Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1978 MORÖJh/ XArtim ((] BA% Bíll fyrirtækisins er á vcrk- stæði! Ég sé það á öllu að þessi ungi maður á sér framtíð hér í fyrirtækinu! >wf^pr?r i V 5 % r f a » í f t 1 ■ 11 * g . i í fy J: s s % '. 11 i « i SKÍ/iill khiiilú'it&éíM Hvar stæd- um við þá? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Það hjálpar að vita hvar spilin eru en þó er það ekki alltaf nóg. í dag ættu lesendur að spreyta sig á óvenjulegri þraut — reyna að vinna fjögur hjörtu úr sæti suðurs og mega sjá hendur andstæðinganna. Vestur gaf, norður — suður á hættu. Norður S. G9763 H. 763 T. ÁKD L. ÁIO Vestur S. ÁKD108 H. 9852 T. 7 L. 984 Austur S. 5 H. 4 T. 109832 L. KG7632 Suður S. 42 H. ÁKDGIO T. G654 L. D5 Vestur tekur fyrstu tvo slagina á spaða og austur lætur lauf. Síðan spilar vestur lágum spaða sem austur trompar og þú yfirtrompar. Hvað nú? Þegar spil þetta kom fyrir grunaði sagnhafa strax hvað var á seyði. Vandinn yrði að komast inn á hendina eftir að hafa tekið trompin. En hann hafði þegar gefið tvo slagi og grunur hans staðfestist þegar austur lét lauf í hjartaásinn. Tæki hann öll tromp- in af vestri yrði erfitt að fá tíunda slaginn á tígulgosann. Þetta vandamál tókst að leysa. Suður tók á trompin fjögur og í það síðasta lét hann lauf frá blindum. Ekki tíuna. Nei, nei, heldur laufásinn! Þar með var vinningurinn tryggður. Nú gat vestur ekki trompað þegar sagnhafi tók á þrjá hæstu tíglana og síðan spilaði hann lauftíunni frá borðinu. Aust- ur gat tekið á kónginn en átti þá ekki eftir annað en lauf og tígul. Og sama var hvoru hann spilaði. Tígulgosinn og laufdrottningin hlutu að verða slagir. Þessi aðferð krafðist þess auð- vitað að austur ætti laufkónginn. En það var líka vitað. Vestur hafði sagt pass í upphafi og hafði þegar sýnt þrjá hæstu spaðana. Hann gat því varla átt laufkónginn að auki. 776/ COSPER. Hvort viltu að ég aki áfram eða aftur á bak? „Mikið er skrítið með herstöðv- arandstæðinga að þeir skuli snúa bökum í þá sem þeir mótmæla, þeir ganga frá Keflavíkurhliðinu í átt til Reykjavíkur, en ekki öfugt. Skyldi þeim kannski ekki vera eins mikil alvara og þeir þykjast vera láta og tók nokkur eftir því að meðan á Keflavíkurgöngunni stóð flaug þyrla varnarliðsins yfir til Djúpavogs að sækja slasaðan (höfuðkúpubrotinn) sjómann. Skyldi einhver í hópi göngu- manna, væri hann stórslasaður, neita varnarliðsmönnunum að veita hjálp. Mörgum mannslífum hafa varnarliðsmenn bjargað við erfiðustu aðstæður. Góðir íslend- ingar, er þetta einlægur ásetning- ur ykkar að vilja herinn burt? Hvernig haldið þið að allur fiskútflutningur til Bandarikjanna og allt millilandaflug þangað stæði þá, hvar stæðum við þá — yrðum við ekki heldur fátækari á eftir? Hver ætti þá að rétta okkur við? Meira að segja Rússar eru háðir Bandaríkjamönnum með því að kaupa af þeim korn, þeir þurfa að kaupa það mikið að engir aðrir en Bandaríkjamenn geta annað eftirspurninni, ella myndu þeir bara svelta. Kona.