Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 1
36SIÐUR 142. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 178 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fellur Begin átrúar- ákafa? Jorúsak>m. 5. júlí. Rruter. RÁÐAGERÐIR um að breyta lögum í ísrael, sem kveða á um herþjónustu kvenna í landinu, haía valdið miklu fjaðrafoki og er talið að þrætan geti orðið til þess að stjórn Begins neyðist til að segja af sér. Þær breytingar, sem um er að ræða, miðast að því að veita konum, er lýsa sér sem mjög trúhneigðufn Gyðingum, undan- þágu frá herþjónustu, en öflug mótmæli hafa komið fram gegn tillögunni þar sem margir telja að þetta verði til þess að allar konur geti komizt hjá herþjón- ustu með því einu að þykjast vera trúaðar. Enda þótt ríkisstjórn Begins hafi borið sigur úr býtum í kosningum um traust á ríkis- stjórnina á þriðjudag eftir að mótmælin komu fram, hefur hinn svokallaði Lýðræðislegi Framhald á bls. 20 Nýjar tillögur Egypta skerpa ágreininginn Karíró—Washington, 5. júlí. AP. Reuter. EGYPTAR afhjúpuðu í dag ný friðaráform í sex liðum í Mið-Austurlandadeilunni og kröfðust þess sem fyrr að ísraels- menn drægju sig til baka frá Gaza-svæðinu og vesturbakka Jórdanárinnar, þar með talinn er austurhluti Jerúsalem. fsraelsmenn hafa þegar hafnað helztu atriðum þessara áforma og er lítil von um árangur að sögn egypskra embættismanna. Enda þótt bandarísk stjórnvbld hafi látið í ljós von um að nú megi gera nýja atlbgu í f riðarumleitun- um eftir að báðir aðilar hafa lagt skýrt afmarkaðar tillögur sínar á borðið gætir hóflegrar bjartsýni meðal ráðamanna vestanhafs. I ísraelska útvarpinu í dag var látið að því liggja að áform Egypta væru bæði „ósveigjanleg og vitna ekki um neina breytingu". Israels- stjórn hefur á hinn bóginn ekkert látið hafa eftir sér enn um tillögurnar, en í þeim kemur einnig fram krafa um að ísraels- menn hverfi brott af þeim her- numdu svæðum, er þeir hafa tekið sér búsetu á. Tillögur Egypta eru eins og kunnugt er fram komnar að áeggjan Bandaríkjastjórnar, en ísraelsmenn höfðu um langt skeið kvartað yfir að Egyptar legðu engar tillögur fram á móti sínum. I tillögunum er kveðið á um eins konar fimm ára millibilstíma, en á þeim tíma er hugmynd Egypta að hernumdu landsvæðunum verði stjórnað af fulltrúum kosnum á „frjálsan" hátt meðal Palestínu- manna, en undir eftirliti Jórdana á vesturbakkanum en Egypta á Gaza-svæðinu. Segir að taka skuli ákvörðun um framtíð Palestínu- Framhald á bls. 20 Svía varpað í dýflissu í Riga Sakaður um njósnir Kanadast jórn kref ur Rússa um 3 mill jarða Brota gervihnattarins enn leitað S.Þ.. 5. júlí. AP. KANADAMENN lýstu því yfir í dag að þeir myndu fara fram á það við sovézk y f irvöld að þau greiddu meira en 12 milljónir dollara eða jafnvirði meira en 3.1 milljarða íslenzkra króna í skaðabætur vegna óhappsins er varð 24. janúar sl. er kjarnorkuknúinn gervihnöttur Sovétmanna féll til jarðar í Norður-Kanada. Kanadískur geimvísindamað- kjölfar atburðarins. Búist er við ur, Erik B. Wang, skýrði nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, er fjallar um friðsamlega nýt- ingu geimsins, frá því að Kan- adamenn myndu einnig krefja Moskvuyfirvöld bóta vegna tjóns er varð af völdum geisla- virkni á kanadísku landsvæði í að Sovétmenn muni andæfa kröfunni. Síðan gervihnötturinn féll til jarðar í janúar hafa hópar vísindamanna í Kanada og frá Bandaríkjunum leitað gaum- gæfilega á um 80000 ferkíló- metra stóru svæði í norðanverðu Saskatchewan og Alberta eftir brotum úr hinum geislavirka gervihnetti. Að sögn Wangs hefur til þessa tekizt að finna brak, sem í heild vegur um eitt hundrað kíló, þar á meðal tvo hluta, „sem yrðu hverjum þeim banvænir, er væru í nálægð við þá í nokkrar klukkustundir" sagði Wang. Það kom fram hjá honum að hlutir þeir, er leitað hefur verið að, eru mjög ólíkir að stærð, sumir hverjir minni en svo að mannsaugað greini þá Framhald á bls. 20 Stukkhúlmur. 