Morgunblaðið - 29.06.1978, Page 23

Morgunblaðið - 29.06.1978, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1978 23 Hermann Sigurjónsson Jón ólafsson Aukið fylgi sjálfstæðis- manna í Búnaðarþings- kosningum á Suðurlandi KOSNINGAR til Búnaðarþings á Suðurlandi fóru fram samhliða alþingiskosningunum á sunnudag og voru tveir listar í kjöri. Sjálfstæðismenn buðu fram lista undir bókstafnum D en framsókn- armenn B-listann. Alls kusu í þessum kosningum 1370 og urðu úrslit kosninganna þau að B-list- inn fékk 799 atkvæði en fékk við síðustu kosningar fyrir fjórum árum 786 atkvæði. Listi sjálfstæð- ismanna fékk nú 525 atkvæði en fékk við síðustu kosningar 479 atkvæði. Auðir seðlar voru 39 og ógildir 7. Þeir, sem kjörnir voru til setu á Búnaðarþingi, voru af B-lista: Hjalti Gestsson, Selfossi, Jón Kristjánsson, Lambey, og Jón Júlíusson, Norðurhjáleigu. Af D- lista voru kjörnir Hermann Sigur- jónsson í Raftholti og Jón Ólafs- son, Eystra-Geldingaholti. Elisabet B. Reytsme. íorseti Alþjóðasamtmnds tnner-Wheei, t.v. ásamt Eddu Guðmundsdóttur forseta Inner-Wheel á Islandi. Forseti alþjóðasambands Inner-Wheel á Islandi „INNER-WHEEL“ heitir félags- skapur tengdur Rotary-hreyfing- unni, en í honum eru eiginkonur Rotarymanna, og þessa dagana er stödd hér á landi Elisabet B. Reytsme frá Hollandi, forseti International Inner-Wheel. Inner-Wheel var fyrst stofnað fyrir rúmri hálfri öld í Manchester í Englandi, en nú eru Inner-Wheel klúbbar í 48 löndum víðs vegar um heim og um 80 innan alþjóðasam- bandsins. Starf klúbbanna er nokkuð mismunandi eftir þjóð- löndum og má nefna, að í þróunar- löndunum stuðla þeir einkum að bættri heilzugæzlu og menntun. Elisabet Reytsme hefur þegar heimsótt Inner-Wheel klúbbana í Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavík og Akureyri. Þá sat hún umdæm- isþing Rotary á Þingvöllum um síðustu helgi. — Krón- prinsar... Framhald af bls. 18 öllu og vinir hans eru sagðir hafa áhyggur af þessum áform- um og sömuleiðis því áformi Mauroys að auka völd stærstu landshlutasamtaka flokksins sem mundi enn auka áhrif Mauroys. Þó er lítill munur á afstöðu Mauroys og Mitterands í helztu málum. Mauroy fylgir rétttrún- aðarskoðunum og kýs fremur sænskan sósíalisma en nýjar hugmyndir í franska flokknum. Vinir hans neita því að hann rói að þvi öllum árum að ná völdunum í flokknum og honum virðist lítið liggja á. Hann virðist aðhyllast þá skoðun margra franskra stjórnmála- manna að það eina sem geti komið í veg fyrir kosningu Giscard dOEstaings forseta 1981 sé einhver ófyrirsjáanleg efnahagskreppa svo að hann vill ógjarnan hætta á persónulegan kosningaósigur með því að taka of snemma við af Mitterand. Aðalmunurinn á Rocard og Mauroy er það aðdráttarafl sem þeir hafa ístjórnmálum. Vin- sældir Rocards aukast óðum í skoðanakönnunum en völd hans í flokknum eru lítil og líklega styðja hann innan við 20% fíokksmanna. Mauroy hefur líklega flokksvélina á bak við sig en kjósendur láta hann sig engu skipta. — Býðst til að verja stjórn flokkanna Framhald af bls. 18 þingflokkurinn reiðubúinn að taka til athugunar að veita stjórn Alþýðubandalags og Alþýðuflokks hlutleysi og verja hana vantrausti." Morgunblaðið spurði Ólaf Jóhannesson, hvort þessi ályktun þýddi það, að Framsóknarflokkur- inn ætlaði sér að vera í stjórnar- andstöðu þetta kjörtímabil. Ólafur kvaðst ekkert vilja um það segja frekar en ályktunin gæfi til kynna. Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, kvað lítið frétt- næmt hægt að segja af þingflokks- fundi Alþýðuflokksins, sem haldinn var í gær. Þingmennirnir komu þar saman í fyrsta skipti og ræddu þar um hlutina vítt og breitt. Hann kvað enga ákvörðun hafa verið tekna á fundinum um það að hverju flokkurinn myndi stefna í sambandi við myndun ríkisstjórnar. „Ákvörðunarvald um þátttöku í ríkisstjórn er allt hjá flokksstjórn hjá okkur,“ sagði Benedikt, en bætti því við, að í dag yrði flokksstjórn Alþýðuflokksins boðuð saman til fundar á mánu- daginn kemur. Því voru engar pólitískar ákvarðanir teknar, en Benedikt kvað hópinn þurfa að kynnast innbyrðis og ræða ýmis eldhússtörf, skipulagsleg störf og vinnubrögð. Þá spurði Morgunblaðið, hvort herbergi þingflokksins hefði reynzt nógu stórt. Benedikt sagði: „Það voru nú forföll, þar sem einn þingmannanna er erlendis. Svo eru að auki alltaf einn til tveir menn, sem eiga sæti í þingflokkunum, ritstjórar og aðrir, þannig að þetta bjargaðist í þetta sinn, en herbergið er sýnilega of lítið og Alþingi er í hinum mestu vand- ræðum, því að menn vilja gjarnan hafa flokksherbergin inni í gamla húsinu til þess að vera nærri fundarsölunum og geta skotist á fundi, þegar mikið er að gerast. Þá eru þetta söguleg og hefðbundin herbergi en skrifstofustjórinn mun líta á þetta vandamál og finna lausn á því.“ — Líklegt að stór hluti þorskins... Framhald af bls. 48 A-Grænlandi og alist þar upp,“ sagði Sigfús. Þá sagði hann að framangreint kæmi heim og saman við rann- sóknir danskra vísindamanna, sem fundu ársgömul þorskseiði í tölu- verðum mæli við S-Grænland árið 1974 og árið 1975 hefði fundist töluvert af 2—3 ára þorski. „Þetta allt getur því þýtt að þorskurinn sé íslenzkur. Þá gerist það í vetur að mikið af hlýjum sjó barst vestur fyrir Grænland og virðist þorskurinn hafa fylgt þessum sjó. Á þessum slóðum fannst líka ýsa, sem er mjög óvanalegt. Þá hefur líka komið í ljós, að þorskurinn, sem veiðst hefur mest af við Grænland í vetur, hefur meiri vaxtahraða en almennt er þar. Því er ekki ólíklegt að þessi þorskur sé upprunalega íslenzkur og má því búast við að hann leiti á ný til upprunalegra heimkynna þegar hann verður kynþroska 1980—1981, þ.e.a.s. ef ekki verðurbúið að drepa megnið af honum," sagði Sigfús. Þá sagði hann að þar sem ástandið á Grænlandsmiðum væri mjög bágborið, hefði borið meira á þessum fiski en ella. — Sovézk Framhald af bls. 1 fyrst til bandaríska sendiráðsins í Genf, og lætur blaðið að því liggja að forráðamenn þar hafi ráðlagt honum að snúa sér heldur til Breta þar sem sambúð stjórnanna í Kreml og Hvíta húsinu væru venju fremur slæm um þessar mundir og ekki á frekari vandræði bætandi. Rezun er sagður kunningi Genn- adi Sjevsjenkos, sonar Arkadí Sjevsjenkos, fyrrum aðstoðar- framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem í apríl s.l’. bað um hæli í Bandaríkjunum, en Gennadi var til skamms tíma í sovézkri afvopnunarsendinefnd í Genf, en var sendur heim í fylgd með KGB-mönnum þegar mál föður hans var í brennidepli. SLATTUVELAR Það er leikur einn að slá grasflötinn með INÍorlett -íf Nú fyrirliggjandi margar gerðir á hagstæðum verðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.