Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1978 kavfind \\ ps (ö GRANI göslari Slönguna eins ok skot! Viltu nú ekki lofa mér að koma með þér þegar þú heldur næst upp á afmælið mitt? Kaffiö getur ekki verið kalt. — Það er búið að vera á kaffi- könnunni síðan í gær! BRIDGE Leitum á ný mið Áhugamaður um flug ritar nokkrar línur og vill að íslending- ar gefi enn meiri gaum að því að komast yfir nýjar flugleiðir er- lendis eða leiguflug þar sem flugkostur er svo mikill og væntanlega hægt að nýta hann enn betur: „Sjálfsagt eru íslendingar einna bezt allra þjóða búnir að öllum flugfarkosti (miðað við höfðatöl- una frægu að sjálfsögðu) og hafa menn farið nokkuð út á þá braut að taka að sér flug fyrir erlenda aðila. Sem dæmi má nefna að Arnarflug hefur starfað í Kenya og víðar og Loftleiðir fluttu pílagríma einhvers staðar suður frá líka eins og flestir múna. Nú eru einhverjar raddir uppi um að flugleiðin milli Glasgow og Kaup- mannahafnar sé að verða undir í samkeppni við BA flugfélagið. Datt mér í hug í framhaldi af því að nefna að íslenzku flugfélögin þurfa eflaust að halda vel á spöðunum til að geta haldið ýmsum verkefnum úti í heimi áfram. Hróður íslenzku flugfélaganna hefur víða borizt og talað er um að íslenzkir flugmenn séu hæfir mjög og öruggir. Án efa gera flugfélögin öll allt sitt til að reyna að afla sér verkefna erlendis og finnst mér að ríkisstjórnin ætti að styðja þau í þeirri viðleitni, því þetta er dýrt starf og kostar mikið að leita eftir atvinnu og gera tilboð í ýmiss konar leiguflug o.þ.h. Benda má á að leiguflug og annað flug fyrir erlenda aðila er á við hvaða annan útflutningsatvinnuveg sem er, eða er það ekki rétt? Flugflotinn nýtist ekki að fullu hér heima við, a.m.k. ekki að vetrinum og því er sjálfsagt að leita eftir fleiri og meiri nýtingarmöguleikum. Vel má vera að einhverjum þyki þetta óþarfa mas hjá mér, en ég vildi fá að benda á hersu mikil- vægar þessar atvinnugreinar eru og þær mega ekki leggjast niður, því hvar stæðum við ef ekki væru til íslenzk flugfélög? Væru þá ekki samgöngur við önnur lönd verri? Væri þá ekki óvissa um allt okkar samband við nágrannalöndin? Stundum heyrist nefnilega talað um að íslenzku flugfélögin veiti ekki nógu góða þjónustu á flugleið- um sínum og það kann að vera matsatriði. En ég held að það gleymist líka oft að þessi félög eru ekki rekin af milljónaþjóðum eins og hin erlendu félög og því verði að taka fullt tillit til þess og líta á það með skilningi þó að þau séu ekki eins sterk og þau stóru á öllum sviðum. En aftur vil ég minna á að hlúa barf að flug- Umsjón: Páll Bergsson Við spilaborðið þurfa háðir aðilar ávallt að gera sér áadlun eða hugmynd um framvindu spils. En það er aldrei að vita hvar möguleiki leynist til að snúa gangi spils sér í hag. Vestur gaf, austur og vestur á hættu. Norður S. 85 H. ÁK643 T. K985 L. G7 Vestur S. D72 H. G97 T. G4 L. KD1092 Suður S. Á943 H. 2 T. ÁD1( L. Á54 Eftir að norður opnaði á einu hjarta og tók síðan undir tígul héldu spilaranum í suðri engin bönd. Hann varð sagnhafi í sex tíglum og vestur spilaði út lauf- kóng. Sagnhafi sá fljótlega, að útlitið var ekki sem best. Til að spilið ynnist varð trompið að liggja 2—2 og hjartað 4—3 á höndum and- stæðinganna. Þá var hægt að láta laufin tvö í hjörtun og trompa tvo spaða í borði. En til að þetta gengi varð vestur að eiga tígulgosa. Fyrsta slaginn tók sagnhfi með laufás og spilaði síðan hjarta á ásinn. Trompaði hjarta á hendinni með þristi og spilaði tígulsjöu. En þá sá vestur möguleikann. Hann lét gosann og sagnhafi var skyndi- lega í vandræðum. Trompkóngur- inn var orðinn síðasta nýtanlega innkoman í borðið og spilið var tapað. Fríspila mátti hjartalitinn en ekki yrði fyrir hendi innkoma í borðið á réttum tíma. Eftir spilið sá suður í hverju villan lá. Hann hafði ekki gert sér Ijósa innkomuerfiðleikana. í þriðja slag þurfti að trompa hjartað með tíunni og eiga smá- spilin tvö. Þau voru nauðsynleg til að eiga á hendinni lægri spil en núuna og áttuna í borði. Þá gerir ekki til þó vestur stingi gosanum í milli og spilið vinnst án sérstakr- ar fvrirhafnar. 