Morgunblaðið - 29.06.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.06.1978, Blaðsíða 1
40 SIÐUR 136. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kirkjuleg vígslu- athöfn í Mónakó Monte Carlo — 28. júní — AP VEIKT bros lék um varir Karó- línu Mónakóprinsessu er hún hét brúðguma sínum auðsveipni. ást og virðingu við borgaralega hjónavígslu í föðurgarði í dag. Karólína var kiædd ljósbláum „chiffon“kjól frá Dior-tízkuhús- inu í París við athöfnina, en brúðguminn Philippe Junot var í dökkbláum jakkafötum. Ekki ganga brúðhjónin í eina sæng fyrr en að aflokinni kirkjulegri vígsiu, sem fram fer í fyrramálið. Allt bendir til þess að fursta- hjónin, foreldrar brúðarinnar, hafi fullkomlega sætt sig við tengda- soninn, en þau voru ráðahagnum andvíg í fyrstu, þar sem Juno't er 17 árum eldri en furstadóttirin auk þess sem hann er ekki af aðalsættum. Er talið að Rainer fursti og Grace prinsessa, fyrrum kvikmyndaleikkona, hafi gert sér vonir um að fá Karl Bretaprins fyrir tengdason. Vígsluathöfnin fór fram í há- sætissal furstahallarinnar þar sem Grace og furstinn voru gefin saman fyrir 22 árum. Þá var sýnu meira um dýrðir en í dag, en aðeins 40 nánir vinir og ættingjar voru viðstaddir vígsluna. Blaða- menn fengu ekki að vera viðstadd- ir, en sjónvarpsstöðin í fursta- dæminu fékk þó leyfi til að festa atburðinn á filmu. Að athöfninni lokinni var öllum íbúum fursta- dæmisins boðið í móttöku í hallar- garðinum, en þeir eru aðeins um 3 þúsund talsins. Var til þess tekið hvað Karólína og brúðguminn voru alþýðleg í framkomu við gestina. Grace furstafrú var klædd perlugráum silkikjól við athöfnina og að sögn kunnugra var hann ekki saumaður sérstaklega í tilefni brúðkaupsins. Þær mæðgur eru afar hrifnar af fötum frá Dior og skarta helzt ekki öðru þegar mikið liggur við, enda eru allir kjólar, Framhald á bls. 22 Karólína furstadóttir og Philippe Junot á brúðarbekk í furstahöllinni í Mónakó í gær. (AP-símamynd) 22 óbreyttir borgar- ar myrtir í Líbanon Beirút, 28. júní — Reuter. Reuter AÐ MINNSTA kosti 22 óbreyttir borgarar voru myrtir í Baalbek í Austur-Líbanon í dag, og Bandaríska utanríkisráðuneytið: Fregnir um innrás í Kambódíu óná- kvæmar og villandi Washington — Bangkok 28. júní — AP. BANDARÍSKA utanrikisráðu- neytið gagnrýnði í dag harðlega fréttaflutning um innrás allt að 80 þúsund manna víetnamsks hcrliðs inn í Kambódíu, um leið og fram kom að ekki hefði tekizt að afla áreiðanlegra upplýsinga um bardaga á landamærum Víet- nams og Kambódíu. Það var fréttamaður bandarísku útvarps- stöðvarinnar Voice of America, sem hafði frétt þessa eftir áreið- anlegum heimildum í utanríkis- ráðuneytinu, en opinber talsmað- ur þess segir, að hún sé bæði ónákvæm og villandi. Engar áreiðanlegar heimildir liggi fyrir um fjölda hermanna, sem þátt taki í bardögunum, né heldur um það hversu alvarleg átökin á íandamærunum séu, enda þótt ljóst sé að bardagar á umræddu svæði hafi færzt í aukana að undanförnu. Haft er eftir háttsettum mönn- um innan thailenzka hersins, að innrás Víetnama hafi átt sér stað um helgina og megi ætla að um 60 þúsund manna lið sé nú í Páfa- gauksnefi og Svay Rieng í Kambó- díu. Fregnir af bardögum eru mjög óljósar, og vestrænir heimildar- menn í Bangkok, sem venjulega fylgjast náið með hernaðarumsvif- um á landamærum Víetnams og Kambódíu hafa ekki viljað stað- festa að um innrás eða meirihátt- ar átök sé að ræða, og af hálfu hvorugs aðilans hefur því verið haldið fram að til mikilla bardaga hafi komið. Framhald á bls. 22 hefur atburður þessi valdið miklum óróa og ótta við að ofbeldi aukist enn í þessu stríðshrjáða landi á næst- unni. Árásir voru gerðar á fjögur þorp í dag og fólk numið á brott, en líkin fundust síðan sundurskotin í nærliggjandi skógi. í yfir- lýsingu gæzluliðs Araba um mál þetta í kvöld kom ekki fram hverjir hefðu verið valdir að ódæðisverkum þessum, en haft er eftir heimildarmönnum í hópi