Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 2. JULI 1978 Nú fæst Pinotex í fleiri litum en nokkuö annaö fúavarnarefni Tfsebeskytteise NyPinotex Ny Pinotex ^flene end nogen træbeskyttelse. mod dig O °9 Qine omgiveiser. I ftere farverend nogen | a*wn træbeskyttetee. I )^f%ere mod díg 3 l ^9 dtne omgivelser. « / Málningarverzlun V Péturs Hjaltested, Suöurlandsbraut 12, sími 82150. & Ginge garósláttuvélar í miklu úrvali fí/ýtt frá Ginge „MAURINN" er þyrilsláttuvél, einföld, traust og ódýr „Maurinn“ er meö 3,5 ha Briggs & Stratton fjórgengisbenzinmotor Sláttubreidd: 19“/48 cm Sláttuhæö (auöstillanleg): 3, 5 og 7 cm Verö: Aðeins um kr. 70 þús Sölufélag garðyrkjumanna. Reykjanesbraut 6, Reykjavík Sovétríkin: Sovétríkin þjást af „fólksdreif- ingarsjúkdómi." Þessi sjúkdóms- greining er ekki verk nokkurra andófsmanna, heldur hins opin- bera „Litteratournaia Gazeta", og annarra „rétttrúaðra" rita. Við að lesa þau hefur maður það á tilfinningunni að hið sovéska þjóðfélag, sem segist hafa losað sig við alla stéttabaráttu, sé farið að viðurkenna að annarskonar bar- átta — óvænt — sé háð innan þess, barátta kynjanna. Hafa ungar stúlkur og eiginkonur í Sovétríkj- unum „sýkst" af kvenhyggju? í mannfjöldanum, sem hleypur til að fagna Brésnev þegar hann er á ferðalagi í Síberíu, sjást svo til engar konur. Á þessum svæðum, þar sem mikið er byggt en loftslagið ákaflega erfitt, eru íbúarnir flestir karlmenn að sjálf- sögðu. I herstöðvunum, sem Brés- nev kemur að kanna í Novosibrisk við landamæri Kína, eru alls engar konur, þar sem þær eru undan- þegnar herþjónustu í Sovétríkjun- um, þegar þau hafa samkvæmt vestrænum ágiskunum um það bil fjórar milljónir manna undir vopnum. Þetta útskýrir ekki nema að hluta þann mun sem er á fjölda karla og kvenna í flestum hinna evrópsku landssvæða Sovétríkj- anna: í rauninni gera herþjónust- an og hinn mikli flutningur karlmanna til Síberíu ekki annað en að auka vanda sem á sér dýpri rætur. Síðan í síðari heimsstyrj- öldinni eru konur miklu fleiri en karlar í Sovétríkjunum. Sam- kvæmt síðasta manntali eru þær hundrað þrjátíu og ein milljón, en karlar hundrað og ellefu milljónir. Fyrir tuttugu milljónir kvenna er hjónabandslíf óhugsandi, þó hin opinbera siðfræði hampi því mjög, vegna þess að þær finna sér engan maka. Þessar grófgerðu letibikkjur En þó það sé þverstæðukennt, þá hófst umræðan um „fólksdreifing- arsjúkdóminn", ekki vegna tilvist- ar þessara einstæðu kvenna, held- ur vegna þeirra kvenna sem lifa fjölskyldulífi en eru ekki ánægðar með það. Þannig hefur hjónaskilnuðum fjölgað svo ört síðan 1960, að það veldur áhyggjum. Það ár enduðu 104 af hverjum þúsund hjónabönd- um með skilnaði. Árið 1975 voru þau orðin 228, og 1976 331. Samkvæmt opinberum hagtölum sem birtust í „Litteratournaia Gazeta", skilur einn þriðji hluti hjóna vegna „ósamrýmanlegrar skapgerðar". Hagfræðingur einn, prófessor Perevedentsev, sýnir auðveldlega fram á það að í landi þar sem fæðingum er þegar farið að fækka, muni þessi skilnaðafar- Þó efnislega hafi sovézkar konur náð lengra á jafn- réttisbraut- inni en konur annars staðar, þá telja þær samt að þær eigi marga hildi eftir að heyja ennþá aldur hafa slæm áhrif á fólksfjölg- unina og dragi þar með úr hagvexti. Hvað er til bragðs að taka? Fyrst og fremst er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því hverjar orsakir skilnaðanna eru. 61% skilnaðarbeiðna koma frá konum. 