Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JULI 1978 SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég er á miðjum aldri, 50 ára gamall, og mér finnst ég hafi gert lítið til að betrumbæta heiminn. Bæn mín hefur þó verið sú. að hirtan mætti þó aukast eilitið við návist mína. Hvað f?et ég Kcrt í erfiðleikum minum? Ef þessi bæn hefur búið í hjarta yðar um dagana, er ég þess fullviss, að það litla horn heimsins, sem þér lifið og hrærist á, hefur notið góðs af yður. Menn tala um „meðvitað vald“, og þá er átt við, að við getum haft mikil áhrif, án þess að vita af því. Satt að segja hefur það fólk, sem ég hef kynnzt og hefur kveðið mikið að, ekki gert sér ljóst, hvílík áhrif það hafði. Ef það hefði vitað af því, er mjög líklegt, að áhrif þess hefðu orðið að engu. Minnizt þess, að í Nýja testamentinu er sagt frá því, að menn hafi borið sjúka menn til Péturs, svo að skugginn af honum félli á þá og þeir hlytu lækningu. Haldið þér, að Pétur hafi vitað, að lækning hafi verið í skugga hans? Nei! Hann var ekki annað en farvegur máttar Guðs. Ef til vill hefur líf yðar og margra annarra, sem hafa beðið líkt og þér, verið eins og leiðsla, sem kraftur hefur farið um, án þess að þið hafið vitað af því. Rafmagnsþráður getur verið svartur og ljótur. En hann flytur rafmagn inn á heimili okkar. Hann veit ekki, að það kveikir á perum, knýr vélar og hitar eldavélina. En hann er samt til gagns. + Konan mfn og móöir okkar, MATTHILDUR STEFÁNSDÓTTIR, Skipagötu 1, Akureyri, lést á Fjóröungssjúkrahúsi Akureyrar 4. júlí. Jakob Gíalason og börnin. t Bróöir minn, VIGFÚS KRISTJÁNSSON, húsasmíöameiatari, Hálúni 8, Reykjavík, andaöist 1. júlí í Borgarspítalanum. Jaröarförin fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 7. júlí kl. 10.30. Sigurlaug Kristjánsdóttir. + Útför eiginkonu minnar, KRISTJÖNU PÁLSDÓTTUR, Samtúni 24, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 6. júlí kl. 1.30. Kristján Júlíusson. + Maöurinn minn og faöir okkar, JÓN BJARNASON, Garðbss, Vesturgötu 105, Akranesi, veröur jarösunginn frá Akraneskirkju laugardaginn 8. júlí kl. 2 e.h. Þeir, sem vildu minnast hans, vinsamlega látlö sjúkrahús Akranes njóta þess. Þðrunn Jðhannesdðttir og dsstur hins látna. + Ástkæra eiginkona mín, móöir, tengdamóöir, amma og langamma, BJÓRG GUDLAUGSDÓTTIR, frá Bjarnastööum, Garði, veröur jarösungin frá Útskálakirkju miövikudaginn 5. júlí kl. 2 e.h. Tryggvi Einarsson, Einar Tryggvason, Helga Tryggvadðttir, Ásta Tryggvadðttir, Kristín Tryggvadóttir, Ólafur Tryggvason, Tryggvi Tryggvason, barnabörn og barnabarnabörn. Finna Pálmadóttir, Hafdís Svavarsdðttir, Eyjðlfur Gislason, Kristinn Þorsteinsson, Bjarni Böðvarsson, Berta Jakobsdðttir, Ásdís Sigurðardðttir, Minning: Þorsteinn Þórðarson húsgagnabólstrari Þorsteinn Þórðarson húgs- gagnabólstrari var fæddur í Reykjavík 10. feb. 1915. Foreldrar hans voru Þórður Þórðarson og Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Hann ólst upp hjá móður sinni til 3ja ára aldurs, en var þá tekinn í fóstur og alinn upp hjá systur sinni Elisabetu og eiginmanni hennar Valdimar Guðmundssyni skipstjóra, sem síðar var bóndi í Varmadal á Kjalarnesi. Þau hjón sýndu Þorsteini mik- inn kærleika og ólu hann upp, sem væri hann þeirra eigin sonur. Þorsteinn nam húsgagnabólstr- un hjá Einari G. Waage, hann lauk sveinsprófi 1936 með ágætiseink- unn, enda var hann mjög góður fagmaður. Við Þorsteinn unnum saman hjá Kristjáni Siggeirssyni. Oft var glatt á því verkstæði, og oft fuku gamanyrði á milli manna, enda var Þorsteinn kátur og glaður og hafði kímnigáfu til að bera í ríkum mæli. Hann var drengur góður, og fljótur til þess að rétta öðrum hjálparhönd. Hann hafði fastmótaðar og ákveðnar skoðanir á þjóðmálum, hann fylgdi fast eftir sínum skoðunum af mikilli einurð, ekki vorum við ávallt sammála í þeim efnum, en það varð aldrei til þess að skyggja á vináttu okkar. Um árabil tók Þorsteinn mikinn þátt í félagsstarfi í sínu stéttarfélagi, og var honum falinn forusta þar í mörg ár, enda vissu félags- mennirnir að allt það starf, sem Þorsteinn tók að sér, var unnið af trúmennsku og skyldurækni og aldrei hlífði Þorsteinn sér í því starfi enda var hnn heill í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Fyrir nokkrum vikum hitti ég Þorstein, hann hafði þá verið búinn að vera lasinn um tíma, og