Morgunblaðið - 28.06.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.06.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1978 Guðmundur Guðjóns- son vélstjóri - Minning Fæddur 10. desember 1883. Dáinn 16. júní 1978. Tengdafaðir minn, Guðmundur Guðjónsson, vélstjóri verður jarð- settur í dag, miðvikudaginn 28. júní, en hann lést að Hrafnistu í Reykjavík 16. þ.m. á 95. aldursári. Guðmundur fæddist 10. desem- ber árið 1883 að Hurðarbaki í Villingaholtshreppi. Foreldrar hans voru Guðrún Friðfinnsdóttir og Guðjón Jónsson. Var Guðmund- ur elstur þriggja systkina, sem nú eru öll látin. Foreldrar Guðmund- ar íluttust seinna að Miklaholts- helli í Hraungerðishreppi og ólst hann þar að nokkru upp. Um aldamótin var Guðmundur fluttur til Reykjavíkur og farinn að starfa þar. Snemma hneigðist áhugi hans að vélum, því hann var kyndari og seinna vélstjóri á fyrsta togara, sem smíðaður var fyrir íslendinga, Jóni forseta. Guðmundur stundaði nám í Vélfræðideild Stýrimanna- skólans árin 1912—1913 og stund- aði eingöngu vélstjórastörf eftir það m.a. á ýmsum fiskiskipum t.d. Kveldúlfstogurum en seinna á + Móöir okkar, GUDRÚN SUMARLIÐADÓTTIR frá Bolungarvík Seljavagi 27 veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 29. júní kl. 3. Hjördía Guöbjartadóttir, Karl Þórhallaaon. t Móöir okkar og tengdamóöir, ÞORBJÖRG KJARTANSDÓTTIR, frá Dalamynni, Hringbraut 99, Raykjavík, andaöist 25. júní. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 30. júní kl. 1.30. Daatur og tengdaaynir. + Eiginmaöur minn og faðir okkar, LÁRUS SIGURVIN ÞORSTEINSSON akipatjóri Njörvaaundi 14, lést aö heimili sínu 26. júní Guólaug Guójónsdóttir og bðrn. + Ástkær móöir, tengdamóðir og amma okkar, RAGNHEIÐUR STURLAUGSDÓTTIR, lézt á heilsugæzlustööinni Egilsstööum þann 25. júní sl. Ragnheiður Jónadóttir, Páll Halldóraaon og bórn. + Eiginkona mín og móöir SIGÞÓRA B. ÁSBJÖRNSDÓTTIR, sem andaöist 22. júní veröur jarösungin frá Hafnarfjaröarkirkju fimmtudaginn 29. þ.m. kl. 14.00 Bergateinn Siguróaaon, Áabjörn Bergsteinsson. + Maöurinn minn og faðir okkar MARKÚS GUÐMUNDUR EDVARDSSON, Hjallavegi 17, verður jarösettur frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. júní kl. 3. Blóm afþökkuö, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagiö. Bryndía Andersen Sigþór Halldór Markúason Mogena Löve Markússon Hjartans þakkir til allra fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför móöur okkar SIGRÚNAR ÍSAKSDÓTTUR Skeiöavogi 29, fyrir hönd systkinanna ísak J. Ólafsson. Jarðhitadeild Háskóla S.Þ, Hefst þátttaka íslands 1979? skipum Eimskipafélags íslands og Skipaútgerðar ríkisins. Hjá Ríkis- skip starfaði Guðmundur lengst bæði sem vélstjóri og vaktmaður í vél eftir að hann fór í land, þá á áttræðisaldri. Guðmundur var einn af stofn- endum K.F.U.M. 2. janúar árið 1899. Sæmdur var hann heiðurs- merki Sjómannadagsins árið 1964. Guðmundur kvæntist árið 1928, Guðrúnu Jónsdóttur, en hún lést 10. maí 1977, 75 ára að aldri. Kynni mín af Guðmundi hófust fyrir 30 árum og urðu þau mjög náin um tuttugu ára skeið, enda bjuggum við þá í sama húsi og fjölskyldusamgangur var daglegt brauð. Var oft skemmtilegt að ræða við Guðmund um þjóðsögur og annan þjóðlegan fróðleik enda stóð hugur okkar beggja til slíkra bókmennta. Guðmundur og faðir minn, Ólafur Auðunsson, sem lést 1969, urðu nánir vinir og styttu hvor öðrum stundir í ellinni m.a. með spilamennsku, sem oft gat orðið skemmtilegt að verða