Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1978 3 Fyrirlestur um sérkennilegan háskóla: Rækta blóm í samvinnu viðálfa Frá vinstrii Peter Caddy. stofnandi Findhorn-skólans, Ævar R. Kvaran, formaður Sálarrannsóknafé- lags (slands, og Geir Vilhjálmsson sálfræðingur. (Ljósm. Mbl. Kristinn). Helsti hvatamaður að stofn- un svonefnds Findhorn háskóla í Skotlandi, Peter Caddy, held- ur í kvöld kl. 20.30 fyrirlcstur í Árnagarði um skólann, þróun hans og starfsemi og þau lögmál sem lögð eru til grund- vaílar. Fyrirlesturinn er hald- inn á vegum Rannsóknastofn- unar vitundarinnar og Sálar- rannsóknafélags íslands, en Peter Caddy er að koma úr sex vinka fyrirlestrarferð um Bandaríkin. I gær héldu Rannsóknastofn- un vitundarinnar og Sálarrann- sóknafélagið fund með frétta- mönnum, þar sem Caddy gerði grein fyrir skólanum og sýndi litskyggnur frá starfseminni þar, en hann mun sýna fjölda slíkra á fyrirlestri sínum í kvöld. Á fundinum kom fram að Findhorn-skólinn var stofnaður árið 1962 í útjaöri þorpsins Findhorn Bay í Norður-Skot- landi og þar eru nú um 300 nemendur. Starfsemi Find- horn-skólans er fólgin í alhliða menntun, þar sem bæði hagnýtt og fræðilegt nám er stundað og þjálfun í hópstarfi, samvinna við náttúruna og samræming vísinda og þjóðfélagsþróunar er höfð að leiðarljósi, auk þess sem mikil áhersla er lögð á skap- gerðarþroska nemenda. Auk reglulegs náms við skólann eru haldin styttri námskeið sem fjöldi manns sækir ár hvert. Peter Caddy kvað skólann vera eins konar andsvar við sambandsleysi venjulegra skóla við lífið utan þeirra. í Findhorn væri lögð áhersla á alhliða þjálfun og þekkingu í samhengi við lífið. Hann sagði að skólinn væri ekki tengdur neinum ákveðnum trúarbrögðum enda væru nemendur frá mjög ólíkum stöðum. Caddy sagði að fleiri svipaðir skólar væru nú að hefja starfsemi víða um heim, sakir áhuga ungs fólk, sem ekki líkaði gömlu aðferðirnar við nám og störf. Hann gat þess að í Findhorn dveldi fólk á öllum aldri, þar væru um 50 börn og elsti nemandinn væri hátt á níræðisaldri. Þegar blm. Mbl. innti eftir því hvernig skólahaldið væri fjár- magnað, sagði Caddy, að fastir nemendur væru við nám í a.m.k. tvö ár og þá greiddu þeir sem svarar tæpum 40 þús. ísl. kr. á mánuði fyrra árið, en þyrftu ekkert að borga seinna árið og fyrir þessa upphæð fengju þeir alla þjónustu sem skólinn veitir, þ.á m. fæði og húsnæði auk vasapeninga síðara árið. Hann sagði ennfremur að mest af rekstrarfé skóians kæmi frá þeim sem sækja námskeiðin, en einnig væri allmikið um framlög einstaklinga. Það sem vakið hefur hvað mesta athygli í starfsemi skól- ans er mikil jurtarækt, en upphafið að Findhorn-skólanum var einmitt garðrækt. Peter Caddy greindi frá því að Find- horn væri á ákaflega sendnu landsvæði, illa föllnu til ræktun- ar, en þar sem ein kona úr hópnum sem fyrst settist þar að hefði getað náð sambandi við ýmsa náttúruanda og álfa, hefði tekist að sameina þannig krafta manna og hulduvera afli náttúr- unnar sjálfrar og því hefði tekist að rækta þarna mikið af matjurtum og blómum. Sýndi Caddy litskyggnur frá gróður- húsum og urtagörðum í Find- horn til útskýringar. Caddy lagði áherslu á að það sem gerði það að verkum að plöntur þrifust betur í Findhorn-samfé- laginu en annars staðar væri ekki það að menn næðu sam- bandi við plönturnar beint, heldur hefði mönnum auðnast að ná sambandi við ýmsa náttúruanda og álfa, sem aftur örvuðu vöxt plantnanna. Þarna væri því í framkvæmd samvinna manns, náttúru og hulduvera, en það væri einmitt grundvallar- hugmyndin að baki Find- horn-skólanum, að