Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1978 Þankar á þjóð- hátíð 1978 „Starfið er marKt, cn eitt er bræðrabandið, boðurðið, hvar sem þér í fylkinu standið, hvernig sem strfðið þá og þá er hlandið. Það er að elska, hyKKja og treysta á landið.“ Hannes Hafstein Á þjóðhátíðardegi skyldi jafn- an gengið á sjónarhól. Litazt um til allra átta. Gá til veðurs. Sjá til sólar. Þar gefa ljóð og saga lengsta yfirsýn um vegu til allra átta og veðrabrigði öll. Ekki þarf lengi að dvelja erlendis, hvorki í austri né Vestri, til að skynja þann frumþátt í skoðun manna á Islandi, að það sé Sögueyjan. Þar streymi og uppspretta ljóðsins hrein, tær og kraftmik- il. Völuspá, Hávamál og Sólar- ljóð séu þar ljómalindir, sem af sé teygað í baráttu við höfuð- skepnur allar: Storm, Brim, Eld og Is. Þar sé ennþá talað mál bókmennta og goðsagna hlið- stætt horfnum eða hljóðnuðum tungum frægustu fornþjóða spekinnar: Latínu, grísku, sans- krít. Sagnfræði og ljóðlist leika þar enn á lifandi tungum og lyfta landi og þjóð inn í veldi ævintýra og voraldar. Vissulega eru þetta fallegar hugsanir um fámenna, af- skekkta og fátæka þjóð í yztu höfum. En hvort er það draumsýn eða veruleiki, sem vakir þar í hugsun útlendra? Af sjónarhóli 17. júní sjáum við glöggt allt aðra mynd, allt annað útsýni. Sagan er að gleymast. Ljóðin að breytast og dvína brott sem t j bergmál. 'I Einu sinni voru þau eini auður alislausrar, örbirgrar þjóðar. Langra kvelda jólaeldur. Ljós í lágu hreysi. Vissulega er margt gert til að svo megi enn vera og verða sem Iengst. Listræn útgáfa ljóðaúr- vals handa skólum og útgáfur úrvalsljóða í gylltu bandi brosa við í bókahillum. En samkeppnin við sjónvarp og kappleiki er hörð og tvísýn. En hvað verður íslendingur án sögu og ljóða? Sjórekið sprek á annarlegri strönd við múgsins j mikla haf. Táknlega séð er Eddan horn- steinn íslenzkrar menningar. Gæti verið vísir voldugrar heimsmenningar ofan allra styrjalda. Þar átti sunnlenzkur sveitaklerkur upphafsljóðið. Vissulega er bjart um Sæm- und hinn fróða, sonu hans og lærisveina. Þeir sungu og kváðu kölska sjálfan, myrkrahöfðingj- ann, friðarspillinn í kútinn. Og íslenzk þjóð er friðarins þjóð. Það er mikið sagt, en þó satt. Það setur svip á útsýnið 17. — Könnunar- viðræður Framhald af bls. 2 um lausn aðsteðjandi efnahags- vandamála. Fram eftir þessari viku muni forseti því ekki taka ákvörðun um að fela neinum tilteknum stjórnmálaflokki for- ystu um stjórnarmyndunarvið- ræður. Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, sagði í samtali við Mbl. að í samræmi við samþykktir beggja flokkanna, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, hefðu fulltrúar þeirra hitzt í gær, þ.e. Benedikt og Kjartan Jóhanns- júní. Hér var ekki barizt til landa og valda. Hér beið hamraeyjan með jöklabros og fossasöngva yfir fagurgrænum hlíðum og bjarka- klæddum hæðum, með brim- hvítar bárur hafs að fótum sér. Friður, friður blíður, faðmar strönd og sund; Og menningin festi rætur í þessum friðarfaðmi á fágætan hátt. Tvær ólíkar þjóðir. Tveir ólíkir menningarstraumar. Nor- rænir dugmiklir víkingar, vest- rænir, draumlyndir Keltar urðu eitt. Islenzkir baendur. Islenzk sveitamenning. Án átaka án blóðsúthellingar urðu frjálsir víkingar úr hásætum Norður- landa eitt með ambáttum sínum og þrælum, sem raunar voru líka frá andans hirð, æðstri í Evrópu frá landi Engla og Ira. Alþingi eitt merkasta fyrir- bæri stjórnmála á Vesturlönd- um allt fram á þennan dag var stofnað og starfrækt undir berum himni í borg hamra og heiða. Kristinn dómur var lög- leiddur af spekingum og spá- mönnum þjóðarinnar án bar- daga undir leiðsögn armenskra flóttabiskupa, sem stjórnuðu helgisöng, sýningu