Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 19
f — Verðjöfnunar- sjóður Framhald af bls. 32 formönnum hinna stjórnmála- flokkanna. Þá kom það fram hjá Eyjólfi, að Seðlabankinn hefði ekki enn hækkað afurðalán til frystihús- anna, þrátt fyrir margvíslegar hækkanir sem frystihúsin hefðu orðið að standa við. Hann benti á að viðmiðunarverð til frystihús- ■anna hefði verið hækkað um 11% eftir síðustu fiskverðshækkun og þá hefði verið talið að innlegg í sjóðnum myndi endast í tvo mánuði þ.e. til loka júlí. Hins vegar væri fiskverðið í gildi til 31. september. Það hefði svo gerzt, að 20% aukning í frystingu hefði orðið í landinu á þessu ári og nokkrir fiskflokkar hefðu komið verr út en áður í sambandi við greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði. Þegar Eyjólfur var spurður hvað umrædd 11% lækkun þýddi fyrir frystihúsin sagði hann, að þau yrðu að gera það upp við sig, hvað þau gætu gert. Það væri hins vegar ljóst, að þau myndu stöðvast hvert af öðru, þar sem meðaitapið hefði verið 3—4% fyrir þessa lækkun. Sum húsanna töpuðu meira en önnur og þau væru enn til, sem sýndu lítilsháttar hagnað. Það kom fram hjá Eyjólfi ísfeld, að hús á vegum SH eru nú með 22.660 lestir í birgðum að verð- mæti yfir 12 milljarðar kr. Aður hafa birgðir hjá húsunum komist mest í 18 þús. lestir, en meðalbirgðir í landinu eru um 15.000 lestir. Árni Benediktsson formaður Sambandsfrystihúsanna hafði hins vegar ekki handbærar tölur á takteinum. Vaxtagreiðslur frystihúsanna eru núna nálægt 6% af heildar- veltu og meðaltap frystihúsanna eftir greiðslulækkunina til þeirra er nú orðið 15%. Gísli Konráðsson framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyrar sagði að þeirra fyr- irtæki hefði velt röskum 2000 milljónum á s.l. ári. 4% tap hjá því þýddi 240 millj. kr. á ári og allir gætu séð hvað 15% tap þýddi. Þegar fulltrúar frystihúsanna voru spurðir hvort gengisfelling væri eini bjargvættur frystihús- anna sögðu þeir, að það færi eftir hvaða aðrar ráðstafanir yrðu gerðar. Sagði Rögnvaldur Ólafs- son, Hellissandi að ef ekkert væri gert jafnhliða gengisfellingu væri allt komið í sama farið eftir 2—3 mánuði, en það væri staðreynd hvað sem hver segði að kostnaðar- liðir innanlands væru of háir. Gísli Kristjánsson sagði, að hráefniskaup og vinnulaun væru stærstu þættir frystihúsanna(hrá- efniskaupin eru um 50% og vinnulaun um 30%), en auk þessa ætti vaxtaokrið verulegan þátt í hvernig komið væri. — Var því bætt við að meðalfrýstihús, sem — Allt frá fóðrinu... Framhald af bls. 12 eins og ég sagði hétr fyrr, kynna fyrir neytendum hvernig land- búnaðarframleiðslan gengur fyrir sig. Hér á sýningunni gefst því tækifæri til að sjá hvernig þessi framleiðsla fer fram, allt frá því fóðrinu, sem skepnurnar éta, skepnurnar sjálfar, véla- búnað og tilbúnar búvöru, hvort sem um er að ræða kjöt, ullar- og skinnavörur eða mjólkurvör- ur. Landbúnaðurinn hefur mikið verið gagnrýndur að undan- förnu og hér ætti að gefast gullið tækifæri fyrir almenning til að kynna sér af eigin raun, hvernig landbúnaðarvörurnar verða til auk þess, sem á sýningunni verður leitast við að gefa fólki mynd af því hver sé staða íslensks 'landbúnaðar í þjóðarbúinu sem heild, sagði Kjartan Ólafsson að síðustu. AUöl.V.SINííASÍMlNN F,R: 22480 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1978 19 velti um 500 millj. kr. á ári, greiddi 3 millj. kr. í vexti á