Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JULI 1978 53 VELVAK ANDI SVARAR í SÍMA OIOOKL 10—11 FRÁ MÁNUDEGI beri upp launajöfnunarstefnu meiri en verið hefur áður og minnir mig að Jóhanna Sigurðar- dóttir hafi t.d. rætt um það og tel ég að margir bindi því vonir við þessa væntanlegu baráttu. Laun hér á landi eru svo gífurlega misjöfn að það nær engu tali og þó að auðvitað sé rétt að nokkur mismunur sé á launum lítt menntaðra starfskrafta og þeirra sem bera tiltölulega litla ábyrgð annars vegar og hinna sem hafa bæði menntun, ábyrgð og ýmiss konar atriði önnur að sjá fyrir sem önnur störf krefjast ekki. Oft hafa manni t.d. fundizt taxtar ýmsir bæði verkamanna og iðjustarfs- fólks vera lítils metnir, því oft eru essi störf þess eðlis að verið er að stjórna dýrmætum tækjum og vinna með vélar alls konar, sem krefjast hæfileika og þýðir ekki að setja hvern sem er í að vinna á. Annars var það ekki ætlunin að hefja umræðu um launamál, það hafa aðrir en ég meira vit á því, en á hitt vildi ég aðeins minna að halda þarf vakandi hugmyndinni um aukið launajafnrétti í landinu og vona ég að Alþýðuflokkurinn taki þar duglega til hendinni, ef svo má að orði komast. Vesturbæjarhúsmóðir.4* . Að þessu sögðu er snúið að annars konar launamálum, sem sagt: • Ellilífeyrir „Ég er 68 ára gamall og er nú búinn að vinna í 57 ár, en í þá daga fór maður að vinna ungur og þegar það bezta er búið af líkamanum fær maður þessar ellilífeyrisbæt- ur. Það er engan veginn hægt að lifa á þeim eingöngu og fyndist mér að Dagsbrún ætti að greiða úr lífeyrissjóði um leið og maður nær 67 ára aldri, því þá kæmu greiðsl- urnar betur út yfir mánuðinn og kæmi mörgu góðu til leiðar. Þegar maður er kominn á líkkistubotn- inn getur maður ekki notið þess- ara peninga og nú deyja margir áður en þeir ná 70 ára aldri. Virðingarfyllst, Einn sem berst í bökkum.“ Þessir hringdu . . . • Lán en ekki gripdeild Ein af yngri kynslóðinni, sem varð fyrir því í apríl s.l. að týna veski sínu með nokkru af pening- um og skilríkjum, vildi segja eftirfarandi sögu: — í apríl varð ég fyrir því að týna veskinu mínu, en í því voru 12 þúsund krónur og skilríki ýmiss konar. Ég lét auglýsa eftir því og fékk að viku liðinni innihaldið sent, þ.e. annað en peningana. Með sendingunni fylgdi smá miði sem á stóð: Tveir blankir — borgað seinna. Ekki var endilega mjög mikil vissa fyrir því að aurarnir myndu skila sér, en síðan gerðist það fyrir stuttu að í póstkassanum finn ég peningana mína og auk þeirra upphæð sem nam um það bil andvirði veskisins og þakkaði sendandinn fyrir lánið. Nokkru síðar hringdi sá sem hlut átti að máli til að vita hvort peningarnir hefðu skilað sér og fékk hann að sjálfsögðu upplýsingar um það. I sjálfu sér er enginn sérstakur tilgangur með að nefna þetta, en ég hygg þó að þetta sé fremur SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákþingi Jugóslavíu í ár, sem fram fór í Belgrad snemma á árinu, kom þessi staöa upp í viðureign stórmeistaranna Velimirovics og Rajkovics, sem hafði svart og átti leik. óvenjuleg saga og fremur sjald- gæft að menn skili svona nokkru ef þeir á annað borð grípa eitthvað ófrjálsri hendi og ekki kemst upp. En batnandi mönnum er bezt að lifa og þakka ég fyrir skilvísina. • Líka Elvis Hér að framan er sagt frá hugmyndum aðdáenda ABBA og auk þess hafa aðdáendur Elvis Presleys hringt og beðið um að áður en farið er að endurtaka ABBA-myndir út um allt í sjón- varpi og annars staðar, þá verði reynt að gera eitthvað fyrir aðra, t.d. Elvis Presley, sýndar myndir með hónum í sjónvarpi eða kvik- myndahúsum. Telja þeir að ýmis- legt sé til annað en ABBA og hægt sé að bjóða upp á annað oe meira. HÖGNI HREKKVÍSI „Hve oft ætlarðu að smyrja þig sólarolíu?!“ SIGGA V/ÖGA £ -Í/LVERAW 29.... Dxbl+! og hvítur gafst upp. Hann á ekki völ á öðru en 30. Hxbl - Rc2, mát eða 30. Kxbl - Be4+, 31. Kal — Rc2+ o.s.frv. Þeir Ivkov og Matanovic urðu jafnir og efstir á mótinu, hlutu báðir 10 v. af 17 mögulegum. Mótið var mjög jafnt og spennandi, t.d. skildi aðeins einn vinningur fyrsta og ellefta mann að. Bútsagir fyrir 12“ —14“ til afgreiöslu strax. G. Þorsteinsson & Johnson h.f. Armúla 1. — Sínhi 8 55 33. Þýski borðbúnaðurinn 4 gerðir — takmarkað magn. KONQEUG HOFLEVERANOOR Frá Bing & Gröndal: „Pínumar44 allar f jórar em fyrirliggjandi. ^ B&G - Ennfremur mikið úrval \ GR0^ af ýmsum styttum. GJafaúrvallð hefur aldrel verið fallegra. Lítið við i verslun okkar. RAflflAGERÐlN r. - s! Hafnarstræti 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.