Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978 Fjölmennur fundur frambjódenda í Reykjaneskjördæmi í Stapa: „Slagorð vinstri manna um að kosningar séu kjarabar- átta, hafa nú alveg fallið um sjálft sig eins og dæmin sýna glögglega í Reykjavík þar sem stóru loforðin voru svikin,“ sagði Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra á geysifjöl- mennum fundi frambjóðenda Reykjaneskjördæmis sem haldinn var í Stapa í fyrrakvöld. — „Fólk gerir sér auðvitað alveg ljóst að kosningasvik vinstri flokkanna verða ekki kjarabætur, og munu Reyknesingar áfram treysta forystu sjálfstæðismanna og kjósa Eirík Alexandersson á þing,“ sagði Matthías ennfremur. Þá rakti Matthías þróun verðbólgu, umframgreiðslur ríkisútgjalda, rikisútgjöld sem hlutfall af þjóðarframleiðslu og loks viðskiptahallann á þremur mismunandi tfmabilum, í lok viðreisnarstjórnar tímabilsins 1971, í lok vinstri stjórnar, tfmabilsins 1974, svo og á miðju ári 1977. Þar kom m.a. fram að verðbólga við.lok viðreisnar var tí.4%. við lok vinstri stjórnar stefndi í yfir 50%. en á miðju ári 1977 var hún 267? — Varðandi umframfíreiðslur rík- isútfíjalda voru þær við lok við- reisnar 20%, við lok vinstri íslendinKar ættum landið okkar ofí því fráleitt annað en að herinn á Keflavikurflufívelli {rreiði fullt aðstöðugjald fyrir aðstöðuna sem þeir hafa og afnema bæri öll tollfríðindi þeirra. Af hálfu Alþýðubandalatísins Frambjóðendur sjálfstæðismanna, f.v. Matthías Á. Mathiesen, ólafur G. Einarsson, Oddur Ólafsson og Eiríkur Alexandersson. , ,Kosningasvik eru ekki kjarabætur” Frá hinum fjölmenna frambjóðendafundi í Stapa ... stjórnar 37% en aðeins um 10% í fyrra. — Ríkisútgjöld sem hlutfall af þjóðarframleiðslu voru við lok viðreisnar 25%, viö lok vinstri stjórnar 30% ok á síðasta ári 27%. Viðskiptahallinn var í lok við- reisnar 7% , í lok vinstri stjórnar- tímabilsins 11% ofí á síðásta ári aðeins 2.8% . Skuldir ríkissjóðs við Seðla- hankann voru í árslok um 15 milljarðar króna, þar af skuld vejína áranna 1974 ok 1975 12 milljarðar, sem sagt um 80% sem afleiðinf; af verðhólftuþróuninni. Á framboðsfundinn voru mættir fulltrúar allra þeirra flokka sem bjóða fram í Reykjaneskjördæmi, þ.e. Alþýðuflokks, Alþýðubanda- lafjs, Framsóknarflokks, Óháðra, Sjálfstæðisflokks, Stjórnmála- flokks og Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna og fékk hver flokkur til umráða 25 niínútur. Fyrstur talaði Sifjurpáll Einars- son af hálfu óháðra ok safjði hann m.a. að samtryfífiinftarkerfi gömlu flokkanna vildi ekki fjölgun þintí- manna í Reykjaneskjördæmi af hræðslu við ný frantboð, eins ofí óháðra nú. Næst talaði Þorfjerður Guð- mundsdóttir af hálfu Samtakanna. Hún fiafjnrýndi mjög stjórnmála- menn of; safíði að þeir meintu sjaldan það sem þeir segðu heldur hufísuðu um það eitt að komast upp metorðastigann. Þá sagði hún það vera á stefnuskrá Samtakanna að auka upplýsingaskyldu stjórn- valda. Eiríkur Rósberg talaði af hálfu Stjórnmálaflokksins, og sagði hann m.a. að flokkurinn væri stofnaður vegna megnrar óánægju landsmanna með gömlu flokkana. Hann sagði það vera á stefnuskrá Stjórnmálaflokksins að aðskilja framkvæmda- og löggjafarvald og að auka völd forseta landsins til muna. Hann ætti að velja sér ráðherra sjálfur og bera ábyrgð á gerðum þeirra. — Sveinn Sigur- jónsson talaði einnig af hálfu Stjórnmálaflokksins í fyrstu um- ferð og sagði hann m.a. að við talaði í fyrstu umferð Geir Gunn- arsson og sagði hann m.a. að því yrði ekki á móti mælt að mikil breyting hefði orðið á afstöðu sfjórnvalda til Reykjaness þegar vinstri stjórnin tók við á sínum tíma. Hann sagði