Morgunblaðið - 29.06.1978, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 29.06.1978, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1978 39 Sagt eftir leikinn • Tcitur Þórðarson er hér í baráttu við danska fyrirliðann Henning Munk Jenssen. sem lék sinn sextugasta landsleik. og Per Röndved. en hann tók góðan þátt í spilinu þegar hann gat. A miðjunni byrjaði Janus vel en hvarf alveg þegar á leikinn leið. Karl Þórðar- son tók spretti en var slakur þess á milli. Atli Eðvaldsson var mjög ógnandi vinstra megin en hann hefði betur gefið boltann tvisvar í stað þess að reyna sjálfur skot úr lokuðum færum. Pétur Pétursson var langbezti framlínumaðurinn, barðist grimmt og skapaði sér hvað eftir annað góð tækifæri. Sannarlega góð byrjun hjá þessum unga Akurnesing. Guðmundur Þorbjörnsson tók góða spretti en í heildina tekið lék hann undir getu. Teitur Þórðarson olli miklum vonbrigðum. Vart er hægt að segja að hann hafi verið með í leiknum allan tímann og verður það að teljast. furðuleg blinda hjá lands- liðsþjálfaranum að sjá þetta ekki og kippa Teiti útaf í seinni hálfleik. Það hefði ekki getað orðið til hins verra ef Teitur hefði verið tekinn útaf og hinn kornungi Arnór Guðjohnssen látinn spreyta sig. Danska liðið olli vonbrigðum Danska liðið olli miklum von- brigðum. Er þetta lakasta landslið, sem undirritaður man eftir að Danir hafi teflt fram gegn Islend- ingum. Ekkert bar á hinum frægu atvinnumönnum og meira að segja var Benny Nielsen, Anderlecht, ■ kippt útaf fljótlega í s.h. Leik- skipulag liðsins var einhæft, leikmenn þvældust með boltann á miðjunni og enginn broddur var í sókninni. Vörnin var betri hluti liðsins, en hún átti oft í vandræð- um með leikmenn íslenska liðsins. Dómari var H. Alexander frá Skotlandi og hafði hann góð tök á leiknum. I stuttu málii Laugardalsvöllur 28. júní, Island — Danmörk 0.0 ÁminninKar, Preben Elkjær, Danmörku. Áhorfendur 8277. Liö Islandsi Árni Stefánsson, Gfsli Torfason, Árni Sveinsson, Jón Pétursson, Jóhannes Eðvaldsson, Karl. Þórðarson, (Höröur Ililmarsson 84. mfn). Janus Guð- lauxsson, Atli Eðvaldsson, Teitur Þórðar son, Guðmundur Þorbjörnsson, Pétur Pétursson. Lið Danmerkur, Ole Elkjær, Johnny Ilansen (Lars Lundkvist 52. mfn.), Per Röntved, Ilenning Munk 'Jensen, Sören Lerby, Nils Tune, Jens Jörn Bertelsen, Frank Arnesen, Henrik Agerbeck, Preben Elkjær, Benny Nielsen (John Andersen 55. mín). Dr. Youri Ilitchevi —Þetta var minn fyrsti leikur með íslenska landsliðið og ég get ekki verið annað en ánægður. Leikmennirnir gerðu nákvæmlega eins og fyrir þá var lagt. Ég reyndi að breyta til frá því sem verið hefur og lét leikmennina sækja meira, og vörnin átti að hjálpa sóknarmönnunum, þetta tókst allvel að mínum dómi taugar leikmanna róuðust og þeir sóttu óhræddir. Ég sá ekki neina ástæðu til að vera með skiptingar í leiknum. Það hvíldi mikil ábyrgð á herðum mér og ég tók enga áhættu. miiKiis Henning Munk Jensen Fyrirliði danska liðsins, Henn- ing Munk Jensen, sem leikur með Fredrikshafn, sagðist vilja gleyma þessu sem fyrst. — Það er voðalegt að ná aðeins jafntefli. Við áttum skilið að sigra í leiknum 3—0. Þetta var harður leikur, og mér fannst íslenska vörnin standa vel fyrir sínu með þá Jón Pétursson og Jóhannes Eðvaldsson sem bestu menn. Það var ekki gott að leika knattspyrnu, of kalt og vindur of mikill, sagði fyrirliðinn að lokum. Morgunblaðið spjall- aði