sakramenta og skrúðgöngu í Almannagjá á Jónsmessunótt. Það var þessi friður og dýrð íslenzks vormorguns í sólmán- uði, sem ljómaði í vitund Davíðs, Huldu og Tómasar, þegar þau yrkja sín þjóðhátíðarljóð sem fulltrúar íslenzkra skálda. Það er þessi friður, sem birtist í myndum Kjarvalds og Thorvaldsens, Einars Jónssonar og Guðmundar frá Miðdal, svo að nefndir séu einhverjir sem tákn málara og myndlistar. Og það er hjartafriður ís- lenzkrar þjóðarsálar, sem engir stormar, eldur né ís, myrkur eða hallæri pátu bugað, sem birtist í andvörpum hafs við bænar- strönd og Stjörnusteina í tón- smíðum Páls Isólfssonar og hátíðasöngvum sr. Bjarna Þor- steinssonar og ómum af til- beiðslubergmáli þjóðsöngsins eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Heill þeim tónskáldum nútíð- ar og framtíðar, sem varðveita það bergmál til vekjandi kraftar um ókomin ár. En í kapphlaupi og kröfum stundarhagsmuna gleymist of oft hinn sanni auður og höfuð- stóll hans í sál þjóðar. Þar er oft skipt á slíkum höfuðstól fyrir hégóma. Þar gleymist gullið, þegar barizt er um glingrið. Skapandi hugur og starfandi hönd við hjartaslátt, sem bærist af ættjarðarást eru gimsteinar, gull og perlur í sjóði eilífðar hverri þjóð. En við himinrönd í blámans heiði blikar jökullinn, sem veitir vatni í fossinn við sólarkoss vorsins og sumarnæturinnar. Það samspil verður síðan að kraftlindum í tæknihönd, sem hugsun leiðir. Gjöf landsins í son af hálfu Alþýðuflokks og Lúðvík Jósepsson og Ragnar Arn- alds af hálfu Alþýðubandalagsins. Á þessum fundi hafi fyrst og fremst verið ræðst við um það hvernig haga skyldi þeim viðræð- um, sem í hönd færu og meginatr- iðið væri að þarna yrði um að ræða könnunarviðræður um málefna- lega stöðu þessara tveggja flokka, sem ýmislegt eiga sameiginlegt þótt annað beri á milli, viðhorf til ýmissa málefna og til að glöggva sig á hvar samstaða væri og hvar ágreiningur lægi. Benedikt ítrek- aði hins vegar, að þetta væri könnunarviðræður en ekki viðræð- ur um stjórnarmyndun, þótt ekkí væri útilokað að þessar viðræður vió gluggann eftirsr. Árelius Nielsson hvers manns húsi og hönd: Ljós, varmi, kraftur. Það eyðist ekki slík orka frá ástaratlotum sólar og jökul- tinds. Kol og olía þjóta. En fossar íslands syngja sigurljóð lífs og ljóss. Og við hjartastað íslands, innst í barmi streymir hiti sem tákn þeirrar elsku, sem aldrei dvín. Sá varmi verður arinylur alla komandi tíma, sem veitir vor og yndi um vetrar miðja nótt, arineldur í líkingu Guðs náðar á hverju íslenzku heimili. Sannarlega ætti það ekki að vera hlutverk núlifandi kynslóð- ar einnar að virkja þessar Mfs og ljómalindir og leiða þær um æðar þjóðlífsins. Þar mega sanngjarnar skuldir greiðast af komandi kynslóðum. Ættum við svo kannske að gleyma sigri Islandinga, sigrum núverandi stjórnmálamanna og kynslóðar yfir víðáttum hafsins með allan þess auð eða sigrum bændanna yfir hrjóstrum holta og heiða, mýra, móa, sanda og auðna, þar sem nú drýpur smör af hverju strái. Það borgar sig bókstaflega í of miklum arði að erja og elska þetta land við yzta úthafsfaðm. Og ekki mun síður veita björg á borð og auð í hirzlu að rækta víðlendi hafs og vatna, hlynna að gróandi lífi svifs og hrogna. íslendingar, við getum í sann- leika orðið Guðs útvalda þjóð, ef við skiljum okkar hlutverk að vaka, vinna og stríða á friðar- vegum framtíðar. Lærum að elska þetta land, fórna því hverjum blóðdropa og átaki ekki með því að deyja fyrir það eins og hernaðarþjóðir verða svo oft að gera. Heldur með því að lifa fyrir það, lifa því hverja stund í sköpun og iðju í ást og trú. Lifa til að efla og vernda auðlegð tungunnar, arf og erfðir gáfna og göfgi í þjóðarsál, hugsun, hjarta