Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1978 45 — Ekki farið mjög djúpt ofan í sérgreinar í vor luku 5 rafmagnsverkfræð- ingar prófi frá háskólanum og var Sigurpáll Jónsson einn þeirra. — Ég veit nú ekki hvað varð til þess að ég valdi þessa grein fram yfir aðrar, líklega leit þetta út fyrir að vera spennandi fag. Eftir á sé ég ekki eftir að hafa farið út í þetta nám, það var ekki svo mjög erfitt en mikil vinna. — Rafmagnsverkfræði er geysi- lega stórt og viðamikið fag og mér finnast fjögur ár ekki nægur tími til að læra þetta allt til fulls. Fyrirkomulagið er líka upp og ofan, en auðvitað er aldrei hægt að vera ánægður með allt. Náms- skipulagið hefur verið valið þannig að reynt er að kynna allar hliðar fagsins án þess að fara mjög djúpt ofan í sérgreinar. Það verður þá til þess að ýta mönnum út í að fara í sérhæft framhaldsnám og hef ég hugsað mér að gera það. — Framundan hjá mér er því lengra nám því ég tel að það borgi sig að fara strax ef maður ætlar 1 sér það. Ég held að það verði of erfitt áð rífa sig upp eftir kannski 1-2 ár. — Ég held að það séu nægir starfsmöguleikar fyrir rafmagns- verkfræðinga í dag. Ég veit ekki um neinn sem ekki hefur fengið vinnu. Flestir vinna hjá rafmagns- veitunum og hjá Pósti og síma, en Árni Þorvaldur Jónsson einnig hjá öðrum fyrirtækjum. Þó má segja að vinnumarkaður fyrir rafmagnsverkfræðinga sé frekar þröngur og einhæfur. — Mjög mikið er um það að fólk falli út úr námi í háskólanum og held ég að hæsta fallprósentan sé í verkfræði. Á þessu geta verið margar skýringar, en ég tel að fólk geri sér almennt ekki næga grein fyrir því hvað það er að fara út í þegar það byrjar háskólanám og það sé e.t.v. ein ástæðan fyrir því að það fellur út. Verkleg Þjálfun ekki skilyrði í sálfræðinni Árni Þorvaldur Jónsson lauk prófi í sálfræði frá félagsvísinda- deild, en auk sálfræðinnar tók hann nokkrar greinar í heimspeki. — Ég er ekki ákveðinn í að mennta mig meira í sálfræðinni og er reyndar óákveðinn hvað ég ætla að gera í framtíðinni. Mig langar í meira nám erlendis, og arkitekt- úr kæmi jafnvel til greinai Það er mjög algengt í sálfræðinni held ég, þó ég hafi ekki séð neina könnun um það, að nemendur hætti áður en þeir ljúka prófi, eða fari ekki í frekara nám í greininni. Ég held það sé meðal annars vegna þess, að í náminu fáum við ekki að kynnast verklegu hliðinni nógu mikið og leitum frekar í störf sem eru betur launuð en þau sem okkur standa til boða. Auk þess sem það er auðvitað mjög takmarkaður markaður fyrir sálfræðinga hér. — Eins og ég sagði þá er starfsreynslan engin sem maður fær í náminu og mér finnst það mikill galli. Mér þætti vel koma til greina að háskólinn kæmi á fót dagheimilum og vöggustofu þar sem sálfræðinemarnir gætu þá fengið einhverja reynslu. Líka gætum við starfað á ýmsum stofnunum, t.d. á elliheimilum, og þá undir umsjón menntaðra manna. En í deildinni er engin krafa um verklega þjálfun. — Prófritgerðin mín var stöðl- un á bandarískri rannsókn á hugðarefnum. Við þýddum nokkur í námshóp persónuleikapróf sem gert var af þremur mönnum 'í Bandaríkjunum, en þeir studdust við þýzkar kenningar, og síðan notuðum við tveir félagar í deild- inni þetta próf til að gera athugun á áhugamálum 619 íslendinga. Auðvitað þurftum við að endur- semja margar spurningar og í því var ritgerðin í rauninni fólgin. Að breyta prófinu þannig að það ætti við íslenzkar aðstæður og gæti gefið einhverja mynd af hugðar- efnum fólks hér á landi. — Próf þetta hefur verið mikið notað erlendis við ýmiss konar ráðgjöf. Það er notað við ráðningu starfsfólks, en þó sérstaklega til að hjálpa fólki til að átta sig á sínum eigin áhugamálum. Oft hjálpar það fólki inn á rétta braut í lífinu. Lovísa Marinósdóttir fögum. Mér fannst þetta annars mjög skemmtilegt nám og bjóst við minna. Fjármálasviðið var alveg nýtt fyrir mér og því mjög áhugavert. — Við hjónin og tengdafaðir minn eigum Prjónastofuna Iðunni og ég hafði starfað þar áður en ég fór í skólann, en aldrei í fullu starfi. Nú er ég