Morgunblaðið - 06.07.1978, Side 14

Morgunblaðið - 06.07.1978, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1978 Markús Örn Antonsson borgarfulltrúi: Hugsað upphátt eftir kosningar Unga fólkid og Sjálfstædisflokkurinn — Prófkjörs- vandamál — Agreiningur forystumanna flokksins SJÁLFSTÆÐISMENN mega ekki og geta ekki túlkað úrslit byggðakosninganna í maí og alþingiskosninganna íyrir rúmri viku öðru vísi en sem ósigur og alvarlega viðvörun. Það er hvorki staður né stund fyrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins að beita prósentu- reikningi á úrslit þingkosninganna langt aftur í tímann til að sýna, hvað aðrir flokkar hafi staðið sig illa. Sjálfstæðisflokkurinn fékk afar slæma útreið og minnstu munaði að hún yrði miklu verri svo tæpt sem úrslit stóðu fyrir suma þingmenn flokksins, sem kjöri náðu með naumum atkvæðamun. Að þessum niðurstöðum kosn- inganna hlýtur athygli sjálf- stæðisfólks að beinast nú. Og við spyrjum okkur: „Af hverju er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn fylgissnauðari hjá þjóðinni en hann hefur nokkurn tíma verið í nærri 50 ára sögu sinni?“ Hefur flokkurinn lifað sitt fegursta og blasir nú hnignun við? Fólk er nú þessa dagana í óða önn að leita skýringa. Allir þurfa að túlka tíðindin af sínu hyggjuviti og er það gott. Það hristir allténd upp í flokksfólkinu og hvetur til umræðna, vonandi hreinskilinna og opinna eins og nú er þörf fyrir. í fljótu bragði staldra menn við hóp hinna ungu kjósenda, sem ekki er talinn hafa fylgt flokknum að málum. „Og svo eru það líka þessi andskotans prófkjör", segir fólk. En er nokkuð meiri ástæða til að aldursgreina þann hóp, sem sneri baki við Sjálfstæðisflokknum, en kyngreina, eða flokka niður eftir öðrum formúlum? • Hvaö gerðí unga fólkið 1974? Ef stúdentauppþotin í París og forsetakosningarnar hér á landi 1968 hafa átt að gjörbreyta gildismati hins unga Islands •jafprækilega og sumir vilja vera láta, hefði þess átt að gæta í þingkosningunum 1971 og 1974 ekki síður en nú. Eða hvað? Viðreisnarstjórnin féll 1971, ef til vill vegna unga fólksins, sem þá gekk í fyrsta skipti að kjörborði og greiddi stjórnarflokkunum ekki atkvæði. En varla verður umsvifa- laust ályktað að það hafi verið vinstri sinnað, róttækt æskufólk, sem þeysti fram til stuðnings við varnarmálastefnu Sjálfstæðís- flokksins í kosningunum 1974 og tryggði hönum yfirburðasigur. Við skulum fara varlega í ályktanir um varanlega vinstri sveiflu hjá ungu fólki, af því að í grundvallar- atriðum á stefna Sjálfstæðis- flokksins hljómgrunn hjá því, þótt svo hafi farið nú sem fór. Ungt fólk er vafalaust gagnrýnna en margir .eldri kjósendur á fram- kvæmd stefnumálanna, sem stjórnmálaflokkar afla sér fylgis á í kosningum. Það tekur eftir því, hvort fyrirheit eru svikin og ekki staðið við þær yfirlýsingar, sem búið er að gefa í kosningaávörpum og innsigla í prentuðum stefnu- skrám fyrir kosningar. Ungt fólk fæðist ekki lengur inn í stjórnmálaflokka. Það leggur sjálfstætt mat á stjórnmál löngu áður en það fær sjálft að taka þátt í kosningum. Það tekur sérhverju hliðarspori flokkanna frá gefinni stefnu miklu