Morgunblaðið - 29.06.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.06.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1978 13 • Efnasamsetningin breytist — Það er mjög mikil bót á viðvörunarkerfinu að hafa fengið þessa nýju segulhallamæla? — Við höfum fengið þarna eina aðferð til viðbótar þeim sem fyrir voru. Enn sem komið er getum við ekki með vissu fullyrt um árangur- inn. Og við höfum áhuga á fleiri aðferðum samhliða. Niðurstöður við Kröflu hafa sýnt að efnasam- setning og útstreymi frá jarðhita- svæði í tengslum við eldstöð breytist verulega, þegar kvika ryðst upp í jarðskorpuna. Þar hefur sannast, að efnasamsetning lofttegunda, sem streyma upp, er þá gerbreytt. Gögn eru til um það allt frá 1890. Þá tók erlendur maður þar sýni, sem voru efna- greind. Næst tók Þorkell Þorkels- son veðurstofustjóri sýni árið 1906 og við höfum samanburð frá 1950 og 1970. Þessar efnagreiningar frá fyrri tímum eru gerólíkar þeim, sem við fáum nú. — Við þetta bætist að nokkrum dögum fyrir eldgosahrinu verður enn breyting á efnasamsetning- unni, heldur Guðmundur áfram skýringum sínum. Þó er þetta of óljóst enn til þess að maður geti staðhæft um gildi þess. — Hafið þið í hyggju að koma þessum nýja hallamæli á markað erlendis? — Nei, aðeins til innlendra aðila. Við höfum að vísu sótt um einkaleyfi á þessum mælitækjum, en við getum ekki tekið að okkur iðnaðarframleiðslu. Raunvísinda- stofnun hefur hug á að setja upp 5 slíka mæla í sambandi við jarðskjálftaspá. En hallamælingar eru notaðar í Kaliforníu til að mæla hallabreytingar, sem verða á undan meiri háttar jarðskjálftum. — Varla leikur vafi á að við munum þurfa á að halda við- vörunarkerfi vegna eldgosa og jarðskjálfta hér á landi? Hver eru ykkar áform í því sambandi? — Nei, ekki er vafi á því. Ef hugsað er lengra fram í tímann, þá höfum við hug á að koma upp segulhallamælum á þeim stöðum, þar sem eldgosa getur verið von. Mælarnir gefa upplýsingar, sem hafa verður til hliðsjónar við nýtingu lands, t.d. vegna mann- virkja. Við vitum ekki hve hraðar breytingar hafa orðið fyrir Vest- mannaeyjagosið. Allar meirihátt- ar virkjanir okkar eru á virku eldfjallasvæði. Við þurfum ekki að fara í grafgötur með að þar verður eldvirkni fyrr eða síðar, sem gott væri að fá aðvörun um. Og þannig mætti lengi telja. Hefðum við haft slíkar mælingar við Kröflu á árunum 1970—75, gætu það hafa afstýrt umtalsverðu tjóni. Á vegg í kaffistofunni í Norrænu eldfjallastöðinni má sjá forvitnileg línurit. Þar eru daglega færðar inn breytingar á jarðskorp- unni við Kröflu, samkvæmt af- lestri á hallamælunum tveimur, sem símaðar eru að norðan. Þar má sjá, að land er ýmist að síga eða lyftast. Nú að undanförnu hefur land verið að rísa hægt og er, þegar þetta er skrifað, komið í hámark. Miðað við fyrri reynslu hafa orðið umbrot samfara hröðu sigi. Daginn áður hafði skyndilega orðið svolítið hraðaaukning á risinu, sem sást eins og hlykkur á jafnstígandi línunni. Hvort þar yrði eldgos í þetta sinn, vildi Guðmundur ekki spá. Hann sagði að goslíkurnar færu vaxandi eftir því sem umbrota- hrinunum fjölgaði. Nú hefur mest- ur hluti sprungukerfisins gliðnað, sagði hann. Og gliðnunin er sennilega að mestu um garð gengin. Kvikan, sem streymir inn í jarðskorpuna, hefur hingað til rúmast í sprungum neðanjarðar, sem mynduðust við gliðnun lands- ins. Haldi kvika áfram að streyma inn í skorpuna eftir að gliðnun hættir, aukast mjög líkur á því að hún komi til yfirborðs í eldgosi. Því er mikil áhersla lögð á það núna að framkvæma alhliða mæl- ingar á svæðinu og ef mögulegt er að gefa aðvörun um hugsanlegt eldgos. - E.Pá. Hverfandi vonir um frið í Ródesíu í Salisbury í Ródesíu eru menn farnir að óttast að sam- komulagið frá 3. marz s.l. nái ekki tilgangi sínum. Jafnvel Ian Smith forsætisráðherra, hefur á opinberum vettvangi látið von- brigði sín í ljós yfir því að nægilegur árangur hafi ekki náðst. Smith og samstarfsmenn hans í bráðabirgðastjórninni, blökkumennirnir Abel Muzor- ewa biskup, Ndabaningi Sithole og Jeremiah Chirau hafa allir vi \3JFT dtai THE OBSERVER .—agfcaq i Frá undirritun samkomulagsins 3. marz s.l., en tilgangur þess er sá að blökkumcnn myndi meirihlutastjórn í landinu í lok ársins. lýst því yfir að samkomulagið, sem þeir undirrituðu, eigi allt sitt undir því að það geti bundið enda á stríðið. Atburðir, eins og nýlega áttu sér stað þegar 22 blökkumenn voru drepnir í Mashonganyikaþorpinu aðeins um 12 km. frá Salisbury, bera þess vott að stríðinu sé ekki lokið. Þessi atburður hefur dregið úr vonum manna um'frið við þjóðernisskæruliðana sem hafa heitið því að 3. marz samkomulagið verði að engu gert. Muzorewa og Sithole halda því stöðugt fram að þeir njóti nægilegs stuðnings meðal ein- stakra skæruliða til þess að friður sé innan seilingar, en eftir framlag þeirra í fram- kvæmdaráðinu 2. maí s.l. hafa skæruliðarnir allir færzt i auk- ana. Um og yfir 100 manns láta lífið í viku hverri og meira en helmingur eru blökkumenn. í dagblöðum landsins hefur gagnrýni á bráðabirgðastjórn- ina færzt í aukana og í einu útbreiddasta blaði blökkumanna hefur verið deilt hart á stjórn- ina og þar berlega sagt að henni hafi með öllu mistekizt ætlunar- verk sitt, enda sé það ljóst að hún ein geti ekki staðið við öll þau loforð sem hún hefur gefið. I þessum skrifum er brýnt fyrir stjórninni að taka til athugunar sjónarmið Breta og Bandaríkjamanna um að stríðið verði ekki til lykta leitt nema til komi beinar viðræður milli stjórnarinnar og leiðtoga skæruliðahreyfingarinnar, þeirra Joshua Nkomo og Robert Mugabe. Paul Ellman er vörumerki yfir ýmisskonar sport- fatnaö, fatnaö, sem er ávallt hannaöur og framleiddur eftir ströngustu kröfum tízkunnar. nú *rmmo fatnaöur líka til í barnanúmerum í riffluöu flaueli og denim. mmo sportfatnaöur fæst í verzlunum Karna- bæjar, svo og öllum verzlunum, sem hafa umboö fyrir Karnabæ mmo EKKI BARA BUXUR... i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.