Morgunblaðið - 29.06.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1978
21
funda um
jómmálum
flokk okkar sem allra mest svo að
hann styrkist til nýrra átaka. En
Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr
stór og sterkur flokkur og bognar
ekki þó móti blási," sagði Ragnhildur
Helgadóttir, alþingismaður í Reykja-
vík.
„Nú er alveg sýnt að það eru ýmsir
möguleikar á myndun ríkisstjórnar
en um þá vil ég ekki slá neinu föstu
á þessu stigi. Eg tel líklegt að fyrst
verði snúið sér til aðalsigurvegara
kosninganna og látið reyna á hvort
þeir geti myndað stjórn saman. Um
hugsanlega aðild Sjálfstæðisflokks-
ins aö næstu stjórn vil ég aðeins
segja það, að það getur vel komið til
þess að flokkurinn taki þátt í henni,
ef til hans verður leitað og samstaða
næst um þau málefni, sem við er að
glíma því stærsti flokkur þjóðarinn-
ar losnar ekki undan allri ábyrgð þó
hann hafi misst eitthvert fylgi, sagði
Ragnhildur.
Ingvar Gíslason
„Framrás
Alþýðubandalagsins
hefur stöðvast“
„Þetta er áfall fyrir okkur sjálf-
stæðismenn og það er einnig augíjóst
að Alþýðuflokkurinn er sigurvegari í
þessum kosningum," sagði Friðrik
Sophusson, alþingismaður í Reykja-
vík, er við spurðum hann álits á
úrslitum kosninganna.
„Ég held að fyrst af öllu sé
eðlilegast að það sé kannað, hvort
þeir tveir flokkar, sem sigruðu í
þessum kosningum, geti náð
samningum við annan eða aðra
flokka um að mynda ríkisstjórn. Það
getur komið til greina að Sjálf-
tki að svo komnu máli tjá sig neitt
Hér koma til þinghússins Jóhanna
son, tveir þingmenn Reykjavíkur.
Ljósm. ól.K.Magn.
stæðisflokkurinn eigi aðild að næstu
ríkisstjórn en það er ekki eðlilegt að
mínu viti að þeir hafi frumkvæði um
að mynda slíka stjórn. Um það
verður að leita til annarra.
Hins vegar liggja þrjú atriði alveg
skýrt fyrir eftir þessar kosningar en
það er, að varnarliðið verður enn hér
á landi, í öðru lagi það að framrás
Alþýðubandalagsins hefur stöðvast
og í þriðja lagi hefur mikið laUst
fylgi nú farið yfir á Alþýðuflokkinn,
það er það fylgi, sem ég veit að
hverfur yfir til Sjálfstæðisflokksins
aftur, þegar það rennur upp fyrir
þeim, sem kusu Alþýðuflokkinn nú,
að þetta er sósíalískur flokkur en
ekki borgaralegur," sagði Friðrik að
lokum.
„Sigurvegararnir grípi
til sinna úrræða
— Þetta er nú fyrsti viðræðufund-
ur okkar eftir að úrslit kosninganna
Tómas Árnason
lágu fyrir, þannig að hér verður
ekkert ákveðið um afstöðu Fram-
sóknarflokksins heldur aðeins rætt
saman, sagði Ingvar Gíslason al-
þingismaður í samtali við Mbl. í gær
er hann kom á fund þingflokks
Framsóknarflokksins er haldinn var
í Alþingishúsinu í gærdag.
— Það er erfitt að spá hvað
verður, en mín skoðun er sú að
eðlilegt sé að Alþýðuflokkurinn og
Alþýðubandalagið hafi forgöngu um
að mynda stjórn og grípa til sinna
úrræða, sagði Ingvar ennfremur, en
hvað að öðru leyti ekki vera hægt að
segja neitt um framvinduna á þessu
stigi.
