Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1978 Ný geymsluaðferð fisks tekin í notkun á Húsavík: Hægt að geyma óslægð- an fisk í allt að 13 daga FISKIÐJUSAMLAG Húsavík- ur er nú að taka 1 notkun nýja tegund af kæligeymum íyrir fisk, sem margir spá að muni ryöja notkun íss úr vegi bæði á landi og eins um borð í fiskiskipum. Kæligeymirinn, sem nú hefur verið settur upp á Húsavík, er sá fyrsti sem settur er upp í heiminum, en verið er að ganga frá öðrum í Noregi. Ef nýja kæliaðferðin reynist eins og til er ætlazt er hægt að geyma óaðgerðan fisk í geyminum í allt að 13 daga án þess að hætta sé á nokkrum skemmdum. Þá þýðir þessi nýja geymslu- aðferð að fiskurinn rýrnar ekkert, en þegar fiskur er geymdur í ís, rýrnar hann oft um 1—2%, og fyrir fyrirtæki eins og Fiskiðjusamlag Húsa- víkur getur þetta þýtt a.m.k. 50 millj. kr. á ári. Tryggvi Finnsson forstjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur sagði í safntali við Morgunblaðið í gær, að nýi kæligeymirinn væri 37—38 rúmmetrar og tæki um 30 tonn af fiski. Væri sjó dælt í gegnum hann við 0 gráðu hita og væri óverulegur þrýst- ingur á fiskinum, þannig að engin hætta væri á að hann skemmdist. Kvað Tryggvi þetta kælikerfi ekki nýtt af nálinni, en til þessa hefði vandamálið verið að ná fiskinum óskemmdum upp úr geyminum. . . Kverner fyrir- tækið norska hefði nú fundið lausn á þessum vanda, sem byggðist á því að botn geymisins væri falskur og síðan væri lofti blásið upp í geyminn að neðan og við það færi fiskurinn af stað og á þar til gert band, sem lægi Framhald á bls. 20 Garðar Halldórs- son skipaður húsa- meistari ríkisins I GÆR skipaði forsætisráðherra Garðar Halldórsson yfirarkitekt, í stöðu húsameistara ríkisins frá 1. janúar n.k. að telja. Garðar hefur verið starfandi yfirarkitekt hjá húsameistara ríkisins undanfarin ár. Ásamt Garðari Halldórssyni sóttu um embættið arkitektarnir Hannes Kr. Davíðsson, Jón Haraldsson og Ragnar Emilsson. Glasgow-Kaupmannahðfn: Viðræðum um flugleið- ina frestað um sinn SEM kunnugt er af fréttum hafa átt sér staö að undanförnu viörædur milli íslenzkra og brezkra yfirvalda um flugleiðina milli Glasgow og Kaupmannahafnar, en Flugleiðir hafa haldið uppi áætlunarflugi á Þeirri flugleio 30 ár. Hafa Bretar óskað eftir pví að islendingar hættu flugi á Þessari leiA og gæfu Bretum hana eftir, en brezka flugfélagiA British Airways hefur nú hafiA flug á pessari leið og SAS hefur flogið á henni í nokkur ár. Taliö er aö farþegafjöldi á flugleiðinni sé ekki nægur fyrir öll félögin og pví er pað að Þessi ósk er fram komin frá Bretum. Þessum fyrstu viðræðum lauk í gær og sagði Pétur Thorsteinsson, sem var formaður íslenzku viðræðunefndarinnar, í samtali við Mbl. að sampykkt hefði verið að fresta peim um sinn, en líklega yrðu pær teknar upp aftur með haustinu. Sagði Pétur að greinargerð um sjónarmid íslendinga yröi send til London og síðan yrði ókveðið um frekari viðræður. Myndin er tekin pegar vioræAum milli íslenzkra og brezkra yfirvalda um flugleiðina milli Kaupmannahafnar og Glasgow lauk í gær. Formenn viðræðunefndanna eru lengst til haegri á myndinni, peir Leslie Frank Standen og Pétur Thorsteinsson. LjAsm. Rax. Formaður brezku viðræðunefnd- arinnar, Leslie Frank Standen að- stoöarráðherra, sagði aö hinni brezku sendinefnd hefði verið mjög vel tekiö af íslendingum og burtséö frá verkefni þeirra hefði dvölin hérlendis verið hin ánægjulegasta. — í viðræðunum geröum við grein fyrir okkar sjónarmiöum, sagði Standen að íslendingar drægju sig til baka frá þessari flugleið milli Glasgow og Kaupmannahafnar, og höfum farið fram á að það yrði gert í áföngum og Flugleiðir yröu að öllu leyti hættir að haustinu 1979. Þetta hefur því miður ekki veriö samþykkt og verðum við því að sjá til og hefga frekari viöræður síðar. Þaö er rétt aö Flugleiöir hafa flogiö á þessari leiö í fjölmörg ár, en í flugi er ekki um neinn hofðbundinn rétt eöa venjur að ræða, þar gilda fyrst og fremst samningar og þessu viljum við fá breytt. Örn Ó. Johnson forstjóri Flug- leiða, sagöi í samtali við Mbl. að þeir Flugleiöamenn væru óánægðir meö það að Bretarnir skyldu hafna tilboöi Flugleiða, sem var á þann veg að ferðum yrði fækkað úr þrem á viku niður í tvær og jafnframt yrðu teknar upp takmarkanir á farþega- fjölda. — Viö höfum boöizt til, sagði Örn, aö farþegafjöldi hjá okkur veröi ekki meiri en sem svarar % þess sem hann varð mestur á árinu 1977, en fengjum síðan eðlilega aukningu á meö auknum farþegafjölda á flugleiöinni. Þetta hafa þeir ekki getaö samþykkt og vilja ræöa þetta nánar úti og verða væntanlega teknar upp viðræður síðar. Samn- ingur sá, sem nú er í gildi, er þannig að hvort land getur sagt honum upp með eins árs fyrirvara og við vonum sannarlega að ekki þurfi að koma til þess. — Farþegafjöldinn á þessari leið hefur veriö um þaö bil 11 þúsund árlega, sagði Örn ennfremur, og er hún okkur mjög mikilvæg að því leyti aö hún hjálpar okkur við aö halda uppi okkar áætlun til Glasg- ow. Farþegafjöldinn sem færi að- eins til Glasgow myndi ekki nægja til - að halda úti sérstakri áætlun þangað. Þess vegna leggjum viö áherzlu á að geta haldið þessari leiö og nefna má að brúttótekjur af henni námu á síðasta ári um 400 milljónum króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.