Morgunblaðið - 29.06.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.06.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1978 Lucy Lindsay-IIoKK. stúlkan sem orðrómur er um að komi til með að Kanga í hjónaband með Snowdon lávarði. hefur aftur snúið til London. en þaðan hvarí hún þegar skilnaður Margrétar og Snowdons var á döfinni. Lucy starfar við kvikmyndaframleiðslu. Lengi hefur verið um það talað að hún <>« Snowdon hyggist ganga í það heilaga. Hvorugt hefur þó viljað láta neitt uppi. Kúbanskir fangar líflátnir í Ogaden Mogadishu, Sómalíu, 28. júní. AP. REIÐIR vegna hernaðaríhlutun- ar Kúbumanna í stríðinu í Ogadenhéraði í Eþíópíu hafa skæruliðar í Ogaden tekið kú- banska fanga sína af lífi eftir að mál þeirra hafði verið tekið fyrir af „alþýðudómstólum,“ að sögn talsmanns skæruliða á miðviku- dag. Réttarhöldin og aftökurnar áttu sér stað síðast í febrúarmán- uði og i' byrjun mars. „Þegar fólkið sá Kúbumennina myrða saklausar konur og börn, missti það stjórn á sér, og við áttum því ekki annarra kosta völ, auk þess sem við höfðum engan samastað fyrir þá,“ sagði talsmað- urinn, Shamed Hussein Haile. Hann færðist undan því að skýra frá fjölda þeirra fanga sem líflátnir hefðu verið, en gaf í skyn að þeir hefðu verið færri en 100. „Flestir Kúbumennirnir kusu fremur að deyja á vigvellinum, en að láta taka sig til fanga". Vegna þess hve erfitt hefur verið að fá leyfi til að senda fréttamenn til Ögaden hefur ekki verið unnt að staðfesta frásagnir af vígstöðvum í eyðimörkinni. Þetta gerðist 1967 — ísraelsmenn sameina Jerúsalemborg. 1966 — Fyrstu loftárásir á Hanoi og Haiphong. 1965 — Fyrstu sóknar- aðgerðir bandárískra fallhlífa- liða í Víetnam. 1949 — Brottflutningi Banda- ríkjamanna frá Kóreu lýkur — Apartheid-stefnan hefst í S- Afríku. 1943 — Bandaríkjamenn stíga í land á Nýju Guineu. 1939 — Fyrsta áætlunarflug- véiin flýgur frá Bandaríkjunum til Evrópu. 1917 — Grikkir slíta sam- bandinu við Miðveldin. 1896 — Marchand leggur upp í herleiðangurinn til Fashoda í Súdan. 1880 — Frakkar leggja undir sig Tahiti. 1848 — Jóhannes erkihertogi kosinn ríkisstjóri þýzks sam- bandsríkis. Afmæli dagsinst Peter Paul Rubens flæmskur listmálari (1577—1649) — Giacomo Leopardi italskur rithöfundur (1798-1837) - George W. Goethals bandarískur verk- fræðingur (1858-1928) Innlenti Ásgeir Ásgeirsson kosinn forseti 1952 — Sjálf- stæðisflokkur vinnur lítið eitt á í kosningum 1953 — Gústaf VI Adolf í heimsókn 1957 — Eiða- skóli brennur 1960 — íslending- ar sigra Svía í knattspyrnu degi Fréttaskýrendur og sendimenn á Vesturlöndum telja engu síður að taka megi nokkurt mark á fullyrð- ingum uppreisnarmanna í Ogaden um að þeim hafi orðið vel ágengt að undanförnu í baráttunni við Eþíópíumenn. Frásögum upp- reisnarmannanna, sem njóta stuðnings Sómala, hefur að undan- förnu mjög vaxið fiskur um hrygg og segjast þeir hafa borið sigurorð af Eþíópíumönnum í hverri skyndiárásinni af annarri. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa Sovétmenn og Kúbanir aftur komið við sögu í Ogadenskærum nýlega. eftir sigur í 3ja landa keppni í frjálsum íþr. 1951 — Þýzkur kafbátur sökkvir „Heklu“ 1941 — Búnaðarbanki Islands stofn- aður 1929 — Þingvallafundur og bláhvíti fáinn Iöghelgaður 1907 — Átta íslendingar taka þátt í Ólympíuleikum 1910 — Friðrik IV unnir trúnaðareiðar á Þing- völlum 1700 — F. Guðmundur Kjærnested 1929. Orð dagsins> Vinna er eins konar taugaveiklun — Don Herold bandarískur rithöfundur (1899-1966). 