Morgunblaðið - 29.06.1978, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1978
Fráhvarf frá námi
sínum að loknum prófum
Ljósm. Ól.K.M.
50—60% á fyrsta ári
STUDENTUM. sem luku námi við
Háskóla Islands í vor, voru s.l.
laugardag aíhent prófskírteini
sín. en alls var það 241 kandidat
sem iauk námi. Flestir luku
embættisprófi í læknisfræði eða
47, 39 luku prófi í viðskipta-
fræðum, 39 prófi í heimspekideild
og 17 lögfræðiprófi.
Próf. Guðlaugur Þorvaldsson
háskólarektor flutti ræðu við
athöfnina og kom fram í máli hans
að fráhvarf nemenda við Háskól-(
ann væri mikið, einkum á fyrsta
ári og við lok prófa þess árs.
„Síðustu 4—5 árin hafa aðeins
40—50% nemenda 1. árs skilað sér
til náms á öðru ári. 50—60% hafa
annað hvort ekki staðizt próf eða
hætt námi af öðrum sökum. I
flestum deildum er hins vegar ekki
um að ræða neitt verulegt
fráhvarf frá námi eftir fyrsta
árið“. Rektor sagði það verðugt
rannsóknarefni að afla vitneskju
um hvað yrði af þessu fólki, hversu
stór sá hópur væri sem hyrfi frá.
vegna þess að hann væri vonsvik-
inn og hversu margir hefðu ekki
hugsað sér annað en að fá
nasasjón af námi.
Þá kom fram í máli Guðlaugs
Þorvaldssonar að á síðustu fjórum
áruru hafi tala nýrra nemenda á
ári verið milli 1100—1150 og hafi
því nemendafjöldinn í heild ekki
vaxið vegna vaxandi aðsóknar!
nýrra nemenda. A því ári sem nú
væri að ljúka væri fjöldinn jafnvel
nokkru minni en árið á undan eða
um 2760, en t.d. árið 1974 hafi
heildarfjöldinn verið rúmlega
2400. Tvöhundruð kennarar starfa
nú við skólann í fullu starfi og
stundakennarar jafngilda 125 árs-
mönnum. Sagði rektor þennan
fjölda vera viðunandi og væri
nánast sambærilegur við það sem
gerðist í háskólum nágrannalanda,
þ.e. 1 kennari á hverja 9
nemendur. „Því er þó ekki að
leyna, að á sumum sviðum er
hlutfallið allmiklu óhæfilegra og
sérstök ástæða er til að vekja
athygli á óhæfilega stórum hlut
lausráðinna stundakennara í
nokkrum deildum“, sagði rektor.
Nemendafjöldi skiptist þannig
eftir deildum: í guðfræðideild 51,
þar af 8 konur, í læknadeild 466
þar af 196 konur. í þessari tölu
(466) eru 307 í læknisfræði, 40 í
lyfjafræði lyfsala, 76 í hjúkrunar-
fræði og 43 í sjúkraþjálfun, 213 eru
í lagadeild, þar af 67 konur, 387
í viðskiptadeild, 79 konur, í
heimspekideild 714, þar af 374
konur, í verkfræði- og raunvís-
indadeild 61 í, þar af 150 konur, í
félagsvísindadeild 269, þar af 156
konur og í tannlæknadeild 49, þar
af 12 konur. I heildina er hlutfall
kvenna í námi nú 37,5% og sagði
rektor að hlutfallið ykist jafnt og
þétt.
