Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978 61 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10-11 FRÁ MANUDEGI sjónvarpsstöðvar reu reknar fyriir samskotafé almennings. Hann er frjáls eins og aðrir gestir og landsbúar allir að því að velja sér sjónvarpsefni, og landsmenn hiúa að þessu frjálsa vali hans með því að leggja fram af frjálsum og fúsum vilja fé til að framleiða og senda það sjónvarpsefni sem Þorsteini líkar best. • Landkostir Landið þar sem Þorsteinn dvel- ur virðist því vera harla gott í þremur eða fjórum greinum: menn •sýna vandamönnum sínum og gestum hlýju, menn eru frjálsir ferða sinna, menn eru frjálsir að því að móta skoðanir sínar. en fleira mætti tína til úr bréfi Þorsteins. Hann hefur meðal annars orðið var við heilbrigðis- þjónustu sem rekin er með svo miklum glæsibrag og góðu skipu- lagi að það er hægt að ganga úr skugga um hvað hún kostar. Enn hefur hann orðið þess var, að vöruval er mikið og fjölbreytt, óvandaðar vörur og ódýrar, vandaðar vörur og dýrar, en hann virðist ekki gera sér grein fyrir því að þetta tvennt — gæði og verð — er tengt hvort öðru, né heldur virðist hann skilja að breytileikinn er svörun við eftirspurn á frjálsum markaði. Jafnvel þessi síðasttöldu atriði gefa merki um æskilegt þjóðarskipulag. • Samanburður Gallarnir sem Þorsteinn sér eru flestir sameiginlegir öllum þjóð- um, en þó einkum iðnvæddum þjóðum sem búa við hagsæld. Bifreiðaumferð er víða mann- skemmandi, oft banvæn. Drykkju- rútar og vændiskonur prýða Stokkhólm og Kaupmannahöfn engu síður en New York. Matar- venjur íslendinga eru vafalaust verri en matarvenjur Bandaríkja- manna. Bandaríkjamenn eru ekki hreyknir af þessum vandamálum en blekkja sjálfa sig heldur ekki eins og Þorsteinn og flokksfélagar hans með því að telja sig hafa eina og aðeins eina allsherjarlausn á þessum vandamálum og öllum öðrum sem upp kunna að koma. Þeir reyna hins vegar að leysa einstök vandamál sín eins vítt og þeim verða gerð skýr skil. Þannig hafa þeir reglur um mengunar- varnir vegna útblásturs bíla, sem valda því að bifreið sem er SKAK Umsjón: Margeir Pétursson A alþjóðlega skákmótinu í Sochi á Svartahafsströnd Sovétríkjanna í fyrra kom þessi staða upp í skák sovézku stórmeistaranna Suetins, sem hafði hvítt og átti leik, og Zaitsevs. fuillögleg á íslandi má ekki aka í Bandaríkjunum. Þeir hafa jafn- framt sett upp svo góð drykkju- mannahæli að íslendingar leita sér þar lækninga. Enn hafa þeir sett svo strangar reglur um hreinlæti við matartilbúning að nærri lá að markaður fyrir ís- lenzkar fiskafurðir lokaðist þar í landi. Hér hafa aðeins verið rakin örfá dæmi af því handahófi sem þetta svar erfir frá bréfi Þorsteins og almennum skorti hans á yfirsýn, sem hann aftur segir frá föður- verrungunum flokksbræðrum sín- um. Fyrr á tímum voru forystu- menn vinstrimanna hvorki svo vitgrannir né svo fákunnandi um kennisetningu spámannsins að þeir reyndu að reisa stefnu sína á sams konar hlutum og fávís túristi sér á þeysireið sinni um framandi land. • Erlent kennivald En hvaða erindi eiga skrif eins og Þorsteins og þau viðhorf Alþýðubandalagsins, sem skrifun- um er ætlað að glæða, inn í íslenzkt stjórnmálalíf og kosn- ingabaráttu? Klaufska bréfritara verður þess að vísu valdandi að Sjálfstæðisflokkurinn getur gert sér mat úr bréfinu — og það er góðra gjalda vert — en ætlan bréfritara er allt önnur. Það hefur engum heilvita manni dottið í hug að boða það að við ættum að taka upp bandaríska þjóðskipan, hvað þá að við ættum að taka hana upp í einu og öllu. Við gætum ekki einu sinni gert þetta ef við værum svo vitlausir