Morgunblaðið - 29.06.1978, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1978
27
Frá ráðstefnunni í Nice.
Charles Terrassier vitnar í
bandarískar rannsóknir. Sam-
kvæmt þeim vinna 54,6% hinna
afburðagáfuðu barna verkefni,
sem eru undir andlegri getu,
þeirra í skóla. 17,6% þeirra hverfa
úr skóla. „Maður heldur ekki
alltaf áfram“, segir Charles Ter-
rassier, „að hafa afburðagáfur
hvað sem á gengur. í eitt skipti
af hverjum tveimur lenda þessi
börn í að ganga í skóla. Skýring-
in sem Styrktarsamtökin gefa á
þessu er stutt og laggóði Starfið
sem skólinn krefst af þeim er of
létt. Þau eru þrem eða fjórum
árum á undan jafnöldrum si'num.
Þannig venjast þau á að gera
ekki neitt. Og þegar svo alvarlegt
nám byrjar eru þau ekki lengur
vön því að vinna. Þau missa
fótfestuna.
Einnig vegna þess að þessi börn
eru veikbyggð, þessi litlu séní
sem leysa fyrir ykkur mennta-
skóladæmi, meðan jafnaldrar
þeirra eiga í erfiðleikum með
deilingu með tveim stöfum.
Vegna þess að þau telja eins og
fullorðnir, en eiga oft í mestu
erfiðleikum með að skrifa. Vegna
þess að þau hugsa eins og
unglingar en hafa alltaf þörf
fyrir að leika sér að tindátum
sínum. Vegna þess að þau leita
eftir félagsskap fullorðinna sem
þau geta talað við, en eru þó
ennþá börn innra með sér.
Geðlæknar, sálfræðingar og sál-
könnuðir komu fram á ráðstefn-
unni hver á eftir öðrum til að
útskýra þetta ...
A þá að setja á stofn sérstakan
skóla fyrir ofvita? Slíkt hefur
þegar verið gert í íran, ísrael og
í Bandaríkjunum en þar var sextíu
milljónum dollara varið til mennt-
unar ofvita í fyrra. í Frakklandi er
það talið talsvert álitamál. Jafnvel
þó talið sé að það svari ekki
kostnaði að ýta undir meiri
sundurgreiningu í skólakerfi sem
þegar sé í molum. Jafnvel þó
maður áliti að öll börn, ofvita og
aðrir, séu nú þegar fórnarlömb
skólakerfis sem forheimskar ein-
staklinginn í stað þess að þroska
hann. Jafnvel þó menn haldi að
lausnin sé ekki sú að stofna
sérstakan skóla fyrir sérstakan
hóp, heldur breyta skólanum
þannig að allir kunni þar við sig
og sérhver geti þroskað sjálfan sig
frjálst með þeim hraða sem þeim
hentar.
Einkenni-
legur klúbbur
En hér taka stjórnmálin við af
hinum göfugu tilfinningum. Og
þegar um er að ræða stjórnmála-
leg afskipti af málefnum ofvita
veldur árangurinn oft áhyggjum.
Þetta kom í Ijós á ráðstefnunni í
Nice, með Iraj Broomand frá íran,
en hann sér um menntun ofvita í
heimalandi sínu. Hann hafði engar
vöflur á því að láta þetta flakka:
„Ofvitar eru íran dýrmætari en
olían ... Land mitt hefur sér
staka þörf fyrir áþyrgðarmenn
með hina æðstu þekkingu ... Við
viljum velja úr börn með hæfi-
leika til að verða leiðtogar ... Við
viljum vinsa úr foringja...“.
Hann upplýsti að í Iran sé verið að
ala upp sex hundruð og fimmtíu
lítil leiðtogaefni í sérhæfðum
miðskólum. En Iran er langt í
burtu segið þið ef til vill. Og það
er land þar sem lýðræðishefð
okkar er óþekkt. Ef til vill, en það
er Iraj Broomand sem er forseti
Alþjóðaráðs um málefni ofvita
barna, en fimmtíu og fimm lönd
eiga þar fulltrúa. Næsta þing þess
fer fram í Jerúsalem á næsta ári.
Og það eru fleiri lönd en íran.
