Morgunblaðið - 29.06.1978, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.06.1978, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1978 ERU ÞEIR AÐ Góö veiöi í Víöidalsá „Það hefur verið mjög kalt hjá okkur lengst af, en engu að síður hafa veiðimenn séð mikinn fisk um alla á og veiðin hefur gengið vel. Það eru komnir 130 laxar á land og í gær veiddi Bjarni Stefánsson fyrsta flugulax sumarsins, 15 punda fisk“ sagði Gunnlaug Hannesdóttir ráðskona við Víðidalsá, er Mbl. haföi samband við hana í gær. „Veiðin hófst í ánni Þann fimm- tánda og meðalpunginn hefur verið mjög góður, eða í kring um 10 pund, stærsti laxinn, sem komið hefur á land, vó 17 pund og hann dró Ari Haraldsson viö Réttarbakka" sagöi Gunnlaug ennfremur. Veitt er á 8 stangir í Víðidalsá og par veiddust t fyrra 1793 laxar. Einnig gott í Grímsá Jóhannes matsveinn í stórhýsinu við Grímsá tjáði okkur að á hádegi í gær hefðu 117 iaxar verið komnir á land og væri Þetta einhver besta byrjun sem menn myndu eftir. í gærmorgun veiddust 11 laxar, en nú er veitt á 10 stangir í Grímsá, Þær byrjuðu fimm. Fyrsti dagurinn ár hvert er happdrættisvinningur hjá Stangaveiðifélaginu og að pessu sinni veiddust 30 laxar pann dag, Þ-e. frá hádegi föstudags til hádegis laugardags. Þar af veiddi vinnings- hafinn 2 laxa á fystu tíu mínútunuml Laxinn er allt frá 3,5 pundum upp í 13,5 pund og hefur hingað til veiðst mest í Fossinum og Þingnes- strengjunum, en síöan allar götur upp í ármót Grímsár og Tunguár, Þar sem tveir laxar höfðu veiðst. Framan af veiddist mest á maðk, en undanfarið hefur flugan verið að sækja sig. Það hefur verið kalt við Grímá, eins og víöast hvar, en undanfarið hefur hlýnaö til muna og Þegar við ræddum við Jóhannes var veiðiveðrið eins og best verður á kosið. Grímsá var frekar slök í fyrra svo ekki sé meira sagt og veiddust Þá aöeins 1103 laxar og er hún flest árin með miklu meiri afla. Dauft í Korpu í Versluninni Veiðimanninum fengum við Þær upplýsingar að sáratreg veiði hefði verið hingað til í Korpu. Veiði hófst Þar í síðustu viku og höföu aðeins örfáir laxar verið dregnir á Þurrt og allir úr fossunum neöst í ánni. Þaö er ekki kuldinn sem hamlar hér veiðum, Það hefur einfaldlega verið lítill fiskur í ánni til Þessa. — 99- Eldur í póstkassa SKÖMMU fyrir kl. 16 f gær var slökkviliðið kallað að pósthúsinu við Pósthússtræti, en þar var þá eldur í póstkassa, sem bréf eru sett í ReKnum iúgu utan af götu. Þegar slökkviliðið kom á staðinn hafði starfsmönnum póstsins tek- izt að slökkva eldinn að mestu með handslökkvitækjum. Skemmdir urðu litlar, nema hvað eitthvað af bréfum, sem nýbúið var að setja í kassann, brunnu og málning kringum kassanna sviðn- aði af hitanum. Talið er að kveikt hafi verið í kassanum, jafnvel með því að sígarettu hafi verið hent inn um bréfalúguna. Útvarp Revkjavík FIM41TUDKGUR 29. júní MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Létt lög og morgunrabb. (7.20 Morgunleikfimi). 7.55 Morgunbæn 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Veðurfr. Forustugr. daghl. (útdr.). 