Morgunblaðið - 25.06.1978, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.06.1978, Qupperneq 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 Trú og sióferóisstyrkur eina vömin gegn kommúnismanum — segir AJexander Sokhenhsyn í ræðu þeirri, sem sovézki Nóbelsverðlaunahafinn og rit- höfundurinn Alexander Solzhenitsyn hélt er hann veitti viðtöku heiðursnafnbót Har vard háskóla á dögunum, eftir lét hann öðrum kurteislegar viðhafnarræður en beindi í þess stað orðum sínum að almennu siðferði í vestrænum lýðræðis- ríkjum. Solzhenitsyn heldur því fram að hvorki geti hernað- arlegt jafnvægi né diplómatfsk- ar leikfléttur stórveldanna bægt frá þeirri hættu sem steðji að lýðfrelsi á Vesturlöndum heldur séu trú og siðferðis- stryrkur eina vörnin gegn kommúnismanum. Þótti hann f ræðu sinni minna talsvert á prédikara sem boðar fagnaðar- erindið og útskúfun forhertra syndara en meðal annars ásak- aði hann harðlega forystumenn í menningarlifi og stjórnmál- um, sem hann kvað hafa koðn- að niður f hægindum sínum, ráðvillta og veiklundaða. Ýmsir hafa orðið til að gagnrýna þær skoðanir sem Solzhenitsyn lætur í ljós í þessari ræðu, þar á meðal bandarfska stórblaðið The New York Times sem segir í forystu- grein að hafi einhver áunnið sér rétt til að kalla Vestur- landabúa til siðferðilegrar ábyrgðar þá sé það Alexander Solzhenitsyn. Þrátt fyrir það, segir The New York Times, teljum við heimsmynd Solzhenitsyn langtum háska- legri en andvaraleysi það sem honum gremst svo mjög því að hún endurspegli afstöðu strangtrúarmanns sem sé sann- færður um að hann hafi höndl- að hinn eina sannleika en innan hennar rúmist ekki umburðarlyndi gagnvart mis- munandi hugmyndum og skoð- unum. I ræðu sinni gerði Solzhenit- syn Víetnam-styrjöldina meðal annars að umræðuefni og lýsti ábyrgð á þjáningum 30 milljóna manna á hendur andstæðingum stríðsins í Bandaríkjunum. „Heyra þessir sannfærðu friðar- sinnar stunurnar? Gera þeir sér grein fyrir ábyrgð sinni eða kjósa þeir heldur að loka eyrun- um?“ Hann sagði að í þjóðfélagi dýrkunar á tímalegum verð- mætum væru menn ekki reiðu- búnir að láta lífið fyrir hugsjón- ir sínar, — þeim léti betur að fara málamiðlunarleiðina. Um leið og slíkt eigi sér stað ali áratugaánauð þjóðanna í Aust- ur-Evrópu af sér þroskaðri og sterkari einstaklinga en þá sem komi úr útungunarvél hins staðlaða velferðarþjóðfélags á Vesturlöndum. „Eftir áratuga- þjáningar ofbeldis og kúgunar leitar mannsálin í hæðir og þráir hreinni og raunverulegri verðmæti en lifnaðarhættir nú- tíma múgmennsku gefa kost á, — lifnaðarhættir sem mótast af byltingarinnrás yfirborðs- kenndrar auglýsingamenningar og forheimskun af völdum sjón- varps og óþolandi tónlistar," segir Solzhenitsyn. Gróðahyggja og alræði Hann segir að á miðöldum hafi efnishyggju mannsins verið haldið í skefjum með þeim afleiðingum að andleg verðmæti hafi hafizt til vegs og virðingar. Nútímamenning hafi á hinn bóginn hafnað þessum verðmæt- um. I austri séu það alræðis- flokkar sem setji skorðurnar en í vestri séu það gróðahyggju og peningahagsmunir sem séu ör- lagavaldar. „Ég hef alla tíð lifað undir kommúnískri harðstjórn og get borið um það að þjóðfélag, þar sem ekki er nema 'ein lögleg viðmiðun, er vissulega hræðileg. En þjóðfélag, sem hefur enga aðra viðmiðun en hina löglegu, er heldur ekki mönnum bjóð- andi“, segir hann, um leið og hann fordæmir harðlega laga- bókstaf er verndar athæfi, sem brýtur í bága við almannaheill. Hann nefnir dæmi: Olíufélög geta keypt fyrir fé það sem þau hafa yfir að ráða rétt á nýjum uppfinningum varðandi orku- vinnslu og komið síðan í veg fyrir það að nýjungar séu hagnýttar til þess eins að tryggja áframhaldandi notkun og sölu á olíu. Á sama hátt sé matvælaframleiðandi í sínum fulla rétti þegar hann blandi eitri saman við vöru sína til að auka geymsluþol hennar en þegar slíkt háttalag sé gagnrýnt sé því haldið fram á móti að enginn neyði neytendur