Eins og áður segir var ráðstefn-
an í Nice skipulögð af Styrktar-
samtökum ofvita barna í Frakk-
landi. Þetta félag er einskonar
dótturfélag Mensa, furðulegs
klúbbs sem velur félaga sína með
greindarprófum. Til að verða
félagi þarf að hafa að minnsta
kosti greindarvísitöluna 132. En
Frakkar gera grín að klúbbi
þessum. í Frakklandi eru félagar
hans ekki nema fimm hundruð,
þar af fjórðungur í Nice og þar í
grennd. Forseti hinnar alþjóðlegu
Mensahreyfingar er Breti, Victor
Serebriakoff að nafni. Hann hefur
einnig undarlegar hugmyndir. Hér
er úrdráttur úr því sem hann sagði
í fyrirlestri á ráðstefnunni: Það er
fánýtt að vera að eyða tíma og
peningum í að bæta þá eins mikið
og hægt er sem hafa verið
óheppnir í greindarhappdrættinu.
Slíkt er sóun. Það verður að ieita
eftir eins góðri fjárfestingu í
menntun og mögulegt er. Einbeit-
um okkur að ofvitum. Eftir
tuttugu til þrjátíu ár tekur menn-
ingu okkar að hnigna vegna þess
að við höfum ekki hagnýtt okkur
skynsamlega orkulindir hugans.
Þess vegna höfum við í neyð okkar
mikla þörf fyrir ofvita, hugsuði og
vitringa.
Hið „Freud-
íska Goulag“
Setningar af þessu tagi heyrðust
án afláts, meðal annars af vörum
franskra hægriöfgamanna. Remy
Chauvin sagði: „Þar sem öll lönd
eiga sína afburðamenn, og þar
sem slíkt er óhjákva'milegt, er
það æskilegt að þeirra sé leitað
með skynsamlegum aðferðum“.
Prófessor Debrayt-Titzen talaði
um, á milli tveggja skammarpistla
sem fjölluðu um hið „Freudíska
Goulag“. „hina hugmyndafræði-
legu menntamenn“, eða
„heimspekinga sem sneru baki
við þekkingunni". bar fram til-
lögu um „hóp tæknimanna sem
tækju vandamál skólanna í sínar
hendur og skildu að hæfileika og
óhæfni. Aður hafði hann áunnið
sér lýðhylli með því að kvarta yfir
lengingu skólaskyldunnar,
„neikvæðri fyrir þá sem ætla
megi að stunda muni verkleg
störf“.
í stuttu máli var gamla góða
klassíska hægristefnan þarna
komin í öllu sínu veldi illa falin
undir ábreiðu umræðna miðja
vegu milli vísinda og hugmynda-
fræði. Skóli einn dreifði flugritum
við inngang ráðstefnustaðarins.
Þar var skýrt frá því að á næsta
ári yrðu stofnaðar sérstakar
bekkjardeildir fyrir hina afburða-
gáfuðu af „ungum kennurum sem
væru sér þess meðvitandi hve
kennslan færi stöðugt versnandi
vegna þess hve marxistfsk hug-
myndafræði setti alltaf meiri og
meiri svip á hana. Þessi skóli,
„Hinn frjálsi skóli í París“, setur
sér það takmark að „vaka yfir
menntunarlegri og siðgæðislegri
mótun þeirrar æsku sem á morg-
un muni móta Frakkland“, og sjá
um að „skila verðmætum hinnar
kristnu siðmenningar frá kyni til
kyns“. Þeir sem að ráðstefnunni
stóðu~lýstu því opinberlega yfir að
Framhald á bls. 25.
Fjölþætt starfsemi
Vinnuskóla Kópavogs
lyftu upp á topp, er, eftir snjóalög-
um, um 32 til 35 gráður, svo það
er alveg við efstu mörk, sem talið
er heppilegt að byggja í. Hættan,
sem af því stafar að byggja í svona
miklum bratta, er í því fólgin að
fólk, sem hlekkist á í brekkunni á
leið upp, rennur stjórnlaust niður
og lendir á skíðum þeirra, sem eru
á eftir eða á lyftumöstrin. Þess
vegna ætti í rauninni ekki að
byggja toglyftur fyrir almenning í
brattari brekkum en svo að fólk,
sem dettur í brekkunni renni ekki
stjórnlaust niður og stórslasi sig.
Nú er það ævinlega þannig, ef
menn renna stjórnlaust niður í
bröttum brekkum, að skíðaskórnir
og skíðin virka sem stýri og
stjórna því að höfuðið fer æfinlega
á undan niður.
Nú er ekki sama hvar í brekk-
unni brattasti kaflinn er, sé hann
t.d. neðst er hættan ekki eins mikil
og ef hann er efst, af augljósum
ástæðum. Þar að auki er þeim, sem
óttast hættuna, sem þessu er
samfara, storkað með því að hafa
gerð lyftunnar þannig að það
magnar slysahættuna.