“ • Meira af ABBA Nokkrir ABBA-aðdáendur hafa skrifað og farið fram á að nokkur væri réttur hlutur þeirrar hljómsveitar hjá Velvakanda og viljað mótmæla þeim skrifum sem voru fyrir nokkru þess efnis að ABBA væri ekki nógu góð hljóm- sveit til að vera hampað svo sem raun er á. Vilja ABBÁ-aðdáendur meina að tónlist hljómsveitar- innar sé sízt verri en sú sem ýmsar aðrar hljómsveitir leika. Hafa sumir áhangendur ABBA einnig beðið þess að myndin um ABBÁ verði endursýnd í sjónvarpi. • Launajafnrétti? „Mig langar aðeins til að varpa fram þeirri spurningu nú að loknum kosningum hvort að búast megi við að t.d. Alþýðuflokkurinn taki upp baráttu fyrir launajafn- rétti hér á landi. Nokkrir þeirra, sem kosnir hafa verið á þing fyrir Alþýðuflokkinn, hafa talað um það í sinni kosningabaráttu að taka Kirsuber í nóvember Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir ísienzkaði 3 Persónur siigunnar< Fimm af yngri kynslóðinni, þar af einn morðingi og annar verður fórnarlamb morðingj- ansi Judith Jernfelt Matti Sandor Klemens Klemensson BKO Roland Norell Nanna-Kasja Ivarsen og tvær miðaldra fraukar sem eru mikilvæg vitnii Helena Wijk Lisa Billkvist og læknir og yfirlögreglu- þjónn sem hafa ólíkar skoðan- ir á morðmálinui Daniel Severin Lco Berggren ásamt með lögregluforingjan- um sem dregst inn í málið í nokkur dægur áður en glæpur- inn fyrnisti Christer Wijk. — Nú ert það sannarlega þú sem hikar ekki við að gefa afdráttarlausar og dálítið fljót- færnislegar yfirlýsngar, sagði Christer undrandi. — Hvernig veizt þú ...? — Ég veit það var citt af þeim, sagði hún og hafði nú lækkað rödd sína enn. — Og þau hafa smátt og smátt verið að snúa aftur tií Skoga öll. Eins og þau geti ekki annars staðar verið. Þegar hann rétti höndina fram eftir pípu sinni skildi hann allt í cinu hvers vegna hún talaði svona lágt. Niðri í forstofunni hcyrðist pfskur karis og konu. — Nei, hvað er að heyra, hrópaði Christer upp yfir sig. — Ég hélt við værum ein í húsinu. Értu búin að leigja iitlu íbúðina? — Já. Ég leigi hana hjúkrunarkonu. Mér fannst það gati verið notalegt og meira öryggi í því. Og ég þekki hana líka — þannig lagað. Frá því þá. Litla íbúðin á neðri haðinni var hcntug tvcggja herbergja íbúð mcð baðhcrbergi og smá- eldhúsi sunnan megin í húsinu og Heienu Wijk hafði alltaf fundizt að hún hentaði bezt „ógiftri og ekki sérstaklega húsiegri en kurteisri og prúðri konu“. Hjúkrunarkona hlaut að vera mjög svo æskilegur leigjandi. En Christer hafði heyrt radd- blæ hennar. — En hcfur það þá ekki lánazt? Iiefur hún valdið þér truflun ... eða er eitthvað annað að? — Nei, nei. Hún ónáðar mig auðvitað ekki baun. Og það er eiginlcga ckkert annað að en það að hún hefur fengið mig tii að velta vöngum ... brjóta hcilann um ýmislegt sem heyr ir í raun fortfðinni tii. — Hvað heitir hún? — Judit Jernfelt. Ef þú ert þá nokkru nær. — Veínaðarvöruverziun Jcrnfclts, sagði hann ósjálf- rátt. — í Prestagötu? — Já. en búðin cr ekki lengur. Bæði Josef Jernfclt og kona hans eru dáin. Lögregluforinginn mundi gjörla eftir hinum skrafhreifa kaupmanni og hann rámaði óljóst í að hafa séð cinkadóttur hans. — Ilún var lagleg stúika, var það ekki. I.ítil dökkhærð og grönn, föl yfirlitum. ólík flest- um öðrum stúlkum hér í útliti. — Hún er enn lagleg. Að minnsta kosti cí maður er veikur fyrir hcnnar manngerð. — Ilvað er hún gömul? — Hún hlýtur að vera fjöru- tíu ög tveggja ára, eða kannski ári eldri. Hún var átján ára — þá! Áhugi hans hafði smám saman vaknað og hann fylgdist af áhuga með því sem hún sagði. — Æ. já, sagði hann — því hafði ég alveg gleymt. Það var hún sem var aðalkvenpersónan í harmleiknum þfnum. Þú hefur sjálfsagt haft grun um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.