Morgunblaðið - 29.06.1978, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JUNI 1978
Þrngflokkur Alþýðuflokks kom saman í Alþingishúsinu kl. 17 í gær og er myndin tekin áður
en fundurinn hófst. Ljósm. Ól.K.M.
Engin loðnuveiði við
Nýfundnaland — Bát-
amir em á heimleið
LOÐNUVEIÐI íslenzku bátanna
þriggja, sem fóru til loðnuveiða
við Nýfundnaland í vor, brást
algjörlega og héldu bátarnir
heimleiðis í gær og í fyrradag.
Samtals nam afli bátanna þann
tíma sem þeir voru við Nýfundna-
land 420 lestum.
Jens Eysteinsson, sem starfar
hjá Fishery Products í St. Johns
á Nýfundnalandi, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að
íslenzku bátarnir, sem verið hefðu
við Nýfundnaland, hefðu verið
þrír að þessu sinni, Grindvíking-
ur, Hákon og Harpa. Það hefði
verið nánast sama hvar bátarnir
hefðu leitað fyrir sér, hvergi hefði
verið neitt að fá. Sömu sögu hefði
verið að segja af 8 norskum
bátum, sem fylgt hefðu verk-
smiðjuskipinu Ocean Harvesting
(Norglobal).
„VIÐ komum að Ilval 9 í nótt og
var báturinn þá búinn að fá einn
hval. Okkur tókst að koma í veg
fyrir að báturinn gæti skotið
fíeiri hvali, og fór hann áleiðis til
lands með þennan eina hval, sem
var víst langrcyður. Þá erum við
núna að elta einn hvalbátanna, en
ekki vitum við um hvaða bát er
að ræða," sagð IIill skipstjóri á
Rainbow Warrior þegar Morgun-
blaðið ræddi við hann í gær.
Aðspurður sagði Hill, að ekki
væri enn ákveðið hvenær Rainbow
Warrior hætti aðgerðum hér við
land, en sagði að verið gæti að
skipið kæmi inn til Reykjavíkur
bráðlega.
Kolmunnabát-
arnir ekki
teknir á leigu
ÞESS skal getið að eigendur Arnar
KE og Alberts GK taka verulega
áhættu nú þegar bátarnir halda til
kolmunnaveiða, þar sem þeir eru
ekki teknir á leigu af sjávarútvegs-
ráðuneytinu heldur voru bátarnir
fengnir til þessara veiða, en ráðu-
neytið leggur hins vegar til allan
útbúnað o.fl.
Þegar Hill var spurður um
árangur af aðgerðum Rainbow
Warrior hér við land, sagði hann
árangurinn vera töluverðan.
Þeim hefði tvisvar sinnum tekizt
að koma í veg fyrir að Hvalur 9
veiddi hval.
Morgunblaðinu var tjáð á skrif-
stofu Hvals h.f. í Hvalfirði, að
hvalveiði hefði sjaldan eða aldrei
gengið betur. Búið væri að veiða
116 hvali, 99 langreyður og 17
búrhveli. Ástæðan fyrir þessari
góðu veiði mætti m.a. rekja til þess
að mikið af hvar virtist nú vera
um allan sjó.
Fjárstyrkur til Alþýðuflokks og
Alþýðublaðs 12—13 milljónir kr.
BENEDIKT Gröndal, formaður
Alþýðuflokksins. sagði í gær, er
Morgunblaðið spurði hann um
fjárframlög, sem farið hefðu frá
Norðurlöndum 1 norræna
styrktarsjóðinn, sem stofnaður
var vegna Alþýðuflokksins, að
hann hefði ekki nákvæma tölu um
fjárstreymi í sjóðinn, „en ég hygg
að það sé einhvers staðar nálægt
5 til 6 milljónum króna."
Benedikt kvaðst ekki hafa
nákvæmar tölur á reiðum höndum,
þar sem nú væri m.a. verið að
fjalla um fjárhagslegt uppgjör
kosninganna og sitthvað fleira
viðkomandi þeim. Utan við þessar
fjárgreiðslur til sjóðsins, sem
notaðar voru til starfsemi flokks-
ins, eru svo þær 150.000 norsku
krónur, sem getið var um í
Morgunblaðinu í gær er runnu til
Alþýðublaðsins, til greiðslu á
pappírsskuldum. Eru það 7,2
milljónir króna.