við þjálfara liðanna, leikmenn, dómara leiks- ins og formann KSÍ að leik loknum og bað þá um að segja álit sitt á gangi hans og úrslitumi Jóhannes Eðvaldssom Við áttum stórhættuleg tæki- færi sem við áttum að nýta sagði Jóhannes Eðvaldsson fyrirliði íslenska liðsins. Mér finnst þetta danska lið hvorki vera lélegra eða sterkara enn önnur dönsk landslið, mér finnst þau öll vera eins. Þeir eru með þetta stutta fína spil og reyna að draga vörnina fram á völlinn. þetta tókst þeim ekki á móti okkur og þegar á heildina er litið, held ég að við getum verið ánægðir með úrslitin. Mér finnst alltaf jafn ánægjulegt að koma heim og leika landsleik fyrir Island, og vona að ég eigi eftir að leika þá marga enn. Ég er nú á förum til Kanada en held til æfinga hjá Celtic í kringum 11. júlí. Ámi Stefánsson — Þetta er rólegasti landsleikur sem ég hef leikið um dagana, sagði n arkvörður íslenska liðsins, Árni Stefánsson. — Ég átti von á erfiðum leik, en danska liðið er mun slakara en ég átti von á. Við áttum í það minnsta að sigra 1—0. Ég tel að við getum alls ekki verið ánægðir með að ná aðeins jafntefli. Ég hef haft meira að gera og leikið á móti erfiðari framlínumönnum í leik á móti Færeyingum. Alexander dómarii Það var skoskur dómari í landsleiknum, Alexander að nafni, og báðum við hann að segja álit sitt á leiknum: — Þetta var allgóður leikur að mínum dómi en þó full harður. Varnarleikurinn hjá báðum liðum var góður, en framlínumennirnir voru hins veg- ar slakir og sköpuðu sér fá tækifæri. Eftir gangi leiksins fannst mér jafntefli vera sann- gjörn úrslit. Besti leikmaður íslenska liðsins fannst mér vera Jón Pétursson í vörninni. Hjá Dönum fannst mér hins vegar Per Röntved, sem leikur hjá Werder Bremen, vera bestur, sagði Alex- ander að lokum. <•-9 Pétur Pétursson — Þetta var dauðafæri sem ég fékk í lok síðari hálfleiksins og ég átti ekki að geta gert neitt annað en að skora mark. En ég hitti knöttinn illa því að ég varð að taka hann með vinstra fæti til þess að hitta hann, sárgrætilegt að mis- nota svona gott tækifæri, sagði framlínuleikmaðurinn Pétur Pétursson eftir leikinn. — Við áttum tvímælalaust að sigra í leiknum, því að þetta danska lið var mjög lélegt. Ellert B. Schrami Formaður KSÍ, Ellert Schram, sagði að íslendingar hefðu aldrei verið nær því að sigra Dani en einmitt nú og það væri sorglegt að það skyldi ekki takast. — Allir íslensku leikmennirnir stóðu sig mjög vel í leiknum og léku mjög taktískt rétt. Jóhannes sýndi og sannaði enn einu sinni hversu mikilvægur hann er fyrir liðið og er hann því ómetanlegur styrkur. Þetta er eitt sterkasta lið sem Danir hafa teflt á móti okkur, í það minnsta á pappírnum, og voru leikmenn þess mjög vel spilandi og knattmeðferðin hjá þeim góð. Leikurinn í heild var ekki nægi- lega góður framan af en lagaðist og í síðari hálfleiknum sóttu Islendingar mun meira og áttu fyllilega skilið að skora eitt til tvö mörk. Carsten þjálfari Dana Þjálfari danska landsliðsins hafði þetta um leikinn að segja: — Þetta er lélegasti landsleikur sem Danir hafa leikið, ég get engan veginn skilið af hverju liðið náði svo illa saman eins og raun ber vitni. Ég kann enga skýringu á þessu. Við skoruðum löglegt mark að mínu áliti og áttum skilið að sigra, en það er dómarinn sem ræður. Annars vil ég sem minnst um leikinn tala, ég er hund- óánægður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.