sagðist vera að ná sér aftur. Það var vonarrík gleði í rödd hans er hann sagði „þetta er allt að lagast". — Við vitum að lífið er gjöf frá Guði, og enginn veit hvenær kallið kemur. En Þor- steinn andaðist 27. júní s.l. Þorsteinn kvæntist árið 1938 Vilborgu Sigþórsdóttur, hinni Harry Rúnar Sigur- jónsson — Minning Fæddur 12. okt. 1946 Dáinn 13. júní 1978 I>ú t'inn vilt alla styðja ok öllum sýna tryKKd. Þú einn vilt alla biðja ok öllum kenna dyKKÚ. t>ú einn vilt alla hvíla ok öllum veita lid. Þú einn vilt öllum skýla ok öllum geía frið. Ék fell að fótum þínum ok faðma lífsins tré. Með innri augum mínum ég undur mikil sé. Þú stýrir vorsins veldi og verndar hverja rós. Frá þínum ástareldi fá allir heimar Ijós. Þessi orð Davíðs Stefánssonar koma mér í hug, er ég frétti lát vinar míns Harrys. Maöur á erfitt meÖ að trúa þegar maður heyrir + Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, BJARGAR ÓLAFSDÓTTUR, Jaöri, Brúnavegi 1, fer fram frá Kirkju Óháöa safnaöarins föstudaginn 7. júlí kl. 3 e.h. Blóm og kransar er afþakkað, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á „Bjargarsjóö" Kvenfélags Óháöa safnaöarins. Áata Guöjónsdóttir, Ólafur Ragnarsson, Kristín Guójónsdóttir, Ólafur Sigurósson, Halldóra Guðjónsdóttir, Höróur Þórhallsson, Ólafur Hafþór Guójónsson, Ólöf Þórarinsdóttir, Hólmfríður Guójónsdóttir, Valur Sigurbergsson, Ingibjörg Guöjónsdóttir, Guömundur G. Ásbjörnsson og barnabörn. + Þökkum sýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför bróöur okkar, ÓLAFS HALLSTEINSSONAR frá Skorholti. Jóna HaltSteinsdóttir, Guörún Hallsteinsdóttir, Ingvar Hallsteinason, Sigurjón Hallsteinsson og aórir aóstandendur. Vegna jaröarfarar Lárusar Sigurvins Þorsteinssonar, skipstjóra, verður skrifstofu og verkstæöum vorum lokað eftir hádegi miövikudaginn 5. júlí. Hafnamálastofnun ríkisins, Vitastjórn íslands. ágætustu konu. Þau hjón voru samstillt í því að byggja sér hlýlegt og fagurt heimili. Hjóna- band þeirra var farsælt. Gagn- kvæm virðing þeirra hvort fyrir öðru var áberandi eðlisþáttur i öllu heimilislífi þeirra. Þau eignuðust tvö börn. Elísabetu, sem gift er Þórhalli Sigurðssyni leik- ara og Þór Rúnar tæknifræðing sem kvæntur er Ernu Árnadóttur. Barnabörnin eru 6. Ég sendi Vilborgu og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur og bið góðan Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Helgi Elíasson. svona sorgartíðindi um menn í blóma lífsins. Mín kynni af Harry voru því miður alltof stutt en nóg til þess að ég kunni fljótt að meta þá prúðmennsku og látlausu fram- komu sem einkenndu hann. Það var ekki hans sterka hlið að kasta steini í götu náungans heldur mun hann hafa viljað fegra og göfga allt í verki enda var hann mjög listrænn maður. Við Harry áttum saman áhugamál sem var listmál- un og tengdi það okkur mjög fljótt saman. Allar þær myndir sem ég sá meðan Harry dvaldi hér á Bíldudal voru hver annarri fal- legri, þar kom fram að hugur hans og hönd sköpuðu fagra tóna í litum, sem sönnuðu mikla lista- hæfileika hans. Allir þeir, sem nú eiga verk hans í hýbýlum sínum mega að mínum dómi vera sælir og ánægðir og vona ég að þeir allir kunni að meta þau verk og að þeim verði sýnd viðeigandi virðing sem list hans á skilið. Svo kveð ég þig kæri vinur, far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Haf þú þökk fyrir allt og allt. Jón Kr. Ólafsson Bíldudal. Keppti á unglinga- móti í Danmörku LOKIÐ er unglingaskákmóti í dönsku borginni Ribe. Þátttak- endur voru 34, þar af einn íslendingur, Elvar Guðmundsson. Hann varð 22. í mótinu, hlaut 4 vinninga í 9 umferðum. Þess má geta, að Elvar var næstyngsti keppandinn, 14 ára gamall, en elztu keppcndurnir voru 20 ára. Elvar er úr Taflfélagi Reykjavík- ur. Sigurvegarar í mótinu urðu Pedersen Danmörku og Cumming Englandi með 7 vinninga. Valt út af veginum BÍLL frá Vestmannaeyjum valt út af veginum í Hvalfirði, miðja vegu milli Bontnsskála og Þyrils. Þrír menn voru í bflnum og mciddust tveir þeirra en bfllinn, sem er af árgerð 1978, stór- skemmdist. Mennirnir .voru á suðurleið. Ökumaður missti skyndilega vald á bílnum sem hafnaði utan vegar á þakinu. Ökumaðurinn var fluttur í sjúkrahúsið á Akranesi þar sem gert var að meiðslum hans og annar farþeginn meiddist einnig en ekki alvarlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.