Morgunblaðið - 28.06.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.06.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1978 15 Matisse-mál- verk selt á 150 mUljónir London 27. júní — AP. MATISSE málverk var í dag selt á uppboði hjá Sothebys íyrir 310 þúsund stcrlingspund eða um það Siö réðust inn bil 150 milljónir ísl. króna og er það metverð sem fyrir málverk hefur verið greitt hjá Sothebys. Er þetta fimmti dagurinn sem verið er að selja dýrgripi úr safni Robcrt Von Hirsch. Sjö réðust inn í sendiráð USA Moskva 27. júní — Reuter. SEINT í kvöld voru sovézku sjömenningarnir, sem réöust inn í sendiráö Bandaríkjanna í Moskvu, aö búa um sig fyrir nóttina. Starfsliö sendiráðsins haföi þá boðið þeim brauð, orð og súkku- laöi. Fólkiö, sem tilheyrir sérstrúar- söfnuði, ruddist framhjá lögreglu- vörðum og inn í sendiráðið og kvaðst ekki hverfa á braut fyrr en leyfi væri fengið til að flytja frá Sovétríkjunum. Þarna voru á ferðinni hjón og þrjú af þrettán börnum þeirra og mæðgin sem einnig eru í trúarsöfnuði þessum. Talsmaöur bandaríska sendi- ráösins sagöist hafa haft samband við sovézk yfirvöld um atvikiö en ekki yrði reynt að koma fólkinu á brott með valdi. Matisse-myndin sýnir unga sof- andi stúlku og herbergið er baðað sólarbirtu. Nú hefur verið selt úr safninu fyrir 15,8 milljónir ster- lingspunda og er þáð einnig algert met. Vestur Þýzkaland hefur lagt kapp á að kaupa margt munanna úr þessu búi. Ekki var gefið upp hver kaupandinn hefði verið. Aður hafði hæsta verð verið greitt fyrir mynd eftir Cezanne, 300 þúsund sterlingspund. Von Hirsch var þýzkur gyðing- ur, auðkýfingur, sem komst yfir marga dýrgripi sina á reyfarakjör- um milli stríða. Hann flúði nazista 1933 og fór með safn sitt til Sviss. Hann andaðist í Basel í nóvember sl., þá orðinn 94 ára gamall. Forseti Suður Jemen. Salem Robay AIi. á myndinni í miðju. Ilonum var bylt úr sessi í Valdabaráttu milli hans og annarra félaga stjórnarinnar sem er marxísk. Nú er sagt að Ali hafi siðan verið tekinn af lífi. Fór aftakan fram eftir að Ahdul Fattah Ismail hershöfðingi (til vinstri) á myndinni. hafði svipt hann öllum tignarstöðum sínum. Forsætisráðherrann. Ali Nasser Mohamed. til hægri hefur verið skipaður forseti Suður Jemen í bili. að sögn Kuwait útvarpsins. Krumla Kremlverja herðir að Rauðahafi með aftökum í Yemen Sænski flugmaður- inn barinn til óbóta Stokkhólmi 27. júní AP. SÆNSKUR flugmaður sem kom við sögu í tilraun til að smygla fjölskyldu frá Sovét- ríkjunum í aprílmánuði sl. sagði í dag, að ráðist hefði verið á sig á heimili sínu og hann hefði verið barinn til óbóta. Hefðu fimm menn verið að verki og hafði hann engan þeirra þekkt. Flugamðurinn sem heitir Karl Göran Wickenberg sagði frétta- London. 27.júní, Reuter. BREZKA daghlaðið „Financial Times" sagði í leiðara í dag að framundan væri á íslandi timabil stjórnmálalegrar óvissu eftir sigur vinstri flokkanna í kosning- unum á sunnudag. I blaðinu sagði: „Þegar tekið er tillit til hernaðarlegs mikilvægis Islands kemur tæpast á óvart að ráðamenn í Atlantshafsbandalag- inu hafa fylgst kvíðafullir með úrslitum kosninganna, einkum þar sem hið marxíska Alþýðubanda- lag, annar sigurvegaranna, aðhyll- ist þá stefnu að ísland segi