hægri manna, að hinir myrtu hafi allir verið félag- ar í Falangistaflokknum eða Frjálslynda þjóðarflokkn- um. í yfirlýsingu friðargæzlu- liðsins, sem að yfirgnæfandi meirihluta er skipað Sýrlend- ingum, kemur fram að árás- armenn hafi ekki verið ein- kennisklæddir, en ýmsir telja að hér sé um að ræða hefnd vegna morðsins á syni hægri sinnaða forseta, sem eitt sinn var, Suleiman Franjiehs, og fjölskyldu hans, auk 30 ann- arra stuðningsmanna hans, um miðjan júní. Höfðu stuðn- ingsmenn Franjiehs heitið því að koma fram hefndum, en enda þótt falangistar og fylgjendur Franjiehs hafi verið bandamenn í borgara- styrjöldinni í landinu, hefur verið grunnt á því góða með þeim að undanförnu, einkum vegna mála er snerta sýr- lenzka gæzluliðið. Enn eitt mord- ið í Baskalandi Bilbao — 28. júní — AP IIÁVÆRAR kröíur um raunhæf- ar aögerðir stjórnvalda í því skvni að binda enda á nn.rð- ofbeldisölduna í Baskalandi Bakke var beittur kynþáttamisrétti — úrskurdar Hæstaréttar Bandaríkjanna Washington — 28. júní — AP HÆSTIRETTUR Bandaríkj- anna úrskurðaði í dag, að Allan Bakke hefði verið beittur kynþáttamisrétti er honum var í tvígang meinað að hefja nám í læknadeild Kali- forniu-háskóla um leið og 16 nemendur úr svokölluðum minnihlutahópum fengu aðgang að deildinni enda þótt þeir væru mcð lakari einkunnir en Bakke, sem er ljós á hörund. Er þar með lokið fjögurra ára baráttu Bakkes fyrir mál- stað sinum, og ætlar hann að hefja læknanám við skólann í september næstkomandi. í dómsorði- kemur fram að áfram skuli tekið tillit til kynþáttamála við innritun í skóla í því skyni að stuðla að jafnvægi en jafnfram,t að í máli Bakkes hafi verið tekið of mikið tillit til slíkra sjónarmiða. Fimm hæstaréttardómarar voru fylgjandi þessari niðurstöðu málsins, sem vakið hefur mikla athygli, en fjórir voru á móti. Hér er um að ræða sögulegsta dómsúrskurð, sem varðar kyn- þáttamál í Bandaríkjunum, allt frá því að aðskilnaður kynþátta í skólum var bannaður með lögum fyrir 24 árum. Bakke hefur haldið því fram að hann væri beittur „öfugu kynþáttamisrétti", en í sam- ræmi við ráðstafanir stjórn- valda til að tryggja aðgang blökkumanna og annarra minni- hlutahópa að skólum landsins er það regla að af 100 nemendum, sem aðgang fá að læknadeild Kaliforníu-háskóla ár hvert, skuli að minnsta kosti 16 af öðrum kynþáttum en hinum hvíta hafa forgang. Talið r að dómsúrskurður þessi eigi eftir að hafa mikil áhrif, en eini hæstaréttadómar- inn, sem er blökkumaður, Thurgood Marshall, var í flest- um atriðum hlynntur málstað Bakkes. Marshall greiddi þó atkvæði gegn því að reglan um forgang minnihlutahópa væri brot á stjórnarskránni, en eftir að dómsorðið var birt í dag kvaðst Marshall ekki geta gert sér í hugarlund hvað það mundi snerta hag margra einstaklinga eða stofnana, en ljóst væri að áhrif þess yrðu mjög víðtæk. komu í kjölfar morðsins á einum virtasta hlaðamanni Spánar í dag. Þetta er fimmta morðið. sem hryðjuverkamenn á þessum slóð- um frcmja á fjórum dögum. og er fullvíst talið að öfgamenn innan ETA-hreyíingarinnar hafi verið hér að verki. Fórnarlambið að þessu sinni var ritstjórinn José Maria Portell, en hann hefur haldið tengslum við hófsama félaga í ETA og hefur beitt sér fyrir því að hreyfingin gerði samkomulag við ríkisstjórn Framhald á bls. 22 Sovézk sendi- ráðsfjöl- skylda flýr Lundúnum — 28. júní — AP ÞRIÐJI sendiráðsritari Sovétríkj- anna í Genf hefur fengið hæli í Bretlandi sem pólitískur flótta- maður, ásarat konu sinni og tveimur ungura börnum. Þetta kom fram í frétt í Daily Tele- graph í dag og var fregnin staðfest í brezka innanríkisráðu- neytinu. Ekki er vitað um ástæð- una fyrir flótta fjölskyldunnar. en hún kom til Bretlands fyrir hálfum raánuði og hafði þá við illan leik tekizt að komast undan sovézkum sendiráðsmönnum. Að sögn Daily Telegraph leitaði flóttamaðurinn, Vladimir Rezun, Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.