viðskiptafræðing- ur fyrirtækisins, og vann reyndar með síðasta árið. Mér finnst vanta starfsþjálfun í deildina, þetta er allt teoría af bókum sem við lærum, nema þau sem eru á endurskoðendasviðinu. Þar er þess krafist að unnið sé með náminu hjá löggiltum endurskoðanda. — Mín lokaritgerð heitir ís- lenzkt fyrirtæki í prjónlesiðnaði og á bara við eina prjónastofu. Við getum notað ritgerðina mikið við rekstur fyrirtækisins og var þetta því mjög raunhæft verkefni fyrir mig. — Ég get ekki neitað því að það væri gaman að fara út í nokkra mánuði, eða ár, í framhaldsnám. En ég er víst búin að leggja nóg á fjölskylduna og held ég láti þetta nægja í bili. Hneyksluö á tannástandi barna — Maður er stressaður svona fyrst þegar verður að treysta á sjálfan sig algjörlega, sagði Ragna Birna Baldvinsdóttir, sem út- skrifaðist úr tannlækningadeild. — Ég vinn núna hjá tannlækni hálfan daginn og er svo í skóla- Ragna Birna Baldvinsdóttir þrjú árin eru undirbúningsár, við sækjum mikið sömu tíma og fólkið í læknisfræðinni. Á þriðja ári æfum við okkur svo á plasttönnum og munnum áður en við förum að meðhöndla fólk. Síðustu tvö árin fara svo í störf á klínik og einn kennslutíma á dag. Á klínikinni er veitt ókeypis þjónusta þeim sem þangað vilja koma og við fáum að fást við lifandi fólk. Þarna komast færri að en vilja. — Ég notaði útilokunaraðferð- ina þegar ég valdi þetta nám, en var bara ánægð með deildina. Ég held hún skili nú sínu þegar á heildina er litið. Manni finnst auðvitað misgaman að fögunum og of mikið kennt af því sem manni sjálfum ekki fellur. En standard- inn á deildinni er góður. Ekki ætla ég að halda áfram í námi — er alveg búin að fá minn skammt. „Misjafnar skoðanir á Því hvenær maður er fulllærður“ Þrjú útskrifuðust í tölvunar- fræði frá háskólanum og er einn þeirra Gunnar Linnet. — Það er nú kapítuli út af fyrir sig hvers vegna ég valdi þetta nám. Ég hafði mikinn áhuga á öllu sem sneri að viðskiptum, bókhaldi og öðru slíku, en einnig á tölvum, forritum og öðru í þá áttina. Á þeim tma var þó ekki um að ræða Gunnar Linnet Annað fag en viðskipta- fræði kom aldrei til greina Lovísa Marínósdóttir, húsmóðir með fjögur börn, tók próf úr viðskiptafræðideild. — Mér fannst mjög gaman að náminu, félagsskapurinn var góð- ur, og unga fólkið sérstaklega, elskulegt. Ég fann aldrei fyrir því að ég væri eldri en þau, og svo voru þau svo sæt að færa mér mynd, þegar ég útskrifaðist, en þau hefðu frekar átt að fá gjöf frá mér því þau eru öll svo indæl. — Ég dreif mig í Öldungadeild- ina 1972 og hafði mestan áhuga á viðskiptafræðinni þegar ég ákvað að halda áfram námi. Reyndar kom aldrei neitt annað fag til greina. Kannski hafði ég meiri áhuga á náminu en krakkarnir í fyrstu. Það innrituðust 113 um leið og ég og þar var fullt af fólki sem ekki ætlaði sér að halda áfram. Þegar var komið út í alvöruna og margir hættir voru allir saman mjög áhugasamir, og fólkið dug- legt. — Mér fannst mest gaman að reikningshaldi og fjármálum, lík- lega af því mér gekk verst í þeim tannlækningunum. Það er svo rosalega dýrt að setja upp eigin stofu, kostnaðurinn getur farið allt upp í 20 milljónir, og maður hefur ekki efni á því beint úr námi. Þó er ég ásamt öðrum að fara út í að setja upp stofu í Vestmanna- eyjum. Við fáum fyrirgreiðslu hjá bænum og hjálp við að kaupa tækin. Bærinn gengst í ábyrgð fyrir lánum og þess háttar. — Ég hef bara komið tvisvar til Eyja, en þar vantar tannlækna því annar er að hætta. Mér finnst spennandi að prófa eitthvað nýtt og að sjálfsögðu er þetta ævintýra- mennska. — Það er alls ekki neitt vanda- mál með atvinnu fyrir tannlækna. Það vantar fólk í skólana og það ríkir vandræðaástand á flestum stöðum úti á landi. Þar er mest að gera og þörfin mest. — Eg er hneyksluð á ástandinu á tönnum í börnum almennt. Í 6 ára barni sem ég leit á um daginn var hver einasta tönn skemmd. Þetta er að hluta kæruleysi foreldranna um að kenna, og svo er borðað svo óskaplega mikið sælgæti hér. Barnatannlækningar eru sérstakar, því aðrar tennur eru