sig úr bandalaginu og vísi herliði Banda- ríkjamanna á brott ..." Hver sem sú stjórn verður, sem til valda kemur, á hún um tvo erfiða kosti að velja, að sýna verkalýðsfélögunum hörku eða gefa kauphækkunum lausan taum- inn. Hvorugur þessara kosta myndi eiga hljómgrunn meðal stórs hluta kjósenda. Hvað varðar Atlantshafsbandalagið verður önugt fyrir Alþýðubandalagið að halda uppi vörnum fyrir þeirri fullyrðingu að það hafi umboð kjósenda til að gera alvöru úr hótunum sínum. mönnum að þessi árás kynni að standa í einhverju sambandi við það að hann hefði reynt að hjálpa sovézkri fjölskyldu. Hann sagðist hafa verið laminn svo að hann missti meðvitund. Lögreglan segir að hann hafi síðan verið fluttur á sjúkrahús og meiðsli hans séu minniháttar. Wickenberg var handtekinn af finnsku lögreglunni eftir ólöglegt flug frá Finnlandi yfir til Sovét- ríkjanna í aprílmánuði. Hann fékk dóm en var náðaður. Þegar allt kemur til alls er sennilegt að meirihluti íslendinga vilji að Bandaríkjamenn haldi enn hljóðlega vörð um eyju þeirra til að bægja þeirri hættu frá að annað stórveldi komi á vettvang." /1974 — Nixon og Brezhnev semja um samvinnu í húsnaeðis- málum, orkumálum og vísindum í Kreml. 1%6 — Brottflutningur banda- rískra hersveita frá dóminik- anska lýðveldinu hefst. 1956 — óeirðir verkamanna bældar niður í Poznan. 1950 — N-Kóreumenn ná Soul. 1948 — Júgóslavar reknir úr Kominform. 1942 — Áttundi her Breta hörfar til E1 Alamein. 1941 — Þjóðverjar taka Minsk. 1919 — Þjóðverjar undirrita Versala-sáttmálann. 1914 — Serbneskur þjóðernis- sinni ræður Franz Ferdinand erkihertoga og konu hans af Kairó — Beirút, 27. júní AP. Reuter LÍFLÁT forseta Suður-Yemen, Salem Ilobaya Alis, á mánudag hefur styrkt tak Sovétmanna á löndum þeim er umlykja hægfara olíuríki í Mið-Austurlöndum. Eftir að Ali var skotinn til dauða að fyrirskipun hinnar marxísku stjórnar landsins er óhætt að segja að Sovétmenn hafi nú öruggara tangarhald á syðri aðsiglingaleið Rauðahafs, Bab el Mandeb sundi. en um sund þetta liggur nær öll skipaumferð að Suez-skurði. Það var alkunna í löndum Araba að Ali, sem var 43 ára, var andvígur siauknum afskiptum stjórnar lands sfns á Afríkuhorni, þar sem fréttir berast um endurnýjuð hernaðar- ítök Sovétmanna og Kúbana. bá hafði Ali beitt sér fyrir bættum samskiptum við íhaldsamari nágranna sína á Arabaskaga, Norður-Yemen, Oman og Saudi- Arabíu. Forsetinn var líflátinn eftir hörð átök milli fylgismanna hans og hers og flokksdeilda undir forystu aðalritara „Þjóðarfylk- ingarinnar" Abdel-Fattah Ismails. Bardagarnir gusu upp eftir að aðalnefnd fylkingarinnar kom saman til að ræða ásökun stjórn- valda í Norður-Yemen þess efnis að kommúnistar í Suður-Yemen hefðu borið ábyrgð á morðinu á forseta Norður-Yemens, Ahmed Hussain al-Ghasmis á laugardag. Heimildir í Beirút herma að líflát Alis forseta hafi verið hápunktur- dögum í Sarajevo og hrindir fyrri heimsstyrjöldinni af staö. 1812 — Her Napoleons sækir yfir ána Vilnu og Rússar flýja. 1675 — Kjörfursti Branden- borgar sigrar liðsafla Svía við Fehrbellin. 