Morgunblaðið - 29.06.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.06.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1978 29 Könnun á ástandi skipa- iðnaðarins hér á landi í SÍÐASTA hefti frétta Lands- samhands iðnaðarmanna segir að á s.l. sumri hafi Sigurður Ingva- son tæknifræðingur komið hing- að til lands á vegum Iðnþróunar- stofnunar íslands, samkvæmt beiðni frá Félagi dráttarbrauta og skipasmiðja. Sigurður ferðaðist um landið og skoðaði flestar skipasmíðastöðvar á landinu og skilaði skýrslu um ástandið á Islandi í skipasmíðaiðn- aðinum. í skýrslu Sigurðar voru jafn- framt fyrstu drög að áætlun um uppbyggingu einstakra stöðva á landinu. I umræðum við forráða- menn stöðvanna í þessari ferð reifaði Sigurður ýmsar hugmyndir sínar um breytingar á hönnun og smíði skipanna. Það framhald varð á þessari vinnu Sigurðar, að hann hefur í vetur og vor unnið í samvinnu við Stálvík h.f. að hönnun á nýjum tæplega 500 brúttólesta togara. Er sú vinna nú svo langt komin, að gerður hefur verið smíðasamning- ur á skipi samkvæmt þessum nýju teikningum, en niðurstöður úr athugunum, m.a. tankprófunum í Danmörku, eru taldar lofa góðu um árangur. Fengizt hefur vilyrði fyrir stuðningi Iðnþróunarstofnunar Is- lands, Iðnþróunarsjóðs og Iðn- rekstrarsjóðs til áframhalds þeirr- ar vinnu, sem unnin var s.l. sumar og í vetur. Mun Sigurður Ingvason stjórna því verki, og er það tvíþætt: Annars vegar er fyrirtækjum ískipaiðnaði gefinn kostur á þátt- töku í því hönnunar- og ráðgjafar- starfi, sem þegar er hafið hjá Stálvík h.f., en ætlunin er að hanna og prófa aðrar skipastærðir og veita þeim fyrirtækjum, sem þess óska, ráðgjöf um breyttar vinnuaðferðir við smíðina. Að þessum þætti munu starfsmenn stöðvanna ásamt Sigurði vinna. Hins vegar er svo gefinn kostur á ráðgjöf um uppbyggingu stöðv- anna og gerð framtíðarskipulags- uppdrátta fyrir þær stöðvar, sem þess óska. Er þar um að ræða beint framhald þeirrar vinnu, sem unnin var s.l. sumar, en þá var einungis lokið við fyrstu drög að slíku skipulagi, sem þarf að endurskoða og fullvinna í sam- vinnu við einstakar stöðvar. Ekki er að fullu gengið frá hvaða aðilar munu leggja fram starfslið til að vinna með Sigurði að síðarnefnda þætti verksins, en vonazt er til að um það myndist sem víðtækust samvinna milli þeirra aðila er málið varðar. Saga Islenzka j árn- blendifélagsins Allmikið hefur verið rætt um íslenzka járnblendifélagið á und- anförnum vikum og mánuðum, bæði með og á móti. Hefur það m.a. komið töluvert inn í kosn- ingabaráttuna og verið þrætuefni flokka. Því er ekki úr vegi að rifja upp nokkra helztu þætti í starfi félagsins. íslenzka járnblendifélagið h.f. var stofnað 28. apríl 1975, á grundvelli laga um járnblendi- verksmiðju í Hvalfirði, sem sam- þykkt höfðu verið á Alþingi. Tilgangur þess er að byggja, eiga og reka verksmiðju á Islandi til framleiðslu á kísiljarni, að vinna að sölu á kísiljaíni og hafa á höndum alla starfsemi eða við- skipti, sem atvinnurekstur þess þarfnast eða honum fylgir. Fyrir- hugað er að verksmiðja þessi ríki að Grundartanga í Hvalfirði, og voru framkvæmdir við hana hafn- ar á árinu 1975, en frestað um sinn Flugfrakt hefur tifaldazt á undan- fömum 15 árum VÖRUFLUTNINGAR með ílug- vélum hafa stóraukizt hin síöari ár, og er nú svo komið, að töluverð samkeppni er orðin milli flugvöruflutninga og skipavöru- flutninga. — í samtali við Mbl. sögðu forráðamenn Flugleiða að strax í upphafi flugsins hafi flugvélarnar gegnt mikilvægu hlutverki í fólksflutningum. Síð- an með stækkun vélanna og aukningu áætlunarferða hafi vöruflutningar farið að aukast verulega, sérstaklega síðustu tvo áratugina. Ennfremur sögðu þeir: ef flett er blöðum í sögu Flugfélags íslands og Loftleiða má sjá þar hina öru þróun á sviði vöruflutninga. Þeir hafa t.d. tífaldazt síðast liðin 15 ár í millilandaflugi. Þetta er þó aðeins upphafið. Með aukinni iðnvæðingu eykst þörfin fyrir reglubundnar og áreiðanlegar flugsamgöngur milli íslands og nágrannalandanna. Vöruflutningar yfir Norður-At- lantshafið námu á s.i. ári 4842 tonnum og var þar um að ræða um 37% aukningu frá árinu áður. Vöruflutningar til Evrópu hins vegar námu 1809 tonnum og var aukningin þar um 8.6%, og sam- tals varð aukningin milli ára um 28%. Þörfina fyrir aukið vöruflug leysa flugfelög Flugleiða með daglegu áætlunarflugi með frakt og tengja Island þannig markaðs- svæðum