Morgunblaðið - 29.06.1978, Síða 12

Morgunblaðið - 29.06.1978, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1978 Nýr segulhallamælir stórbætir viðvörunarklerf i vegna eldgosa Verdur settur upp þar sem eldgosa og jardskjálfta er von í öllum þeim eldsumbrotum og miklu jarðhræringum, sem orðið hafa á íslandi undanfarna áratugi, hefur þekking á þessu náttúrufyrirbrigði og öll tækni til að bregðast við tekið gífurlegum framförum, enda komnir til starfa margir hæfir og velmenntaðir menn á því sviði. En til að geta brugðist við þessum vágesti, sem piagaði og skelfdi þjóðina í aldir, verða spár og upplýsingar um komandi eldgos að berast í tæka tíð, svo að ráðrúm gefist til athafna áður en það skellur yfir. Nú hefur Norræna eldfjallastöðin lagt nýjan og mikilvægan þátt til viðvörunarkerfisins, segulhallamæli, sem upp er fundinn og gerður af starfsmönnum stofnunarinnar. Mælir hann nákvæmlega allar breytingar á landinu sjálfu og sískráir, svo að vart verður breytinga, sem eru undanfari gosa, um leið og þær verða. Dr. GuAmundur Sigvaldason íyrir framan línuritið, sem sýnir hvernig land lyftist hægt við Kröflu og sígur svo hratt á milli. Þessi nýja mælitækni á án efa eftir að skipta sköpum í þessu efni, hvort sem er vegna þeirra eldgosa og jarðskjálfta, sem nú eru yfirvofandi á næstunni eða vegna mannvirkjagerðar og ákvarðana- töku um mannvirki í framtíðinni. — Ef við hefðum haft slíka mæla við Kröflu, gætu ákvarðanir um hana t.d. hafa orðið á anoan veg, sagði dr. Guðmundur Sig- valdason, forstöðumaður Norrænu eldfjallastöðvarinnar, íviðtali við fréttamann Mbl., sem ræddi við hann um þennan merka áfanga í viðvörunarkerfinu. Guðmunduc Sigvaldason, sem er jarðefnafræðingur að mennt, hef- ur lengi haft áhuga á og unnið að því að þróa slík viðvörunarkerfi. Ekki löngu eftir að hann kom til starfa á Islandi, kom hann á mælingum á kemiskum efnum í ám, er koma undan Mýrdalsjökli, sem aðvörunartæki vegna Kötlu- gosa, þar sem efnabreyting verður skömmu fyrir gos. Því var Guð- mundur spurður í upphafi viðtals- ins, hvað hefði orðið úr þeim mælingum. Hann sagði, að Sigurð- ur Steinþórsson, jarðfræðingur, hefði haldið þeim áfram og fengi alltaf sýni úr ánum með nokkru millibili. En þetta reyndist of umfangsmikið nema sem einn þáttur í stærra viðvörunarkerfi. Sérstaklega ef dregst að fá sýnin, enda geta liðið nokkrir dagar frá því sýnin eru tekin og þar til búið er að efnagreina þau og fá niðurstöður. — Ef viðvörunarkerfi á að koma að gagni, verður þaö að vera sjálfvirkt, sagði Guðmundur. Upp- lýsingarnar verða líka að koma það fljótt, að ráðrúm gefist til að gera eitthvað. Því eru jarðskjálfta- mælingar svo mikilvægar, þar sem samstundis er vitað ef tíðni jarðskjálfta eykst. En af því jarðskjálftamælingar gefa aðeins eina tegund upplýsinga, þarf að hafa aðrar aðferðir samhliða.nfzm treysta upplýsingarnar og túlkun þeirra. — Þá hafa verið notaðar mæl- ingar á breytingum þeim, sem verða á landi, bæði lengdarbreyt- ingum og hallabreytingum, hélt Guðmundur áfram skýringum sín- um. Suð aðferð