Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 1
141. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. í Manffla: »Líl Hlltt GT í hættu ef ég sigra" Manilla. Filippseyjuin. 1. júlí AP. VICTOR KORCHNOI skákmeistari sagði við íréttamenn á Filippseyjum í dag, að Sovétmenn notuðu KGB útsendara gegn sér í keppninni við Karpov um heims- meistaratitilinn í skák. Sagði Korchnoi, að fæstir aðstoðarmenn Karpovs kynnu að tefla heldur væru þeir þarna til að Hann sagði að vegna afstöðu Sovétríkjanna væri stórhætta á því að Alþjóðaskáksambandið klofnaði og væri ekki vafi á að Sovétríkin beittu óhemju miklum þrýstingi í sambandi við hvers konar skipulagningu og fram- kvæmd mótsins. Hann sagði að Viktor Baturinsky, varaforseti sovézka skáksambandsins, hefði átt sinn mesta þátt í að móta reglurnar. Baturinsky, sem er í forsvari fyrir nefnd aðstoðar- manna Karpovs, fékk að öðru leyti ofsækja sig á allan handa máta. „Rússar þurf a á mér að halda núna til að réttlæta keppni Karpovs. Ef Karpov vinnur er ég á grænni grein en vinni ég er líf mitt í hættu," sagði Korchnoi sem hefur fyrr verið stóryrtur um Sovétmenn síðan hann fór sjálfviljugur í útlegð fýrir nokkrum árum. ófagra útreið hjá Korchnoi sem lýsti honum sem útrýmingar- meistara á Stalínstímunum og hann ætti að „hengja á hæsta gálga"._ _ Bæði Korchnoi og Karpov munu Framhald á bls. 18 Beirut í Líbanon í gær. Vopnaðir menn stöðva umferð frá austurhluta borgarinnar. Mjög harðir bardagar stóðu yfir allan daginn í gær í Vestur-Beirut og er talið að þar hafi fjöldi óbreyttra borgara látið lífið. Ráðherra myrtur í Azerbaidzhan M»skvu. 1. júlí. AP. ÓÁNÆGÐUR fangelsisstarfsmaður réð af dögum innanríkisráðherra sovétlýðveldisins Azerbaidzhan sem var gamali starfsmaður KGB og tvo aðstoðarmenn ráðherrans og skaut sig síðan til bana samkvæmt opinberum sovézkum heimildum í dag. Talsmaður innanríksráðuneytis- ins í Azerbaidzhan staðfesti að innanríkisráðherrann Arif Nazar Geidarov og tveir undirmenn hans hefðu beðið bana í skotárás 29. júní í skrifstofu Geidarovs í Baku, höfuðborg lýðveldisins í Kákasus. Vestrænir fréttamenn í Moskvu fréttu ekki um banatilræðið fyrr en erlendir ferðamenn komu til höfuðborgarinnar frá Baku. Aðal- blaðið í Azerbaidzhan birti minn- ingargrein með miklu lofi um Geidarov en sagði aðeins að hann hefði dáið sviplega við skyldustörf. Banatilræði við sovézka em- bættismenn hafa verið sjaldgæf undanfarna áratugi en snemma árs 1969 skaut^ungur liðsforingi nokkrum kúlum á bílalest Leonid Brezhnevs sem sakaði ekki en skotin hæfðu lögreglumann, bíl- stjóra og sovézkan geimfara. Talsmaður innanríkisráðuneyt- isins í Baku sagði að ungur vopnaður maður hefði ráðizt á Geidarov og síðan framið sjálfs- morð. Talsmaðurinn sagði aðeins að tilræðismaðurinn héti Muratov og væri fæddur 1949. Hann sagði að hann hefði verið yfirmaður starfsmannahalds í fangelsi í bænum Shusha í suðurhluta Azae- baidzhan um 60 km norður af írónsku landamærunum. Aðstoðarmenn ráðherrans sem biðu bana í árásinni voru Saladin Kyazimov aðstoðarinnanríkisráð- herra og Aziz Safikhanog ofursti. Framhald á bls. 18 ABBA efnaðist um 3 milljarða á síðasta ári Stokkhólmi 4. júlí AP. BRÚTTÓTEKJUR sænsku popp- hljómsveitarinnar ABBA urðu 50 milljónir sænskra króna — eða tæplega þrír milljarðar ísl. króna — á reikningsári því sem lauk 30. apríl og höfðu vaxið um 171 milljón frá árinu áður. Um það bil 75% af tekjum Abba koma erlend- is frá. Rugling- ur og ráðaleysi Rómaborg, 4. júlí. Reuter. TVÆR árangurslausar og ruglingslegar tilraunir voru gerð- ar á Italíu í dag til að velja landinu nýjan þjóðhöfðingja. I áttundu og níundu atkvæða- greiðslu skilaði meirihluti auðu eða greiddi ekki atkvæði en að tjaldabaki stóð þá yfir ýmiss konar makk flokka og forystu- manna. I atkvæðagreiðslunni í morgun gaf eini