Morgunblaðið - 29.06.1978, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1978
KAFrinu \\ ps:
(ö
GRANI göslari
Þér ættuð að kaupa yður
andlitsspegil um næstu mán-
aðamót!
Ég sagði henni, að þegar að því kæmi að ég ætti að færa henni
morgunkaffið í rúmið, myndi verða við það staðið!
Því miður er bókin um hjóna-
handssæluna uppseld. en við
höfum bent fólki á handbók um
sjálfsvörn, sem hefur komið að
jafnvel meiri notum!
Er þetta frelsið ?
„Þegar ég opnaði útvarpið kl.
rúmlega 7 í morgun, 19. júní,
glumdi í eyrum mér kvennaárs-
söngurinn „Áfram stelpur" og
þulurinn tilkynnti að dagurinn
væri helgaður kvenfrelsisbarátt-
unni o.s.frv.
Eg var dauðsyfjuð og auðvitað í
framhaldi af því ekkert í of góðu
skapi að flýta mér til vinnu. Þá fór ;
ég að velta fyrir mér í hverju þetta .
margrómaða frelsi væri fólgið hjá
alþýðukonunni í a.m.k. flestum
stéttum og niðurstaðan varð:
Fara á fætur eldsnemma, vekja
syfjuð og vansæl börn og reyna að
koma i þau einhverrri lífsnæringu
og fara síðan með þau í gæzlu.
Reyna síðan að vera eða látast
vera í góðu skapi í vinnunni, vegna
þess að þjóðfélagið og lífið er nú
einu sinni svona að flestir verða að
láta sér lynda að vera bara í
einhverri vinnu til þess að fá kaup,
en ekki vegna þess að það sé svo
gaman.
Að loknum vinnudegi röltir
konan heim dauðþreytt eftir 8—10
stunda útivinnu.
Þá tekur heimilið við.
Nokkur börn eru búin að bíða á
dagvistunarheimilum eftir
mömmu. Hún þarf að hlusta og
svara, hugga og stilla grát
þreyttra barna, hún þarf að þvo,
elda mat, taka til, þvo upp, gera
við föt, skúra og skrúbba auk
óteljandi smávika sem enginn
skilur né sér.
Mér virðist málið líta þannig út
að konan sé meiri þræll en nokkru
sinni fyrr. Blessaðir karlmennirn-
ir okkar hafa nefnilega alltof
margir ekki meira kaup fyrir sína
vinnu en það að konumyndin
verður að vinna svona til þess að
fjölskyldufyrirtækið rúlli.
Og nú á ég ekki við að þetta sé
sök karlmannanna. Fjölmargir
karlmenn fara gjarnan í kvöld- og
helgarvinnu til þess að drýgja
tekjurnar. Það verður fjarskalega
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
í tvímenningskeppni þykir gott
að þvinga andstæðinga sina á
hátt sagnstig og skapa með því
mciri möguleika til að hnekkja
samningi þeirra. Þetta reyndist
Bandarikjamönnunum Soloway
og Goldman vel á yfirstandandi
Olympíumóti í New Orleans.
Allir utan hættu og suður gaf.
Norður
S. 8632
H. D
T. D6
L. DG8753
Vestur
S. D105
H. ÁK10
T. K985
L. 642
Austur
S. KG974
H. G98764
T. Á
L. 10
Nú, þarna ertu! Ég hef leitað þín um allan bæ.
Suður
S. Á
H. 543
T. G107432
L. ÁK9
Bandaríkjamennirnir, fyrrver-
di og núverandi heimsmeistar-
, sátu í n-s og sagnirnar urðu
legar.
Suftur Vestur Norður Austur
1 T pass 1 S 2 H
pass 2 S 3 L 3 S
4 L 4 H 5 L 5 H
allir pass.
Þó norður væri ekki með marga
punkta sagði hann þrisvar á spil
sín enda hefðu fimm lauf verið
mjög góð fórn yfir fjórum
hjörtum.
En gegn fimm hjörtum austurs
tók suður fyrsta slaginn á spaðaás.
