Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1978 Minning: Lárus S. Þorsteins- son fyrrum skipherra Lárus Sigurvin Þorsteinsson, verkstjóri hjá Vita- og hafnar- málaskrifstofunni, sem lézt að- fararnótt 26. júní að heimili sínu Njörvasundi 14 hér í borg, verður til grafar borinn frá Fossvogs- kirkju kl. 15.00, miðvikudaginn 5. júlí. Lárus var í fullu starfi er hann skyndilega lézt úr hjarta- slagi 62 ára að aldri. Lárus Sigurvin Þorsteinsson var fæddur 16. apríl 1916 í Hnífsdal, ísafjarðarsýslu. Foreldrar Lárus- ar voru Þorsteinn Mikael Ásgeirs- son sjómaður og kona hans Rebekka Bjarnadóttir, bónda og hreppstjóra í Nesi í Grunnavík, N.-Isafjarðarsýslu. Systkinahópur Lárusar var fjölmennur, 6 bræður og 5 systur. Af þessum stóra systkinahóp eru fjögur látin en átta eru á lífi. Lárus dvaldi í foreldrahúsum fram til 7 ára aldurs, en þá var hann sendur í sveit norður að Sæbóli í Aðalvík til sæmdarhjón- anna Ingveldar Finnbogadóttur og Jóhannesar Kristjánssonar, sem reyndust Lárusi með fágætum góð og umhyggjusöm. Ufn langt árabil dvaldi Lárus í sveitinni á sumrum, en sótti skóla á ísafirði um vetur. Segja má að Ingveldur og Jóhann- es hafi verið Lárusi einskonar fósturforeldrar og kunni Lárus vel að meta þá hjartahlýju, sem hann varð aðnjótandi í sveitinni. Sautj- án ára gamall fer Lárus alfarinn að heiman frá fósturforeldrum sínum og ræðst til sjóróðra frá Hnífsdal. Nítján ára gamall hefur hann hlotið það veganesti sem beindi lífsferli hans inn á þá braut, er síðar átti eftir að verða ævistarf hans til leiðarloka. Þegar hér er komið sögu, halda honum engin bönd lengur, útþráin ber hann ofurliði. Rétt fyrir síðustu heims- styrjöld ræðst hann á þýzkt flutningaskip og á ekki aftur- kvæmt til íslands öll styrjaldarár- in. Hann sigldi ýmist á þýzkum, dönskum, norskum eða sænskum kaupskipum þar til hann kom heim í stríðslok 1945. Eftir heim- komuna sigldi Lársu á ýmsum skipum innanlands. 1948 lauk hann farmannaprófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík. Næsta ár siglir hann í utanlands- siglingum á Lagarfossi, skipi Eimskipafélags Islands. 1949 ræðst Lárus til Landhelgisgæzl- unnar og starfar þar sem stýri- maður og skipherra á skipum og flugvélum Landhelgisgæzlunnar um 14 ára skeið. Skipstjórapróf á varðskipum ríkisins tekur Lárus 1954. Hann sækir námskeið í tundurduflaeyðingum og eldvörn- um hjá danska sjóhernum 1961. Erindreki Slysavarnafélags ís- lands var hann 1963 til 1965. Þar annaðist hann kennslu í meðferð gúmbáta, kenndi mönnum hjá lp í viðlögum og meðferð björgunar- tækja. 1. júní 1965 tekur Lárus vð skipstjórastarfi á dýpkunarskip- inu Gretti í eigu Vita- og hafnar- málaskrifstofunnar. Hjá þeirri stofnun vann hann síðan til dauðadags. Félagsmál voru Lárusi einkar hugleikin eins og sjá má af neðanskráðu: Hann var gjaldkeri Skipstjóra- félags íslands frá 1962 til 1970 og síðar varaformaður. Gjaldkeri styrktarsjóðs S.K.F.Í. frá stofnun sjóðsins 1967 til 1970. Hann var fulltrúi S.K.F.Í. í sjómannadags- ráði, varamaður í stjórn Stýri- mannafélag íslands 1953 til 1956 og fulltrúi Slysavarnafélags Is- lands í stjórnskipaðri nefnd, Sjóslysanefnd 1963 til 1965. Eftirlifandi konu sinni, Guð- laugu Guðjónsdóttir, bónda í Vatnsdal í Fljótshlíð, Rangár- vallasýslu, kvæntist Lárus 2. júlí 1949. Börn þeirra hjóna eru: Þuríður Vatnsdal húsmóðir, Þór- dís snyrtisérfræðingur, Erla Ósk verzlunarstúlka, Jóhannes Ingvar matreiðslum., Bjarni Þröstur og Sveinbjörn í menntaskóla. Leiðir okkar Lárusar lágu fyrst saman er hann hóf störf hjá Landhelgisgæzlunni 1949. Alla tíð síðan höfum við Lárus verið