báðum megin Atlants- hafsins. Með víðtækri samvinnu við erlend flutningafyrirtæki tryKgja þau einnig viðskiptavinum sínum greiðan aðgang að þéttriðnu flutninganeti víða um heim. Kostir hraðans eru öllum Ijósir þegar flytja þarf viðkvæman varning, svo sem lyf, blóm, ávexti, grænmeti pg ferskan fisk. En fleira glatar gildi sínu ef dráttur verður á að framleiðslan komist á markað. Þannig er um allar tízkuvörur, þær þola ekki bið án þess að verðmæti rýrni. í flugi kemst varan yfirleitt á áfangastað, nær eða fjær, á 48 klukkustundum, eða skemmri tíma. Flugfrakt stuðlar því að tíðri endurnýjun vörubirgða. Varðandi nýtingu fjármagnsins hljóta stjórnendur innflutnings- fyrirtækja að kappkosta á tímum knapps rekstrarfjármagns og hárra vaxta að ná sem beztri nýtingu rekstrarfjár, m.a. með sem mestum veltuhraða vöru- birgða. Eitt bezta ráðið er að nýta sér flugsamgöngur. Flugfélag íslands og Loftleiðir bjóða nú mjög hagkvæm flutn- ingsgjöld. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp á flugleiðunum milli Islands, Luxemborgar og Bandaríkjanna að hætt verður að taka flutningsgjald eftir tegund vöru, heldur er boðið upp á lægri fargjöld fyrir stærri sendingar án tillits til vörutegundar. Hér er um að ræða marga mismunandi þyngdarflokka, allt upp í 5000 kg. Með þessu verður gjaldskráin mun einfaldari; í stað flókinnar gjald- skrár með mismunandi vöruflokk- um bjóðum við gjöld eftir þyngd- arflokkum. Að lokum kom fram hjá for- ráðamönnum félagsins að flugfé- lög Flugleiða hafa á undanförnum áratugum myndað viðskiptasam- bönd við flutningaaðila á öllum viðkomustöðum flugvéla sinna. Þessir aðilar annast flutning frá upprunastað vörunnar til næsta viðkomustaðar vélanna og frá flugvelli til ákvörðunarstaðar. — í Luxemborg hefur verið byggt upp sérstakt vöruflutningakerfi sem reynist mjög vel. I nokkrum stórborgum næstu landa hefur verið komið upp safnstöðvum. Til þeirra berst íslandsfrakt frá framleiðendum víðsvegar í Mið- og Suður-Evrópu með flutningabílum og járnbrautarlestum. Frá safn- stöðvunum eru síðan tíðar ferðir flutningabíla til Luxemborgar. við lok þess árs þar til síðla árs 1976. Veturinn 1976—1977 var lagður formlegur grundvöllur að sam- starfi milli íslenzku ríkisstjórnar- innar og Elkem-Spigerverket a/s um skipulagningu og rekstur íslenzka járnblendifélagsins h.f. og kísiljárnverksmiðju þess, með undirritun aðalsamnings milli þessara aðila hinn 8. desember 1976, þar sem ákveðið var, að þeir yrðu báðir hluthafar í félaginu samkvæmt nánar tilteknum skil- málum. I samræmi við þennan aðalsamning var síðan gengið frá eftirfarandi meginsamningum og skjölum í sambandi við starfsemi félagsins, á tímabilinu fram til vors 1977: — Tæknisamningur milli fé- lagsins og Elkem-Spigerverket. — Sölusamningur milli félags- ins og Elkem-Spigerverket. — Fyrsti viðauki við rafmagns- samning milli félagsins og Lands- virkjunar. — Lóðarleigusamningur milli félagsins og Ríkissjóðs Islands. — Hafnarsamningur milli fé- lagsins og Hafnarsjóðs Grundar- tangahafnar. — Starfsleyfi frá Heilbrigðis- ráðuneytinu til félagsins. Jafnhliða þessu lagði ríkis- stjórnin fram frumvarp á Alþingi um endurskoðun á heimildarlög- um um stofnun félagsins, og á grundvelli þess samþykkti Alþingi ný lög um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði, sem leystu hin fyrri af hólmi. I samræmi við framanritað gerðist Elkem-Spigerverket hlut- hafi í Islenzka járnblendifélaginu h.f. við hlið ríkissjóðs á aðalfundi félagsins 11. maí 1977, og voru Framhald á bls. 22. Flogið er daglega milli Bandaríkjanna, íslands og Evrópu ... Samkeppnisað- staða Þjóðverja í jafnvægi þrátt fyrir hækkanir á verðgildi marksins,J HVE ALVARLEG er samkeppnis- staða vestur-þýzkra framleiðenda vegna hinnar miklu hækkunar á verðgildi vestur-þýzka marksins á undanförnum árum og alveg sér- staklega undanförnum mánuðum? — Þetta er spurning sem IFO-hag- fræðistofnunin í Múnchen hefur unnið að síðustu vikur og í nýútkominni skýrslu frá IFO koma fram mjög athyglisverðar niðurstöður. Þar segir m.a. að samkeppnis- staða vestur-þýzkra framleiðenda á mörkuðum í Bandaríkjunum, Frakklandi, Svíþjóð og Noregi hafi að vísu versnað hin seinni ár, en á öðrum mörkuðum heimsins hafi hún annaðhvort staðið í stað eða batnað, t.d. í Bretlandi, Sviss og Belgíu hafi hún batnað töluvert upp á síðkastið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.