og vilja, og síðast en ekki sízt til að rækta samspil og samstarf við hjartslátt foss- anna og æðaslátt hveranna, landsins eilífa lífs. Hina fyrstu Jónsmessunótt kristins íslands á Þingvöllum árið 1000 voru valdir ungir menn, sem höfðingjar og horn- steinar kristninnar ungu úr hverjum landsfjórðungi til fórn- ar Guði vors lands, ekki til að deyða þá að hætti heiðingja, heldur til að helga þá gróandi þjóðlífi á vegum hins góða, fagra og sanna. Megi svo æ verða Islands æskufólk. Reykjavík, 17. júní 1978. Árelíus Níelsson. hefðu þýðingu fyrir stjórnarmynd- un þegar hún hæfist. Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins,sagði að hald- inn hefi verið í gær fundiur í Þingflokki bandalagsins, fyrsti eiginlegi þingflokksfundurinn eft- ir kosningar, og síðan hefðu farið fram áðurgreindar viðræður við fulltrúa Alþýðuflokksins til undir- búnings þeim viðræðum er í hönd færu en að öðru leyti væri ekki fréttir að hafa af stöðu mála. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kvað stefnt að fundi í þingflokki og miðstjórn flokksins í næstu viku og Ólafur Jóhannesson, formaður Fram- sóknarflokksins, kvað ekkert tíð- inda hjá flokknum í bili. Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu í frásögn af menningardögum sjómanna og fiskvinnslufólks í Mbl. i gær, að texti við eina myndina brenglaðist. Með mynd Sigurgeirs frá skoðun- arferð með Herjólfi átti að standa: „Farið var í skoðunarferð með Herjólfi um Vestmannaeyjar, og sigldi skipið oft alveg að kletta- bjarginu. Hér er hann við Kletts- helli í Yzta-Kletti.“ Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. 3 laumuðust inn í Angóla Belgrad 4. júlí. AP. Bandarikjamaðurinn og tveir Zairemenn voru handteknir á föstudag í síðustu viku Angóla- megin Kongófljóts nálægt bænum Noqui að sögn júgóslavensku fréttastofunnar Tanjug í dag. Sagt er að Bandaríkjamaðurinn Larry Hensley og Zairemennirnir tveir hafi farið ólöglega yfir landamæri Angóla og að rannsókn sé hafin á því hvað fyrir þeim hafi vakað. ____, t t____ — íþróttir Framhald af bls. 31. Jóhann Jakobsson sem skoraði fyrir KA eftir að hafa fengið boltann inn fyrir vörn Akurnes- inga. Vildu ýmsir meina að hann hefði verið rangstæður. Karl Þórðarson átti enn einn stórleikinn í gærkvöldi og var bezti maður liðsins ásamt Jóhannesi Guðjónssyni. Hjá KA var Þorbergur markvörður beztur - GG/SS. — Miðnætursól Framhald af bls. 17. hóteli við sænsku sjávarsíðuna í 12 daga. En þjónustan hérna og fólkið er gott og nú vil ég helzt ekki ferðast öðru vísi en með skemmtiferðaskipi," sagði Lisbeth. Ekki þar fyrir að ég hafi ekki oft flogið með flugvél. Það jafnast einfaldlega ekkert á við að fara í skemmtisiglingu með góðu skipi," segir Lisbeth að lokum og vinkona hennar tekur alveg í sama streng. — Flugmál Framhald af bls. 32 sinna flugfélaga. Næsti fundur viðræðunefndar- innar verður í dag, en eftir hádegi í gær hélt íslenzka nefndin fund um málið. Morgunblaðinu tókst ekki að ná tali af fulltrúum í íslenzku við- ræðunefndinni, en í henni eru m.a. Pétur Thorsteinsson, sendiherra, Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneytis- stjóri, og forstjórar Flugleiða, þeir Örn Ó. Johnsim og Sigurður Helgason. Örn Ó. Johnson hefur lýst því yfir, að þessi flugleið sé Flugfélagi íslands mjög mikilvæg. — Segir upp Framhald af bls. 2^. góðum tökum á vinnslufyrirkomu- lagi og nýting hússins hefði yerið orðin mjög góð, er upp úr sauð. Þá kæmi einnig fram hjá Guðmundi að hann teldi.að í fyrrgreindu máli hefði verið beitt miklum rangind- um og að frystihúsi BÚH og Hafnarfirðingum hafi verið gert illt með uppsögn verkstjóranna. — Sáttafundur Framhald af bls. 2 innan Dagsbrúnar, þar sem stærsti