Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1978 29 Giscard. Ék sá þá fyrir mér í Jerúsalem. maður eins og Begin verið einlæg- ur í þessari friðarlöngun sinni? — Leyfist mér að endurtaka það umbúðalaust, að Begin vill frið, sagði Ceausescu. . Rúmeníuforseti virtist sann- færður og ég treysti dómgreind hans. Auk þess ber að hafa í huga að rúmenski forsetinn hefur hald- ið eðlilegu sambandi við ísraela. Hann sagði mér að Begin væri „sterkur maður“ og verðugur andstæðingur og hann sannfærði mig um að breytinga væri sárlega þörf. Um borð í vélinni til íran, rak ég endahnútinn á hugleiðingar mínar. Eg var einn með utanríkis- ráðherra mínum — og seinna kom í ljós að hann taldi mig tefla of djarft með friðarför minni og taldi hana fráleita. Ég sneri mér að honum þarna og sagðist vera að íhuga að bjóða leiðtogum stórveld- anna fimm — Carter, Brezhnev, Giscard, Callaghan og Hua til fundar í Jerúsalem í Knesset. Vegna þess að ekkert tekst ef flanað er í æði og tilgangsleysi fannst mér að mjög rækilega yrði að standa að því ef takast ætti að koma fulltrúum Genfarráðstefn- unnar saman. Því datt mér í hug að hagstætt gæti verið að bjóða þessum fimm fulltrúum þjóða sem hafa neitunarvald í Öryggisráðinu — til fundar ásamt öllum þeim Arabaleiðtogum, að minnsta kosti þeim sem væru í eldlínunni. Með því gæti ég ef til vill gert Begin forsætisráðherra það ljóst svo að enginn færi í grafgötur með það að ég vildi standa að undirbúningi Genfarfundarins af fullri ein- beitni. Sá fyrir mér Carter, Brezhnev, Hua, Callaghan og Giscard í Jerúsalem Mér fannst mjög viðeigandi ef heimsóknin gæti borið upp á trúarhátíð Núhameðstrúarmanna, svo að mér gæfist kostur á að biðjast fyrir í A1 Aqsa moskunni. I huga mér sá ég fyrir mér vini mína Carter, Giscard, Callaghan og Hua vitja heilagra staða í gömlu borginni. Ég var hins vegar ekki alls kostar sannfærður um að Brezhnev myndi slást í þessa pílagrímsför en mér fannst sem hann myndi ekki eiga annarra kosta völ eftir að hinir hefðu tekið jákvæða afstöðu. Útlínur allar fóru nú að taka á sig skýrari mynd. Eftir heimsókn- ina til Rúmeníu, hélt ég til íran og Saudi Arabíu, en ákvað að segja engum frá ákvörðun minni: ástæð- an var einfaldlega sú að ég taldi rétt ég einn tæki á henni ábyrgð- ina. Þegar til Kairó kom fannst mér að þessi mikla trúarhátíð, sem í hönd fór, væri kjörið tækifæri til að hitta trúbræður mína á her- numdu arabísku landi. Vandamál- ið var augljóst, aðeins fáeinir dagar voru til stefnu og það var ógerningur að skipuleggja heim- sókn fimmmenninganna til Jerú- salem með þessum fyrirvara. Ég tilkynnti ákvörðun mina í egypzka þinginu og hjólin taka að snúast Ég komst sém sé að þeirri niðurstöðu að ég myndi fara einn míns liðs til Jerúsalem, biðjast fyrir í A1 Aqsa moskunni og koma í. Knesset og með því myndi ég sanna þá staðhæfingu mína að ég væri reiðubúinn að fara til endi- marka veraldar ef það gæti orðið friði til framdráttar. Ég myndi snúa mér beint að ísraelsku þjóðinni og leggja fyrir hana kostinn og valið. Ég vildi gefa boltann til þeirra. Ég tilkynnti ákvörðun mína í ræðu í egypzka þinginu. Ég sagðist vera fús að fara í Knesset ef slík för gæti orðið okkui ljós á veginum til friðar. Allir voru viðstaddir, þar var líka Yassir Arafat að hlýða á. Fyrstu viðbrögð manna voru forkostuleg. Sumir héldu að mér hefði orðið á svona hrikalegt mismæli — eða svona hefði slegið út í fyrir mér. Sumir héldu ég væri að segja þetta út í bláinn. Ég veit að sumir stjórn- málamenn tala svo, en ég