Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1978 55 — Hveravellir Framhald af bls. 43. Borgarbókasafninu í Reykjavík og endurnýjum birgðirnar árlega. Sennilega er ég búin aö lesa meira þau þrjú ár, sem ég hef dvalið hér, en alla ævina á undan. Næst á eftir bókalestrinum kemur allskonar handavinna og t.d. hef ég gaman aö sauma út og gera myndir. Þá er Páll að smíöa húsgögn í íbúðina okkar í Reykjavík, og er hann m.a. búinn aö smíöa skrifborö, kistu, stóla, borö o.fl. Þá má einnig geta þess, aö hann er farinn aö sauma út. Útiveran bezt Ekki má gleyma því, sem viö tökum fram yfir allt annað en þaö er sjálf útiveran. Viö höfum oft gengið til skiptist á nærliggjandi fjöll, sérstaklega yfir veturinn, en þá gengur maöur oft á hjarni og hundurinn okkar Lubbi fylgir ávallt með. Yfir sumarið er oft ákaflega fallegt hér, en þá er mjög hlýlegur blær yfir öllu.“ Hundurinn Lubbi hefur búiö á veöurathugunarstööinni á Hvera- völlum frá því aö hann var smáhvolpur og þegar Auöur Brynja og Páll tóku viö starfinu, var Lubbi oröinn tveggja ára. Auöur sagöi aö sér fyndist ákaf- lega þægilegt aö hafa Lubba sér við hliö, þegar hún væri úti, sérstaklega í skammdeginu. Gat hún þess aö aöeins einu sinni heföi þaö komiö fyrir aö Lubbi heföi horfiö, og þá í fjóra daga. Voru þau þá farin að óttast aö hann kæmi ekki aftur. Annars er alltaf mikið að gera hjá Lubba þegar feröa- mannastraumurinn er byrjaöur, því hann þarf að skoöa alla sem koma, og þá eru fjárgæzlumenn- irnir á Kili sérstakt tilhlökkunarefni hjá Lubba á vorin, því þeir eru alltaf með einn eða tvo hunda í för meö sér. Auöur og Páll fá nú orðið sex vikna sumarfrí og af þessum tíma fara tvær vikur í aö undirbúa veruna fyrir næsta ár, þannig, að raunverulegt frí er ekki nema fjórar vikur. Á meðan þau eru í fríi hafa starfsmenn Veðurstofunnar venju- lega skipzt á aö sjá um veöurat- hugunarstööina. — Er ekki mikill tími sem fer í viðhald á húsunum hér? „Ekki endilega á húsunum, ekki síður á vélunum. Viö fáum orku frá tveimur litlum dísilstöðvum, sem eru hér, og þaö fer oft mikill tími í þaö hjá bóndanum að halda þeim gangandi. Það hefur reyndar aöeins komið fyrir einu sinni, aö önnur vélin stöðvaðist algjörlega og þá fengum viö varahluti þannig, aö þeim var hent niöur úr flugvél. Á vorin tökum viö allt í gegn eftir veturinn. Málum húsið aö utan, lökkum gólfin og berum kjarna- áburö á túnið. Og þegar maður talar um húsiö, þá er skemmst frá því aö segja aö þaö er mjög gott. Þaö er hitaö upp meö vatni úr hverunum hér fyrir neðan, þannig aö okkur þarf aldrei að verða kalt. Og svona aö lokum, þá má ekki gleyma skemmtilegu starfi, sem við önnumst yfir sumarið, en það eru grasmælingar fyrir Rann- sóknastofnun landbúnaöarins. Þeir rækta hér nokkrar tegundir af grasi í því skyni að kanna hvaöa tegund vex bezt á hálendinu. Mér er tjáð, aö menn hafi verið að velta því fyrir sér, hvort ekki sé hægt aö rækta stór svæöi upp í stað þeirra, sem hverfa undir vatn þegar virkjaö er og ég get ekki betur séö en aö snarrótin dafni hér vel.“ — Hvernig er svo kaupiö? „Þaö er ekki hægt aö segja aö það sé hátt, maður er hér frekar fyrir ánægjuna og það eru líka mikil forréttindi að hafa jafn mikinn tíma fyrir sjálfan sig og við höfum. Fæðiö er ekki frítt, en við kaupum þaö sem við þurfum og er það gefiö upp til skatts.“ ■l/ALHÚSGÖGNI Vorum að fá glæsilegt úrval af BARROCK sófasettum, HAGSTÆTT VERÐ VALHÚSGÖGN hf. Ármúla 4 ÚTGERÐARMENN - SKIPSTJÓRAR - SJÓMENN ^TCÓiVTHC^ draumaferðin Luxemburg Þýzkaland Sviss Austurríki I - itíil ; / if li Wm Brottfför 15. ágúst Nokkur sæti laus. ortinvm FERÐASKRIFSTOFA lönaöarhúsinu - Hallveigarstíg 1, s. 28388 — 28580. Getum afgreitt með stuttum fyrirvara nýjar reknetablakkir! Breytum einnig notuðum nótablökkum, kynnið ykkur verð og gæði! stór rýmd slétt rúlla ókramin síld netateinaraufar aukinn kraftur Smíðin á hinni nýju blökk byggir á reynslu við kraftblakkarþjónustu, frá komu kraftblakkanna til landsins, í nýsmíði, viðgerðum og háþrýstikerfum. VÉLSMIÐJAN ÞRYMUR hf Borgartúni 27, 105 Rvk. Símar: 20140, 25140, 20165.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.