mánuði. Olafur Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað tók fram að fundur- inn í gær með forsætisráðherra hefði ekki verið til annars en að reyna að leysa málin í bili, eða þar til ný stjórn hefði verið mynduð. Frystihúsamenn voru sammála um að Verðjöfnunarsjóður fiskiðn- aðarins hefði verið notaður óeðli- lega. Hann hefði verið stofnaður til að mæta áföllum á erlendum mörkuðum, en nú væri búið að tæma hann, þegar verðlag hefði aldrei verið hærra erlendis, t.d. fást nú 1.05 dollarar fyrir blokkar- pundið og hefur verðið aldrei verið hærra, en verð á mörkuðunum hefur verið mjög svipað s.l. 'k ár. Á blaðamannafundinum í gær var eftirfarandi fréttatilkynning afhent: Við ákvörðun fískverðs frá 1. júní s.l. voru viðmiðunarverð í Verðjöfnunarsjóði hækkuð þannig að það þýddi að sjóðurinn þurfti að greiða sem svarar rúmlega 11% hærra verð en söluverð skiluðu. Áætlað var að sjóðseign frysti- deildar nægði til að inna þessar greiðslur af hendi í tvo mánuði, eða til loka júlímánaðar. Nú er komið í ljós að miðað við núgild- andi markaðsverð og gengi þá getur Verðjöfnunarsjóður ekki staðið við skuldbindingar sínar nema til loka júní. Þessi breyting stafar af aukinni framleiðslu og hærri greiðslu fyrir einstakar fisktegundir en ráð var fyrir gert. Stjórn Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna ásamt fulltrúum frá félagi Sambands frystihúsa hafa gert forsætisráðherra grein fyrir þessum vanda og óskað eftir að ríkisstjórnin ábyrgist viðmiðunar- verð út júlímánuð. Þar sem ríkisstjórnin telur sig ekki geta orðið við þessum tilmæl- um, hefur stjórn S.H. og sjávaraf- urðardeild S.I.S. ákveðið að lækka núgildandi verð til frystihúsanna um 11% frá 1. þ.m. Þar sem rekstrartap frystihús- anna var fyrir þessa verðlækkun milli 3—4% af veltu, er auðsætt að flest þeirra munu stöðva rekstur á næstunni að óbreyttu ástandi. — Beirút Framhald af bls. 1 ekki hafa tekið þátt í átökunum í dag en eldvörpum var þó beint að þeim hluta borgarinnar, m.a. lenti eldsprengja skammt frá sendiráði Bandaríkjanna í Beirut. Móttöku í sendiráðinu var frestað vegna átakanna í grenndinni, en hún skyldi haldin í tilefni þjóðhátíðar- dags Bandaríkjanna. Heimildir innan líbanska hers- ins sögðu að hægri sinnarnir hefðu notfært sér vopnahléið til að hervæðast og búa um sig á ýmsum stöðum í blóra við fyrirmæli Sýrlendinga. Þetta hefðu Sýrlend- ingar svo talið ögrun við sig og ráðizt gegn þeim. Þá er og talið að hin harðorða ræða Camille Chamouns, fyrrv. forseta, hafi orðið til að veikja grundvöll vopnahlésins. I ræðu Chamouns krafðist hann þess, að sýrlenzkir hermenn hypjuðu sig tafarlaust af líbönsku landi. Hann hefur ekki áður sett þessa kröfu fram opin- berlega. Gemauel, leiðtogi kristilega armsins, var sáttfúsari en Chamoun og sagði að Líbanir vildu ekki berjast við Sýrlendinga því að þeir tryðu ekki á blóðsúthellingar. Hins vegar sagðist hann heldur ekki trúa því, að Sýrlendingar ætluðu sér með köldu blóði að útrýma friðelskandi borgurum. Vitað er að sonur Gemayeis er mun herskárri en faðirinn og hann stjórnar hersveitum þeim sem falangistar ráða. Einingarklefar, sem allir geta reist á fáum klukkustundum. Ýmsar stœrðir og gerðir til uppsetningar hvar sem rúm leyfir. Komið - hringið - skrifið - við veitum allar nánari upplýsingar. Byggingavörur Sambandsins Suðurlandsbraut 32 ■ Símar82033 ■ 82180 Kaupfélag Eyfirðinga t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.