8.35 Af ýmsu tagii Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnannat Gréta Sigfúsdóttir les sög- una „Katrínu í Króki“ eftir Gunvor Stornes (2). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónlcikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Víðsját Friðrik Páll Jóns- son fréttamaður sér um þáttinn. 10.45 Kvcnfélagasamband ís- landst Gísli Helgason ræðir við Sigríði Thorlacius for mann sambandsins. 11.00 Morguntónleikari Sin- fóníuhljómsveit ungverska útvarpsins leikur „Kossuth“, sinfónískt ljóð eftir Béla Bartókt György Lehcl stj. David Oistrakh og hljómsveitin Fílharmónía í Lundúnum leika Fiðlu- konsert eftir Aram Katsja- turiant höfundurinn stj. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. SÍÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Á frívaktinnii Sigrún Sigurðardóttir kynnir óska- lög sjómanna. 15.00 Miðdegissagant „Angelína“ eftir Vicki Baum. Málmfríður Sigurðardóttir les (13). 15.30 Miðdegistónleikart Mary Louise og Pauline Boehm leika Grand Sonate Symphonique, tónverk fyrir tvö píanó op. 112 eftir Ignaz Moscheles. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.20 Lagið mitti Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. FÖSTUDAGUR 30. júní 20.00 Fréttir og veður 20.30 Augiýsingar og dagskrá 20.35 Skrípaleikur (L) Sjónvarpskvikmynd eftir Gísla J. Astþórsson. Frumsýning Leikstjóri Baldvin Halldórsson. Tónlist Jón Sigurðsson. í aðalhlutverkumt Rósi / Sigurður Sigurjóns- son. Borgar / Gísli Halldórsson. Stúlka / - Katrín Dröfn Árnadóttir. Veitingamaður / Kristján Skarphéðinsson. Banka- stjóri / Guðmundur Páls- son. Bína / Elísabet Þóris- dóttir. Bisnesmaður / Rúrik Haraldsson. Stýri- maður / Haukur Þorsteins- son Sagan gerist árið 1939 og fjallar um ungan mann sem heldur i' kaupstað að fá lán til að kaupa vörubifreið. í kaupstaðnum kynnist hann ýmsu fólki. m.a. Borgari. fyrrum verksmiðjustjóra. sem lifir á kerfinu. þjón- ustustúlkunni Bínu og annarri ungri stúlku. Leikmynd Jón Þórisson. Kvikmyndataka Haraldur Friðriksson og Sigurliði Guðmundsson. llljóðupp- taka Sigfús Guðmundsson og Jón Arason. Illjóð- setning Sigfús Guðmunds- son. Búningar Árný , Guðmundsdóttir. Förðun Ragna Fossberg. 21.25 Frá Listahátíð 1978 Sópransöngkonan Birgit Nilsson syngur með Sin- fóníuhljómsveit íslands. Stjórnandi Gabriel Chmura. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.55 Mannhvarf (So Long at thé Fair) Bresk híómynd frá árinu 1950. Aðalhiutverk Jean Simmons og Dirk Bogarde. Sagan gerist á heimssýning- unni í París 1889. Ungur maður hverfur af hóteli sínu. Systir hans verður skelfingu lostin þegar starfslið hótelsins þratir íyrir að hann hafi komið þangað rneð henni. Þýðandi Dóra Iiafsteins- dóttir. 23.15 Dagskrárlok -/ I 18.00 Vfðsját Endurtekinn þáttur frá morgni sama dags. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál, Gísli Jóns- son flytur þáttinn. 