þunglegar en hlýðn- ustu fylgismenn flokkanna, sem ýmsu eru vanir af áratugagamalli reynslu. Prófkjör í þeirr mynd, sem þau voru hjá Sjálfstæðisflokknum á s.l. vetri, eru ekki nýlunda í flokksstarfi okkar. Ekki verður því mótmælt, að margir góðir og gegnir flokksmenn hafa ávallt talið þessa leikreglu til mestu óþurftar. En flokkurinn hefur ekki hingað til goldið þeirra sérstak- lega og ekkert bendir til að árangur hans í borgarstjórnar- kosningunum 1970 og 1974, eða í þingkosningunum 1971, hefði orðið betri, ef prófkjör hefði ekki farið fram. Hinu er ekki að leyna, að undirbúningur prófkjörs sjálf- stæðismanna á s.l. vetri, bæði vegna þingkosninga og borgar- stjórnarkosninga, var með nokkuð annarri áferð en t.d. 1970. Nýjar aðferðir eru komnar til sögunnar í undirbúningsstarfi frambjóð- enda og ef þú ætlar að vera með, góði, skaltu tileinka þér þær, eða halda þig utan leikvangsins ella. • LaunÞegasamtök virkjuð Það er miður, að svo ágætir þingmenn sem Pétur Sigurðsson' og Guðmundur H. Garðarsson skyldu ekki ná því marki í prófkjöri að tryggði þeim þing- sæti. Þegar talað er um, að þetta hafi orkað illa á kjósendur í launþegahreyfingunni, hljóta menn aftur á móti að spyrja, hvar hafi verið stuðningur launþega í Sjálfstæðisflokknum við forystu- menn sína í prófkjörinu. Því er ekki að leyna, að báðir þessir menn aðhöfðust lítið í prófkjörs- undirbúningnum. Árangur Magnúsar L. Sveinssönar, varafor- manns Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, í prófkjörinu vegna borgarstjórnarkosninganna bend- ir hins vegar til þess að virkja megi sjálfstæðisfólk í launþega- samtökunum til verulegs átaks. Enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið, og er enn, annar öflugasti flokkurinn í verkalýðssamtökun- um. Prófkjör eru ekki fullkomin. Mér þótti það til dæmis næsta kynlegt, að ekki skyldi í síðasta prófkjöri koma fram framboð ungs manns undir 30 ára aldri, sem sæktist eftir því í alvöru að taka sæti í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Prófkjör hafa gefið svo ungu fólki sérstakt tækifæri til áhrif á skipan fram- boðslista eins og reynsla okkar sjálfstæðismanna sýnir. Vonandi breytist þetta aftur til hins betra í næstu umferð. • Neikvæðar afleiöingar prófkjörs Svo er það ljóst, að eins og framkvæmd prófkjörsundirbún- ings er nú orðin hjá Sjálfstæðis- mönnum í Reykjavík og víðar, er ákveðin hætta á að fylkingar um einstaka frambjóðendur nái hrein- lega ekki saman til lokaátaka í hinni eiginlegu kosningabaráttu, þegar ekki líða nema nokkrar vikur á milli stríða. Eftir því sem menn gerast kappsfyllri og skipulagið verður víðtækara og stuðningsmanna- hópurinn stærri, er frambjóðand- inn í prófkjöri stöðugt verr settur 86 * 86 * * * 86 * 86 * Jektorar Fyrir lensingu í bátum og fiskvinnsiustöðvum. 88 88 88 88 88 38 38 38 88 88 88 88 88 38 88 38 88 86 88 88 ESTABLISHED 1925 30 WWWJOqoqdqoqoQOQOQOQO000000 * CooC?TS?TSooooodðrSooðKnoðK(TSðoðoðoðr>ef\lX>ðOooi'T8<'*')ðr><*i<X}<^ðoðOðF)ðOðrvðoðoðoðGðoðr>ðOðtSðr>i'T><'xSiTS<’T>flO<'T'if’T'>i'YSíT%*> ■Ll^L c=D<S)ini®©®ini (it — TELEX: 2057 STURLA-ÍS — TELEPHONES 14680 & 1 3 2 80 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 86 88 88 88 Delivry g| 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 98 88 38 38 38 38 88 88 88 38 38 38 38 38 38 38 . 