Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1978 29 félögunum svo aö þau dafni áfram og gera þeim kleift að starfa að verkefnum erlendis og styðja þau, þurfi þess með, Að lokum vil ég taka fram að ég er ekki áhangandi neins flugfél- ags, heldur aðeins áhugamaður um þessi mál og því urðu þessar línur til. FIugáhugamaður.“ • Um skuldir og sjálfstæði „Þá eru kosningaúrslitín öll- um kunn. Aðaláherzlan var lögð á það að gera efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar tortryggilegar enda sigur Alþýðuflokksins stærstur. Tvennt bar til þess að Alþýðuflokkurinn sigraði. I fyrsta lagi barðist hann á sínum tíma fyrir verkfallsrétti og vökulögun- um og svo hefur hann aldrei kvikað í vernarmálunum, þar má alltaf treysta honum eins og Sjálfstæðisflokknum. Atkvæði Alþýðubandalagsins voru ekki frá vinnandi fólki nema þá að íslenzkir námsmenn í útlöndum stundi erfiðisvinnu með náminu enda vill Aþýðubandalagið verkfallsréttinn feigan eins og allir kommúnistar. Þetta sífellda tal um að skuldasöfnun sé hættu- leg sjálfstæðinu er bara þvætting- ur. Við höfum skuldað fyrr og haldið okkar sjálfstæði. Vorið 1939, þegar Framsókn var búin að stjórna síðan 1927, þá var Sjálf- stæðisflokkurinn beðinn að koma og rétta við hlutina. Þá voru ríkistekjurnar 22 milljónir og skuldirnar 45 milljónir. Kreppan hafði farið um allt en verst var ástandið hér ekki sízt vegna þess að aldrei hafði mátt fella gengið. Valdhafarnir sáu það ekki þá að allir græða mest ef atvinnuvegirn- ir standa vel. Alþýðubandalagið getur auðvitað farið með okkur úr Nato með stuðningi Framsóknar, en hvað græðum við á því? Halda þeir að við við fáum nógar rúblur til að borga skuldirnar við útlönd? Eg get vel hugsað mér að þeir komi í land þessir sem eru í rússneska flotanum sem hér sveimar allt íkring. SIA-mennirn- ir frá Austur-Þýzkalandi, sem núna eru orðnir stórir menn hér, mega vita það að rússnesku hermennirnir hljóta að hafa áhuga á fallega kvenfólkinu okkar ekki síður en því í Austur-Berlín. Sögurnar af ævintýri, þegar þeir komu til A-Þýzkalands, eru ekki gleymdar. Auðvitað getum við Islendingar treyst nýja fólkinu í Alþýðubanda- laginu til þess að verja okkur fyrir rússnesku hermönnunum en ég er hrædd um að Norðmennirnir, sem kynntust Nazistum í stíðinu og gera ekki mikið upp á milli þeirra og Rússanna, vilji heldur hafa herstöðina hérna sér til verndar og vildu þá kannski vera okkur hliðhollir ef erfiðlega gengur í efnahagsmálum okkar. Húsmóðir.“ NÝ KYNSLÚÐ Auglýsum nýja kynslóð af snúningshraðamæl- um. Þessir hringdu . . . • Björgum krónunni Maður nokkur sem vildi láta nefna sig dr. 18 vildi fá að tjá sig örlítið um krónuna okkar: — Mér finnst ríkisstjórnirnar okkar ekki hafa verið nógu dug- miklar í þeim ásetningi sínum að viðhalda verðmæti krónunnar okk- ar. Krónan er sífellt að verða minni og minni og það er hræði- legt hvaða álit menn hafa á álkrónunni litlu, menn eru hættir að beygja sig eftir henni og bera litla virðingu fyrir henni. Ég held að nú verði að taka upp alvarlega baráttu fyrir lífi krónunnar svo að við myrðum hana ekki alveg. Þá vil ég nefna að mér finnist að Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur eigi að slá saman og mynda ríkisstjórn og taka málin í sínar hendur. V9ð höfum það gott Islendingar um þessar mundir og höfum ekki yfir neinu að kvarta nema ótraustum sessi krónunnar. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákþingi Ungverjalands í fyrra, sem fram fór í Búdapest í desember, kom þessi staða upp í skák þeirra Riblis, sem hafði hvítt og átti leik, og Orsos. 20. IIbxf6! - Hxf6 (Eða 20. ... gxf6 21. Dh5 — fxg5 22. Dxg5+ og mátar) 21. Dh5 - Hxfl+ 22. Bxfl og svartur gafst upp. Hann verður mát eftir 22. ... Bb7 23. Dxh7+ — Kf8 24. Bb4+. Þeir Ribli og Sax urðu jafnir og efstir á mótinu, hlutu báðir 12'Æ v. af 17 möguleg- HÖGNI HREKKVÍSI „Fínt! ... Þú hefur fundið gleraugun mín!“ Ljósgeisli plús rafeindaverk. Fáanlegt hvort sem er, með skífu eða vísi, eða skífulaus með Ijós-tölum. Mælisvið 25.000, 50 000, 1 00 000 SöiuiiftlaKLíigjiuiip cS ©o REYKJAVIK, ICELANO VESTURGOTU 16 —SlMAR 14680 - Í3 2 80 — TELEX: 2057 STURLA 1S SHAKESPEARE sportveiöartæri eru löngu orðin lands- þekkt á islandi. LJrvalið gerir sportveiðimönnum kleift að nota SHAKE- SPEARE (rá unga aldri (ram á hátind veiðl- mennskunnar. Gæðln eru óumdeilanleg, hvort sem um hjól, stengur línur eða annað er að ræða. SHAKESPEARE fæst í næstu sportvöruverslun — viðgerða og varahlutaþjónusta. Taktu SHAKESPEARE með í næstu veiðiferð og njóttu ánægjunnar. þeir eru að fá ann á um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.