Morgunblaðið - 29.06.1978, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1978
3
Sirkusfólkið:
Á mótorhjóli á línu
milli Hallgríms-
kirkju og Iðnskóla
Þingflokkur og miðstjórn komu saman til sameiginlegs fundar í Valhöll laust upp úr hádegi
í gær til að ræða þau viðhorf, sem nú hafa skapast í íslenskum stjórnmálum í kjölfar
kosninganna. Ljósm. Mbl., Kr.Ol., tók þessa mynd af fundinum.
Húseigendafélag Reykjavíkur:
Ný lög um erfðafjárskatt
eru hrikaleg skattahækkun
t BtGERÐ er að „Cimarro-
bræðurnir“ en þeir tilheyra
brezka sirkusnum, sem er að
hef ja sýningar I Laugardalshöll á
vegum Bandalags fsl. skáta, sýni
úti undir beru lofti á
fimmtudagskvöld. Skátar eru nú
að vinna að þvf að fá leyfi til að
strengja vfr milli Hallgrfms-
kirkjuturns og turnsins á Iðn-
skólanum, en bræðurnir ætla
sfðan að aka á mótorhjóli eftir
vfrnum og leika listir sfnar á
honum.
Morgunblaðinu var tjáð hjá
Bandalagi fsl. skáta t gær, að
miðasala á sirkusinn gengi mjög -
vel. Þegar væri uppsclt f beztu
sæti á flest allar sýningarnar, en
nóg væri til af miðum I betri sæti
og almenn sæti.
Stærsti hluti sirkusfólksins er
nú kominn til landsins og er að
hefja uppsetningu á búnaði i
Laugardalshöll. Mestur hluti af
búnaði fólksins kemur þó ekki frá
Englandi fyrr en f kvöld með sér-
stakri flugvél og verður strax haf-
ist handa við að koma honum upp,
en áætlað er að einn sólarhring
taki að koma búnaðinum fyrir.
FYRIR stuttu var haldinn aðal-
fundur Húseigendafélags Reykja-
víkur og urðu á honum miklar
umræður um nýsamþykkt lög um
erfðafjárskatt. Segir í frétt frá
félaginu að yfirlýstur tilgangur
þeirrar lagasetningar hafi verið
sá að lciðrétta erfðafjárskatt til
Hestaþing á
Murneyrum
um helgina
Hestamannafélögin Smári og
Sleipnir halda um næstu helgi
árlegt hestaþing sitt að Murneyrum
á Skeiðum. Hefst hestaþingið á
laugardag kl. 16 með keppni í
íþróttagreinum og dómum gæðinga
en á sunnudag hefst dagskráin með
hópreið hestamanna inn á svæðið
kl. 13 og að henni lokinni verður
helgistund. Þá fara fram kapp-
reiðar og lýst verður dómum
gæðinga. Að sögn forsvarsmanna
hestaþingsins verður margt lands-
þekktra kappreiðahrossa.
lækkunar, en vegna þeirrar
margföldunar fasteignamats,
sem í mörgum tilvikum hafi átt
sér stað um síðustu áramót, hafi
þessi tilraun mistekist hrapal-
lega.
„I stað lækkunar er hér um að
ræða eina hrikalegustu
skattahækkun sem um getur.
Fundurinn samþykkti að fela
stjórn félagsins að kanna mál
þetta ofan í kjölinn og knýja á
stjórnvöld um leiðréttingu þessara
mistaka," segir í frétt frá félaginu.
A aðalfundinum var flutt
skýrsla stjórnar og kom þar m.a.