meginverkefnið næsta kjörtímabil vera, og það sem hann hygðist beita sér fyrir, að verulegum fjármunum verði veitt til Suðurnesja og komið verði á jöfnun kosningarétti íbúa Reykjaness miðað við aðra lands- menn. Því næst talaði Karl Steinar Guðnason af hálfu Alþýðuflokks- ins og sagði hann m.a. að „gömlu“ flokkarnir hefðu á undangengnum árum algerlega sniðgengið Reykja- nes, sérstaklega í sambandi við úthlutunum úr Byggðasjóði, en þar hafi fulltrúi Alþýðuflokksins alltaf stutt tillögur um stuðning við Reyknesinga. Þá sagði hann að oft hefði verið fiktað við vísitöluna en aldrei sem nú. Ekki hægt aö una lengur við skert mannréttindi Þá talaði Eiríkur Alexandersson af hálfu sjálfstæðismanna og sagði hann m.a. að sú sérstaða sem íbúar Reykjaneskjördæmis gætu sízt af öllu sætt sig við væri að hafa minnstan kosningarétt allra landsmanna og þar af leiðandi skert mannréttindi. Gegn þessu yrði að berjast af alefli á næsta kjörtímabili. — Þá sagði Eiríkur, „En í hverju er þetta óréttlæti fólgið? Það er fólgið í því t.d. að 1455 Vestfirðingar hafa jafn mikil áhrif á skipan Alþingis eins og 5929 Reyknesingar. — Menn hafa deilt um það, hvers vegna þetta hefur ekki verið leiðrétt á síðasta kjörtímabili og hverju eða hverj- um sé um að kenna. Skyldi það ekki einhverju ráða, að í þeim 5 kjördæmum sem myndu tapa á breytingunni í réttlætisátt eru jafn margir þingmenn og í hinum 3 sem myndu græða, eða 30 í hvorum hópi? En við svo búið má ekki standa og það er skylda Alþingis að bre.vta þessu á næsta þingi." Þá sagði Eiríkur ennfremur, að Reykjanes hefði sérstöðu meðal kjördæma. Um langt skeið hefðu Suðurnesin verið eins konar gull- kista þessarar þjóðar, eins og oft hefði verið sagt um Vestmanna- eyjar. Eins konar gjaldeyrisforða- búr sem allir landsmenn hefðu hafþ aðgang að. Suðurnesjamenn kvörtuðu ekki þó þeim fyndist á stundum að framlag þeirra væri lítils metið. Ekki sízt þegar áhrif byggðastefnunnar komu hvað harðast niður með þeim afleiðing- um m.a., að meðalaldur fiskiskipa varð hærri hér en annars staðar á landinu og fiskvinnslustöðvar úr- eltust sökum lánsfjárkorts. Þegar svo við bættist aflabrestur undan- genginna ára og aðrar uppákomur, sem allir þekktu, hefðu nú á síðustu misserum og mánuðum valdið sívaxandi erfiðleikum í sjávarútvegi og fiskvinnslu, þætti mönnum seint við brugðið af hálfu opinberra aðila. Það væri svo með öll þessi hagstjórnarkerfi sem sumir stjórnmálamenn viidu gjarnan fjötra allt í, eins og byggðastefnukerfið, að þau væru ómennsk og héldu áfram í sjálf- virkni sinni, löngu eftir að þau væru farin að valda tjóni. „Þess vegna höfum við sjálfstæðismenn megnustu ótrú á of mikilli opin- berri forsjá og hvers konar fjar-' stýringu að ofan. Ofstjórn er jafnvel verri en óstjórn," sagði Eiríkur að síðustu. Vinstri stjórnin hljóp frá áður en friðun var lokið Næstur talaði Oddur Ólafsson einnig af hálfu sjálfstæðismanna og sagði hann m.a., „Við upphaf ferils síns setti núverandi ríkis- stjórn sér nokkur mikilvæg verk- efni, t.d. útfærslu landhelginnar í 200 mílur, öryggi í varnarmálum og atyinnuöryggi landsmanna. — Ég ætla að skipta ríkis- stjórnartímabilinu í tvennt, tím- ann til júní 1977 og tímann er kosningar nálguðust. Varðandi fyrsta atriðið, friðun 200 míln- anna, þá vil ég fullyrða að hér sé um einstakt afrek að ræða, jafnvel á heimsmælikvarða. Við sktilum gera okkur grein fyrir því að það er mikill munur á því að gefa út reglugerð uppi í stjórnarráði svo og hins vegar að friða landhelgina. Tvisvar sinnum hafa vinstri stjórnir fært út landhelgina, 1958

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.