kunningjar og er mér einkar ljúft að minnast samveru okkar á þessum árum. Það er engin tilviljun að Lárus valdist snemma til forystustárfa. Hann var ósér- hlífinn, þrautseigur og útsjónar- samur við öll sín störf og verk- stjórn fórst honum einkar vel ú hendi. Sér í lagi minnist ég starfa hans sem skipherra hjá Landhelg- isgæzlunni í þorskastríðinu sem hófst 1. september 1958. Hann var óþreytandi í að trufla brezku togarana við veiðarnar og oft var djarft teflt, því landi sínu var hann allt. Lárus var í einu orði góður og skemmtilegur félagi, jafnvígur á tafl og spil og átti sér þar fáa líka. Slysavarnamál voru honum einkar hugleikin, enda tengdur slíkum málum, þar sem systir Lárusar var gift Henry Hálfdánarsyni, framkvæmda- stjóra Slysavarnafélags íslands. Öll systkini Lárusar hafa með ráðum og dáð stutt slysavarnamál í þessu landi, enda öll sprottin úr slíkum jarðvegi. Eiginkon'a Lárusar heitins og börnum votta ég dýpstu samúð og bið góðan guð að blessa þau um ókomin ár. Guð blessi minningu hans. Garðar Pálsson. Þegar ég frétti andlát Lárusar Þorsteinssonar, kom það mér algjörlega á óvart og svo mun hafa verið um fleiri kunningja hans. Lárus var um borð hjá mér viku fyrir andlát sitt, en þá vorum við á v/s Óðni að draga skip hans, dypkunarskipið Gretti, frá Skaga- strönd til Húsavíkur. Ekki datt mér þá í hug að svo stutt væri til hinstu kveðjustundar, en það vil ég gera hér með fáeinum línum í minningu Lárusar Þorsteinssonar, fyrrum skipherra hjá Landhelgis- gæzlunni. Lárus Þorsteinsson var fæddur 16. apríl 1916 í Hnífsdal í ísa- fjarðarsýslu, sonur hjónanna Þor- steins M. Ásgeirssonar og Rebekku Bjarnadóttur. Lárus lauk prófi úr Farmannadeild Stýrimannaskól- ans í Reykjavík árið 1948 og skipstjóraprófi úr varðskipadeild árið 1954. Lárus Þorsteinsson hóf störf hjá Landhelgisgæzlunni árið 1949 fyrst sem stýrimaður, en síðar skipherra. Eg sigldi undir stjórn Lárusar á ýmsum skipum Land- helgisgæzlunnar, en mest á v/s Maríu Júlíu og v/s Albert. Lárus var dagfarsprúður maður, en gat skipt skapi ef honum líkaði ekki framkvæmd hlutanna, en það var fljótt á braut. Á þeim tíma, sem við sigldum saman á fyrrgreindum skipum, stóð fyrsta þorskastríðið sem haest og hiti í mönnum á báða bóga. Ég dáðist þá oft að rólyndi Lárusar og réttum stjórntökum þegar allt var komið á suðupunkt hjá skipherrum bresku herskip- anna, en í því þorskastríði voru bresku skipherrarnir ósparir á að hóta fallbyssuskothríð á varðskip- in, ef þeim fannst þau erta bresku landhelgisbrjótana of mikið. En Lárus var snillingur í því að fara 23 eins langt og hann komst í að erta bresku landhelgisbrjótana, sem þá lágu emjandi af hræðslu í talstöð- inni kallandi á „Stóra bróður", en undir því nafni gengu bresku herskipin meðal varðskipsmanna. I því sambandi gerði Gísli J. Ástþórsson, blaðamaður, fræga teikningu af hræðslu Breta við Lárus, sem þá var með v/s Maríu Júlíu, þar sem breski flotinn er látinn segja: „Hann er að hrekkja mig.“ Lárus lét sér mjög annt um starfsemi Landhelgisgæzlunnar og lagði sig allan fram í starfi sínu hjá stofnuninni. Hann var sendur út til Danmerkur á vegum Land- helgisgæzlunnar á námskeið í eyðingu tundurdufla hjá danska sjóhernum, og gerði mörg tundur: dufl óvirk í starfi hjá gæzlunni. I því sambandi fór hann sem fulltrúi Landhelgisgæzlunnar með breskum tundurduflaslæðurum, sem hingað komu til þess að hreinsa tundurdufl upp úr kaf- bátagirðingum, sem Bretar lögðu í ýmsum fjörðum á stríðsárunum. Lárus var sæmdur björgunar- orðu Slysavarnafélags íslands fyrir frækilega björgun á skipi og skipshöfn, sem ósjálfbjarga var að