7 Austur S. KG106 H. D1085 T. 62 L. 863 I^SviCI I Framhaldssaga eftir Mariu Lang f ^ | | ■ I II lf III wj I Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði . — Heyruð þið nú. Klukkurn- ar farnar að hringja. Nú hringja þær í kór um landið þvert og þær halda því áfram til klukkan hálf eitt. Hljóðbylgjurnar frá klukknahringingunum skullu eins og flóðbyigja scm reis og hneig. Innan dyra var hægt að afbera hávaðan en helzt ekki fyrr en Klemens hvarf á braut og lokaði eftir sér. En úti á þröngum götunum var hávaðinn ærandi. Klemens Klemensson hvarf hratt eftir Ágötu. Skammt fyrir neðan varð Matti Sandor að stinga fingrunum í eyrun þegar hann sté út úr mjólkurbarnum og út á Prestsgötuna. , Bærinn var enn honum fram- andi og þennan mánudag fund- ust honum hvíia einhver þyngsli yfir. Framan við ráð- húsið drúptu flöggin, hlaut og rytjuleg, og hóksalinn hafði skreytt gluggann sinn með galdranorninni í sætabrauðs- húsinu og í nýlendurvörubúð- inni á móti var bent á að skömmtunin á kaffi rynni ekki út fyrr en um miðjan nóvemb- er. Aukinhcldur hafði kaffið hækkað um þrjár krónur kfló- ið. Hann arkaði framhjá Eks og Jernfelts búðinni og framhjá verzlun Carls Nieisens og komst að dyrunum sem lágu að Jitlu búðinni. Andstætt fyrri viðskiptavininum lokaði hann dyrunum vandlcga á eftir sér. Lokaði dyrunum til að útiloka eilífar útfarahringingar úti. — Nei, þárna ertu kominn, sagði fröken Rillkvist glaðiega. — Og ósköp er að sjá hvað þú ert blautur. Er svona mikil rigning? — Rignir. Eða kannski snjó- ar. Ég veit eiginlega ekki hvað. Ilelena Wijk hafði dregið tjaldið til hliðar og horðið og stólarnir tveir blöstu við og lítil plata þar með kaffi kraum- aði í katli. Hún horfði á hann móðurlcg á svip og sagði. — Þú virðist svona rétt í meðallagi ánægður. Matti sem var þrítugur að aldri, var yfirleitt heldur lítið glaðlegur á svip og sjaldan mátti grcina skapbrigði hans á andlitinu. Ljóst og freknótt andlitið var alltaf lokað og gaf ekki til kynna hverjar hugsan- ir bærðust innra með honum og enda þótt málýzka hans væri frá Verraalandi hafði hann ekkert í sér af málgleði Vcrm- lendinganna. — Eg get ekki þolað þctta, sagði hann svo. — Hvað geturðu ekki þolað? Veðrið? Rigningin hafði klcsst rauð- brúnt hárið niður á ennið og rakinn rauk úr prjónapeys- unni. en hann yppti samt öxlum og sagði. — Æ, nei það verður nú víst að taka það eins og það kemur fyrir. Það er öllu verra með þessar eilffu klukknahringing- ar. — En kóngurinn dó í gær, eins og þú veizt, sagði Lisa Billkvist og vottaði fyrir ásökunarhreim { röddinni. Gustaf fimmti dó sunnudaginn 29. október klukkkan 8.35 um morguninn. — Ja, ekki þekkti ég hann. — Það gerði ég sannarlega ekki heldur, sagði Lisa. — En hann er ckkert ofsæll af því að fá dálitið af klukknahringing- um sér til heiðurs og sáluhjálp- ar. — Mér finnst þetta bara svo óhugnanaieg hljóð. — óhugnanleg. Hvers vegna það? spurði Helena Wijk. — Æ, ég veit það ekki. Ég verð óstyrkur á taugum að hlusta á þetta.. — Þú hefur svei mér næmt taugakeríi. En þú ert kannski ekki vanur því að búa í grennd við kristinna manna kírkjur og hlusta á klukknahljóm? Bros Matti Sandors var meginástæðan fyrir því að cnginn fékk staðist hann. Bros- ið brauzt fram á andlit hans I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.