1629 — Uppreísn Hugenotta í Frakklandi lýkur með Alais-friðnum. i Afma'Ii dagsinsi Hinrik VII konungur Englands (1491 — 1547) — Jean-Jacques, Rousseau, franskur heimspek- ingur 1712—1778) — Giuseppe Mazzini, ítalskur byltingarleið- togi (1805—1872) — Luigi Pirandello, ítalskur leikrita- höfundur (1868—1936) — Islendingar eiga óvissu i vændum - segir í leiðara „Financial Times” Þetta gerðist inn á langri valdabaráttu hans og aðalritara „Þjóðarfylkingarinnar." Einn helzti ásteitingarsteinninn í þrætu Ismails og Alis mun hafa verið hvort landið ætti að þiggja aðstoð af Saudi-Aröbum, en hinn fyrrnefndi var því algerlega mót- fallinn af hugmyndafræðilegum ástæðum. Það sem hins vegar mun hafa gert útslagið var sú ákvörðun Alis í síðasta mánuði að banna 1000 manna liðsveit sinni, sem aðallega munu hafa verið flugmenn og öryggislögregla gegn uppreisnarmönnum, að taka nokkurn minnsta þátt í hernaðar- aðgerðum gegn þjóðfrelsishreyf- ingu Eritreu. Það hefur komið fram nýlega að stjórnir Saudi-Arabíu, Egypta- lands, Súdans og írans hafa rtiiklar áhyggjur af framgirni Sovétmanna í Afríku og finnst þeir höggva full nærri landamær- um þeirra. Einnig þykir líklegt að Kúbumenn hafi haft hönd í bagga í atburðum síðustu daga í Aden, höfuðborg Suður-Yemen. Talið er að Castro Kúbuleiðtogi hafi sent um 4000 menn til Aden og sé það eitt af aðalhlutverkum þeirra, að sögn sendimanna þar, að þjálfa her „Þjóðarfylkingarinnar". Meyer leiddur fyrir rétt á ný Berlín 27. júní. AP Hryðjuverkamaðurinn Till Meyer kom aftur fyrir rétt í Berlín í dag í fyrsta sinn síðan hann náðist í Búlgariu 27. maí eftir björgun hans úr fangelsi. Heinrich Geus dómari spurði hann hvort hann hefði skemmt sér vel í fríinu. Meyer sagöi að björgun hans úr fangelsi hefði verið „sigur í skæruliðabaráttunni". Ljósmynd- ara var í fyrsta skipti leyft að taka myndir í dómssalnum í dag og það virtist fara í taugarnar á Meyer Richard Rodgers, bandarískt tónskáld (1902---). Innlenti D. Björn Jónsson á Skarðsá 1665 — F. Sveinbjörn Sveinbjörnsson 1847 — Þing- vallafundur 1848 - 1851 - 1853 — 1855 — Rafstöðin við Elliðaár vígð 1921 — Ráðning Maríu Markan að Metropolitan-óper- unni 1941 — Landbúnaðarsýn- ing í Rvk 1947. Orð dagsinsi Ég veit ekki hvort stríð er hlé á friði eða hvort friður er hlé á stríði — Georges Clemenceau, franskur stjórn- skörungur (1841—1929). því hann sagði honum að hætta myndatökunni. Meyer var einn sex meintra hryðjuverkamanna sem voru leiddir fyrir rétt 11. apríl fyrir morðið á Gúnter von Drenkmann dómara í Vestur-Berlín 1974 og ránið á stjórnmálamanninum Peter Lorenz 1975. Mál Meyers var aðskilið frá málum hinna sak- borninganna eftir að tvær vopnað- ar konur brutust inn í fangelsið þar sem hann var í haldi og björguðu honum. Hann lék lausum hala unz fangavörður í orlofi sá hann á baðstað við Svartahaf í síðustu viku. Málinu verður haldið aðskildu frá hinum málunum þar til annar dómstóll fellir úrskurð um tillögu um að einum verjanda Meyers verði bannað að taka þátt í málsvörninni þar sem hann er grunaður um að hafa aðstoðað við björgun hans úr fangelsinu. Níu létust í þyrluslysi Wurzburg V-Þýzkalandi, 27. júní — AP. NIU menn sem voru um borð í bandarískri herþyrlu létust þegar vélin féll til jarðar í úthverfi smáþorps í grennd við Wurzburg í Vest- ur-Þýzkalandi. Slysið varð árla þriðjudags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.