hefur einna helzt verið notuð með árangri á Hawaii en annars staðar hefur hún gefizt æði misjafnlega. — Við tókum þá stefnu hér í Norrænu eldfjallastöðinni að taka fyrir slíkar mælingar á hreyfingu jarðskorpunnar og fengum að ráða i eina stöðu jarðeðlisfræðings til þess verkefnis. Sá maður er Eysteinn Tryggvason. — Og þar kemur nýja mæli- táeknin inn í myndina? — Já, spurningin var hvernig ætti að standa að þessum mæling- um, svaraði Guðmundur. Fyrsta skrefið eru fjarlægðarmælingar, sem eiga að segja til um það hvort lengdarbreytingar verða milli fastamerkja, sem komið er fyrir þar sem búast má við umbrotum. Eru fastamerki þá sett niður beggja megin við sprungukerfi og mælt aftur og aftur, til að athuga hvort einhver þensla eða þjöppun á sér stað. Með þessum mælingum, sem framkvæmdar eru með leiser- geisla, fást upplýsingar um allar láréttar hreyfingar í jarðskorp- unni. — En til þess að fá upplýsingar um lóðréttar breytingar er hægt að framkvæma hallamælingar, sem má gera með hallamæli eða stöng, eins og tíðkast hefur. Gallinn er sá, að þær eru tíma- frekar, kostnaðarsamar og í mörg- um tilvikum ekki nægilega ná- kvæmar. • Smíðað nýtt mælitæki — En hvað er þá tekið til bragðs? — Ókosturinn við báðar þessar mælingaaðferðir er sá, að þær verða ekki gerðar nema með margra mánaða millibili og því ekki gagn að þeim til samtímavið- varana, þó með þeim fáist upplýs- ingar um ástand svæðisins í heild. Því er nauðsynlegt að hafa ein- hverja mælingaaðferð, sem gefur stöðugt vitneskju um hallbreyting- ar á jarðskorpunni, sagði Guð- mundur. — Verða slíkar breytingar jafn- an miklar á jarðskorpunni fyrir eldgos? — Þær geta orðið nokkuð mikl- ar. Á markaðinum eru til tæki, sem geta skráð slíkar hreyfingar með verulegri nákvæmni. Eitt slíkt tæki er venjulegt samgangs- ker, þar sem lesið er af tveimur vatnskerjum, sem tengd eru með slöngu. Þannig tæki hefur verið sett upp í stöðvarhúsinu við Kröflu. En þar er aðstaðan slík, að vatnið frýs ekki í slöngunum að vetri til. Slíkum tækjum er erfitt að beita nema við hagstæðar aðstæður á borð við þessar. — En þið funduð ráð við því, ekki satt? — í sambandi við geimferðirnar voru smíðuð tæki til að stilla raketturnar í flugtaki. Þau hafa verið notuð til að mæla breytingar á jarðskorpunni með nokkrum árangri á Hawaii, eins og áður er sagt. Okkur þótti þetta tæki nokkuð dýrt í innkaupi, enda reynslan af því misjöfn. Þessvegna tóku starfsmenn Norrænu eldfjallastöðvarinnar til við að velta því fyrir sér, hvort þeir gætu ekki smíðað sér sjálfir tæki til þessara nota. Og eftir miklar vangaveltur og umræður kom fram hugmyndin að þessu nýja mælingatæki, sem síðan var hannað og smíðað, að því er Guðmundur sagði. Að því unnu rafeindafræðingurinn Sigurjón Sindrason og rennismiðurinn Halldór Ólafsson, sem báðir eru starfsmenn eldfjallastöðvarinnar, og Ævar Jóhannesson, tæknimað- ur á Raunvísindastofnun, sem átti stóran þátt í að benda á hvaða skynjara mætti nota í þessu skyni. • Mælitækni við Kröflu og í Eyjum — Er þessi mælir líkur þeim mælum, sem notaðir