38 38 38 38 38 38 Márkús Örn Antonsson til að hafa stjórn á aðgerðum og ráða baráttuaðferðum hjá sínum hóp. Persónulegur skætingur í garð annarra frambjóðenda, jafn- vel smávegis rógsherferð, sem alls ekki eru óþekkt fyrirbæri í þessari forkeppni, hverfa ekki eins og dögg fyrir sólu, þegar endanlegur listi hefur verið settur saman og vinna á að stuðningi við hann í heild meðal almennra kjósenda. Þar sem fram fara listakosning- ar eins og hér á landi, er það afskaplega tvíbent að láta koma til mjög harðvítugs uppgjörs í próf- kjöri, milli manna sem síðan sitja saman á lista og þurfa sameigin- lega, með fulltingi sinna stuðn- ingsmanna, að vinna til sigurs fyrir listann og flokkinn. Við sjálfstæðismenn skulum verja drjúgum tíma til að meta stöðu okkar gagnvart ungum kjósendum og reyna að komast að kjarnanum um prófkjörið. • Orsökin: Óvinsæl stjórn En þessi mál mega ekki draga athygli okkar frá hinni eiginlegu orsök fylgistaps Sjálfstæðisflokks- ins, óvinsældum ríkisstjórnar, sem hann var í forystu fyrir. Sagan segir okkur, að samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks hafi aldrei blessazt. Stjórn- armyndun í ágúst 1974 var sjálf- stæðismönnum ekkert sérstakt fagnaðarefni þótt flokksforystan hafi óhjákvæmilega orðið að tryggja framgang stefnumála sinna í varnarmálum eftir það sem á undan var gengið. Þegar líða tók á kjörtímabilið væntu margir flokksmenn þess að til úrslita drægi og þjóðinni yrði gefinn kostur á að fella dóm sinn yfir ómengaðri stefnu Sjálfstæðis- flokksins í efnahagsmálum. Spilin átti að leggja á borðið og láta kjósa um úrræði. Slíkt hefði verið eðlilegt í kjölfar samninganna í fyrra, því að ráðherrunum var þá ljóst, að samningarnir voru ófram- kvæmanlegir. Stefna ríkisstjórn- arinnar um að hamla gegn verð- bólgu og koma henni niður í 15% eins og til stóð 1975 hafði gjörsam- lega mistekizt og landsmenn báru ekki traust til stjórnarinnar leng- ur. Unga fólkið er að kikna undir vaxtabyrði vegna húsnæðiskaupa, verðskyn þjóðarinnar er gjörsam- lega ruglað. Menn sjá fyrir sér í hillum matvöruverzlana sams konar matvæli í sama magni með 4—5 mismunandi verðmiðum. Verðlag breytist óðar en mannleg- ur hugur fær numið. Þessi þróun efnahagsmála var dauðadómur yfir ríkisstjórninni. Hversu nauðsynlegar sem síðustu efnahagsráðstafanir ríkisstjórnar- innar hafa verið, þóttu þær ekki trúverðugar. Því var ekki aðeins um að kenna, að þjóðin væri illa upplýst um gildi þeirra. Talsmenn stjórnarflokkanna höfðu ekki trú á þeim. Þeir voru margir ófeimnir að láta þá skoðun í ljós við kjósendur. Til uppgjörs hefði þurft að koma fyrr. Áður en ríkisstjórn- in var búin að taka á sig siðferðilega ábyrgð á samningum verkalýðsfélaganna og BSRB í fyrra — ábyrgð, sem hún gat síðan ekki staðið undir. • Flokksforystan Sem að líkum lætur hafa um- ræður sjálfstæðisfólks um úrslit kosninganna meira og minna beinzt að flokksforystunni og sérstaklega stöðu formanns flokksins eftir þennan