Morgunblaðið ræddi í gær við
Ivar Leveros, framkvæmdastjóra
norska Verkamannaflokksins, og
spurðist fyrir um þessa styrki.
Ivar sagði að sú fjárhæð, sem
14 íslendingar á skákmót í Bandaríkjunum:
Benóný teflir í fyrsta
INNLENT
Verkamannaflokkurinn hefði
greitt í norræna styrktarsjóðinn
hafi verið 20.000 norskar krónur,
eða rúmlega 960.000 krónur
íslenzkar. Hins vegar hefðu
150.000 krónur verið greiddar
vegna pappírsskulda Alþýðu-
blaðsins. Aðspurður um þá tölu,
sem Aftenposten hefði birt,
575.000 norskar eða um 27,7
milljónir íslenzkra króna, kvaðst
Ivar ekkert vita um hana. Þessa
tölu hafi hann hvergi heyrt nefnda
eða séð nema í Aftenposten.
Þess ber að geta að í viðtali við
Benedikt Gröndal í Mbl. í gær
segir hann að hlutur norska
Verkamannaflokksins hafi verið
gerður allt of stór í þessu máli, hér
sé um norræna styrki að ræða og
fjárframlög frá fleiri verka-
mannaflokkum en hinum norska.
Hvalveiðarnar hafa
aldrei gengið betur
Jens sagði, að menn væru vissir
um að loðnustofninn væri ofveidd-
ur við Nýfundnaland og rætt væri
um 2—3 ára algjöra friðun. Fram
til þessa hafa Rússar veitt mest af
loðnu á þessum slóðum og í vor
segjast Rússar vera búnir að veiða
16 þúsund lestir.
inu World Open, sem fer
fram dagana 30. júní til 4.
júlí n.k. Meðal keppenda er
gamla kempan Benóný
Benediktsson, sem nú tek-
ur í fyrsta skipti þátt í
skákmóti erlendis, sextug-
ur að aldri.
Aðrir skákmenn eru Margeir
Pétursson, Helgi Ólafsson, Jón L.
Árnason, Ásgeir Þ. Árnason, Þórir
Ólafsson, Ingvar Ásmundsson,
Guðni Sigurbjarnarson, Jóhannes
Gíslason, Jóhann Þórir Jónsson,
Guðmundur Ágústsson, Leifur
Jósteinsson, Sævar Bjarnason og
Bragi Halldórsson. Teflt verður á
Sheraton-hótelinu.
Dagana 8.—18. júlí fer fram mót
í New York, G.H.I. Open, og þar
verða fimm íslendingar meðal
þátttakenda, þeir Margreir, Jón,
Sævar, Ásgeir og Bragi.
„Trufluðum veiðar Hvals 9,” segja skipverjar á Rainbow Warrior
14 íslenzkir skákmenn
halda 1 dag til Philadelphia
í Bandaríkjunum, þar sem
þeir taka þátt í skákmót-
Benóný Bendiktsson.
Hér má sjá nokkra af þingmönnum Framsóknarflokksins er ræddu saman í gærdag
skipti á móti erlendis
Sótt um 8^J%
hækkun raf-
magns frá 1.
ágúst nk.
Á Fundi borgarráðs í fyrradag
var samþykkt að sækja um til
ríkisstjórnarinnar að Raf-
magnsveitur Reykjavíkur
fengju að hækka útselda kíló-
wattstund rafmagns um 8.3%
frá 1. ágúst n.k. að telja að
viðbættri þeirri hækkun, sem
kynni að verða á heildsöluverði
Landsvirkjunar.
Hiti í Grjóta-
gjá 60 gráður
LANDRIS heldur áfram við
Mývatn, en það hefur þó
heldur hægt á sér síðustu
dagana. Hins vegar hefur
orðið sú breyting í Grjótagjá,
að vatnshiti þar er nú kominn
í 60 gráður, en var í vetur
kringum 40.