alvöruframbjóð- andinn til þessa, Pertini, 82 ára gamall fulltrúi jafnaðarmanna, þá sérstæðu yfirlýsingu að hann myndi greiða atkvæði með fram- bjóðanda Kristilega demókrata- flokksins, Benigno Zaccagnini. Síðdegis gaf svo Repúblikana- flokkurinn út langþráða yfirlýs- ingu þar sem sagt er að leiðtogi hans, Ugo la Malfa, gefi kost á sér til forsetakjörs. Jafnaðar- menn héldu fast við að þeir styddu enn Pertini. Tíunda og ellefta atkvæða- greiðslan er á morgun. Borgarar í Beirút viljaallttilvinna að friður semjist Bcirút. t. júlí AP. Rcutcr. FÁEINUM klukkustundum eftir að vopnahléi hafði verið lýst yfir í Beirút í gærkvöldi hófu sýrlenzkir hermenn á ný skothrið í hverfinu Ashrafieyh snemma þriðjudags og stóðu bardagar milli Sýrlendinga og kristinna hægri manna lunga úr þriðjudeginum. Var ástandið mjög alvarlegt að | Múhameðstrúarmenn og Pal- sögn fréttamanna og leyniskyttur voru á hverju strái og allstórum eldflaugum var og beitt. Fjöldi manna var látinn eða stórslasaður. Vitað er nú að um eitt hundrað Líbanir létust fyrstu þrjá dagana sem barizt var nú eftir að bardagar blossuðu upp á ný. I fréttum segir að ólýsanleg örvænting hafi gripið um sig meðal óbreyttra borgara svo og líbanskra hermanna þegar Sýr- lendingar hefðu byrjað skothrið- ina. Segir í fréttum að íbúar Beirút séu orðnir svo illa á sig komnir andlega eftir stríðið síð- ustu ár að óbreyttir borgar segist vilja allt til vinna að friður semjist milli aðila. Fjöldi manns lagði á flótta frá höfuðborginni í morgun. og estínumenn í Vestur-Beirut munu ___________Framhald á bls. 19 Dollar lækk- ar og lækkar Lundon 1. júlí AP Mjög mikil óvissa ríkti á gjaldeyris- mörkuðum í London og víðar í dag um verðgildi bandaríkjadollars, en hann lækkaði enn í dag mjög gagnvart japónsku yeni. Ferðamenn í Tókíó fengu nú minna en 200 yen fyrir dollarinn í fyrsta skipti í þrjátíu ár. Bandarískir ferðamenn sem flykkzt hafa til Evrópulanda síðustu vikur hafa mjög orðið fyrir barðinu á hversu mjög skyndileg rýrnun dollarsins hefur orðið. Lyfjamistök á Karolinska- sjúkrahúsi og 2 konur létust Stukkhólmi \. júlí. AP. SÆNSKA lögreglan skýrði frá þvf í dag, að nú stæði yfir ftarleg rannsókn á miklum harmleik sem hefði orðið á Karolinskasjúkrahúsinu í Stokkhólmi, en þar létust tveir sjúklingar eftir að þeim voru gefin lyf með skökkum merki- miða. Sagði talsmaður lbgregl- unnar. að nauðsynlegt væri að kanna hvernig það hefði getað viljað til að svo mikilvæg lyf hefðu getað verið merkt rang- lega með þessum hrikalegu afleiðingum. Tvær konur sem ekki hafa verið nafngreindar, en voru með brjóstkrabbamein og til meðferð- ar á sjúkrahúsinu, fengu á föstudaginn sprautu úr lyfjaglasi sem var merkt heparin, sem er beitt gegn þeim sjúkdómi. En aftur á móti kom í ljós að í flöskunni var lyf sem heitir celocurin, sem er vöðvaslökunar- lyf og getur valdið lömun í öndunarfærum. Konurnar létust báðar örfáum mínútum eftir að þær höfðu fengið sprautur þessar. Hakon Mandahl, yfirmaður lyfjafræðistofnunar sænska heil- brigðisráðsins, sagði í dag að starfslið sjúkrahússins hefði eftir öllum sólarmerkjum að dæma alls enga hugmynd haft um að í flöskunni væri rangt lyf. Hann sagði að celocurin væri notað til að draga úr vöðva- spennu sjúklinga, m.a. áður en þeir gangast undir skurðaðgerð- ir, og aldrei gefið nema notað væri sérstakt öndunartæki sam- tímis. Varaformaður Kabi Ab, fyrir- tækisins sem framleiðir bæði lyfin, sagði með ólíkindum að þetta gæti gerzt og á því kynni hann að svo stöddu enga skýr- ingu. Hann sagði að framleiðslan yrði nú þrautrannsökuð og inn- kölluð lyf þessarar gerðar, en í síðustu framleiðslu hefði allt virzt vera með felldu fram til þessa og ekkert komið fram fyrr sem benti til að frekari mistök hefðu orðið við merkingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.