Þá rakti próf. Guðlaugur Þor-
valdsson nokkur atriði varðandi
húsnæðismál skólans, Happdrætti
Háskólans o.fl. Að lokum vék hann
að nokkrum málefnum sem hann
sagði að háskólinn hlyti að takast
á við auk byggingar- og skipulags-
mála og sagði m.a. að háskólinn
hefði lagt meiri áherzlu á kennslu-
hlið starfsins en flestir aðrir
háskólar sem hann hefði kynnzt,
en minni áherzlu á rannsóknahlið-
ina. Sagði hann ástæðu þess m.a.
vera þá að erfitt hafi verið að afla
fjár til að byggja upp fjölþætta
rannsóknaaðstöðu og sagði það
einnig skoðun sína að afstaða fólks
til rannsókna hér væri neikvæðari
en í nágrannalöndum, margir litu
það sem peningasóun og einskis
vert dútl. „Ég óttast að við eigum
eftir að súpa seyðið af þessu er
fram líða stundir. Ef til vill hefur
aðskilnaður rannsóknastofnana
atvinnuveganna frá háskóla-
rannsóknum spillt fyrir æskilegri
þróun á þessu sviði.“ Einnig sagði
háskólarektor það skoðun sína að
Háskólinn ætti að selja ýmis
konar þjónustu stofnana sinna í
ríkara mæli en nú væri gert og
nota hagnaðinn til frekari
uppbyggingar, jafnframt því sem
það myndi skapa stúdentum skil-
yrði til fjölþættari verk-
menntunar.
Við athöfnina söng Háskólakór-
inn nokkur lög undir stjórn frú
Rutar Magnússon og fór síðan
fram afhending prófskírteina, sem
kandídatar tóku við úr hendi
deildarforseta.
Hér fer á eftir skrá yfir þá sem
luku prófum:
Próf við Háskóla íslands
vorið 1978
I lok vormisseris luku eftirtaldir
stúdentar, 241 að tölu prófum við
Háskóla Islands:
Embættispróf í guðfræði (5)
Gunnar Jóhannes Gunnarsson
Gunnlaugur Andreas Jónsson
Magnús Björn Björnsson
Miyako Kashima Þórðarson
Þórhildur Ólafs
B.A-próf í
kristnum fræðum (1)
Sigurður Pálsson
Embættispróf í
læknisfræði (47)
Andrés Magnússon
Arnbjörn H. Arnbjörnsson
Arni Jón Geirsson
Arni Jónsson
Arthur Löve
Björn Tryggvason
Einar Ólafsson
Einar Stefánsson
Einar Kr. Þórhallsson
Geir Gunnlaugsson
Guðjón Elvar Theodórsson
Guðmundur Ásgeirsson
Guðmundur Björnsson
Guðrún J. Guðmundsdóttir
Gunnar Herbertsson
Hallgrímur Guðjónsson
Haraldur Dungal
Haraldur Hauksson
Helgi Jónsson
Hjörtur Sigurðsson
Ingibjörg Georgsdóttir
Ingrid Norheim
Ingiríður A. Skírnisdóttir
Ingvar Teitsson
Jóhannes J. Kjartansson
Jón Hrafnkelsson
Jón V. Högnason
Jón Karlsson
Cathy M. Helgason
Oddur Fjalldal
Ólafur Magnússon
Óskar Arnbjarnarson
Páll Ágústsson
Pétur Haukur Hauksson
Sigurbjörn Sveinsson
Sigurður Halldórsson
Snorri Ólafsson
Stanton B. Perry
Sæmundur G. Haraldsson
Tómas Jónsson
Úlfur Agnarsson
Valgerður Sigurðardóttir
Vilhjálmur K. Andrésson
Þórður Óskarsson
Þórir S. Ragnarsson
Þorvaldur Jónsson
Þröstur Finnbogason