maðurinn væri ekki herra náttúrunnar, heldur hluti af henni og ætti að vinna með henni að jákvæðum framkvæmdum. Að lokum sagði Peter Caddy að meginreglan í starfi Findhorn-skólans væri þó að rækta fagurt mannlíf, en ekki plöntur. Skáksambandið býð- ur hagstæðar ferðir á heimsmeistaraeinvígið I SUMAR og haust eiga íslenzkir skákmenn þess kost að fara í sumarieyfi til grannlandanna og taka þátt í opnum skákmótum. Skáksambandi íslands hafa bor- izt tilkynningar um ailmörg mót og verður þeirra helztu getið héri Filippseyjari Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Baguio city 16. júlí og hefur Skáksamband Filippseyja boðið félögum innan Skáksambands íslands mjög hagstæð kjör. Flogið frá London á laugardögum með Philippine Airlines: 8 daga ferð með gistingu ca. kr. 255.000, 12 daga ferð kr. 280.000. Á mótsstöðunum er lögð áherzla á að gera dvölina sem- ódýrasta og er hér kjörið tækifæri fyrir ísl. skákmenn að sameina sumarleyfi og skákkeppni á erlendum vett- vangi. Allar nánari upplýsingar um þessi mót veita stjórnarmenn Skáksambands íslands. Englandi 21.—23. júlí London Chess Congress. 28,—30. júlí National Bank of Dubai Open Championship. 24,—31. ágúst Loyds Bank Masters. 15.—17. sept. Aaronson Chess Congress. I öllum þessum mótum er keppt í mörgum flokkum og há verðlaun í boði. Þau fara öll fram í Lundúnum. (Flugfargjöld báðar leiðir: fyrir fullorðna 63.900, fyrir 20 ára og yngri 49.300). Noreguri 4.-9. ágúst „Scandinavia Grand Prix: — Ibsen Jublée 1978“ haldið í Skien. Fyrstu verðlaun í opnum flokki um 500 þús. ísl. kr. í unglingaflokki undir 17 ára verða veitt verðlaun bæði til pilta og stúlkna í hverjum aldursárgangi. 11.—18. ágúst „Gausdal Chess International 1978“ hið árlega stórmót í Gausdal. Þangað er boðið 6 stórmeisturum og margir af fremstu skákmönnum Norður- landa hafa tilkynnt þátttöku. (Flugfargjöld til Osló báðar- leiðir: fyrir fullorðna kr. 68.600, fyrir tvítuga og yngri 51.500). Ilollandi 11.—19. ágúst Alþjóðlegt ungl- ingaskákmót ECI í Sas-van Ghent ætlað þeim sem fæddir eru eftir 31. ágúst 1958. (fréttatilkynnin'g). Frystihúsin: Útgerðarmönnum gengur illa að fá hráefni greitt „ÞEIR erfiðleikar, sem frystihús- in ciga nú í, hafa haft þau áhrif, að sum þcirra eiga í miklum vandræðum með að greiða hrá- cfnisverð til útgerða," sagði Ágúst Einarsson viðskiptaíræð- ingur hjá Landssambandi ísl. útvegsmanna þegar Morgunblað- ið ræddi við hann í gær. Ágúst sagði að það væri eðlilegt að frystihúsin ættu nú í erfiðleik- um með að standa í skilum þegar verðjöfnunarsjóður væri orðinn tómur og ný afurðalán ekki ákveðin af Seðlabankanum. Kvað hann útgerðarmenn segja, að verst gengi að fá greitt hjá þeim húsum, sem verst stóðu fyrir, en hráefni og vinnulaunakostnaður væri orð- inn 75—80% af veltu frystihús- anna. Þá sagði hann að ef frystihúsin hættu að geta greitt fyrir hráefni til bátanna þýddi það einfaldlega að þeir myndu stöðvast. ERTHJ VATNSBERI? Eða notar þú ferska vatnið í krananum heima? «•> 1 Floridana appelstnuþykknið er G-vara sem tryggir fersk bragðgeeði og varðveislu C-vítamínsins mánuðum saman. ENGUM SYKRI, LIT EÐA ROTVARNAR- EFNUMERBÆTTÍ FLORIDANA. MJÓLK URSAMSALAN í REYKJA VÍK Hvers vegna Floridana appelstnuþykknið losar þig við allan óþarfa vatnsburð og sparar þér geymslupláss. Þú blandar þvt fersku vatninu t þykknið þegar þér hentar. Útkoman úrl/4 lítra af þykkni verður 1 lítri af ódýrari, hreinum og svalandi C-vítamtnríkum appelstnusafa. >ú gerir létt og hagkvæm innkaup til Langs túnameð FLORIDANA þykkni!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.