reka upp í brimgarðinn við suður- strönd Islands. Lárus var mikill áhugamaður um silungs- og fuglaveiðar og var jafnvígur á stöng og byssu og voru honum sérstaklega hugleiknar silungsveiðar í Aðalvík. Árið 1963 hóf Lárus störf sem erindreki Slysavarnafélags Islands og starfaði þar i rúm tvö ár, en hóf þá störf hjá Vita- og hafnarmála- skrifstofunni sem skipstjóri á Gretti I og tók síðan við nýja Gretti er hann kom til landsins. I því starfi var Lárus sem fyrr samviskusamur og ósérhlífinn. Um leið og ég enda þessar fáu minningarlínur um Lárus Þor- steinsson, sendi ég eftirlifandi eiginkonu hans, Guðlaugu Guð- jónsdóttur, börnum og öðrum ástvinum hans mína dýpstu samúð. Blessuð veri minning hans. Helgi Hallvarðsson. Jón Símonarson bakarameistari Jón Símonarson bakarameistari er látinn. Hann lézt 28. júní sl. Jón Símonarson var um áratuga skeið mesti sómi bakarastéttar- innar hér á landi, bæði sem fullkominn iðnaðarmaður og sem maður. Elskaður og virtur af öllum, sem kynntust honum. Jón var fæddur hér í Rvík 7. maí 1893, nánar tiltekið 4 vesturbæn- um. Þar hófst hans æviferill og þar lauk honum. Þó má ekki skilja þetta svo, að hann hafi hvergi annars staðar verið. Nei, ég tel einmitt að á Laugavegi 5 þar sem hann rak fyrirmyndar brauð og kökugerð hafi hann fengið sinn „fagstimpil“ sem ágætisbakari og kökugerðarmaður. Þann stimpil bar hann alla tíð. Þegar Islendingar fóru að til- einka sér þessa iðn, sem ekki var að neinu ráði fyrr en um og eftir síðustu aldamót, þá var það yfirleitt ekki á þann hátt, að unglingar réðu sig sem nemendur í bakarí af því þá langaði til að verða bakarar — öfugt við aðrar iðngreinar — heldur það, að flestir þeirra komu frá fátækum heimil- um og réðu sig til snúninga og sendiferða með það í huga að létta undir með foreldrum sínum þar sem í boði voru nokkrar krónur mánaðarlega. En ef vel tókst til með bakarameistarann gat svo farið, að slíkir unglingar yrðu nemendur hans og lykju svo prófi sem ágætir bakarar. Líkt þessu gerðist með Jón Símonarson. Hann réðst sem unglingur til Carls Frederiksens, sem rak stórt bakarí með marga sveina á Vest- urgötu 14. Gerðist nemandi og lauk þar prófi. Fór síðar til framhaldsnáms í Kaupmanna- höfn. Og 18. 4. 1918 hóf hann sjálfstæðan atvinnurekstur í iðn sinni í Þingholtsstræti 23, þá í félagi við aðra. En um hálfu öðru ári síðar stofnaði hann eigin brauða- og kökugerð á Laugavegí 5, sem hann rak með miklum sóma, eins og ég hef áður getið. I ársbyrjun 1928 gekk Óskar Th. Jónsson bakarameistari í félag við Jón. Unnu þeir saman í nokkur ár og gerðu marga stóra hluti. T.d. byggðu þeir stórhýsi ásamt baka- rji með nýtízku vélum á Bræðra- borgarstíg 16. Þar vann Jón meðan heilsa hans leyfði. Jón Símonarson kvæntist 31. júlí 1921 eftirlifandi konu sinni Hannesínu Ág. Sigurðardóttur, ættaðri frá Stokkseyri. Þau eign- Afmœlis- og minn- ingar- greinar AF GEFNU tilefni skal það enn ítrekað. að minningar- greinar. sem birtast skulu í Mbl.. og greinarhiifundar óska að hirtist f hlaðinu útfarardag. verða að berast með nægum fyrirvara og eigi síðar en árdegis tveim dögum fyrir birtingar dag. uðust eina dóttur og tvo syni, sem öll lifa og eiga sín eigin heimili hér í borg. Á heimili þeirra Jóns og Hönnu, og utan þess líka, voru lang-oftast einhverjir sem nutu aðstoðar þeirra og umhyggju að meiru eða að minna leyti. Ymist vandabundnir eða vandalausir. Virtust þau hjón njóta þess innilega að verða öðrum að liði. Jón Símonarson var einlægur og traustur félagsmaður. Hann var meðal stofnenda Bakarameistara- félags Reykjavíkur 1920. Starfaði þar af fullum áhuga. Var