19.40 fslenzkir einsöngvarar og kórar syngja 20.10 Leikriti „Hjónatafl“ eftir Terje Hoel. Þýðandit Áslaug Árnadóttir. Leikstjórit Þórhaliur Sigurðsson. Persónur og leikendurt Pétur Damm / Helgi Skúla- son, Frcydís Damm innanhússráðgjafar / Helga Bachmann. Ottó, sál- fræðingur / Steindór Hjör- leifsson, Ása, kona hans / Guðrún Ásmundsdóttir. Aðrir ieikendurt Hjalti Rögnvaldsson, Edda Hólm, Jón Gunnarsson og Ragn- heiður Þórhalisdóttir. 20.55 Söngleikar 1978. Frá tónlcikum Landssambands blandaðra kóra í Laugar- dalshöll 15. aprfl. Flytjend- urt Kór Menntaskólans við Ilamrahlfð, Árneskórinn, Samkór Rangæinga og Þrándheimskórinn (gesta- kór frá Noregi). 21.45 Staldrað við á Suðurnesj um. — fjórði þáttur úr Garðinum, Jónas Jónasson ræðir við heimafóik. 22.30 yeðurfregnir. Fréttir. 22.50 Áfangar. Umsjónar- menn. Guðni Rúnar Agnars- son og Ásmundur Jónsson. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. Ilclgi Skúlason Ilclga Bachmann Steindór Hjörleifsson Leikrit vikunnar: Finnst tilveran vera orðin eins og leikur í kvöld kl. 20.10 verður flutt í útvarpi leikritið „Hjónatafl" eftir Terje Hoel. Áslaug Árnadóttir þýddi leikritið en leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Með stærstu hlutverkin fara Helgi Skúlason, Helga Bachmann, Steindór Hjör- leifsson og Guðrún Ásmundsdóttir. Flutningur leiksins tekur tæpa þrjá Stundarfjórðunga. Aðalpersónur leiksins, Fröydis og Per Damm, eru innanhússráðgjafar. Per finnst hann ekki lengur standa föstum fótum í tilver- unni, hún er orðin honum eins og leikur. Hann fær taugaáfall og þá vaknar spurningin hjá hverjum hann eigi að leita hjálpar. Hjá vini sínum, Otto, sem er sálfræðingur, konu sinni eða sjálfum sér? Norski rithöfundurinn Terje Hoel er þekktur fyrir skemmtidagskrár í útvarpi, þar sem kona hans, Eva Schramm, er honum til aðstoðar. „Hjónatafl" (Damm, et spill) var sent í leikritasamkeppni í norska útvarpinu og þótti svo at- hyglisvert, að það var tekið þar til flutnings árið 1975. Utvarp kl. 22.50: r • Afangar—Jackson Browne kynntur Þátturinn „Áfangar" er á dagskrá útvarpsins í kvöld kl. 22.50 og er hann í umsjá Guðna Rúnars Agnarssonar og Ásmundar Jónssonar. Að sögn Guðna Rúnars er þetta fyrri þátturinn af tveimur sem fjalla munu um bandarísk- an tónlistarmann, Jackson Browne að nafni. Stutt er síðan Browne varð verulega frægur en Guðni Rúnar sagði að tónlistar- sköpun hans ætti sér langa forsögu. Árið 1971 gaf Browne út sína fyrstu sólóplötu og má segja að hans eiginlegi tónlistarferill hefjist þá, sagði Guðni Rúnar. Þó lék hann á árunum 1966—1967 með hljómsveit er kallaðist Nitty Gritty Dirtband, en þá var hann aðeins 17 ára, og samdi hann mikið af lögum fyrir hljómsveitina. í þættinum verða leikin nokk- ur af lögum Browne og má< þar t.d. nefna lagið „These days“ sem þýska söngkonan Nico syngur, en Browne var aðstoðar- maður hennar. Fjallað verður um kynni Browne af öðrum tónlistarmönnum, eins og t.d. meðlimum hljómsveitarinnar Eagles og Lowel George. Guðni Rúnar sagði að nokkuð erfitt væri að skilgreina þá tónlist sem Browne léki, en hann væri einna helst inni á hinni svonefndu vestur- strandarlínu í Bandaríkjunum sem einna helst væri í ætt við tónlist Eagles og Crosby, Stills og Nash.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.