„Enn þá mikil óvissa“
— Enn þá er mikil óvissa um hváð
gert verður, sagði Tómas Arnason er
hann var spurður álits á hvernig
stjórnarmyndun yrði háttað. Sveifl-
an í kosningunum var svo mikil og
óvænt að menn þurfa að átta sig á
þessum nýju viðhorfum, bætti hann
við. ■
— Ég álít að verðbólgan og
afleiðingar hennar hafi haft afskap-
lega mikil áhrif á þróun mála og eigi
enn um sinn eftir að hafa mikil áhirf
á skoðanamyndun almennings. Kem-
ur þetta fram í ýmsum myndum og
skýrir mörg vandamál sem þarf að
leysa. Ég held satt að segja að
almenningur geri sér ekki nógu
glögga grein fyrir því hversu alvar-
legt vandamál verðbólgan er og
hvernig ástandið er í landinu og að
henni verður ekki svipt burtu í einu
vetfangi, sagði Tómas Árnason að
lokum.
Síldvciðar í Norðursjó
Vá er fyrir dyrum
í síldarvinnslu á
Bretlandseyium
Eftir meira en tveggja ára
harðvítugt og napurt þref
Breta og Efnahagsbandalags-
ins um sameiginlega stefnu í
fiskveiðimálum landanna átta
er enn langt í land með að
árangur náist. í raun er það
svo, að með hverjum degi sem
líður vaxa líkur á að Bretar
grípi til einhliða aðgerða í því
skyni að vernda fiskiðnaðinn
og nátengdar greinar gegn
aðsókn annarra Evrópuþjóða
og til bjargar fiskistofnunum
sjálfum. sem óðum minnka. Til
viðbótar koma samskipti Breta
og fiskveiðiþjóða utan Efna-
hagsbandalagsins og sú stað-
reynd að síld við vesturstrcnd-
ur landsins og bolfiskur í
Norðursjó er í hættu. Blaða-
maður að nafni Keith Webster
ritar grein um þetta efni í
dagblaðið „Glasgow Herald“
fimmtudaginn 22. júní sl. og
fer hún hér á eftir í endursögð-
um búningi.
Búist er við að bann brezku
ríkisstjórnarinnar við síldveið-
um úti af vesturströnd Skot-
lands innan nokkurra daga
muni hafa djúpstæð áhrif á
sjávarútveg og viðloðandi grein-
ar, sem nú um skeið hafa átt
undir högg að sækja.
Einkum kemur ákvörðunin til
með að snerta útgerð þeirra 24
skipa sem nú fást við síldveiðar
við vesturströndina og stöðvar
þær í landi, er vinna afla þeirra.
I sem fæstum orðum má segja
að þau muni þurfa að leita á
önnur mið eða leggja upp
iaupana ella.
En bolfiskveiðar á landgrunn-
inu við austurströndina gæti
líka fengið að kenna á þessari
ráðagerð færi til dæmis svo að
Norðmenn svöruðu fyrir sig með
því að segja Bretum að hypja sig
af sínum bolfiskmiðum. *
Bretum er í sjálfsvald sett að
banna síldveiðar algerlega við
strendur sínar með því skilyrði
þó, að allir sitji við sama borð,
að meðtöldum þeirra eigin
sjómönnum. Samkvæmt lögum
Efnahagsbandalagsins er aðild-
arþjóðum heimilt að gera gang-
skör að því að vernda fiskstofna
í samráði við ráðherranefnd
bandalagsins í Brussel, enda sé
ekki gert upp á milli einstakra
landa. Skýr vísbending um að
Bretar láti af banni þessu verða
í náinni framtíð kom fram í
máli Johns Silkins, landbúnað-
ar- og sjávarútvegsráðherra
Breta, í Luxembourg á miðviku-
dag í síðustu viku. Kvöldið áður
hafði skozkur ráðherra Bruce
Millan, kveðið jafnvel enn fastar
að orði. Sagði hann að kæmist
ráðherranefndin ekki að sam-
eiginlegri niðurstöðu kæmi
bannið til framkvæmda. Talið er
að aðeins ein Efnahagsbanda-
lagsþjóð muni hreyfa mótmæl-
um en það eru írar.
Starfshópur Alþjóðlegu haf-
ránnsóknarnefndarinnar hafði
mælt með því við ráðherra-
nefndina að hún tæki fyrr-
nefnda ákvörðun sjálf. Ráðherr-
arnir voru aftur á móti ekki
fúsir til þess fyrr en starfshóp-
urinn hefði staðfest skýrslu sína
um ástand fiskstofna, en hóp
þennan skipa viðurkenndir sér-
fræðingar í faginu. Þá er ekki að
ÁGREININGUR Efnahags-
bandalagslandanna um fiskinn
í sjónum er fjarri því að vera
einfaldur hlutur. Áð vísu má
segja að hæst beri reiptog
Breta annars vegar og hinna
bandalagslandanna hins vegar,
en þó reynir hver að draga sinn
eigin taum eftir beztu getu.