Og hann var ekki í vafa um hver
var innkoman á hendi makkers. I
öðrum slag spilaði hann undan ás
og kóng í laufi! Jú — Goldman átti
drottninguna og hann var ekki
lengi að láta spaða á borðið svo
suður gæti trompað og fengið þar
með þriðja og síðasta slag varnar-
innar.
Þessi frábæra vörn gaf Banda-
ríkjamönnunum 69 stig af 70
mögulegum. En hefði suður ekki
spilaö undan tveim hæstu laufun-
um og leyft andstæðingunum að
vinna sitt spil gat skorin aðeins
orðið 20 stig fyrir spilið.
MAÐURINN A BEKKNUM
Framhaldssaya eftir Georges Simenon
Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaói
78
henni. Hún er alveg sjúk í
hann.
Lapointe kom til þeirra hvar
þau sátu hhn róiegustu við
borðið.
— Hvað má bjóða þér?
Lapointe dirfðist naumast að
lfta á stúlkuna. en hún aftur á
móti fór ekki f launkofa með
áhuga sinn á honum og horfði
á hann rannsakandi.
— Sama og þér.
— Nú ferð þú með hana á
eitthvcrt rólegt hótel og færð
tvö samliggjandi herbergi. Þú
sleppir henni ekki fyrr en ég
segi til. Strax og þú heíur
fundið stað handa ykkur læt-
urðu mig vita. Það er engin
ástæða tíl að fara mjög langt.
Sjálfsagt geturðu fengið her
bergi á Hotel Moderne hérna
beint á móti. Það er bezt að hún
tali ekki við neinn og láti færa
sér matinn upp.
Þegar hún gekk á braut með
Lapointe var engu Ifkara en
það væri hún sem ætti að gæta
hans.
Enn liðu tveir dagar. Ein-
hver — ekki var vitað hver,
hlaut að hafa varað Felix við,
því að hann hvarf og hafði þá
leitað skjóls hjá kunningja en
fannst þar næsta kvöld.
Mestur hluti næturinnar fór
í að fá hann til að játa að hann
þekkti Marco og fá hann til að
gefa upp dvalarstað hans.
Marco hafði farið frá Parfs
og hafði setzt að í lítilli krá
fyrir utan höfuðborgina og
stundaði veiðar f Signu.
Áður en tókst að yfirhuga
hann, heppnaðist honum þó að
hleypa af tveimur skotum.
Hann hafði undir höndum
megnið af þeim peningum sem
haíði verið stolið írá Thoret í
sérstökum útbúnaði sem Mari-
ettc Gibon hafði Ifklega saumað
handa honum.
— Eruð það þér Maigret?
— Já, hr. dómari.
— Hvað með Thouretmálið?
— Málinu er lokið. Ég sendi
morðingjann og vitorðsmann
hans inn til yðar eftir andar
tak.
— Hver er það? Var það
svona ógeðsmorð eins og við
töluðum um fyrst? /
— Já, það má nfr segja.
Vertinna í melluhúsi og viðhald
hennar, illa artaður kauði og
langtum yngri. ættaður frá
Marseille. Louis Thouret hafði
verið svoddan flón að geyma
peningana sfna uppi á klæða-
skápnum og...
— Hvað segið þér...?
— Það reið.á öllu að hann
kæmist ekki á snoðir um að
peningarnir voru horfnir...
Marco sá um það með meiru.
Við fundum þann sem hafði selt
honum hnffinn. Þér fáið
skýrslu mína í kvöld...
Það var leiöinlcgast af þessu
öllu.
Maigret sat með sveittan
skallann og lafandi tungu
allan eftirmiðdaginn og barðist
við að setja saman skýrsluna.
Um kvöldið þegar hann hafði
snætt kvöldverð mundi hann
allt í einu eftir stúlkunni
Arlette og fulltrúa sfnum La-
pointe.
— Fjárakornið! Gleymdi ég
því, hrópaði hann upp yfir sig.
— Er það nokkuð alvarlegt?
spurði kona hans.
— Nei. ég hcld ekki. Það er
orðið áliðið núna og bezt að
bíða til morguns. Við skulum
bara koma okkur f háttinn.
Sögulok