hefði haldið hann svo önnum kafinn að ég hefði ekki viljað tefja hann frá skyldustörfum sínum. Síðan hittumst við og héldum áfram samvinnu okkar rétt eins og ekkert hefði gerzt. Ég hef komizt að þeirri niður- stöðu síðar að síðustu mánuðirnir í fangelsinu hafi verið sælasta skeið lífs míns. Hiðþröngsýna sjálf mitt hætti að vera til og ég fann vináttu við guð, þá einu vináttu sem aldrei bregzt. Vinátta mín við guð minn breytti mér skiljanlega töluvert mikið. Ég mundi aðeins grípa til vopna til varnar fullkom- lega réttlátum málstað. Mér fannst sem ég hefði stigið inn í fegurri og víðari veröld og þol mitt margefldist og mér fannst ég geta þolað allt og glímt við hvaða vanda, hversu gífurlegur sem hann væri. Aðalhugsjón mín var að gera aðra hamingjusama. Hatur og hefnd var bannfært í huga mínum, eftir að trúin náði svo sterkum tökum á mér. Aðdragandi byltingarinnar Sadat var sleppt úr fangelsi í ágúst 1948 og eftir skilnaðinn við fyrri konu sína gekk hann að eiga Jihan Raof sem þá var 15 ára gömul og átti egypzkan föður og enska móður. í janúar 1950 var hann aftur tekinn í herinn fyrir meðalgöngu Yusuf Rashad, einka- læknis konungs.'Hann fékk kapt- einstign í hernum en félagi hans Nasser var kominn nokkuð á undan. Sadat gekk undir próf og náði fljótlega að vinna upp þann tíma sem hann hafði misst úr er hann sat í fangelsi. Sadat segir: Nasser. var í hópi þeirra sem fyrstir óskuðu méritil hamingju með frama minn í hernum. Hann hafði tekið við stjórn Samtaka frjálsra herforingja þegar ég var handtekinn fyrst árið 1942. Hann myndaði leynisellur, sem voru ókunnar hver annarri, en þegar nokkur ár voru liðin taldi Nasser tímabært að mynda öllu formlegri samtök. Snemma árs 1952 heyrði ég hjá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.