Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1978 __ÁUTAMhl „Aöalástæðan til ósigurs Sjálfstæðisflokksins er óánægja kjósenda vegna veröbólgunnar.“ Sigurvegarar kosninganna. cftir IIANNES HÖLMSTEIN GISSURARSON Tvær sögulegar kosningar Tveimur sögulegum kosningum er lokið. Kjósendur felldu í rauninni í þeim ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar, sem tók við völdum 1974. Stjórnarflokkarnir misstu 10 sæti á Alþingi í þingkosningun- um, þeir fengu 49,6% atkvæða, en höfðu fengið 67,6% árið 1974. Fylgi Sjálfstæðis- flokksins hefur aldrei verið minna. í byggðakosningunum 28. maí missti flokk- urinn meiri hluta sinn í borgarstjórn Reykjavíkur. I þingkosningunum 25. júní fékk flokkurinn 32,7% atkvæða, en hafði fengið 42,7% árið 1974 og þingmönnum hans fækkaði úr 25 í 20.Alþýðuflokkurinn sigraði í þingkosningunum, fékk 22,0% atkvæða, þingmönnum hans fjölgaði úr 5 í 14. Alþýðubandalagið fékk 22,9% atkvæða, þingmönnum hans fjölgaði úr 11 í 14. Framsóknarflokkurinn fékk 16,9% atkvæða, þingmönnum hans fækk- aði úr 17 í 12. Samtök frjálslyndra og' vinstri manna fengu ekki nægilegt atkvæðamagn til að koma mönnum á þing. Sveiflurnar, breytingarnar á fylgi flokkanna í þessum kosningum eru óvenjulega miklar — reyndar meiri en í öllum fyrri kosningum við núverandi flokkakerfi. Að þeim loknum ber því að spyrja nókkurra spurninga: Hvað veldur þessum breytingum? Er íslenzka flokka- kerfið að breytast? Hvað tekur við í íslenzkum stjórnmálum? Þeim ætla ég að reyna að svara í þessari grein. Hvað veldur þessum breytingum? Aðalástæðan til ósigurs Sjálfstæðis- flokksins er óánægja kjósenda vegna verðbólgunnar, en til ósigurs Framsókn- arflokksins, að hann getur ekki gegnt skilja það, að innlánsfjármagn takmark- ar útlánsfjármagn, fyrr en launþegar skilja það, að hækkun þjóðartekna (eða lækkun þeirra) takmarkar launahækkan- ir, fyrr en kjósendur skilja það, að fjármagn til opinberra framkvæmda er tekið af þeim sjálfum, en fellur ekki af himnum ofan, og fyrr en stjórnmálamenn skilja það, að þeir missa eins fylgi með því að sinna kröfum umfram efni (en það orsakar verðbólgu) og með því að sinna þeim ekki. Og verðbólguvandinn leysist ekki, fyrr en flestir kjósendur skilja það, að verðbólga er þeim í óhag, hún hægir á hagvexti (að mati hagfræðinga um 1% á ári síðasta aldarfjórðunginn), veldur óhagkvæmum rekstri og getur að lokum steypt lýðræðisskipulaginu. Þessi skilningur er enn ekki almennur, almenningur er á valdi peningablekkingarinnar, samsvarar nafnvirði launa og raunvirði þeirra. varp, Morgunblaðið og síðdegisblöðin tvö. (Flokksblöðin, Tíminn, Þjóðviljinn og Alþýðublaðið, skipta minna máli.) For- ingjar og fulltrúar stjórnarflokkanna hafa ekki skilið, að fjölmiðlarnir hafa breytzt. Þeir kunna ekki lagið á síðdegis- blöðunum, og ríkisútvarpið, sem á að lögum að vera hlutlaust, hefur dregið fram hlut Alþýðuflokksins og Alþýðu- bandalagsins. Enn er það, að reynt er að temja mönnum hugsunarhátt sósíalista í skólum landsins. Aróðurinn í fjölmiðlum og skólum er sjaldan beinn, hann felst fremur í vali orða og viðfangsefna. „Ég tek tvö dæmi af eigin reynslu: Fréttamað- ur sjónvarpsins (róttæklingurinn Guðjón Einarsson í fréttatíma sl. mánudag) kallar Alþýðuflokkinn og Alþýðubanda- lagið „verkalýðsflokkana". En er Sjálf- stæðisfLokkurinn, sem flestir launþegar kjósa, ekki verkalýðsflokkur? Kennari í Háskólanum (róttæklingurinn Gunnar við alþýðu skap sem kallað er. (Eg spái því þó, að þessi uppljóstrunarmaður Dagblaðsins eigi eftir að ljóstra því upp um sjálfan sig, að hann hafi hvorki vitsmuni né þekkingu til að gegna því hlutverki, sem almenningur hefur kosið honum.) Óánægjufylgi er ótryggt. Al- þýðuflokkurinn heldur ekki öllu þessu fylgi, þótt hann hafi sennilega náð aftur stöðu sinni í íslenzkum stjórnmálum. En sigur Alþýðubandalagsins var minni en ég bjóst við. Sigur þess var svo lítill, að hann var í rauninni ósigur, ef miðað er við byggðakosningarnar 28. maí. Margar ástæður eru til þessa ósigurs. Alþýðu- bandalagsins. I fyrsta lagi átti það fulla aðild að Kröflumálinu. I öðru lagi efndi það ekki orð sín um „samningana í gildi" í borgarstjórn Reykjavíkur (en í henni eru 5 af 8 fulltrúum meiri hlutans Alþýðubandalagsmenn, og þeir bera aðalábyrgðina á stjórn borgarinnar). í þriðja lagi er því kennt um hin mörgu mistök, sem verkalýðsforingjar þess gerðu síðustu mánuðina fyrir kosning- arnar. í fjórða lagi — og sú ástæða skiptir mestu til langs tíma — efast n argir borgarar íslenzka lýðræðisríkis- ins um fullan stuðning þess við það og taka stefnu þess í varnarmálum til dæmis. Alþýðubandalagsmenn fylgja ekki landvarnarstefnunni. Hvers vegna vilja þeir ekki lýðræðisríkið? Vegna þess að þeir styðja það ekki, segja borgararnir. Alþýðubandalagið hagnast ekki nema að vissu marki á hinni almennu óánægju, því að óánægjan er vegna of mikilla ríkisafskipta, ofsköttunar eða verðbólgu. Hvað tekur við? Það var misskilningur margra, að sveiflan væri til „vinstri“ í kosningunum, hún var í rauninni til „hægri“, því að samanlagt fylgi Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins jókst mjög, en þessir flokkar eru báðir borgaralegir, og fylgja báðir landvarnarstefnunni þótt Sjálf- AÐ LOKNUM KOSNINGUM hlutverki stórs miðflokks, við nútímað- stæður, hann er og verður lítill bænda- flokkur. Ég hef litlu að bæta við þá skýringu, sem ég gaf á ósigri Sjálfstæðis- flokksins í byggðakosningunum: „íslend- ingar gerðu (óafvitandi) sömu uppreisn- ina gegn verðbólgunni, hinni dulbúnu skattheimtu ríkisins, og Danir gerðu gegn hinni ódulbúnu skattheimtu vöggustofu- ríkisins, þegar þeir kusu flokk Mogens Glistrups á sínum tíma. Ólafur Grímsson, Vilmundur Gylfason og aðrir fjöl- miðlungar eru glistrupar íslendinga. Þessir lýðskrumarar eru holdtekjur óánægjunnar. Uppreisnin er gerð með öðrum hætti á íslandi en í Danmörku, en rætur óánægjunnar eru hinar sömu.“ Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar tryggði varnir íslendinga og færði fiskveiðilög- söguna út í 200 mílur, en henni mistókst að leysa verðbólguvandann. Hún gerði fleiri og skynsamlegri tilraunir til þess en vinstri stjórnin 1971—1974, en verðbólgu- vandinn er óleysanlegur, á meðan hagkerfið er eins og það er. Allar ríkisstjórnir hljóta að hrekjast frá völdum hans vegna. Hagkerfinu verður að breyta, ef leysa á þennan vanda og tryggja festu í stjórnarfari. Mestu mistök ríkis- stjórnarinnar Mestu mistök ríksistjórnar Geirs Hallgrímssonar voru að stefna ekki fremur að lausn verðbólguvandans en þenslu á vinnumarkaðnum með opinberri offjárfestingu eins og hún gerði í reynd. Ég held, að fylgismissir hennar hefði orðið miklu minni, ef það hefði verið gert, þótt kostað hefði samdrátt á vinnu- markaðnum. Auðvitað var ríkisstjórninni ekki einni að kenna um mistökin. Ríkisstjórnir með lýðræðisþjóðum eru ekki alráðar. Orsakir verðbólgu eru kröfur umfram efni, sem er þó sinnt af stjórnarmönnum ríkisins: Kröfur at- vinnurekenda um lánsfjármagn, kröfur launþega um launahækkanir og kröfu flestra kjósenda um fjármagn til opin- berra framkvæmda. Verðbólguvandinn leysist ekki, fyrr en atvinnurekendur Aróðurinn og almenn- ingsálitið Fleiri ástæður eru til þessa mikla ósigurs stjórnarflokkanna. Sjálfstæðis- flokkurinn komst reyndar ekki hjá því að missa eitthvert fylgi og 2—3 þingmenn vegna stjórnaraðildarinnar, því að hann hlaut þetta fylgi til að leysa vanda, sem er — eins og er — óleysanlegur. Og Framsóknarflokkurinn komst ekki hjá því að missa fylgi vegna almennrar stjórnmálaþróunar í landinu. En fylgis- missirinn varð meiri en ella vegna þess, að ríkisstjórnin hélt klaufalega á mörg- um málum, einkum síðasta árið, og hún gerði mörg mistök. Eða hvað er Kröflu- málið annað en fullkomið hneyksli? Ríkisstjórnin missti einnig samband við almenning — einkum unga fólkið — á kjörtímabilinu, hafði lítil sem engin áhrif á almenningsálitið. Áróður Sjálfstæðis- flokksins var ekki eins hressilegur og Alþýðuflokksins, og frambjóðendur hans voru ekki eins álitlegir fyrir margt ungt fólk og „kratakrakkarnir". Á það hefur verið bent, að síðustu fjögur árin hafa engar kosningar verið í landinu, hvorki þingkosningar, byggðakosningar né for- setakosningar, þess vegna kom sveiflan frá Sjálfstæðisflokknum til Alþýðu- flokksins — en um hana valda nýju og óreyndu kjósendurnir sennilega miklu — á óvart, og þess vegna var ekki við henni brugðizt. Ekki bætti það um, að almenn- ingsálitið er gegn atvinnurekendum. Almenningur er skilningslítill á lögmál atvinnulífsins, hugsunarháttur sósíalista — að hægt sé að leysa öll vandamál með afskiptum ríkisins og bæta fremur kjörin með verkföllum en verkum — er almenn- ur. Fjölmiðlarnir og skólakerfið Hvað hefur áhrif á almenningsálitið til langs tíma? Fjölmiðlarnir og skólakerfið. Þeir fjölmiðlar, sem skipta máli, eru ríkisútvarpið, bæði sjónvarp og hljóð- Karlsson á rannsóknaræfingu) kallar fylgismenn landvarnarstefnunnar „her- stöðvasinna". En varnarstöðin er að mati fylgismanna landvarnarstefnunnar i 11 nauðsyn. Reynt er og að læða að unglingum ótrú á vestrænu lýðræðis- skipulagi, einungis er fengizt við galla þess, marga og mikla, en samanburður við austrænt alræðisskipulag ekki gerður. í þennan jarðveg reyndu Sjálfstæðis- menn að sá. En honum hafa sósíalistar breytt í grýtta jörð. Er íslenzka flokkakerfið að breytast? íslenzka flokkakerfið var kerfi fjögurra flokka og samsteypustjórna þeirra, þangað til Hannibal Valdimarsson stofn- aði Samtök frjálslyndra og