að vilja það. Þess er varla nokkur kostur að við getum í smæð okkar og sérstöðu tekið upp nokkurt það skipulag, sem helst einnkennir Bandaríkin, án þess að laga það svo mjög að aðstæðum að um fulla umsköpun væri að ræða. En jafnvel þótt þetta sé svo er eins og að ofan var rakið ýmislegt það í bandarískri þjóðskipan sem við værum vel sæmdir að í megin- dráttum. Það eru vinstrimenn og fylgi- fiskar þeirra sem drýgst ganga fram í því að taka hér upp erlenda skipan, erlendar stofnanir, erlend- ar skoðanir og erlent kennivald án aðlögunar að staðháttum, sér- kennum og vandamálum íslenzks þjóðlífs og menningar. Sjálf- stæðismenn hafa aldrei staðið fyrir slíku og munu ekki líða það öðrum átakalaust. • Góðri siðir og gamlir Kosningar snúast að þessu sinni eins og endranær um það hvernig við eigum að ráða okkar ráðum í okkar landi við okkar aðstæður, með okkar viti, okkur sjálfum til fremdar og hagsbóta. Aðstæður í öðrum löndum, ómettar erlendar kenningar, sem fjalla um allt milli himins og jarðar og erlendar tízkur koma okkur mjög lítið við. Við verðum að ræða okkar efna- hagsmál og leiða þau til lykta. Við þurfum að ræða menntamál okkar og skipan þeirra á þann hátt að samrýmist aðstæðum okkar, arf- leifð, menningarlegri nauðsyn og sjálfstæði. En umfram allt þurfum við að ræða stjórnunarmál okkar og stjórnskipan og haga þeim þannig, að ákvarðanir okkar markist í senn af rökum skynsemi og þekkingar og af heilshugar réttlæti og almenningsvilja. Boðun erlends kennivalds er sjálfstæði okkar miklu hættulegra en vopnavald gæti nokkru sinni verið. Með þeirri þjóð þar sem alþýða manna hefur, þrátt fyrir kröpp kjör um langan aldur. alið með sér stórlæti, gestrisni og kurteisi, eru menn, sem haga sér eins og Þorsteinn Vilhjálmsson, ættlerar. 15.6. 1978. D.“ HÖGNI HREKKVÍSI Jlann étur meira en vinur þinn!“ 31. Bf5! og svartur gafst upp. Hann á ekkert betra en Hde7, því að hann tapar heilum hrók eftir 31. ... Hxel+,32. Dxel - gxf5, 33. De8+ - Df8, 34. Rf6+. Eftir 31. ... Hde7, 32. Rxe7+ hefur hvítur unnið skiptamuninn til baka og er þá einfaldlega tveim peðum yfir. Svartur sá því ekki ástæðu til áframhaldandi baráttu. & SlGeA V/ÖGA t Í!LVt9AU as vo íf/tR mazM- <ÖiÓWI9/ ?R4M$J(®f/W4«0\<KS//Ví>) vkK4« eiMverm (JS& Nýjar vörur Permapress terelynbuxur kr. 3.150. Canavasbuxur kr. 4.195. Þvegnar gallabuxur kr. 3.975. Terelyneblússur kr. 6.285. Fyrirliggjandi terelynebuxur margar gerðir frá kr. 3.500. Flauelsföt (blússa og buxur) aöeins kr. 6.975. Gallabuxur kr. 2.975. Úlpur o.m.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22. Nýkomnar hljómplötur 1 The Best of The Dubliners The Best Of The Dubliners The Dubliners 1.750.- In Concert 1.750. The Dubliners lt‘s The Dubliners The Patriot Game 1.750.- 1.750- Erlendar Boogie Nights — 20 Orgininal Disco Hits Disco Stars — 20 Orgininal Disco Hits 20 Bestu Hljómsveitirnar — 20 Monster Hits Linda Ronstadt — Greatest Hits Eric Clapton — Slowhand The Hollies — A Crazy Steal Herman Hermits — Greatest Hits Parts — Tvær Splunkunýjar Fair port — Tipplers Tales Sailor — Greatest Hits Vol. 1 Sweet — Level Headed íslenskar Sigurður Ólafsson — Lög frá árunum 1952—57 Karlakór Reykjavíkur — Islensk þjóðlög Kristín Ólafsdóttir — íslensk þjóðlög Elísabet Erlingsdóttir — 18 íslensk þjóðlög Jónas Þórir — Sveitin milli Sanda Megas — Nú er klæddur og kominn á ról Ási í Bæ — Undrahatturinn Úr Leiksýningu Þjóðleikhússins — Öskubuska Rut Reginalds Brunaliðið — Úr Öskunni í Eldinn Vilhjálmur Vilhjálmsson — Hana nú. heimilistæki sf Hafnarstræti 3 - 20455.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.