Morgunblaðið - 28.06.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.06.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1978 Hákon Bjarnason Skógrœkt Uppruni Birkisins Þess var getið í síðustu grein minni, að Steindór Steindórsson frá Hlöðum hafi komist að raun um, að mikill hluti íslenskra plantna hafi lifað ísaldirnar af á jökullausum svæðum á ýmsum stöðum á landinu og breiðst þaðan út þegar hinum miklu fimbulvetrum lauk fyrir um það bil 10.000 árum. Allt bendir til, að birkið hafi verið meðal þeirra plantna, sem lifðu af. Geta má nærri, að kjör þess hafi á stundum verið æði kröpp þegar verst áraði. Áður fyrr voru taldar þrjár tegundir birkis hér á landi: F'jalldrapi, skógviðarbróðir og ilmbjörk eða skógviður. Fjall- drapinn er lágvaxinn og nægju- samur runnur, seinvaxta, stinn- ur og grannur, og algengur víða um land. Engin hætta er á, að honum sé ruglað saman við ilmbjörkina. Skógviðarbróðir er ekki ýkja algengur. Hann hefur verið talinn blendingur ilm- bjarkar og fjalldrapa og virðist hafa nokkur einkenni af báðum. Hvort slíkt er rétt skal ósagt látið, en ég er í miklum vafa um það. Ilmbjörkin eða skógviðurinn (Betula pubescens) er hinsvegar tré, og er útbreiðsla þess talin frá íslandi, eða jafnvel Græn- landi, í vestri og langt austur í Asíu. Suðurmörkin eru norðan í Alpa- og Karpatafjöllum hér í Evrópu. Sakir hinnar miklu útbreiðslu er síst að furða þótt til séu mörg afbrigði eða kvæmi, eins og það nú heitir, af þessari tegund. Meira að segja er íslenska birkið ótrúlega sundur- leitt. Fjöldiplöntufræðinga og skóg- fræðinga hafa spreytt sig á því að greina skandínaviska birkið og skipta því upp í fleiri tegundir, en það hefur lítinn árangur borið, enda margir þeirra ósammála. Hingað til lands kom sænskur prófessor, Bertil Lindquist, fyrir allmörg- um árum. Hafði hann mikið orð á sér fyrir þekkingu á- skógar- trjám, og var ferð hans hingað einvörðungu til að kanna íslenska birkið og bera það saman við hið skandínaviska, í þeirri von að hann yrði einhvers vísari. Fór ég með honum á ýmsa staði til að safna sýnum, en eftir heimkomuna gafst hann alveg upp við að greina það í tegundir eða undirdeildir. Vaxtarlag birkisins Fyrir tæpu ári kom út bók, Skógarmál, þar sem í eru greinar um ýmsa þætti skógræktar á íslandi, gróður þess, jarðveg og landnýtingu, og þar er mjög skilmerkileg grein eftir Snorra Sigurðsson um íslenska birkið. Það, sem hér fer á eftir, er að nokkru fengið að láni úr henni. I greininni er nánar skýrt frá því, hvað einstakir menn hafi lagt til mála að því er greiningu snertir, en hvað svo sem þeim líður þá er víst, að til er fjöldi afbrigða af birki hér á landi, allt frá lágvaxinni og skriðulli kræðu upp í 10—12 m há og spengileg tré. Til er kræða og lágvaxið birki með samskonar blöð og rekla sem hávaxin tré, en svo eru líka aðrir buskar með Birki í Hallormsstaðaskógi. Það getur orðið mjög fallegt, ef það vex upp við góð skilyrði. eiginleikum þótt það láti oft ekki mikið yfir sér. Það gerir minni kröfur til sumarhita en flestar aðrar tjátegundir og það getur vaxið í margskonar jarð- vegi, allt frá raklendi og út á þurra móa, en vöxturinn ræðst af frjóseminni. Birkið