hafa verið erlendis? — Nei, hann er allt öðru vísi upp byggður, svaraði Guðmundur. Þetta er síriti. Svörun frá tækinu kemur fram sem rafspenna, og hægt að skrá upplýsingarnar stöðugt. Við getum því í framtíð- inni s'ett tækið upp hvar sem er og látið það senda upplýsingarnar inn á tölvu. Enn sem komið er skráir tækið upplýsingarnar á pappírs- ræmu, sem lesið er af daglega. — Er búið að setja upp einhver tæki af þessu tagi? — Já, við erum með eitt tæki við stöðvarhúsið í Kröflu. Annar segulhallamælir er við hótelið í Reynihlíð við Mývatn. Og tvo höfum við sett upp í Vestmanna- eyjum. Núna erumm við með 4 mæla í smíðum. — Tekur langan tíma að smíða hvert tæki? Eru þau dýr í framleiðslu? — Reikna má með að það taki rafeindatæknifræðing og renni- smið hálfan mánuð að smíða hvert tæki. Við vildum gjarnan geta sett upp 1—2 mæla til viðbótar við Kröflu og 2 á Kötlusvæðinu. En fjárhagurinn takmarkar fram- kvæmdir. • Hröð hallabreyting fyrir eldgos — Má reikna með því að breyt- ingar verði á jarðskorpunni fyrir eldgos? — Ekki er hægt að fullyrða það almennt, svaraði Guðmundur, öðru vísi en vitna til dæma. Eina dæmið, sem við í rauninni höfum hér á landi, er í Kröflu. Þar hefur komið í ljós að hröð hallabreyting hefst nokkrum klukkustundum fyrir eldgos. Og Guðmundur rekur það sem gerðist 8. sept. 1977 þegar segul- hallamælirinn við Kröflu tók að sýna hratt sig til norðurs, um leið og stöðugur titringur kom fram á öllum jarðskjálftamælum. En þá streymdi bergkvika neðanjarðar úr kvikuhólfi undir Kröflu í átt til Gjástykkis. Rétt fyrir kl. 16 byrjaði segulhallamælirinn að sýna sig, um kl. 17.30 stíflaðist kvikustraumurinn og um kl. 17.50 ruddist kvikan upp á yfirborðið. Varaði mælirinn við gosi tveimur tímum áður en umbrot urðu. 6. janúar 1978 liðu 18 tímar frá því að hallamælirinn byrjaði að sýna breytingu þar til umbrotin hófust fyrir alvöru. — Ekki er hægt að segja að þetta sé algilt, segir Guðmundur, því hvert svæði hefur sín sérkenni og hegðun. En reglan er sú, að land rís þar sem kvika streymir inn í jarðskorpuna. Hallamælingar eiga því að geta, séu mælarnir vel staðsettir, bent á þann stað sem risið er mest. Snöggar breytingar, sem verða á útskrift mælisins, gefa því ástæðu til grunsemda um að eitthvað sé á seyði. Samkvæmt reynslu í öðrum löndum, svo og mælingum, sem Eysteinn Tryggvason hefur gert með aðferð- unum sem við minntumst á fyrr, hefur sannast að breytingar verða á landi við Öskju, Kötlu og víðar. Hér er gott dæmi um örar breytingar á mælingum segulhallamælisins við Kröflu. Mælirinn varar við gosi tveimur timum áður en umbrotin hefjast. Rétt fyrir kl. 16 hinn 8. sept. fór að sjást hratt sig til norðurs á hallamadinum. en þá streymdi bergkvika neðanjarðar úr hólfi undir Kröflu. Um kl. 17.30 stíflaðist kvikustraumurinn og um kl. 17.50 ruddist kvikan upp á yfirborðið. Kl. 18.30 brast fyrirstaðan og kvikan streymdi til suðurs í átt að Bjarnarflagi og hafði þar með fundið nægt rými, svo ekki varð af eldgosi í það sinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.