47% þeirra ásaka eiginmenn sína fyrir að drekka of mikið, eða vera hreinlega áfengissjúklingar. En Perevedentsev spyr sjálfan sig hvort þessir drykkjumenn séu það ekki vegna þess að þeir séu óhamingjusamir í hjónabandi. Vodkað, þessi „bölvaði þjóðar- drykkur", getur að hans áliti ekki verið eini sökudólgurinn í þessu máli. Með því að styðjast við athuganir uppeldisfræðingsins Solovievs fullyrðir hann að „konurnar geri uppreisn gegn því feðraveldi sem ríki innan fjölskyldunnar“. Þær hafa náð svo miklum rétti á atvinnusviðinu, að af hverjum tíu nemendum sem ljúka prófum frá æðri mennta- stofnunum eru sex konur. En í fjölskyldunni láta eiginmennirnir þær vinna öll heimilisverkin (matseld, ræstingu og umönnun barna). Útkoman: Karlmaður vinnur ekki nema fimmtíu stundir að meðaltali en konan áttatíu. Þessum niðurstöðum var ekki öllum tekið þegjandi og hljóða- laust. Margir karlmenn, lesendur Literatournaia Gazeta, skrifuðu til blaðsins að á herðum þeirra hvíldi allur þungi fjölskyldulífsins, að konur þeirra væru léttúðugar og eigingjarnar og að þær væru ekki einu sinni svo vænar að hugsa um börnin sín. Þessir mótmælendur fengu strax stuðning og hann vel undirbúinn frá frú Bielskaia, sem er uppeldisfræðingur og kona. Hún fullyrðir í grein sem heitir: „Hvaðan koma hinar slæmu eigin- konur", að menntun ungra stúlkna í Sovétríkjunum búi þær illa undir það að rækja skyldur sínar í fjölskyldunni. Til sönnunar skýrir hún frá könnun sem gerð var með fulltingi Uppeldisvísindaakadem- íunnar í stærstu menntaskólum Moskvuborgar. Nemendurnir (stúlkur) áttu að merkja í réttri röð þá fimmtán kosti sem þær teldu mikilvægasta í fari karls og konu. Að mati frú Bielskaia var niðurstaðan jafn óviðunandi og hún var hneykslanleg. Reyndar höfðu menntaskólastúlkurnar sett „karlmennsku" (og föðurlandsást, óaðskiljanlegan hluta hennar), í ellefta sæti á lista sínum yfir þá kosti sem þær töldu að karlmaður ætti að hafa til að bera. Og samhljóða höfðu þær sett „virð- ingu fyrir konunni" í fyrsta sæti. Á sama tíma höfðu þær sett „virðinguna fyrir karlmanninum" í tólfta og stundum jafnvel í neðsta sætið á lista sínum yfir mikilvægustu kvenkostina. „Hversvegna viljið þér að við berum virðingu fyrir þessum grófgerðu letingjum?“, svöruðu þær frú Bielskaia sem brá mjög í brún. Og efst á þennan lista höfðu þær sett „kvenlegt stolt" og „styrk persónuleikans. Hvað „Khoziaistviennost“, eða heimilis- hagsýni varðar, þá höfðu þær engan áhuga á þeim hæfileika. Frú Bielskaia komst að þeirri niður- stöðu að ef þessar menntasskóla- stúlkur sæju hlutina þannig, gætu þær ekki orðið annað en slæmar eiginkonur. „Þær eruð það alls ekki“ svaraði rólega einhver Alla Pet- rova frá Sverdlovsk í bréfi sem hún skrifaði til Literatournaia Gazeta. Og hún segir frá því er hún leitaði hinnar sönnu ástar og fann hana fyrir meira en tíu árum hjá kvæntum manni. Hún eignað- ist með honum eitt barn og var hamingjusöm með því þar til sonurinn, Nikita að nafni, kom grátandi heim dag einn. Félagar hans vildu ekki lengur leika við hann, vegna þess að foreldrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.