þátttakandi í enda báðir klókir lombre spilar- ar. Einnig stunduðu þeir silungs- veiðar í Þingvallavatni framan af kynnum sínum, en seinna urðu þeir að láta sér nægja þar spilamennskuna og útsýnið, þegar aldurinn færðist yfir. Afar hugstæðar eru mér margar sunnudagsferðir bæði um borgina og til ýmissa staða á Suðvestur- landi, þegar Guðmundur og faðir minn rifjuðu upp gamlar minning- ar um menn og málefni, allt aftur til aldamóta. Gaman hefði verið að varðveita þann fróðleik, en þar ber að sama brunni, hugsunarleysi og trassaskapur og þannig týnist ómetanlegur fróðleikur um aldur og ævi. A miðjum aldri átti Guðmundur oft við veikindi að stríða en seinustu áratugina var hann með afbrigðum heilsuhraustur og það fram undir andlátið. Dvaldist hann seinustu mánuðina á Hrafn- istu, en bú héldu þau Guðmundur og Guðrún að Langholtsvegi 85 fram í janúar 1977, er hún fór á' sjúkrahús. Með Guðmundi er horfinn af sviðinu maður, sem mér er einkar hugstæður og börnin hafa misst afa, sem ætíð hafði tíma til og áhuga á að sinna þeim og leikjum þeirra í æsku og slíkt gleymist seint þótt fullorðinsárin sæki að. Ég og fjölskylda mín biðjum Guðmundi allrar blessunar á nýjum slóðum. Helgi ólafsson. Dagana 4.-8. júlí verður hald- inn á Laugarvatni vinnufundur á vegum Háskóla Sameinuðu þjóð- anna þar sem fjallað verður um kennslu og þjálfun í jarðhitafræð- um og stuðning ýmissa stofnana Sameinuðu þjóðanna við hana. Háskóli Sameinuðu þjóðanna stendur fyrir fundinum og hefur boðið til hans erlendum gestum og nokkrum íslenskum sérfræðing- um, sem unnið hafa að undirbún- ingi hugsanlegrar jarðhitaþjálfun- ar á vegum Sameinuðu þjóðanna hér á landi. Meðal erlendu þátt- takendanna eru ýmsir forráða- menn frá Háskóla Sameinuðu þjóðanna, UNESCO og Sameinuðu þjóðunum á sviðum auðlindanýt- ingar og menntamála, auk jarð- hitasérfræðinga frá Bandaríkjun- um, E1 Salvador, Filipseyjum, Indlandi, Ítalíu, Japan, Kenýa, Nýja Sjálandi, Ungverjalandi og Þýskalandi. Undanfarnar vikur hefur verið starfandi vinnuhópur skipaður sérfræðingum frá Orkustofnun og Háskóla Islands, sem haft hefur það verkefni að semja drög að starfsáætlun fyrir þjálfun í jarð- hitafræðum á Islandi á vegum HSÞ. Verða þessi drög kynnt og rædd á vinnufundinum að Laugar- vatni. Þá mun einnig væntanlega verða úr því skorið, hvort af samningum verður um tillögur ríkisstjórnarinnar til HSÞ. A fundinum verður fjallað um þá starfsemi Háskóla Sameinuðu þjóðanna er lýtur að stjórnun og nýtingu auðlinda. Lýst verður aðstoð Sameinuðu þjóðanna við þróunarlöndin á sviði jarðhitaleit- ar og nýtingar. Fjallað verður um jarðhitaskóla, sem reknir eru með fjárstuðningi Sameinuðu þjóðanna á Italíu og Japan og fyrirhugaðan jarðhitaskóla á Nýja Sjálandi. Rætt verður um, hvers konar þjálfun í jarðhitafræðum er nauð- synleg að mati jarðhitasérfræð- inga frá þróunarlöndunum. Þá verður fjallað um tilboð, sem íslenska ríkisstjórnin hefur gert Háskóla Sameinuðu þjóðanna um Tekstur þjálfunarnámskeiða í jarðhitafræðum hér á landi. í lok fundarins verður rætt um sam- ræmingu í rekstri jarðhitaskóla í hinum ýmsu löndum og hugsanleg- an þátt Háskóla Sameinuðu þjóð- anna í að auka samstarf þeirra í milli. • Hagnýtar jarð- hitarannsóknir í janúar 1976 sendu íslensk stjórnvöld erindi til hins nýstofn- aða Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSÞ), þar sem reifaðar voru hugmyndir um starfsemi hér á landi í tengslum við háskólann. Var gert ráð fyrir, að