Kandídatspróf f
viðskiptafræðum (39)
Árni Árnason
Ársæll Guðmundsson
Ásgeir Valdimarsson
Einar Jónatansson
Einar Sveinbjörnsson
Einar Þór Vilhjálmsson
Eiríkur Tómasson
Friðbert Pálsson
Guðmundur Bárðarson
Guðmundur Reykjalín
Guðni Jónsson
Guðrún Guðmannsdóttir
Gunnar Maack
Gunnhildur Lýðsdóttir
Halldór Árnason
Haraldur Helgason
Haraldur Reynir Jónsson
Helena Alma Ragnarsdóttir
Héðinn Eyjólfsson
Hilmar Guðmundsson
Hrólfur Hjaltason
Hörður Sverrisson
Jón Guðni Bergsson
Jón Kristinn Jónsson
Karl Þór Sigurðsson
Kristján G. Jóhannsson
Leifur Eysteinsson
Lovísa Marínósdóttir
Margrét Guðmundsdóttir
Ólöf Pálsdóttir
Reynir Vignir
Sigurður Arnþórsson
Sigurður H. Ingimarsson
Símon Ásgeir Gunnarsson
Skúli Axel Sigurðsson
Stefán B. Stefánsson
Sverrir Sigurjónsson
Sævar Reynisson
Tór Einarsson
Kandídatspróf
í íslenzku (1)
Atli Rafn Kristinsson
Próf í íslenzku fyrir
erlenda stúdenta (1)
William W. Rasch
B.A.-próf í
heimspekideild (39)
Aðalbjörg Björnsdóttir
Anna Jensdóttir
Arnþór Helgason
Eiríkur Þorláksson
Elín S. Konráðsdóttir
Elísabet Valtýsdóttir
Erla Elín Hansdóttir
Eva Hallvarðsdóttir
Guðný Sigurgísladóttir
Gunnar Skarphéðinsson
Guðrún Jóhannesdóttir
Guðrún R. Jónsdóttir
Halldór Halldórsson
Hanna S. Þorleifsdóttir
Helga Guðmundsdóttir
Helga Þórarinsdóttir
Helgi S. Sigurðsson
Hermann Páll Jónasson
Hjalti Jón Sveinsson
Jóhanna H. Sveinsdóttir
Jónas Hvannberg
Júlía G. Ingvarsdóttir
Júlíana Þ. Lárusdóttir
Linda Rós Michaelsdóttir
Lovísa Kristjánsdóttir
Lovísa Sigurðardóttir
Guðrún Dóra Guðmannsdóttir tekur við prófskirteini sínu
en hún Iauk B.S. prófi í hjúkrunarfræðum ásamt 7 öðrum.
Aðstoðarlyfjafræðingspróf (7)
Ásgeir Ásgeirsson
Elsa Harðardóttir
Kristín Ingólfsdóttir
Sigríður K. Ragnarsdóttir
Sigurður Traustason
Sveinn Sigurðsson
Sveinn Sigurjónsson
B.S. próf í
hjúkrunarfræði (8)
Guðrún Dóra Guðmannsdóttir
Ingibjörg Einarsdóttir
Kolbrún Jensdóttir
Margrét Bruvik
Sigríður Halldórsdóttir
Sigrún Kristjánsdóttir
Sigurveig Erna Ingólfsdóttir
Svava Þóra Þórðardóttir
Kandídatspróf f
tannlækningum (6)
Björn Baarregaard
Jón Ásgeir Eyjólfsson
Ólöf Regína Torfadóttir
Ragna Birna Baldvinsdóttir
Trausti Sigurðsson
Þorsteinn Sch. Thorsteinsson
Embættispróf í lögfræði (17)
Árni Pálsson
Ásgeir Magnússon
Berglind Ásgeirsdóttir
Bragi Kristjánsson
Drífa Pálsdóttir
Guðmundur Björnsson
Helga Jónsdóttir
Ingvar Sveinbjörnsson
Jón Sigurgeirsson
Kjartan Gunnarsson
Kristján Guðjónsson
Lárus Ögmundsson
Ólafur Helgi Kjartansson
Pétur Guðmundsson
Sigurður Eiríksson
Þorgeir Örlygsson
Örn Sigurðsson
Hér má sjá nokkurn hluta þeirra er tóku við prófskirteinum
241 luku prófum frá
Háskóla íslands í vor