Það er erfitt að skilja þá áráttu
stjórnar skíðadeildar Ármanns að
vilja endilega byggja lyftuna
þarna, ekki sízt þegar tekið er tillit
til þess, að eiginkonum flestra ef
ekki allra er meinilla við að fara
upp þessa brekku, svo ekki virðast
þær blessaðar hafa mikil áhrif á
því heimilinu.
Ef farið er á sjó þarf skipið eða
báturinn að fara reglulega í
eftirlit hjá skipaeftirliti og ekki
má aka bíl nema hann hafi stimpil
frá Bifreiðaeftirliti varðandi ör-
yggisbúnað. Aftur á móti virðist
mega byggja skíðalyftu til fólks-
flutninga, sem virðist hafa slysa-
hættu í för með sér, án þess að fá
leyfi hjá einum né neinum. Hver
ber svo ábyrgðina ef illa tekst til?
Annað, sem er ámælisvert í
sambandi við þessa lyftu, er
staðsetning á neðri endastöð, en
hún er þannig staðsett, alveg að
óþörfu, gagnvart borgarlyftu, að
það verður ekki skilið öðruvísi en
sem bein skemmdarstarfsemi.
Staðsetningin er þannig að þeir
sem koma úr innri borgarlyftu
verða annað hvort að taka á sig
krók framhjá fyrirhugaðri enda-
stöð og stytta þar með til muna
rennslisleiðina eða fara beint yfir
í Ármannslyftu, kannske hefur
það verið tilgangurinn að króa fólk
af þannig að það verði nauðsynlegt
að fara upp í þeirra lyftu? Hvað
segja svo félagsmenn Ármanns um
að taka þátt í að byggja þessa
lyftu?
íslenzk lyfta
Er ekki mái til komið að byggð
sé lyfta, sem er hönnuð fyrir
íslenzkar aðstæður. Þær lyftur,
sem hér hafa verið byggðar, eru
miðaðar við allt aðra veðráttu en
hér ríkir eða stillt veður, í
skíðalöndum erlendis heyrir það
til undantekninga ef hreyfir vind
enda hverfur fólkið þá úr brekkun-
um, en hér er þessu öfugt farið.
Það horfir til undantekninga ef
veður er gott um helgar og fólk
heimtar að lyfturnar séu í gangi
þó veður sé slæmt, þess vegna
verður að miða gerð lyftanna við,
að þær geti gengið í meiri vindi,
það er hægt, en lyftan mun að
sjálfsögðu verða dýrari, en sá
mismunur mun fljótlega skila sér
aftur.
Hvað vakir fyrir
Ármenningum?
Ármenningar telja sig hafa
þetta svæði á leigu og þeir hafi
þannig umráðarétt yfir svæðinu.
Með hliðsjón af þessum rétti ætla
þeir sér að helga sér bróðurpart-
inn af svæðinu eða mestan hluta
af Kóngsgili og allt svæðið suður
fyrir Suðurgil og skammta sv«
sveitafélögunum hluta af Kóngs-
gili, sem verður algjörlega ófull-
nægjandi. Hvað er æskilegt að
rekstur skíðadeildar eins og
Ármanns sé umfangsmikill? Ef
Ármenningar ætla sér að nýta allt
það svæði, sem þeir eru að helga
sér, þá verður um svo umfangs-
mikinn rekstur að ræða, að félagið
verður að vera með marga starfs-
menn á fullum launum. Starf
stjórnar og þá sérstaklega for-
manns verður svo mikið að það
hljóta allir að gefast fljótlega upp
og menn fást hreinlega ekki til að
taka þessi störf að sér. Ég álít að
það þurfi að varast að þenja
starfsemina of mikið út, reka hana
ekki eins og fyrirtæki, heldur að
vera með hæfilegan rekstur, sem
er ekki stærri en svo að Ármenn-
ingar geti annazt hann sjálfir, án
þess að kaupa út mikinn vinnu-
kraft. Ef menn eiga að hafa
ánægju af svona frístundastarfi
níá það ekki íþyngja þeim um of.
Æskilegasta stærð tel ég vera eina
eða tvær fullkomnar og afkasta-
miklar lyftur, félagsskála með
góðri gistiaðstöðu og gott æfinga-
svæði. Þessi stærð á að fullnægja
þörfum félagsins. Umfangsmeiri
rekstur tel ég afar óæskilegan, því
það útheimtir svo mikið starf í
viðhaldi og umhirðu, að það
drepur allan áhuga. Þó reksturinn
sé þaninn meira út, en hér er
minnzt á, þarf fjárhagurinn ekki
að vera betri, afraksturinn fer
allur í mannahald. Svo get ég ekki
séð að Ármann hafi nokkurt
bolmagn til að reisa öll þau
mannvirki, sem þarf til að virkja
allt það svæði, sem stjórn félags-
ins er að helga félaginu, nema þá
á mjög mörgum árum. Á þá
uppbyggingin að bíða á meðan?