undir, sem verður að varðveita, og ekki má rífa litlu tennurnar úr því þá geta komið upp tannréttinga- vandamál seinna. Skemmdirnar aukast því fæðan er verri en áður var, og næstum alltaf sykur í munninum á krökkunum. — Námið tekur 6 ár og þar af eru þau þrjú síðustu verkleg. Fyrri neitt nám á þessu sviði, þannig að ég byrjaði í stærðfræði. Með tímanum þróaðist svo þessi náms- leið hjá kennurum á tölvunarsviði innan háskólans. Eftir að þessi deild var þannig mótuð lét ég skrá mig í hana, þar sem hún sameinaði þarna mín áhugamál og má segja að það sé ástæðan fyrir því að ég valdi þetta fag. — Námsleiðin eins og hún er uppsett gerir ákveðnar kröfur til þroska nemenda. Vegna þess að um margt er að velja verður að vanda valið til þess að árangur verði sem skyldi. Þannig náði ég allavega því markmiði, sem ég ætlaði mér. — Vinnan við námið var tölu- verð. Þetta er ekkert sem maður gerir í ígripum, en með vinnu er ekkert því til fyrirstöðu að menn komist í gegnum þetta. — Ég sé alls ekki eftir því að hafa farið út í þetta. Félagarnir sem fóru strax að vinna eru kannski komnir í eigin íbúð og annað slíkt, en ég hef þá menntun- ina í staðinn og hún er mér mikils virði. — I raun og veru hugsaði ég ekkert um laun eða tekjumögu- leika í þessu fagi fyrr en ég var eiginlega búinn með námið og í dag er það algjört spurningar- merki hver launakjörin verða á hinum almenna vinnumarkaði. Það sem aðeins vakti fyrir mér var að ég ætti þess kost að vinna skemmtilega og áhugaverða vinnu. — Þetta er í fyrstu skipti núna sem útskrifað er úr þessari deild. Þrjú ár er talin eðlilegur tími til þess að ljúka þessu námi, en síðasta misserið var mjög létt hjá mér þar sem ég var þá búinn með það mikinn hluta af mínu námi. Með þeim fjölda sem nú er í náminu eru að mínu mati nægir starfsmöguleikar, því þetta er ört vaxandi svið. — Það sem er í stjónmáli í dag er að vinna á þessu sviði. Það má nú reyndar segja að það séu misjafnar skoðanir á því hvenær maður er fulllærður og því er það bara spurningarmerki hvenær maður hættir. En framundan hjá mér í dag er aðeins vinna, hvað sem seinna verður. Ég sé ekki eftir aö hafa lært hjúkr- unarfræði Sigríður Halldórsdóttir útskrif- aðist með próf í hjúkrunarfræði, en þetta er í annað skipti sem nemendur útskrifast úr þeirri deild við Háskóla Islands. — Ég er mjög ánægð með deildina og afar sæl með þau fjögur ár sem ég hef verið þar. Námið er virkilega skemmtilegt og mjög hagnýtt, það spannar svo vítt svið og við lærum mikið um mannlega tilveru. Áhugi okkar á hollum og heilbrigðum lífsháttum hefur aukist mjög og ég held til dæmis, að engin okkar stelpnanna sem útskrifuðumst núna, reyki. \ Sigríður Ilalldórsdóttir —Hjúkrunarfræðinámið er í sífelldri endurmótun. Verklega námið er alltaf að aukast, enda er eftirsóknin eftir okkur mikil. Það fer nú svolítið eftir deildunum á spítölunum, sem við förum að starfa við, hvort menntunin fær alveg að njóta sín. I náminu lærum við um manninn frá öllum hliðum. Undirstaða í hjúkrun er auðvitað að kunna skil á heilsufræði mannslíkamans, hans eðlilega ástand, og er aðaláherzlan lögð á það fyrstu tvö árin. Seinna lærum við svo um hið óheilbrigða og sjúklega. — Eg tók nokkrar vaktir í vetur, en yfirleitt er lítill tími til þess með náminu. Mér finnst hjúkrun mjög lifandi starf. Maður þarf að meta þarfir sjúklinganna og upp- fylla þær. Starfið er strangt og krefst mikils en veitir aftur mikla lífsfyllingu. Ég fer fljótlega að vinna á Vökudeild Landspítalans, en þar er unnið mjög mikilvægt starf. — Reyndar hef ég mikinn áhuga á kennslu og ætlaði mér í ensku og íslenzku og að verða kennari, en ég hef aldrei séð eftir að hafa lagt fyrir mig hjúkrunarfræði. Ég býst við að fara í uppeldis- og kennslu- fræði eftir einhvern tíma til að fá full kennsluréttindi og kenna þá eitthvað á sviði hjúkrunarinnar. I náminu er lögð áherzla á kennslu því starfið á spítölunum er meðal annars fólgið í umsjón með nemum og ýmiss konar fræðslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.