ósigur. Ágreiningur þeirra Geirs Hall- grímssonar og Gunnars Thorodd- sen undanfarin ár er kominn beint upp á yfirborðið í öllum þessum vangaveltum. Einnig staða Al- berts Guðmundssonar, sem ekki verður lengur sniðgenginn í þing- flokki eða í flokksforystunni, eins og hann væri ekki til. Þótt sjálfstæðismenn hafi ekki viljað skemmta skrattanum með því að bera vandamál sín á torg og hefja opna umræðu um óeiningu í forystuliði flokksins, verður því ekki mótmælt, að togstreitan þar efra hefur skaðað flokksstarfið meir en orð fá lýst. Þær eru fáar ákvarðanirnar um stjórn flokks- starfsins, sem ekki hafa meira og minna valdið ágreiningi á æðstu stöðum. Uppgjör milli Geirs og Gunnars hefur farið fram í nánast hverju einasta félagi sjálfstæðis- fólks í höfuðborginni. Þessi óein- ing hefur gert Sjálfstæðisflokkn- um hið mesta ógagn. Flokksmenn áttu því að venjast, að leiðtogar Sjálfstæðisflokksins styrktu hvor annan í vandasömum störfum. Því hefur ekki verið að heilsa síðustu árin. Þessu hörmulega ástandi í forystu flokksins verður að veru- legu leyti kennt um stöðu hans nú. Það er aftur á móti furðulegt óraunsæi, ef einhver telur, að úrslit um formennskuna í Sjálf- stæðisflokknum hafi ekki enn verið ráðin. Mikið og vandasamt starf bíður formanns flokksins. Hann hefur það verk að vinna fyrst og fremst að sameina flokks- menn og efla flokksstarfið. Sé einhver í vafa um að Geir Hall- grímsson sé maðurinn til að vinna það verk, spyr ég: „Hver annar?" Það ógnar enginn Geir Hall- grímssyni í formannsstöðunni. En á þessum tímamótum er honum sjálfum og flokknum öllum án efa hollast að hann starfi á innan- flokksvettvangi og láti sigurveg- ara kosninganna um að sjá land- inu fyrir nýrri stjórn. Enn rísa úfar innan Janatabandaiagsins Nýja Delhi, 4. júlí. Reuter. JANATA bandalagið á Indlandi greip í dag til enn eins ráðs sem miöar að því að herða tökin, segir í Reuterfrétt. Þingnefnd banda- lagsins samþykkti að óska eftir því við Devi Lal ráðherra fyrir Haryanaríki að hann segði af sér. Lal er fulltrúi Þjóðarflokksins, sem er einn af fimm í bandalaginu, og hefur verið opinskár stuðnings- maður Charan Singh sem var látinn víkja sem innanríkisráð- herra um síðustu helgi. Singh og helsti samstarfsmaður hans, Raj Narain, fyrrv. heilbrigðismálaráð- herra, voru látnir segja af sér vegna þess að nokkuð þótti á skorta fullan stuðning við fyrir- ætlanir Desai forsætisráðherra. Talsmaður Janatabandalagsins sagði blaðamönnum að miðnefnd þingflokksins hefði fyrirskipað afsögn Jals er hann hefði neitað að taka orð sín til baka um að flokksforystan hefði gert samsæri um að koma Singh og Narain úr stjórninni. Ríkti töluverður kvíði meðal manna um að til óeirða kynni að koma í Haryana eftir að Singh var látinn víkja, en ráðherra Haryana hafði þá ekki lægt öldurnar heldur ýtt frekar undir gremjuna, segir í skeytum. Nýr ráðherra verður tilnefndur á föstudag. Vegna hinnar miklu og vaxandi ólgu innan Janatabandalagsins hefur Birhari, sem fer með utanríkismál, frestað för sinni til Genfar þar sem hann ætlaði að sitja fund UNESCO.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.