fram að hátt á þriðja hundrað
félagar hafa fengið lögfræðilega
fyrirgreiðslu hjá framkvæmda-
stjóra félagsins á liðnu ári,
talsvert hafi verið leitað til
félgsins varðandi ágreiningsefni
sem risið hafi í samskiptum
húseigenda og leigjenda og allmik-
ið hafi verið um að húseigendur
hafi leitað til félagsins í sambandi
við viðskipti sín við hið opinbera
t.d. skipulagsyfirvöld og fasteigna-
mat. A fundinum kom fram að
brýnasta mál félagsins er að hefja
söfnun nýrra félaga til þess að
Þingið endurspegl-
ar aUvel þjóðarvilja
LÍKLEGAST hefur þingmannatala stjórnmálaflokkanna á
Alþingi aldrei skipzt jafn réttlátt miðað við atkvæðamagn á
milli flokkanna og eftir kosningarnar síðastliðinn sunnudag. Ef
ná ætti jöfnuði milli flokkanna, þannig að svo til jafnmörg
atkvæði verði að baki hvers þingmanns, þyrfti að bæta við 6
þingmönnum. Alþýðuflokkur ætti þá að hafa 15 þingmenn,
Framsóknarflokkur 12, Sjálfstæðisflokkur 23 og Alþýðubanda-
lag 16 þingmenn.
Ef menn hins vegar vildu skipta
60 þingmönnum á milli þeirra
stjórnmálaflokka, sem kæmu til
greina um þingmenn, fengi
Alþýðuflokkur 14 þingmenn,
Framsóknarflokkur 10, Sjálf-
stæðisflokkur 20, Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna 2
þingmenh og Alþýðubandalag
14. Eina breytingin, sem fengist
með þessari reikningsaðgerð
yrði þá að Framsóknarflokkur-
inn missti 2 þingmenn yfir til
Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna. Að baki 14. manns á
A-lista væru þá 1922 atkvæði, að
baki 10. manns á B-lista 2033,5
atkvæði, að baki 20. manns
D-lista 1.998,6 atkvæði, að baki
2. manns á F-lista 2.036,5
atkvæði og að baki 14. manns af
G-lista 1.997 atkvæði.
Kjördæmaskiptingin 1959
miðaði að því að réttlæta
þingmannaskiptingu milli
flokka, þannig að vilji þjóðar-
innar speglaðist í tölu þing-
manna hvers flokks. Hins vegar
hefur hin síðustu misseri verið
bent á misjafnt vægi atkvæða
eftir því, hvar þau eru greidd á
landinu. Það misræmi er áfram
mikið milli einstakra kjördæma.
Á það má þó benda, að í
útreikningum, þar sem F-listinn
tekur 2 menn af B-listanum er
gert ráð fyrir því að öll atkvæði
á landinu vegi jafn þungt.
Misræmið er þá aðeins í því frá
hvaða kjördæmum þingmenn
koma, en við þá útreikninga yrði
breyting á hverjir hefðu hlotið
kosningu og hverjir ekki.
auka starfsemi félagsins og gera
hana öflugri.
Formaður Húseigendafélags
Reykjavíkur var kjörinn Páll S.
Pálsson hæstaréttarlögmaður, en
aðrir í stjórn eru: Alfreð
Guðmundsson forstöðumaður,
Guðmundur S. Karlsson skrif-
stofustjóri, Lárus Halldórsson
endurskoðandi og Páll Sigurðsson
dósent. Framkvæmdastjóri félags-
ins er Sigurður H. Guðjónsson.
Lézt af völd-
um bílslyss
KONAN, sem slasaðist í bílslys-
inu á Reykjanesbraut á móts við
Kaplakrika í fyrradag, lézt á
Borgarsjúkrahúsinu í fyrrinótt
af völdum áverka þeirra er hún
hlaut. Hún hét Jóhanna
Jóhannesdóttir, til heimilis að
Háteigsvegi 24 í Reykjavík.
Jóhanna var 71 árs að aldri,
fædd 2. ágúst 1907. Hún lætur
eftir sig eiginmann og fjögur
uppkomin börn.
Jóhanna Jóhannesdóttir.
ÍC
FAG
Kúlu- og rúllulegur
m>] precision
a Hjöruliðir
TIMKEN
Keilulegur
■jjj^ajjjjjjjjjjja^jg)
Viftureimar
Einnig eru tímareimar og tímakeðjur fáanlegar í flestar gerðir bifreiða og vinnuvéla.
Stærsta sérverzlun landsins með legur, ásþétti, hjöruliði og skildar vörur. Sendum u
land allt.
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8. SÍMI 84670