atvinnurekandinn í borg- inni greiddi nú óskert kaup og æ fleiri smærri atvinnurekendur. Morgunblaðið spurði Guðmund, hvort Reykjavíkurborg, stærsti atvinnurekandinn, greiddi óskert kaup og kvað hann það þá gilda gagnvart Dagsbrúnarmönnum, þótt slíkt væri ef til vill ekki um alla launþega borgarinnar. Á fundinum sagði hann að samn- inganefnd Verkamannasambands- ins myndi ítreka kröfur sínar um óskertar vísitölubætur á 169 þús- und krónur, óskerta vakta-, eftir- og næturvinnu. Á trúnaðarmanna- ráðsfundum í Dagsbrún væri megn óánægja með misjafnar kaupgreiðslur eftir því hver vinnu- veitandinn væri og hefði þessi óánægja jafnframt komið upp á aðalfundi Dagsbrúnar, sem hald- inn var um helgina. Guðmundur taldi að nú væri um fjórðungur félagsmanna Dags- brúnar á óskertum samningum, en þrír fjórðu hlutar á skertum. — Korchnoi Framhald af bls. 1 að öllu óbreyttu fara frá Manilla á miðvikudaginn til Baguioborgar, sem er fjallabær 208 km norður af höfuðborginni, en þar byrjar taflið þann 18. júlí. í verðlaun eru 550 þús. dollarar, hæstu verðlaun sem nokkru sinni hafa verið veitt í skákkeppni. Sigurvegarinn fær 350 þúsund dollara. Aðspurður um vinningslíkur sínar í dag sagði Korchnoi að þær væru nákvæmlega jafnmiklar og taplíkurnar. Hann sagði að heppni kynni að ráða úrslitum og spáði að einvíginu lyki áður en tefldar hefðu verið tuttugu skákir. Aðspurður um hvort hann héldi að fjölskyldumál hans kynnu að hafa áhrif á taflmennsku hans — en kona hans og sonur hafa ekki fengið að flytja frá Sovétríkjunum — sagði Korchnoi að hann hefði á tilfinningunni að hann gæti ekki leitt það hjá sér. „Það mun vekja mér reiði og mér mun finnast að Karpov sé einn af fangavörðum fjölskyldu minnar." Korchnoi kvað ekki upp úr með það mál, sem miklum heilabrotum hefur valdið: undir hvaða fána hann muni tefla. Á blaðamanna- fundinum stóð fáni Sviss á borði skákmeistarans en aftur á móti er sendinefnd Karpovs andvíg því. Er búizt við að komi til kasta Max Euwe, forseta FIDE, að leysa úr málinu þegar hann kemur til Filippseyja þann 14. júlí. Campomanes, varaforseti FIDE, sagði blaðamönnum í dag að hann hefði hringt í Euwe til að láta . ljós mótmæli vegna þess að Korchnoi hefði gefið í skyn að hann sýndi hlutdrægni og hótaði varaforsetinn að segja af sér og hverfa af vettvangi nema Korchnoi bæði afsökunar. Af öllum fréttaskeytum virðist ljóst að taugaspenna sé að komast í algleymi við undirbúning mótsins og geti því oltið á ýmsu um framvinda mála, þar sem keppend- ur og aðstoðarmenn þeirra séu í meira lagi hvumpnir og taki óstinnt upp nánast allt, sem úr búðum keppinautsins kemur. — Ráðherra myrtur . . . Framhald af bls. 1 Talsmaðurinn neitaði að ræða ástæðurnar til verknaðarins. Fangelsi og lögregla heyra undir innanríkisráðuneytið í Azser- baidzhan eins og í öðrum sovétlýð- veldum. Vestrænir sérfræðingar velta því fyrir sér hvort Muratov kunni að hafa talið sig eiga eitthvað sökótt við Geidarov í sambandi við starf sitt. Einnig er bent á að Azerbaidzhan er hálf- austurlenzkt land þar sem við- gengizt hafi hefndarmorð, mútu- þægni og spilling og að morðið kunni að standa í sambandi við það. Geidarov starfaði á vegum deildar KGB í Azerbaidzhan í rúm 25 ár þar til hann varð innanríkis- ráðherra fyrir átta árum. Þegar hann starfaði í KGB var hann jafnframt um nokkurra ára skeið flokksritari í Azerbaidzhan. í minningargrein um hann segir að hann hafi lagt af mörkum merkt framlag til eflingar sósíalístískum lögum og almennum lögum og reglu í lýðveldinu. Undir greinina skrifaði foringi kommúnista- flokksins í lýðveldinu, Geidar Aliyev, sem er sjálfur fyrrverandi starfsmaður KGB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.