til að kaupa viðkomandi vörutegund. Blöð og aðrlr fjölmiðlar fara ekki varhluta af gagnrýni Solz- henitsyns. Hann segir að á þeim vettvangi ráði ferðinni ó- nákvæmni í vinnubrögðum, get- sakir, sögusagnir, fljótfærni, vanþroski, yfirborðsmennska, æsifréttir og villandi sleggju- dómar, án þess að leiðréttinga sé talin þörf þegar mál skýrist eða staðreyndir liggi fyrir. Á Vesturlöndum eigi skoðanir, sem ekki séu í tízku, ekki rétt á sér heldur þyki þær ískyggilegar og sé tekið með tómleika og tortryggni. Afleiðingarnar séu brenglað mat nútímamannsins á umhverfi sínu, gífurlegir múg- fordómar og steinrunnið umsát- ur um mannshugann. Guðdómur eða mannlegur máttur Eins og fyrr segir andæfir The New York Times ýmsum skoðunum Solzhenitsyns en við- urkennir um leið kennivald hans. Segir blaðið m.a.: „Sannfær- ingarkraftur hans og hugrekki, sem urðu honum til bjargar í Sovét-gúlaginu, hafa vakið að- dáun allra frjálshuga manna. Því beinist athyglin að gagnrýni hans og sú gagnrýni ristir djúpt. Það skal viðurkennt að löggjöf okkar er notuð af auðugum mönnum og voldugum til þess að öðlast meiri auð og meiri völd. Fjölmiðlar okkar eru oft óábyrgir, sjónvarpið er botnlaus della, klám er vinsælt og þjóðin er ofurseld efnislegum gæðum. Þrátt fyrir allt þetta teljum við heimsmynd hans langtum háskalegri en andvaraleysið sem honum gremst svo mjög. Röksemdafærsla Solzhenit- syns er ekki nýlunda, hún hófst við upphaf lýðveldisins og aldrei hefur orðið á henni lát. í grundvallaratriðum er um að ræða deilu milli strangtrúar- manna sem sannfærðir eru um tengsl sín við guðdóminn og fylgjendur raunsæisstefnu sem treysta á mátt mannsins og megin. Þótt Solzhenitsyn komi úr umhverfi sem mótað er af allt öðrum siðvenjum en okkar á hann það sameiginlegt með strangtrúarmönnum að hann telur sig hafa höndlað sannleik- ann og sér meinbugi hvert sem hann lítur. Sanntrúarmaðurinn lítur á heiminn sem vígvöll ljóss og myrkurs, Guðs og Satans. Slík viðhorf geta verið upp- spretta mikillar orku; þau gera menn að píslarvottum. Vestrænir stjórnmálamenn vega stöðugt og meta kosti og galla, slá stöðugt af hugsjóna- kröfum sínum eða láta þær í skiptum og eru sjaldnast færir um að taka ákveðna afstöðu sem þeir halda sér síðan við. í augum manna eins og Solzhenitsyns hljóta þeir að virðast veiklund- aðir ef þá ekki samvizkulausir þorparar. Heilagt stríð — krossferð — þráhyggja Vandamálið er að sjálfsögðu það að líf í þjóðfélagi, sem stjórnað væri af ósveigjanlegum trúmönnum eins og Solzhenit- syn, yrði óhjákvæmilega lítt bærilegt þeim sem ekki horfðu af sama sjónarhóli eða aðhyllt- ust ekki kenningar hans.“. Þá segir í forystugrein The New York Times: „Hvað vívíkur samskiptum Bandaríkjanna við kommúnistaríkin er hætt við því að Solzhenitsyn geri engum gott með því að lýsa yfir heilögu stríði. Vopnin eru alltof geig- vænleg og áhættan fyrir mann- lífið alltof mikil. En fleira kemur til. Hversu mikils sem við metum andríki og leiðsögn Solzhenitsyns vitnar það um þráhyggju hve fús hann er til að ýta til hliðar öllu öðru í krossferðinni gegn kommún- ismanum. Þessari þráhyggju eru leiðtogar þessarar þjóðar sem betur fer ekki haldnir. Sjálfsefasemdir að vissu marki eru mikilvægir eðliskostir fyrir menn sem ráða yfir kjarnorku- vopnum. Um leið og Solzhenitsyn kem- ur ekki auga á annað en linkind og stefnuleysi í þessu landi skyggnumst við örlítið lengra og eygjum umburðarlyndi gagn- vart mismunandi hugmyndum, auðmýkt þegar algild sannindí eru annars vegar og skilning á þeirri ábyrgð sem ofurvald leggur okkur á herðar. Þegar leiðtogar okkar hafa vikið af vegi slíkra dyggða, eins og Framhald á bls. 63 Háskaleg heimsmynd — segir The New York Times Alexander Solzhenitsyn í Harvard-háskóla. Honum á hægri hönd er Katzir, fyrrum ísraelsforseti, en Solzhenitsyn til vinstri handar er Derek Curtis Bok, rektor háskólans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.