2 krónprinsar ógna Mitterand VÖLD Francois Mittcrand leið- toga franskra jafnaðarmanna hafa verið í hættu síðan flokkurinn beið ósigur í þing- kosningunum í marz. Spenna hefur aukizt í flokknum og tveir menn hafa verið tilnefnd- ir liklegustu eftirmenn Mitter ands. Annar þessara manna er Michael Rocard ritari flokksins einn helzti hvata- maður nýjunga í flokksstarf- inu og einn snjallasti ræðu- maður flokksins. Keppinautur hans er Pierre Mauroy sem cr af gamla skólanum og styðst við flokkskerfið. Mitterand hefur ekki lýst því yfir að hann hafi í hyggju að segja af sér enda er talið að hann vilji það ekki af persónu- legum ástæðum og það gæti eins og á stendur leitt til sundrungar í flokknum. En Rocard og Mauroy keppa markvisst að völdunum og Mitterand stendur höllum fæti því að hann er farinn að eldast og er frægastur fyrir það að tapa sífellt í kosningum. Hættan sem franskir jafnaðarmenn standa andspæn- is ef þeir kjósa nýjan flokksfor- ingja er sú að það gæti orðið til þess að flokkurinn leystist upp eins og áður hefur gerzt. Flokkur þeirra nýtur að vísu almennari stuðnings kjósenda (23%) en flestir stjórnmála- flokkar en hann er lausari í reipunum en flokkar kommún- ista og gaullista, aðalkeppinauta þeirra. Það var Mitterand öðr- um fremur sem reisti flokk jafnaðarmanna á nýjum grunni 1971 og talið er að hann vilji halda áfram störfum flokksleið- toga að minnsa kosti fram á næsta ár þegar samningu nýrr- ar stefnuskrár flokksins á að vera lokið. Rocard er talinn standa betur að vígi í baráttunni um forystuna í flokknum en Mauroy. Þótt undarlegt kunni að virðast hefur ósigur flokksins í márz styrkt stöðu hans, því að hann var svo heiðarlegur að segja að ósigurinn væri að miklu leyti leiðtogum flokksins að kenna og reyndi ekki að afsaka hann. Þetta hafði mikil áhrif á kjósendur sem fylgdust með ummælum flokksforingja í sjón- varpi. Rocard útskrifaðist frá Ecole Nationale d’Administration eins og margir helztu leiðtogar í frönsku stjórnmála- og viðskiptalífi, er frábær ræðu- maður og dregur að sér fjöl- marga áheyrendur á kosninga- ferðalögum. En stefna hans virðist vera reikul enda eru aðeins fjögur ár síðan hann gekk í flokk jafnaðarmanna. Hann var áður leiðtogi klofningsflokks, Sameinaða sósíalistaflokksins, sem er lengst til vinstri og berst fyrir yfirráðum verkamanna yfir at- vinnufyrirtækjum. Nú er Rocard talinn umbótasinnaður og sveigjanlegur í skoðunum en lýðræðislegur jafnaðarmaður þótt gagnrýnendur hans minni á fortíð hans og kalli hann eina öfgasinnaða miðjumann Frakk- lands. Rocard hefur safnað um sig hópi gáfaðra ráðunauta í stjórn- málum og efnahagsmálum og þeir hittast reglulega. Sjálfur segir Rocard að engin miðstefna sé til í frönskum stjórnmálum og hann telur núverandi stefnu Giscard d’Estaings í efnahags- og félagsmálum grimmilega gagnvart verkamönnum. Þar sem jafnaðarmenn geta ekki hnekkt slíkri stefnu einir telur hann kosningabandalag með kommúnistum óhjákvæmilegt en hann útilokar sameiginlega stefnuskrá. Hann segir að verk- efni jafnaðarmanna nú sé að leggja áherzlu á sjálfstæði sitt. Mauroy hefur ekki sama aðdráttarafl og Rocard og beinir orku sinni að því að styrkja flokkskerfiö. Hann er borgar- stjóri í Lille og leiðtogi flokks- samtakanna í Norður-Frakk- landi, hinna stærstu í landinu, og gengur því næst Nitterand að völdum. Hann var eitt sinn einn dyggasti stuðningsmaður Mitterands en hefur að undan- förnu reynt að leggja áherzlu á sjálfstæði sitt. Hann er verka- lýðssósíalisti og var eitt sinn leiðtogi æskulýðssamtaka flokksins. Nýlega hefur Mauroy fengið samþykkta tillögu um að allir flokksmenn kjósi æðstu valda- menn flokksins. Hingað til hafa ritarar flokksins (bæði Rocard og Mauroy hafa gegnt þeirri stöðu) lotið vilja Mitterands í Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.