Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1978 7 Sæþörungar uppeldis stöövar nytjafiska. Þorvaldur Garðar Krístjánsson og fjórir aðrir Þingmenn Sjálf- stæðisflokks fluttu á sín- um tíma (1976) tillögu til Þingsályktunar um rannsóknir og hagnýt- ingu á sjávargróðri við ísland, sem var sam- Þykkt. Tillagan miöaði aö eflingu rannsókna: ann- ars vegar með tilliti til uppeldísstöðva nytja- fiska og hins vegar með hagnýtingu sæpörunga fyrir augum. Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, upplýsti í fyrirspurnar- tíma á AlÞingi (marz/1978) aö rann- sóknir á svifÞörunga- gróöri væru fastur liður í rannsóknastarfi Hafrann- sóknastofnunar, sem beindust öðru fremur að Því að kanna framleiðslu- getu íslenzku fiskimið- anna. Veigamikill Þáttur rannsókna væri könnun gróðurskilyrða og svif- Þörungagróðurs á hrygningarsvæðunum við Suður- og Vesturland og að fylgjast meö klaki. Markmið rannsóknanna væri m.a. að fá upplýs- ingar um, að hve miklu leyti árgangsstærð fiska ákvarðast á hrygningar- svæðum yfir hrygningar- tíma. Ætlunin væri að taka fyrir helztu firði og kanna framleiðslugetu Þeirra. Ráðherrann kvað stefnt að Því að fá sér- fræðing ráðinn til botn- Þörungarannsókna. Þess væri vænzt, að rannsókn- um á stórÞara að Breiöa- firði, sem hófust 1976, lyki á Þessu ári, og áætlað væri að gera samnburðarmælingar annars staðar við landið. Fylgzt yrði áfram með endurvexti klópangs og vexti stórpara á Breiöa- firði. Rannsóknir yrðu hafnar á öörum nytjapör- ungum: sölvum, hrossa- Þara og fjörugrösum. Fæöingarorlof útivinnandi kvenna Ragnhildur Helgadóttir og fimm aðrir pingmenn Sjálfstæðisflokks fluttu frv. til laga um fæðingar- orlof útivínnandi kvenna, sem samÞykkt var á AlÞingi árið 1975. Hin nýju lög gera ráð fyrir Því að konur, sem forfallast frá vinnu vegna barns- buröar, njóti atvinnuleys- isbóta, eða orlofs án tekjumissís, í 90 daga. Flutningsmenn töldu Þriggja mánaða fæðing- arorlof hiö minnsta vera sjálfsögð réttindi í vel- feröarÞjóöfélagi, m.a. til að tryggja heilsu og vel- ferð nýfædds barns og móður Þess. Konur í opinberum störfum höfðu notið slíkra rétt- inda í tvo áratugi — en paö var fyrst með pess- um lögum sem konur á almennum vinnumarkaði, í verzlunar- og verkalýðs- félögum, fengu Þessi sjálfsögðu mannréttindi. Flestar siðmenntaðar Þjóðir heims höföu Þá löngu komið pessum háttum á. Verkalýösfélög höfðu hins vegar ekki tryggt konum pessi rétt- indi við samningsborö og svokallaðir „verkalýðs- flokkar" fylgdu pessu baráttumáli sjálfstæðis- Þingmanna eftir með hangandi hendi á Alpingi og sumir fulltrúar peirra Þumbuðust við. Þáö and- óf var byggt á formsatrið- um en var engu að síður talandi tákn um hálfs- hugar afstöðu og aftur- haldsviðbrögð Alpýðu- bandalagsins, Þegar raunverulegir hagsmunir verkafólks koma upp á yfirborðið, án pess aö flokkshagsmunir Þess sjálfs séu með í spili. Sannleikanum veröur hver sárreiöastur. Þjóðviljinn bregst ekki reiðari við en pegar hann er minntur á að Alpýóu- bandalagið fékk 1850 at- kvæöum færra í ping- kosningunum en í borg- arstjórnarkosningunum mánuði fyrr. Þegar Það kemur og á daginn að atkvæðahlutfall Alpýðu- bandalagsins í Reykjavík nú er lægra en á dögum Sósíalistaflokksins fyrir áratugum, gnísta leiöara- höfundar hans tönnum. Sárast pykir pó Þjóðvilj- anum að AlÞýðuflokkur- inn skuli hafa jafn marga pingmenn og Alpýðu- bandalagið, en eins og kunnugt er staðhæfði Þáverandi formaður Al- Þýðubandalagsins Ragn- ar Arnalds, að Alpýðu- flokkurinn væri að deyja,' og að AlÞýðubandalagið ætlaði að fylla upp pað tómarúm, sem hann skildi eftir sig. Einar Þ. Guðjohnsen: Ræningjar á fjöllum Á miðöldum tíðkaðist það víða, að ræningjar settust að á vissum stöðum og skattlegðu alla, sem um veginn fóru. Þarna voru yfirleitt að verki vopnaðir menn og vígdjarfir, og sumir þeirra hafa seinna verið gerðir að hálfgildings hetjum. Nægir