eykur mjög frjósemi jarðvegs þegar það hefur náð fótfestu, skýlir honum og verndar fyrir eyðingu af völdum vatns og vinda. Samt sem áður er birki ekki mjög vindþolið í venjulegri merkingu þess orðs. Það leggst undan vindum, verður lágvaxið og runnkennt en það heldur velli. Birki og birkiskógar hafa löngum þótt höfuðprýði. Þegar það nær góðum vexti er króna þess ljósgræn og fremur gisin, þannig að það skyggir lítt á annan gróður. Stofn þess er ljós, stundum nærri hvítur, og tréð er allt ljóst og létt yfir því, þegar það nær góðum þroska. Enda þýðir nafnið, sem er indógermanskt að upprunæ, hið ljósa tré. Orðið kvað vera skylt lýsingarorðinu bjartur. Birki sem garðprýði Á öllu norðurhveli jarðar er birki mjög notað í garða við hús og bæi. Hér er það líka mjög algengt, en sá ókostur fylgir hér, að vöxtur þess hefur orðið á íslenzka birkið allt öðru blaðlagi og miklu minni blöðum og reklum en venjulegt birki. Þá er og börkur- inn með ýmsu móti, ýmist grár, brúnn eða hvítgulur. Þessir eiginleikar munu arfgengir, þannig að kræða getur af sér kræðu en stóru trén geta af sér regluleg tré. En þar sem öllu ægir saman má búast við ýmiskonar blendingum og því geta menn aldrei verið þess fullvissir að birkiplöntur verði að fallegum trjám. En það er fleira, sem til greina kemur. Hér hafa skóg- lendin verið höggvin miskunn- arlaust allt fram á síðustu áratugi. Öll endurnýjun trjánna hefur orðið með þeim hætti að ný kynslóð hefur vaxið upp af stubbum þeirra trjáa, sem höggvin voru. Við það verða trén æ runnkenndari og kræklóttari með hverri kynslóð og endirinn er sá, að þar sem áður voru hávaxnir skógar er nú aðeins seinvaxta, margstofna og lág- vaxið kjarr. En það eru dæmi þess, að fræ af slíku kjarri hafi vaxið upp í snotur tré. Því hefur líka verið veitt athygli, að birkið fellir ekki laufið á sama tíma á haustin. T. d. stendur birki úr Bæjarstað um hálfum mánuði lengur með græn blöð á haustin en birki ættað úr Vaglaskógi, og stendur á sama, hvort trén vaxa upp norðanlands eða sunnan. Hi.ns- vegar laufgast þessi afbrigöi svo að segja samtímis á hverju vori. Ýmislegt fleira mætti nefna í sambandi við mismunandi útlit og eiginleika íslenska birkisins, en það yrði of langt mál. Árangur friðunar Yms skóglendi víðsvegar um land hafa verið friðuð á þessari öld. Hið elsta, Hallormsstaða- skógur, naut takmarkaðrar frið- unar frá 1905 til 1940 en hefur verið alfriðaður síðan. Vagla- skógur var girtur 1909 en önnur skóglendi hafa notið skemmri friðunar. Allar friðunargirðing- arnar hafa komið því til leiðar, að birki hefur mjög breiðst út hvarvetna þar, sem fræ getur spírað. Skóglaus svæði innan þeirra eru sem óðast að hlaupa í skóg, og tréri, sem upp vaxa eru yfirleitt beinvaxin og álitleg. Aftur á móti hefur gamli skógurinn eða kjarrið tekið mjög misjöfnum framförum. Sumsstaðar hafa vaxið upp myndarleg tré en á öðrum stöðum hefur kjarrið lítið hækk- að eða bætt við vöxt sinn. Virðist svo, að þar hafi framfar- ir orðið minnstar, sem skógur- inn hefur fengið versta meðferð á undanförnum öldum. Þegar ég for fyrst að ferðast um landið um og upp úr 1930 mældi ég víða hæð og þvermál stærstu trjáa, sem urðu á vegi