Það er þekkt fyrirbæri að iðulega
koma lægðir í grózku áhugamanna
félags, þá er ekki heppilegt að
viðkomandi félag sé með svo
umfangsmikla starfsemi á einu
aðalskíðasvæði Stór-Reykjavíkur-
svæðisins, að rekstur mikils hluta
mannvirkja á svæðinu lamist.
Það er þannig staðið að þessari
fyrirhuguðu lyftubyggingu hjá
Ármanni, að hætt er við að félagið
verði með svo mikinn vaxta- og
afborganabagga í mörg ár, að öll
frekari uppbygging stöðvist. Þegar
fyrst var farið að tala um að
þyggja framtíðarlyftu • hjá
Ármanni, fyrir tveim árum, kom
til tals að byrja strax að smíða
lyftu í sjálfboðavinnu. Ef það hefði
verið gert væri nú til lyfta til
uppsetningar, sem smíðuð hefði
verið án mikils tilkostnaðar, svo
þegar styrkur hefði komið út á þá
lyftu hefði mátt kaupa strax aðra
eða ráðast í byggingu á skíðaskála
fyrir það fé.
VINNUSKÓLI Kópavogs hef-
ur eins og undanfarin sumur
veitt þeim unglingum, er ekki
eru gjaldgengir á hinum al-
menna vinnumarkaði atvinnu
í júní og júlí. Miklar breyting-
ar voru gerðar á rekstrar-
fyrirkomulagi vinnuskólans
s.l. sumar, en þá var tekin upp
sú stefna að veita unglingum
verðugri verkefni að kljást við
og kaup þeirra hækkað veru-
lega frá því sem áður tíðkáð-
ist. Eru launin nú ákvörðuð
sem ákveðið hlutfall af al-
mennu verkamannakaupi og
hækka í samræmi við almenn-
ar launahækkanir, að því er
segir í fréttatilkynningu frá
vinnuskólanum.
Unglingar sem fæddir eru
1962 fá 90% af kaupi Dags-
brúnar, þeir sem eru fæddir
1963 fá einnig 90%, þeir sem
eru fæddir 1964 fá 80% og þeir
sem eru fæddir 1965 fá 60% af
Dagsbrúnartaxta. Segir að
þetta séu hærri laun en gerist
meðal nágrannabyggðarlag-
anna. Þessi stefna hafi gefist
mjög vel, góður andi ríki
innan skólans og afköst ung-
linganna hafi farið langt fram
úr öllum vonum.
I sumar notar skólinn hluta
starfstímans til að kynna
unglingunum helztu þætti
atvinnulífsins. Farið verður
með unglingana á ýmsa
vinnustaði, þeir fræddir um
starfsemi þeirra og einnig
munu þeir taka þátt í mis-
munandi störfum.
Dagana 19. júní til 26. júní
var farið með unglingana í
dagsróðra á m.b. Steinunni,
starfsmenn Fiskifélags ís-
lands fræddu þá um sjávarút-
veg og fiskveiðar, og ungling-
arnir spreyttu sig á handfæra-
og netaveiðum.
í þessari viku eru farnar
ferðir að Fossá í Hvalfirði, þar
sem starfsmenn Skógræktar-
félags Kópavogs kenna ung-
lingunum gróðursetningu
plantna. Þriðjudaginn 4. júlí
og miðvikudaginn 5. júlí verða
bæjarskrifstofur Kópavogs og
dagblöðin heimsótt. Einnig
verður farið í Norræna húsið
og hlýtt á fyrirlestra um
Norðurlöndin og innbyrðis
samskipti þeirra á milli.
Vikuna 17.—21. júlí verður
landbúnaðurinn tekinn fyrir
og verður dagskráin tvískipt.
Annars vegar verður ungling-
unum dreift á sveitabæi í
Borgarfirði og Hrunamanna-
hreppi, þar sem þeir taka þátt
í daglegum störfum með
heimafólkinu. Hins vegar
verður farið að tilraunabúinu
að Gunnarsholti og fylgst með
störfum þar og búið skoðað.
Komið verður við í Mjólkurbúi
Flóamanna og Garðyrkju-
skóla ríkisins.
MYNDAMÓT HF.
PRENTMYNDAGERÐ
AOALSTRÆTI • SÍMAR: 17152- 17355