þar að nefna Hróa hött og hans menn sem dæmi. Á seinni hluta tuttugustu aldar eru svipaðir hlutir farnir að gerast á fjöllum íslands, þó án vopnaskaks. Hér er það embættismannavaldið, sem veitt er til ólöglegrar skattlagn- ingar á vegfarendur. Haft er í hótunum við vegfarendur í krafti þessa valds, og friðsamt fólk nennir varla að standa í erjum og illindum þegar það er á skemmtiferð um landið, það greiðir skattinn heldur möglunarlítið eða möglunar- laust. Framangreint embættis- mannavald birtist hér í formi Náttúruverndarráðs og fram- kvæmdastjóra þess. Þegar framkvæmdastjórinn er spurð- ur um lagaheimild fyrir þessari gjaldtöku eða skattlagningu, segir hann, að þetta sé lögum samkvæmt, en hann fæst samt ekki til að leggja þessi lög á borðið og sýna heimildina svart á hvítu. Við frekari fyrirspurn- um í sömu átt vísar hann til Menntamálaráðuneytisins og heimildarbréfs frá þeim. Nú skora ég á þennan fram- kvæmdastjóra Náttúruverndar- ráðs að birta opinberlega ljósrit af þessu bréfi, svo að almenn- ihgur megi sjá, að hann er ekki hinn seki í málinu. En þá vil ég biðja Mennta- málaráðuneytið að gera opin- berlega grein fyrir þeirri laga- heimild, sem að baki bréfsins liggúr. Eg veit aðeins um ein lög, sem heimila gjaldtöku á ferða- mannastöðum í umsjá ríkisins. Það eru lögin um ferðamál, en þau heyra undir Samgöngu- ráðuneytið, og úr því ráðuneyti hafa komið með yfiriýsingar um það bæði á Alþingi og við mig og fleiri, að þeirri heimild hafi ekki verið beitt og muni ekki verða beitt á næstunni. Samt sem áður hefur Samgönguráðu- neytið lagt fram stórfé til bættrar hrainlætisaðstöðu á ýmsum fjölsóttum ferðamanna- stöðum, sem ætluð er til hag- ræðis fyrir alla, sem þessa staði heimsækja, en gerir ekki... En ræningjar oss vilja ráðast á, og þeir hafa tekið völdin á þessum stöðum og krefjast gjalds. Þessir aðilar hafa hótað Úlfari Jacobsen því, að gengið verði að farþegum hans beint og þeir krafðir um greiðslu, samþykki hann ekki skilyrðislaust að greiða fyrir hópana í einu lagi, og sjá allir hvaða afleiðingar það muni hafa fyrir Úlfar, ef hann samþykkir ekki og hótun- in verður framkvæmd. Sama hótun hefur komið fram gagnvart Andrési Péturs- syni í Arena, og nú þegar hefur verið gengið harkalega að ein- um fararstjóra Andrésar a.m.k. Það virðist augljóst, að nú í sumar getur víða dregið til tíðinda og komið til átaka útaf þessari ólögmætu skattlagn- ingu. Réttir aðilar verða strax að taka í taumana. Með lögum skal land byggja. Við verðum að hlýða þeim lögum, sem sett eru, hvort sem þau eru réttlát eða óréttlát, og gildir það jafnt um einstaklinga og stjórnvöld. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Fagridalur ný tízkuverzlun í Verzlanahöllinni, Laugavegi 26. Bílaslæði frá Grettisgötu. Full búö af nýjum kjólum blússum drögtum, jökkum bæöi á ungar og eldri konur á mjög hagkvæmu verði. Fagridalur. GROHE ER ALLTAF MEÐ EITTHVAÐ NÝTT Aukin þægindi ffyrir notandann, ásamt góöri endingu hefur veriö markmiö framleiöanda Grohe blöndunartækjanna. Nú eru þeir komnir meö enn eina nýjungina. Einnarhandartæki meö svonefndu „ÞÆGINDABILI“. En þaö virkar þannig aö mesti hluti hreifanleika handfangsins (kranans) er á hitastiginu frá 30° til 45° (sjá teikningu). Þaö er einmitt hitastlglö, sem aö JafnaÖi er notaö. Fylgist meö og notiö réttu biöndunartækin. Grohe er brautryöjandi og leiöandi fyrirtæki, á sviöi blöndunartækja. Fullkomin varahlutaþjónusta og 1 árs ábyrgö, á öllum tækjum. RR BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SfMI 33331. (H. BEN. HÚSIÐ) PEUCEOT 104 5 manna bifreiö. Mjög góöir aksturseiginleikar. Framhjóladrifinn, sjálfstæö fjöörun á öllum hjóium, sparneytinn og meö hin viðurkenndu Peugeot gæöi. HAFRAFELL H.F. UMBOÐ A AKUREYRI: Vagnhöfða 7, Víkingur S.F. símar: 85211 Furuvöllum 11, 85505 ytf sími: 21670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.