um yrði að ræða starfsemi, er lyti að jarðhita- orku, annaðhvort framhaldsnám í jarðvarmaverkfræði eða þjálfun í hagnýtum jarðhitarannsóknum. Tekið var fram, að málið væri að sinni lagt fyrir í því skyni að kanna viðhorf forráðamanna HSÞ og að það mundi m.a. verða undir nánari athugun á fjárhagshliðinni komið, hvort unnt reyndist að leggja fram formlegar tillögur. í lok júni 1977 kom hingað til lands dr. Walther Mashard, aðstoðarrektor HSÞ ásamt ráðu- naut sínum, dr. J.M. Harrisson, fyrrum aðstoðarframkvæmda- stjóra vísindadeildar UNESCO. Áttu þeir viðræður við fulltrúa íslenskra stjórnvalda og vísinda- stofnana um hugmyndir þær, sem settar voru fram í framangreindu erindi um hugsanlega starfsemi á sviði jarðhitafræða. I viðræðunum lýstu fulltrúar HSÞ þeirri skoðun sinni, að eðlilegt væri að miða fyrst um sinn einkum við þjálfun styrkþega í rannsóknum varðandi vinnslu og nýtingu jarðhita, og yrði þjálfunin fólgin í þátttöku í hagnýtum verkefnum og fræðslu í tengslum við þau. Varð það niðurstaða viðræðnanna, að athugað skyldi af íslenskri hálfu umfang og skipulag hugsanlegrar þjálfunarstarfsemi af þessu tagi á vegum Orkustofnunar í samvinnu við Háskóla íslands og stefnt að því, að unnt yrði á þeim grundvelli að leggja ákveðnar tillögur fyrir HSÞ. Jafnframt var ákveðið, að efnt skyldi til vinnuráðstefnu á íslandi á vegum HSÞ sumarið 1978 til að fjalla um samstarf á sviði þjálfunar í jarðhitafræðum með atbeina HSÞ. Þessu máli var síðan vísað til starfshóps, sem í voru fulltrúar menntamálaráðuneytis, iðnaðar- ráðuneytis, utanríkisráðuneytis, Orkustofnunar, Háskóla íslands, Rannsóknaráðs ríkisins og íslensku UNESCO nefndarinnar. Samkvæmt tillögu starfshópsins sendi ríkisstjórn Islands í mars sl. tillögur til HSÞ um þjálfunar- áætlun á vegum HSÞ á sviði rannsókna og vinnslu á jarðhita- orku. I þessum tillögum er gert ráð fyrir því, að íslendingar standi straum af meginhluta þess kostnaðar, sem beint er tengdur innlendri aðsöðu og innlendum mannafla, en FISÞ standi straum af dvalarstyrkjum og erlendum kostnaði styrkþega ásamt þeim hluta af árlegum kostnaði, sem beint er tengdur hinum erlendum styrkþegum, svo sem ferðum þeirra innanlands. Jafnframt til- kynnti ríkisstjórnin HSÞ, að hún hefði í hyggju að veita árlega einn styrk, er tengdur sé þessari starfsemi, og muni sá styrkþegi valinn af íslenskum stjórnvöldum. Litið er á kostnað ríkisstjóðs til starfsemi þessarar sem hluta af framlagi íslands til aðstoðar við þróunarlöndin. I tillögum sínum lagði ríkis- stjórnin til, að starfsemin skyldi hefjast á árinu 1979 og að á því ári yrðu veittir allt að 5 árs dvalar- styrkir. Þingað á Laugarvatni Dagskrá ráðstefnunnar hefst mánudaginn 3. júní með heimsókn í Orkustofnun, Hitaveitu Reykja- víkur o.fl., en 4. júlí verður ekið til Laugarvatns, þar sem ráðstefnan verður sett kl. 14 af Guðmundi Pálmasyni, sem stýrir vinnufund- inum á staðnum. Menntamálaráð- herra Vilhjálmur Hjálmarsson flytur ávarp, svo og orkumála- stjóri Jakob Björnsson. Eftir það hefjast erindi hinna ýmsu fulltrúa og vinnunefndir starfa. Laugardaginn 8. er komið til Reykjavíkur en farið um helgina norður í Kröflu. Afntœlis- og minningargreinar Að marggefnu tilefni skal athygli vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blað- ínu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Sé vitnað til ljóða eða sálma skal höfundar getið. Greinarnar þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.