5. júh'. AI\ SÆNSKUR ríkisborgari í hópi ferðamanna í Sovétríkjunum hef- ur verið tekinn höndum og sakaður um njósnir samkvæmt heimildum sænska utanríkisráðu- neytisins í dag. Talsmaður utanríkisráðuneyt- isins upplýsti að viðkomandi ferðamaður væri fyrrverandi Letti, Laymonds Niedre að nafni og fimmtíu og fjögurra ára gamall. Niedre, sem gerðist sænskur ríkisborgari 1954 var handtekinn 1 Riga 23. júní. sagði talsmaðurinn. Enn fremur sagði embættismað- urinn Manfred Nilsson, að sænsk yfirvöld hefðu fengið staðfestingu frá Sovétmönnum þess efnis að þeir hefðu hefðu handtekið Niedre. „Við sendum beiðni um að fá að sjá hann í fangelsinu í Riga," sagði hann, „en við höfum ekkert svar fengið frá sovéskum yfirvöldum ennþá." Framhald á bls. 20 Fellibylur drepur sjö Bismarck, Norður-Dakóta, 5. júlí. Reuter. „ÞAÐ tryði því enginn. Þetta var fyrsti fellibylur, sem ég hef á ævi minni séð og mig langar aldrei aftur að sjá annan slíkan." sagði Framhald á bls. 20 Þrumugnýr og reykur í Beirút Beirut, 5. júlí. Reuter. FALLBYSSUSKOTHRÍÐ gall aftur við í Beirut á miðvikudags- Sálarstríð hefst fyrir skákeinvígi Baguioborg, Filippseyjum, 5. júlí. Reuter. SÁLARSTRÍÐ þeirra Karpovs, heimsmeistara í skák og Viktors Korchnois, áskoranda hans virð- ist þegar vera hafið. Meistararnir eru nú báðir komnir til Baguio þar sem áætlað er að einvígi þeirra hefjist þann 17. júlí. Fyrrihluta dags á miðvikudag sátu skákmeistararnir báðir boð: Marcosar Filippseyjaforseta, í höll hans í Manila, um 250 kílómetra frá skákstaðnum. Gestirnir tveir sátu augliti til auglitis í veislunni og létu sem þeir sæju ekki hinn. „Þegar Marcos minntist á að hann léki skák sjálfur, reyndi ég að tala fyrir okkur Karpov báða og vera léttiyndur" sagði Korchnoi við fréttamenn. „En ég held að Karpov, hafi ekki einu sinni brosað þegar ég og forsetinn hlögum" bætti hann við. Flutningabílstjórar loka vegum til Austurríkis. — Myndin sýnir hluta. af meira en 10 kflómetra langri riið austurrískra vöruflutningabfla f Schwarzbach við landamæri Vestúr-Þýzkalands. Bifreiðastjórarnir ákváðu að fara f verkfall með þessum hætti til að mótmæla nýjum vegasköttum fyrir vöruflutningabfla, sem tóku gildi frá og með 1. júlí. Aðgerðir þessar hafa lokað allri umferð til og frá Austurríki á vegum og lét austurríski kanzlarinn, Bruno Kreisky, að því liggja í gærkveldi að hann og stjórn hans væru að missá þolinmæðina. ' kviild eftir að lát hafði verið á bardb'gum f nokkrar stundir milíi sýrlenzkra gæzluliða og hægri- sinnaðra hersveita. Miklar sprengingar bergmál- uðu f borginni og þykkar reyksúl- ur stigu til himins upp af rústum þéttbýlla hverfa í Austur-Beirut, þar sem búa kristnir menn. Samkvæmt heimildum hægri manna höfnuðu þeir skilmálum Sýrlendinga um vopnahlé. Fréttin hafði ekki verið staðfest þegar síðast spurðist. Skothríðinni í borginni hafði Framhald á bls. 20 Fréttaritari fær að fara lioston. 5. jfflí. A& ANNAR bandarísku fréttamann- anna tveggja, sem sakaðir voru um að rægja Sovétrffcin frá hækistöðv- um sínura i Moskvn, hef ur nú fengið að snúa aftur til Bandaríkj- anna. Fróttaritarinn. Craig R. Whitney, kom til Boston á þriðju- dag til að verja sumarley(i sínu þar. Whitney kvað starfsbroður sinn Harold D. Piper enn hafast. við í Sovétríkjunum eftir því sem hann bezt vissi. Fréttaritararnir neituðu báðir að t.aka þátt í réttarhöldum yfir þeim í Moskvu á mánudag. Búist er við að Pipef fái-einnig að fara frjáls ferða sinna. ,,.¦ t.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.