Morgunblaðið - 28.06.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.06.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1978 3 Einar Ájfústsson Matthías Á. Vilhjálmur Mathiesen Hjálmarsson Ólafur Jóhannesson „Við þurfum meirihlutastjórn — minnihlutastjórn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags of veik og yölt,, - sagði Gunnar Thoroddsen ráðherra er hann kom til ríkisstjórnar- fundar í gœr RÍKISSTJÓRN Geirs Hallgrímssonar kom saman til fundar í Stjórn- arráðshúsinu klukkan hálf ellefu í gærmorgun og að loknum þeim fundi var haldinn ríkisráðs- fundur, þar sem forsætis- ráðherra lagði fram lausnarbeiðni fyrir sig og ráðuneyti sitt. Morgunblaðið náði tali af ráðherrunum, er þeir komu til fundarins. „Ekki fráleitt að Framsóknarflokkurinn veiti minnihluta- stjórn hlutleysi“ Fyrstur til fundarins kom Einar Ágústsson utanríkisráð- herra og hann var spurður hvað hann vildi segja um valdatíma síðustu ríkisstjórnar á þessum tímamótum? „Ég get ekki sagt annað en þetta: þrátt fyrir það að við höfum haldið uppi fullri at- vinnu, stefnt að minni launa- mismun, haldið uppi byggða- stefnu, unnið sigur í landhelgis- máli töpum við samt kosning- um.“ Aðspurður um, hvaða mögu- leika hann teldi á myndun nýrrar ríkisstjórnar, sagði Einar, að hann sæi ekki fram á það hvaða flokkar gætu nú myndað stjórn saman. „Við kosningarnar 1971 lá þetta alveg ljóst fyrir, þá féll þáverandi stjórn fyrir stjórnarandstöðu, sem hafði að minnsta kosti eitt sameiginlegt mál, útfærslu landhelginnar í 50 sjómílur en nú liggur ekki fyrir slíkur grunnur að samstarfi einhverra flokka. Ég er hins vegar ekki sammála því, sem segir í Tíman- um í dag, að stjórnin sé fallin. Það er hún ekki, því hún hefur enn 32 þingmenn og af þeim sökum gæti stjórnin haldið áfram." — En nú hafa forystumenn Framsóknarflokksins látið í það skína að þeir væru tilbúnir að ljá minnihlutastjórn Alþýðu- flokks og Alþýöubandalags hlut- leysi sitt. Ert þú einnig þeirrar skoðunar? „Mér fyndist það ekkert frá- leitt að Framsóknarflokkurinn veitti slíkri stjórn hlutleysi, því þessir menn búa yfir töfraráð- um og það væri ekkert óeðlilegt að þeir fengju að beita þeim. Þetta er þó sagt alveg án Gunnar Thoroddsen samráðs við mína flokksmenn og við höfum ekki rætt þetta í okkar hópi.“ „Ríkisstjúrninni hefur tekist að leysa höfuö- verkefni stefnuskrár sinnar“ Matthías Á. Mathiesen, fjár- málaráöherra sagði aðspurður um störf síðustu stjórnar: „Ég tel að ríkisstjórninni hafi tekist að leysa þau höfuðverkefni, sem hún hafði á sinni stefnuskrá og þá á ég við öryggis- og varnar- málin, landhelgismálið og að tryggja atvinnuöryggi. Það er hins vegar rétt að það tókst ekki að vinna bug á verðbólgunni. Kannski var það vegna þess að menn voru í upphafi of bjart- sýnir að hægt væri að sigrast á óðaverðbólgunni á jafn skömm- um tíma og það er hægt að koma henni á. En þrátt fyrir þetta, sýndi það sig á sl. ári þegar verðbólgustigið var komið niður í 26%, að það hafði miðað í rétta átt.“ Um möguleika á myndun ríkisstjórnar sagði Matthías: „Þessi ríkisstjórn mun í dag Framhald á bls. 18 K Færeyingar á hand- færaveiðum við ísland NOKKRIR færeyskir línu- og handfærabátar eru nú á veiðum við ísland samkvæmt fiskveiðisamningum iandanna. Varðskipsmenn fara af og til um borð í bátana til að skoða samsetningu aflans og tók Jón P. Ásgeirssor þessar myndir þegar verið var að fara um borð í einn handfærabáta og línubátinn Núpur fyrir skömmu. Um borð í færeysku bátunum hafa varðskipsmenn hitt nokkra íslendinga og láta þeir vel af dvölinni á færeysku bátunum. Fífa er fundin lausn Fífu skáparnir eru vandaðir. fallegir. ódýrir og henfa hvar sem Fifu skaparnir eru íslensk framleiðsla. Þeirfástiþremviðartegundum. hnotu. alm og antikeik. Harðplast á borðplötur i mörgum fallegum litum allt eftir yðar eigin vali. Komið og skoöiö. kynnið ykkur okkar hagstæöa verð. Látið okkur teikna og fáið tilboð. Fifa er fundin lausn. Auðbrekku 53, Kopavogi Simi 43820. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.