Morgunblaðið - 28.06.1978, Page 1

Morgunblaðið - 28.06.1978, Page 1
32 SÍÐUR 135. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Karólína Mónakóprinsessa í heiUtgt hjónaband í dag Karólína prinsessa af Mónakó <)K unnustinn Philippe Junot búast hér til að stí(?a inn í bifreiö sína. Til hægri á mynd- inni er systir Junot. bau voru að koma úr samsæti scm haldiö var í bústað brezka leikarans I)avid Nivens skammt frá Mónakó í gær. I dag, miðvikudag, fer svo brúðkaupið fram með pomp og prakt og verður hátíðahöldun- um, sem fyrirhuguð eru, helzt líkt við það er Grace móðir Karólínu og furstinn Rainer gengu í það heilaga fyrir tuttugu og tveimur árum. Með því að ganga að eiga mann sem ekki hefur blátt blóð í æðum missir Karólína prins- essutignina. Þau hjónaleysin kynntust fyrir tveimur árum. Philippa Junot er sautján árum eldri en Karólína og haft er fyrir satt að foreldrar prinsess- unnar hafi ekki verið ýkja hrifin af ráðahagnum, alténd ekki framan af. Berserkur drap 2 sænska ferða- menn í Moskvu Moskvu 27. júní AP. IIÁLFÞRÍTUGUR sovézkur maður gekk skyndilega berserksgang og réðst með öxi að þremur sænskum ferðamönnum fyrir utan Intouristhótelið í miðborg Moskvu og varð hann tveimur að bana og sá þriðji er alvarlega slasaður. Ferðamennirnir voru í hóp og stóð hann fyrir utan gistihúsið við Gorkystræti, sem er rétt steinsnar frá Kreml. Allt í einu kom hár og þéttvaxinn maður aðvífandi og réðst á fólkið. Lögreglumaður og nokkrir aðvífandi leigubílstjórar brugðu við og tókst að yfirbuga hann en þá lágu tveir látnir á gangstéttinni og sá þriðji alvarlega slasaður sem fyrr segir. Maður þessi sem heitir Nazhinsky er næturvörður að atvinnu. Starfsfólk á hótelinu sagði fréttamönnum AP, að maðurinn væri truflaður á geðs- munum. Svíarnir tveir, sem maðurinn drap, voru rúmlega áttræður karlmaður, Anderson að nafni, 67 ára gömul kona, Eve Helen Johannesson, og Henry Johannes- son eiginmaður hennar varð fyrir miklum áverkum. Bandarískur læknir sem vildi ekki gefa upp nafn sitt sagði við Reuterfréttastofuna að hann hefði verið að koma frá Kreml þegar hann sá tvennt liggja í blóði sínu og þriðja manninn standa hálfbog- inn yfir manneskju sem reyndist vera Eve Johannesson. Sá féll síðan niður og mæddi hann blóðlát. Frásögn bandaríska læknisins ber ekki saman við frásögn fréttaritara AP og þeirra sjónarvotta sem hann ræddi við því að læknirinn gefur í skyn að fólkið hafi verið látið liggja í blóði sínu umhirðulaust í allt að tíu mínútur. Rússar rískum Moskvu 27. júní. Reuter. SOVÉZK yfirvöld létu í dag lausan bandari'ska kaupsýslu- manninn Francis Jay Crawford en skipuðu tveimur handarískum hlaðamönnum að mæta fyrir rétt tii að svara ákærum um rógskrif og sú ráðstöfun á sér enga hliðstæðu. Crawford var látinn laus gegn því að Bandarfkjamenn létu lausa tvo sovézka starfsmenn Sam- einuðu þjóðanna, Rudolf Chernayev og Valdik Enger, sem eru áka'rðir fyrir tilraunir til að kaupa leynilegar upplýsingar um hernað Bandaríkjamanna gegn kafhátum og það var gert í gær. Fangaskiptin miða greinilega að því að draga úr spennunni í í geimferð með gítar Varsjá, Moskvu 27. júní AP — Reuter. SKS RT var frá því í Sovétríkjun- um í dag að skotið hefði verið á loft mönnuðu geimfari, tveggja manna Soyuzfari, og er ætlunin að geimfararnir tengi það við Salyut geimstöðina. Það þótti tiðindum sæta að annar geimfar- anna er Pólverji Miroslav Yermashevsky og pólska útvarps- stöðin rauf dagskrá til að greina frá því með hinu mesta stolti. Foringi í geimferðinni er Sovét- maðurinn Pyotr Klimyk og var fari þeirra félaga skotið upp frá Bikonur geimrannsóknastöðinni klukkan rúmlega 15.30 í dag. Gekk Framhald á bls. 19 stefna banda- fréttamönnum sambúð risaveldanna en sú ráð- stöfun að ákæra bandarísku blaða- mennina Craig Whitney frá New York Times og Harold Piper frá Baltimore Sun hefur flækt málið og talin bera vott um nýja og harðari stefnu sovézkra yfirvalda Israel: Kollek hót- ar Mondale Jerúsalem, Beirut 27. júní Reuter TEDDY KoIIek. borgarstjóri í Jerúsalem hefur hótað því að hann muni ekki eiga nein kurteisisskipti við Walter Mondale, varaforseta Banda- ríkjanna. þegar Mondale kem- ur til ísrael á föstudag, ef hann tekur þá afstöðu að neita að koma í hcimsókn í gamla horgarhluta Jerúsalem. Fram til þessa hafa opinberir bandarískir sendiboðar og embættismenn neitað að fara í þann borgarhluta vegna þess að Bandaríkjanienn viðurkenna ekki yfirráð ísraels yfir austur- hluta borgarinnar sem var tekinn af Jórdaníu í sex daga stríðinu. Bendir yfirlýsing Kolleks, sem er þekktur fyrir að fara sínar eigin götur, til þess að heimsókn Mondale muni ekki verða til að liðka stirðleg samskipti Bandaríkj- anna og Israels. Begin forsætisráðherra lýsti þeirri skoðun sinni í dag að Framhald á bls. 19 gegn Bandaríkjamönnum búsett- um í Moskvu. I Washington er sagt að Cyrus Vance utanríkisráðherra muni krefja sendiherra Sovétríkjanna Anatoly Dobrynin um skýringu á þeirrj einstæðu ráðstöfun að skipa bandarísku fréttamönnunum að svara ásökunum um rógsskrif. Á það er bent að þeim er skipað að mæta fyrir rétti á sama tíma sem báðir aðilar hafi reynt að draga úr spennunni í sambúð landanna. Whitney og Piper eru fyrstu vestrænu fréttamennirnir sem mál hefur verið höfðað gegn í Sovétríkjunum. Sovézk yfirvöld neita að skýra þeim frá efni ákærunnar en þeir telja hana standa í sambandi við nýlega ferð þeirra til Grúsíu og frétt sem þeir sendu þaðan um dóma yfir tveim- ur starfsmönnum Helsinki-nefnd- arinnar. í fréttinni höfðu þeir eftir eiginkonu annars sakborningsins, Zviad Gamsakhurdia, að KGB hefði falsað játningu sem hann kom fram með í sjónvarpi. Sumir vestrænir fréttamenn í Moskvu óttast að aðgerðirnar gegn Whitney og Piper geti verið undanfari óbeinnar ritskoðunar. Formleg ritskoðun skeyta erlendra Framhald á bls. 19 Sala eykst á bók Nixons New York 27. júní Reuter SALA hefur mjög aukist á endurminninga bók Nixons. fyrrverandi Bandaríkja- forseta. allra síðustu daga og er hún kom- in allhressi- lega á metsölubókalistann í Bandarikjunum. Þó hefur bók- in verið gagnrýnd mjög og menn lattir til að kaupa hana með slagorðinu „Don’t buy books by crooks“ Bókin mun nú hafa selzt í um það bil 260 þúsund eintökum og er nú í 5. sæti á metsölubókalista. Þegar bókin kom út fékk hún afar slæmar viðtökur flestra gagnrýnenda, þótti lítið merk heimild þar sem Nixon hallaði mjög réttu máli eins og fyrri daginn og væri þar af leiðandi lítið á henni að græða og aukin heldur væri hún illa skrifuð. Harðir bardagar milli Kambódíuitianna og Víetnama um helgina Hong Kong 27. júní. Reuter. VÍETNAMSKAR hersveitir hafa þurrkað út tvö kambódisk her- fylgi og gert meiri háttar usla í einu til viðbótar í bardögum rétt innan við landama'ri Víetnam nú um helgina. að því er sagði í fréttum frá Ilanoi í dag. Það var fréttastofan VNA sem frá þessu skýrði og var ekki fjallað mjög nákvæmlega um málið en tekið fram að þetta hefði gerzt nú um helgina. Þetta var í fyrsta skipti í nokkrar vikur, að Víetnamar greina frá meiriháttar bardögum á landamærunum við Kambódíu en þeir tóku að blossa upp á síðasta ári. Hanoi fréttastofan sagði aö kambódískir hermenn hefðu komið inn í Giang héraðið þann 16. júní, en þar hefði framsókn þeirra verið stöðvuð og Víetnamar hefðu drep- ið eða sært 35 innrásarmenn og náð öðrum á sitt vald. í Tay Nonh héraði þurrkuðu víetnamskir her- menn svo algerlega út tvö herfylki Kambódíumanna, og tóku þar bæði fanga og voþn. Var sagt að um 160 Kambódíumenn hefðu verið felldir í þessum bardögum. í frásögn Hanoi fréttastofunnar var farið háðugiegum orðum um Kambódíuhermenn og sagt að sú fullyrðing sé fráleit að Kambódíu- menn hafi komið upp um tilraun Víetnama til að bylta forystu- mönnum Kambódíu úr sessi, en frá þessu sagði í fréttatilkynningu frá Phnom Penh fyrir fáeinum dögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.