Lönd, sem standa utan Efna-
hagsbandalagsins, hafa mjög
komið við sögu. Verndarað-
gerðir Norðmanna, Færeyinga
og íslendinga hafa alið á misklíð
milli greina brezka fiskiðnaðar-
ins, sem hingað til hefur ekki
verið orðlagður fyrir samheldni.
Sjávarútvegsráðherrar Breta
hafa í meira en tvö ár reynt að
knýja fram samninga við félaga
sína í Efnahagsbandalaginu um
leyfilegt aflamagn. Þeir hafa
reynt að vernda eina af grund-
vallarnáttúruauðlindum Breta,
sem er rík uppspretta eggja-
hvítuefna til neyzlu.
Efnahagsbandalagsþjóðirnar
hinar hafa aftur á móti litið á
brezka landgrunnið sem kær-
komna uppbót fyrir þrotna
fiskstofna og nægtabrunn hrá-
efna, og þá ekki aðeins fisks,
sem eru lífsnauðsynleg efna-
hagskerfum, er byggja að miklu
leyti á matvælaiðnaði, eins og
t.d. Danmörk.
Forsvarsmenn brezka sjávar-
útvegsfns hafa aldrei gefið eftir
í kröfum sínum um 50 mílna
einkalögsögu ásamt öðrum sér-
réttindum þeim sjálfum til
handa. Hefur Enfahagsbanda-
lagið gert harða hríð að Bretum
undra að vöflur hafi verið á
ráðherrunum eftir að þeim hafði
verið sagt fyrir skömmu að
síldarstofninn við vesturströnd-
ina gæti hæglega þolað 56000
tonna veiðikvóta á ári. Af þessu
magni hafa Bretar sjálfir fengið
39000 tonn.
Ákvörðun Breta kemur vafa-
lítið til með að koma illa við
marga. Þá er þess að gæta að
Skotar, sem hagnýta sér einu
umtalsverðu síldveiðimið í
Evrópu, munu þurfa á stuðningi
af einhverju tagi að halda á
tíma, er ekki blæs mjög byrlega
fyrir þeim efnahagslega. Þjóðir,
sem ekki eiga aðild að EBE og
Framhald á bls. 22
um að þeir veiti öðrum hlutdeild
að mikilvægri matvælaauðlind
nærri ströndum þeirra. Deilan
hefur óumflýjanlega valdið
hörðum árekstrum bæði við og
fjarri samningaborðum banda-
lagsins eins og_ sannaðist í
leiftrandi hnútukasti John
Silkins og Finn Olavs Gunde-
lachs í Luxembourg i síðustu
viku.
En meðan orðaskak er í
algleymingi má af ýmsu ráða að
bolfiskstofnar í Norðursjó eru í
hættu og eru verulegar líkur á
að líkt verði komið fyrir ýsunni
á sama tíma á næsta ári og
síldinni nú.
Tveir möguleikar virðast nú
helzt blasa við brezku stjórn-
inni. Annar er að stækka
spærlingshólfið en hinn að
banna skipum veiðar, sem gera
út með fleiri en eina möskva-
stærð. Spærlingshólfið er stórt
svæði austur af Skotlandi þar
sem verksmiðjuskipum er
bannað að veiða. Fyrr á tímum
sóttu til dæmis dönsk verk-
smiðjuskip á þessi mið og
mokuðu upp gífurlegu ýsu- og
bolfiskmagni, sem hjó stórt
skarð í ungfiskinn. Spærlings-
hólfið gafst hins vegar vel og
heyrast háværar raddir í röðum
skozkra fiskimanna um að það
verði stækkað. Bann við veiðum
með óvenjulegri möskvastærð
myndi einnig mælast vel fyrir
meðal fiskimanna þar sem það
er eina leiðin til að stinga fótum
við „ryksuguveiðum" margra
erlendra veiðiskipa.
Hvers vegna er
deilt um fiskinn?