mínum. Fann ég hvergi hærra birki en 10 metra. Þvermálið var rétt um og yfir 20 sentimetrar í 1.3 m. hæð frá jörðu. Þessi tré vorú öll orðin allgömul, senni- lega um 80 ára. En j?vo voru aftur önnur tré, miklu yngri og grennri, sem höfðu náð nærri 7 metra hæð. Þau voru öll vaxin upp eftir að friðuii skógarins var komið á, varla meira en 30 ára. Nú hafa mörg þessara trjáa bætt við vöxt sinn, hæsta tré, sem mælt hefur verið með nákvæmni, reyndist 12.7 metrar og fjöldi birkitrjáa er nú milli 11 og 12 metrar. Til er mæling af nærri 14 m. háu birki, en hætt er við að um mælingarskekkju sé að ræða svo að hér þarf að mæla á ný. En þvermálið er hinsvegar rétt, og það er 26 sentimetrar mæla á ný. En þvermálið er hinsvegar rétt, og það er 26 sentimetrar í 1.3 m hæð. Þetta tré er um 70 ára gamalt. Þegar fram líða stundir og skógateigarnir verða nógu víð- lendir má búast við því að birkið geti orðið nokkru hærra en hæstu tré eru nú, ef til vill allt að 18—20 metrar. Gæti þá þvermálið orðið um 40 sm, en þetta er þó alls óvíst, aðeins framtíðarspá eða draumur. Mælingar þær, sem gerðar hafa verið á viðarvexti birkisins, sýna að það vex hægar en margar hinna innfluttu trjáteg- unda. í góðum jarðvegi hefur vöxtur mælst rösklega 1.5 teningsmetrar viðar á ári á hektara lands. Yfirleitt er hann þó ekki meiri en um 1 tenings- meter á ári í þokkalegum skógi, og þar sem skilyrði eru erfiðari er vöxturinn auðvitað sýna minni. í samanburði við vöxt ann- arra trjátegunda, t.d. alaskaasp- ar, sitkagrenis, lerkis eða stafafuru stendur íslenska birk- ið langt að baki. En það vex líka hægar en birki í Troms í Norður-Noregi, sem er þó talið sömu tegundar, hver svo sem ástæðan kann að vera. Eðliskostir birkis Birki er gætt mörgum góðum ýmsa lund. Sumpart er það vegna þess, að hér hefur ekki verið um „hreinræktuð" tré að ræða, en sumpart af því, að trén hafa ekki fengið þá meðferð, sem nauðsynleg er til að þau geti orðið falleg. Þrátt fyrir það, að reynt hafi verið að vanda fræval með því að nota að mestu fræ úr fallegum skógum, svo sem Bæjarstaðaskógi, geta alltaf komið fram einstaklingar með lélegt vaxtarlag. En þess er heldur ekki nógu vel gætt að gæla nóg við garðtrén og láta þeim líða vel. Birkið er mjög ljóselskt og þolir illa skugga. Það vex heldur ekki vel, nema að jarðvegur sé laus í sér frjór og myldinn. Að auki setur það miklar hliðargreinar eða verður margstofna þegar vindar gnauða á því. Af þessum sökum er nauðsyn- legt að fylgjast með vexti þess meðan tréð er ungt. í Norð- ur-Noregi og Norður-Svíþjóð hef ég hvergi séð birki ræktað í görðum án þess að því hafi verið gefinn áburður á unga aldri og trén klippt og löguð til eftir þörfum. Allar hliðargreinar neðst á stofni eru stýfðar til að trén fái góða lögun og þessu er haldið áfram eins lengi og þess er þörf. Þetta er gert á hverju ári þannig að aldrei þurfi að skerða tréð mikið í hvert skipti. Þetta verða garðeigendur að læra því að öðrum kosti verður oft lítil garðprýði að íslensku björkinni. Hér skal staðar numið að sinni, en næst verður rætt um útbreiðslu skóga hér áður fyrr og þau not, sem þjóðin hafði af þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.