vinstri manna og bauð fram í þingkosningunum 1971. Þau unnu mikinn kosningasigur, og Viðreisnarstjórnin féll. Sigur þeirra var einkum Hannibal Valdimarssyni að þakka, en margir kjósendur voru þreyttir á stjórnmálum og vonuðu, að þessi nýi flokkur hefði nýja stefnu og nýja starfshætti. Þessar vonir brustu, tilraun- in mistókst, og Sjálfstæðisflokkurinn vann sigur 1974. í kosningunum 25. júní dóu Samtökin, en Alþýðuflokkurinn lifnaði við og vann sigur vegna svipaðra vona og Samtökin 1971. íslenzka flokka- kerfið er eftir hina tímabundu truflun Hannibals og verður að mínu mati áfram kerfi fjögurra flokka og samsteypustjórn þeirra:, þótt stærð og gerð flokkanna hafi breytzt. Sjálfstæðisflokksins sem stórs frjálshyggjuflokks, Framsóknarflokksins sem lítils bændaflokks, Alþýðuflokksins sem lýðflokks (flokks pópúlista og demógóga) og Alþýðubandalagsins sem stórs róttæklingaflokks. En sigur Alþýðu- flokksins var þó miklu meiri en ég bjóst við. Þessi mikli sigur er einkum Vilmundi Gylfasyni að þakka, þó að mikil fylgis- aukning væri óhjákvæmileg eftir stjórn- arandstöðu síðustu sjö ára, Vilmundur er stæðisflokkurinn sé borgaralegri en Alþýðuflokkurinn og foringjar hans ábyrgari. Og það skýrir ekki allt að vísa til einstaklinga eins og Hannibals 1971 og Vilmundar 1978. Hvers vegna hefur óánægða lausafylgið aukizt? Sú lausung, sem orðið hefur á Vesturlöndum eftir 1968, fylgi Glistrups í Danmörku, fall Viðreisnarstjórnarinnar á íslandi og sósíalistastjórnarinnar í Svíþjóð, er vegna þess, að eftirtekjan af ríkisafskipt- unum er minni en eftirvæntingin. Blandan er of sterk í blandaða hagkerf- inu. Blandaða hagkerfið er að verða óstarfhæft við þær aðstæður, að einstakl- ingarnir séu sæmilega frjálsir. Annað hvort verður að veikja blönduna — auka frelsi einstaklinganna — eða styrkja hana — auka vald ríkisins. Verðbólga (en þó miklu minni en á íslandi) og atvinnuleysi fara saman í flestum nágrannalöndum íslendinga. Á slíkum lausungartímum er eftirspurn eftir sannfærandi töfralæknum. Þeir hafa fengið mörg atkvæði í þessum kosning- um, og eðlilegt er að felldum dómi kjósenda, að þeir fái að reyna töfralyfin. Viðbragð Ólafs Jóhannessonar við sigri stjórnarandstæðinga er snjallt: Hann býður minnihlutastjórn þeirra hlutleysi. Næstu mánuðina verður tefld refskák um valdið og ábyrgðina, og lítið sem ekkert er hægt að segja um það, hvað tekur við í íslenzkum stjórnmálum. En koma ber almenningi í skilning um það, að engin töfralyf eru til við verðbólgunni, þótt Sjálfstæðismenn gæta þess vonandi, að reynslan af töfralæknunum verði ekki of dýrkeypt. En Sjálfstæðismenn mega ekki missa sjónar á því, að lausn þeirra á efnahagsvanda Islendinga er að veikja blönduna í hagkerfinu, auka frelsi einstaklinganna, og hinu, að langtíma- markmið þeirra er að fá meiri hluta atkvæða til þess. Ég held, að verkefni þeirra á næstu árum verði að semja rækilegar tillögur til umbóta á skipan efnahagsmála og á hinni óviðunandi kjördæmaskipan, endurskoða stefnu sína og endurskipuleggja flokkinn. Sjálfstæð- isflokkurinn er þrátt fyrir allt eina von frjálslyndra íslendinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.