geri það aldrei. Stuttu eftir ræðu mína sendi Assad Sýrlandsforseti mér orð. Ég lagði upp til hans nokkru síðar. — Var þér alvara með það sem þú sagðir í ræðunni? spurði hann og virtist ekki trúa sínum eigin eyrum. — Myndir þú í raun fara til Jersúsalem. — Víst myndi ég gera það. Ég segi aldrei neitt sem mér er ekki fullkomin alvara með. — En hvernig? Hvernig gæti þetta verið. — Sjáðu nú til Hafez. Þó svo að þetta reyndist verða mitt síðasta starf í forsetaembætti fer ég samt og æxlist mál svo þannig, legg ég fram lausnarbeiðni mína, þegar heim kemur. Ég er perónulega sannfærður um nauðsyn þessa frumkvæðis. Við skildum, höfðum samþykkt að vera ósammála um nauðsyn og forsendu heimsóknarinnar. Ég sneri til Ismailia og þar gekk bandaríski sendiherrann á minn fund og afhenti mér opinbert boð frá Menachem Begin forsætisráð- herra. Nú var kominn 17. nóvem- ber, fimmtudagur, og ég hafði aðeins tvo daga að undirbúa ræðuna sem ég ætlaði að halda í Knesset, því að ég yrði að fara á laugardegi ef ég ætlaði að biðjast fyrir í A1 Aqsa á sunnudagsmorg- uninn. Það var þegar hér var komið sögu að utanríkisráðherra minn taldi sér ekki fært að standa að þessu máli með mér. Þegar við vorum að undirbúa för okkar til Sýrlands hafði hann sagt varafor- seta mínum að hann gæti ekki slegizt í förina vegna þess hann væri ekki vel frískur. — Allt í lagi sagði ég — hann kemur þá með mér til ísrael í staðinn. Varaforsetinn skýrði þá fyrir mér hvernig í pottinn væri búið og ráðherrann væri ósammála mér. — Það er hans mál, sagði ég — og virða skal ég skoðun hans. Ég krefst þess ekki af neinum að hann geri það sem brýtur í bága við sannfæringu hans. Ég er kominn til ísrael... Flugvél mín hóf sig á loft og eftir 40 mínútna flug lenti hún á Ben Gurion velli. Ég var kominn til ísrael. Fáeinum andartökum eftir að ég sté út úr vélinni stóð ég augliti til auglitis við Goldu Meir sem hafði stytt dvöl sína í Bandaríkjunum til að geta tekið á móti mér... Ég sá Dayan, manninn sem stýrði stríði gegn okkur. Ég sá Abba Eban og ég sá Sharon hershöfðingja sem hafði stjórnað gagnsókninni á hendur okkur. Ég kom auga á Mordechai Gur, hershöfðingja, forseta ísraelska herráðsins. Hann hafði haft uppi varnaðarorð og talið að kæmi ég væri hugur minn flár. Eftir móttökuathöfnina var mér og Katzir, þáverandi forseta ekið til Hótels Davíðs konungs í ísraelska hluta Jerúsalem. Snemma næsta morguns reis ég úr rekkju að biðja Bairambænirn- ar i A1 Aqsa. Síðdegis ávarpaði ég Knesset. Ég flutti ræðu mína og á eftir fylgdu ræður Begins og Peres, leiðtoga stjórnarandstöð- unnar. Fundinum í Knesset var lokið. Ég var mjög hamingjusamur en þreyttur vegna þess mikla andlega og líkamlega álags sem verið hafði á mér. Og hver var niðqrstaðan? Heppnaðist ætlan mín? Ég hafði talið að Jerúsalemför mín myndi rjúfa vítahringinn. Hringinn sem við höfðum verið lokaðir í svo árum skipti. Þetta tókst og móttökur þjóðar minnar þegar ég sneri heim sýndu mér það að þetta hafði tekizt. Ég hafði einnig mætt hlýhug í ísrael. Og í Kairó þyrptust fimm milljónir út á göturnar að fagna mér. Framhald á bls. 30. Frá International Eigum til afgreiöslu International Fleetstar, 10 hjóla bíll, IH diselvél. Verð 12.5 millj. Sambandið Véladeild Ármúla 3, sími 38900. Eldborg, umboðs- og heildverzlun, Klapparstíg 16, sími 25360. Nýtt grænmeti daglega, tómatar, agúrkur, salat, steinselja, gul- rætur, hvítkál o.fl. o.fl. Ath. breyttan opnunartíma. Opið kl. 9-21. ■ v ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.