Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1978 Á Fjarðarheiði á Jónsmessu. Ljósm. Ágúst I Jónsson. Greenpeace-samtökin: Telja sig hafa náð árangri og truflað veiðar hvalbátanna GREENPEACE-MENN telja sík hafa truflað veiðar íslenzku hvalveiðihátanna ok náð nokkr- um árangri þennan tíma sem þeir hafa verið á miðum þeirra o>? hafa þeir í a.m.k. fjögur skipti truflað veiðar þannig að bátarnir hafa þurft frá að hverfa, upplýstu tveir skipsmanna á Rainbow Warrior. þeir Fred Easton ob Remi Parmentier. í samtali við Mhl. í Kærdají. Rainbow Warrior kom til Iieykjavíkur í KærmorKun til að sækja vatn og e.t.v. olíu og fa>rði dráttarháturinn Matíni þeim Greenpeaee-mönnum vatn í skip þeirra á ytri höfninni í Reykja- vík. — Við vitum ekki enn hvernig Alþýðublaðið fjög- urra síðna hreint stjómmáladagblað ÚTGÁFUFÉLAG Alþýðublaðsins hf. hefur nú tekið við útgáfu Alþýðublaðsins fyrir hönd mið- stjórnar Alþýðuflokksins og vcrð- ur blaðið gefið út sem fjögurra síðna dagblað. „hreint stjórn- málablað" eins og Gylfi Þ. Gísla- son. formaður stjórnar útgáfufé- lagsins. sagði í samtali við Mbl. í gær. Sagði Gylfi að áætlanir sýndu að útgáfa Alþýðublaðsins ætti að standa undir sér með Bræla á mið- um hvalbáta Hvalveiðarnar hafa ekki gengið mjög vel síðustu daga vegna veðurs að sögn starfsmanna í Hvalstöðinni í gær, en nú eru allir bátarnir 4 úti. Bræla er á miðunum og hafa þeir ekki komið með hvali inn síðustu daga og var útlit fyrir áframhaldandi brælu um helgina. Nú hafa alls veiðzt 122 hvalir og hefur veiðin að 'sögn starfsmanna gengið vel það sem af er en sögðu að nú væri að róast hjá þeim þar sem ekki hefði komið hvalur inn í nokkra daga. Sýningu Sveins lýkur á mánudag SÝNINGU Svcins Björnssonar í Norræna húsinu og Bogasalnum lýkur á mánudagskvöld. Sveinn sýnir á þessum tveimur stöðum 72 málverk, sem hann fór nýlega með til Danmerkur og sýndi þar. Nokkrar myndanna hafa selzt, þar á meðal sú stærsta sem er 2x4 metrar. þessum hætti en reiknað er með 4 föstum starfsmönnum við blað- ið. I stjórn útgáfufélagsins sitja auk Gylfa Benedikt Gröndal og Eggert G. Þorsteinsson en að- standendur félagsins eru allir miðstjórnarmenn í Alþýðuflokkn- um. Félagið gerði. á sínum tíma samning við Alþýðublaðsútgáfuna hf. um útgáfu blaðsins, síðan Blað hf. og loks Reykjaprent hf., en sá samningur rann út í gær 1. júlí. framhald á bls. 30 áframhaldið verður hjá okkur, sögðu þeir einnig, en líklegt er að við staðnæmumst aðeins stutt hér nú og höldum líklega til Færeyja strax. Þar hyggjumst við ræða við fólk um grindhvaladráp þeirra, en sem kunnugt er smala þeir þeim í hópum inn í víkur og voga og strádrepa þá þar. Einnig erum við með í huga að halda til Spánar, en Spánn er ekki í Alþjóða hvalveiði- ráðinu og því finnst okkur nauð- synlegt að fylgjast með því hvað Spánverjar eru að gera og reyna að gera okkar til að sporna við ofveiði hjá þeim. Þeir félagar sögðu að þeir hefðu í a.m.k. fjögur skipti truflað svo veiðar íslenzku hvalveiðibátanna nr. 6, 7 og 9 að þeir hefðu orðið frá að hverfa í þau skipti, horfið frá miðunum og siglt áleiðis til lands. — Þess vegna höfum við trú á því að vera okkar hér hafi borið árangur, bættu þeir við, og við trúum að íslendingar hafi skilið málstað okkar nú eftir að við höfum aöeins getað kynnt hann. Okkur hafa borizt stuðningsyfir- lýsingar og kveðjur frá íslenzkum sjómönnum á miðunum og hafa þeir jafnvei fært okkur vistir, og sagt sig vera reiðubúna til hjálpar ef á þyrfti að halda. Við erum að vekja athygli á þessum framhald á