gjaldkeri þess í 6 ár. Hvatamaður og stuðningsmaður að öllum þeim framkvæmdum sem félagið beitti sér fyrir til framfara. Þess vegna varð það honum sem öðrum mikið áfall, ef einhver hlekkurinn bilaði í samstarfinu. Hann var sæmdur heiðurspeningi félagsins á 30 ára afmælinu og kosinn heiðursfélagi þess á 50 ára afmælinu 1970. Á þessari kveðjustund í dag vill bakarastéttin í Reykjavík votta Jóni Símonarsyni virðingu sína og þökk fyrir það lið sem hann hefur lagt henni á liðnum árum. Sömuleiðis vill Landssamband bakarafneistara þakka honum samfylgdina og fyrir hans þátt í því að sameina bakarameistara þessa lands i eina heild. Einnig vil ég fyrir mig persónulega og konu mína þakka Jóni fyrir langt og traust samstarf og liðsinni hans í erfiðleikum. Um leið sendum við eftirlifandi konu hans og afkom- endum þeirra okkar fyllstu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Jón Símon- arsonar bakarameistara. Gísli Ól. I dag er til moldar borinn Jón Símonarson bakarameistari. Hann fæddist 7. maí 1893 í ívarsseli við Vesturgötu hér í borg og var því rétt rúmlega 85 ára, er hann lézt. Foreldrar hans voru Símon Ólafsson og kona hans Sesselja Jónsdóttir. Jón var ungur að árum þegar hugur hans hneigðist að bakara- iðn. Hans fyrstu kynni af iðninni voru hjá Carli Fredriksen bakara á Vesturgötu 17. Árið 1915 siglir hann svo til Danmerkur til framhaldsnáms og dvelst þar í 2 ár. Eftir heimkomuna stofnsetur hann sjálfstæðan iðnrekstur í Þingholtsstræti 29 í félagi við Ágúst Jóhannesson og fleiri undir firmanafninu Ágúst & co, en þeim félagsskap var slitið 1919. Flutti Jón sig þá á Laugaveg 5 og rak þar iðnina í félagi við Magnús Guð- mundsson árin 1919—1920, en eftir það einn uns þeir Óskar Thorber Jónsson og hann bundu með sér félagsskap árið 1928. Árið 1929—1930 byggðu þeir félagar veglegt brauðgerðarhús á Bræðraborgarstíg 16, sem þá var langrúmbesta brauðgerðarhús landsins og með fullkomnustu tækjum sem frekast var unnt. Árið 1934 slitu þeir Óskar og Jón félagsskap með sér, og tók Jón í sinn hlut brauðgerðarhúsið á Bræðraborgarstíg, en Óskar hélt brauðgerðarhúsinu á Laugavegi 5. Húseignin var þó eftir sem áður sameign beggja. Brauðgerðarhús Jóns, sem síðar hét Jón Símonarson h/f, vann sér fyllsta traust bæjarbúa og var eitt þekktasta bakarí í Reykjavík um áraraðir. Jón Símonarson var einn af stofnendum Bakarameistarafélags Reykjavíkur, sat þar í stjórn og. var heiðursfélagi félagsins. Þann 30. júlí 1921 kvæntist Jón Hannesínu Ágústu Sigurðardótt- ur, varð þeim 3 barna auðið sem öll eru á lífi. Þau eru: Sigurður Óskar, bak- arameistari, kvæntur Önnu Linn- et; Jóhanna Guðrún, gift undirrit- uðum og Símon, bankafulltrúi ókvæntur. Börn, barnabörn og barnabarna- börn eru orðin fjölmörg. Ég var svo lánsamur, þá ungur maður, að tengjast þeim Jóni og Hönnu fjölskylduböndum, þau kynni hafa verið mér mikill fjársjóður af kærleika, birtu og yl. Ef þessi jarðarkringla, sem við dveljum á, er einhvers konar skóli til frekari þroska á vegferð okkar til að nálgast það fullkomna, þá veit ég að tengdafaðir minn hefur lokið þeirri göngu með fyrstu ágætiseinkunn. Það voru ekki völd eða metorð sem hann sóttist eftir,- heldur að þroska sinn innri mann til göfugs lífernis. Hann hefur gengið braut hins dugmikla athafnamanns, með kærleikann að leiðarljósi. Að lokum vil ég þakka tengda- föður mínum samfylgdina sem hefur verið okkur öllum samferða- mönnum hans mikil blessun. Hanna mín, ég votta þér mína dýpstu samúð og öllum skyld- mennum votta ég saniúð mína. Blessuð sé minning hans. Ó.M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.