bls. 30 Aðalfundur Dags- brúnar haldinn 4 mánuðum of seint SAMKVÆMT lögum Verkamannafélagsins Dagsbrúnar ber að halda aðalfund félagsins fyrir 15. febrúar ár hvert. Aðalfundur félagsins verður haldinn í dag klukkan 14. en í því sambandi má geta þess að Alþyýðusambandi íslands hefur borizt kæra vegna þess að aðalfundur hefur ekki verið haldinn, svo sem lög gera ráð fyrir. Alþýðusambandið vísaði kærunni til Verka- mannasambands íslands, sem hefur ekki tekið afstöðu til hennar og mun það verða gert næstkomandi þriðjudag. Morgunblaðið spurði í gær Guðmund J. Guðmundsson, for- mann Verkamannasambandsins, hver væri skýring þess, að aðal- fundur hefði ekki verið haldinn í Dagsbrún. Hahn kvað skýringuna vera heldur nútímalega, öll félags- gjöld hafi verið sett í tölvuúr- vinnslu og tölvuútskriftir hafi ekki verið fáanlegar fyrr en í apríl- mánuði. Þá sé gert ráð fyrir því í lögum félagsins að löggiltir endur- skoðendur fari yfir reikninga félagsins og hafi þeir síðan unnið það verk. Allt þetta hafi haft í för með sér að dráttur hefði orðið á því að aðalfundur væri haldinn. Guðmundur kvað unnt að leysa þetta mál með tvennum hætti og það þyrfti að gera. í fyrsta lagi væri möguleiki á að breyta reikn- ingsári félagsins eða þá lögunum um það, hvenær halda eigi aðal- fund. Yrðu menn nú að gera upp við sig, hvorn kostinn þeir tækju. Svipað mun ástatt fyrir Verka- kvennafélaginu Framsókn, en aðalfundur Framsóknar mun Verða haldinn síðar í vikunni. Ungt fólk á D-lista- skemmtun SAMEIGINLEG D-listaskemmtun ungs starfsfólks Sjálfstæöisflokks- ins í Reykjavík og Reykjaneskjör- dæmi verður haldin í Sigtúni á mánudag klukkan 20 og stendur hún til miðnættis. Skemmtunin er fyrir starfsfólk D-listans 18 ára og yngri. Miðar á þessa skemmtun verða afhentir í sjálfstæðishúsinu, Val- höll, að Háaleitisbraut 1 í Reykja- vík. World Open” skákmótið: tf Islendingarnir stódu sig vel í fyrstu umferð FYRSTA umferð „World Open“ skákmótsins í Phila- delphia í Bandaríkjunum var tefld á föstudagskvöld. Hjá islenzku skákmönnunum 14 urðu úrslit þau að 7 unnu sinar skákir, 3 gerðu jafn- tefli, 3 töpuðu og einn á biðskák. Þeir sem unnu sínar skákir voru Þórir Ólafsson, Benóný Benediktsson, Ingvar Ás- Eins og fram hefur komið í fréttum sneri brezka skemmtiferðaskipið Uganda frá Reykjavík á föstudag vegna veðurs og urðu farþegar þess af skoðunarferð um Reykjavík og nágrenni. Þessi trilla lét hins vegar veðrið lítið á sig fá og hélt áleiðis út á Flóann síðla dags í fyrradag. mundsdon, Jón L. Árnason, Ásgeir Þ. Árnason, Helgi Ólafsson og Bragi Halldórs- son. Jafntefli gerðu Margeir Pétursson, Leifur Jósteinsson og Jóhann Þórir Jónsson en þeir Sævar Bjarnason, Guð- mundur Ágústsson og Guðni Sigurbjarnarson töpuðu. Jó- hannes Gíslason á biðskák og hefur Jóhannes lakari stöðu. Ef tekið er mið af þeim 13 skákum, sem lokið er úr fyrstu umferð er vinnings- hlutfall íslenzku keppendanna 65,4%, sem verður að teljast góð útkoma. Teflir á danska ungl- ingamótinu UM þessar mundir fer fram í danska bænum Ribe unglinga- meistaramót Danmerkur í skák og eru kcppcndur 34, þar af einn íslcnzkur piltur, Elvar Guð- mundsson frá Taflfélagi Reykja- víkur. Lokið er 7 skákum og hefur Elvar hlotið 4 vinninga. Efstir eru Pedersen frá Danmörku og Cumm- ings frá Bretlandi með 5V4 vinn- ing. Tefldar eru 9 umferðir eftir Monradkerfi og lýkur mótinu í dag. Elztu keppendurnir eru 20 ára gamlir en Elvar er aðeins 14 ára gamall og með yngstu keppendum mótsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.