Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JULÍ 1978 15 Akureyri. 1. júlí. Minjasafnið á Akureyri var opnað á ný í dag eftir miklar breytingar og að loknum bygg- ingaframkvæmdum við nýtt og stórt viðbótarhúsnæði við hús safnsins, Kirkjuhvol, Aðalstræti 58. í þessu nýja húsi eru tveir stórir sýningarsalir á tveimur hæðum, þar sem safnmunir njóta sín vel, og auk þess geymslur og aðrar vistarverur. Þetta nýja húsnæði var formlega tekið í notkun í dag við hátíðlega athöfn að viðstöddum Þór Magnússyni, þjóðminjaverði, og fjölda annarra gesta. Sverrir Pálsson, formaður safn- stjórnar, bauð gesti velkomna og rakti sögu safnsins og húsnæðis- málsins í stórum dráttum. Hann þakkaði öllum, sem stutt hafa safnið með ráðum og dáð fyrr og nú og unnið því óeigingjarnt starf, og minntist þeirra forvígismanna safnsins, sem látnir eru, þeirra Snorra Sigfússonar, Þórarins Kr. Eldjárn, Helga Eiríkssonar, Ragn- ars Ásgeirssonar, Jónasar Kristjánssonar og Ármanns Dal- mannssonar, með þakklæti og virðingu. Fyrsta umræða um stofnun byggðasafns í Eyjafirði mun hafa Úr nýjum sýningarsal minjasafnsins. (Ljósm. Brandur B. Ilermannsson) Nýir sýningarsalir í IVDnjasaíninu á Akureyri orðið á ársfundi Mjólkursamlags KEA vorið 1949, þegar Eiður Guðmundsson á Þúfnavöllum og Þórarinn Kr. Eldjárn á Tjörn gerðu nauðsyn þess að umtalsefni. Fundurinn samþykkti ályktun um málið, og hún varð til þess, að stjórn KEA skipaði þá Jakob Frímannsson, Jónas Kristjánsson og Þórarin Kr. Eldjárn í undirbún- ingsnefnd málsins. Snorri Sigfús- son var ráðinn til að safna munum í héraðinu og vann að söfnuninni næstu sumur ásamt þeim Helga Eiríkssyni á Þórustöðum og Ragn- ari Ásgeirssyni, ráðunaut. Árið 1952 tókst samvinna með Kaupfélagi Eyfirðinga, sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu og bæjarstjórn Akureyrar um stofnun byggða- safnsnefndar. Snorri Sigfússon (formaður), Vigfús Friðriksson og Helgi Eiríksson skipuðu hana í fyrstu, en við brottflutning Snorra 1954 kom Jónas Kristjánsson í formannssætið og við brottflutn- ing Vigfúsar tók Ármann Dal- mannsson við af honum. 1962 var. svo samþykkt reglugerð fyrir safnið, sem heita skyldi Minja- safnið á Akureyri og vera eign Akureyrarbæjar (3/5), Eyja- fjarðarsýslu (1/5) og Kaupfélags Eyfirðinga (1/5). Stjórn þess var skipuð 5 mönnum frá eignaraðil- um í sömu hlutföllum, og var Jónas Kristjánsson formaður hennar til æviloka í ársbyrjun 1975. Þá tók við formennsku Ármann Dalmannsson og gegndi henni einnig til dánardægurs seint á síðasta vetri. Aðrir stjórnar- menn hafa verið Helgi Eiríksson, Þórarinn Kr. Eldjárn (látnir), Kristján Einarsson frá Djúpalæk, Ingimar Brynjólfsson, Gísli Magnússon, Páll Helgason og Sverrir Pálsson. Vorið 1962- keypti Jónas Kristjánsson húseignina Kirkju- hvol ásamt stórri eignarlóð og trjágarði handa safninu, sem gekk inn í kaupin, þegar heimild eignaraðila þess lágu fyrir. Selj- endur voru hjónin Gunnhildur og Balduin Ryel, kaupmaður. Þetta hús hefir verið aðalsamastaður safnsins síðan. Sama ár var Þórður Friðbjarnarson byggingar- meistari ráðinn safnvörður, og hefir hann gegnt því starfi síðan við almannalof. Brátt reyndist Kirkjuhvoll of lítið hús til þess að safnið gæti stækkað þar og notið sín, svo að upp úr 1970 var farið aðn hugsa fyrir stækkun þess. Þó fóru menn sér hægt, meðan verið var að ljúka flutningi gamla kirkjuhússins frá Svalbarði til Akureyrar og setja það niður á grunninn, þar sem Akureyrarkirkja stóð í nærri 80 ár. Minjasafnskirkjan, sem svo heitir, var vígð 10. desember 1972. Árið 1973 var Stefán Jónsson arkitekt fenginn til að gera uppdrætti að viðbótarhúsnæðinu samkvæmt ábendingu þjóðminja- varðar, og á þjóð hátíð Akureyr- inga og Eyfirðinga í tilefni 1100 ára byggðar í landinu 21. júlí 1974 var fyrsta skóflustungan tekin. Síðan hefir byggingaframkvæmd- um verið haldið áfram, eftir því sem fjárráð og tíðarfar hafa leyft' á hverjum tíma, og nú er svo komið, að þeim er að heita má lokið. Eftir er þó múrhúðun og frágangur utanhúss. Bygginga- meistari var Sigurður Hannesson, sem einnig sá um múrverk, Konráð Árnason sá um trésmíði, Aðalsteinn Vestmann um máln- ingarvinnu, Ljósgjafinn hf. annað- ist raflögn og Hiti sf. pípulagnir. Verkfræðivinnu önnuðust aðallega Aðalgeir Pálsson, Birgir Ágústs- son, Haraldur Sveinbjörnsson og Pétur Pálmason. Þórður Frið- bjarnarson safnvörður hafði á hendi umsjón með verkinu af hálfu Minjasafnsins, og hann annaðist alla uppsetningu muna og skipulagði innréttingar í sýningarsölum. Margir hafa stutt þessa fram- kvæmd með vinnu, fjárveitingum, lánsfé og gjöfum, einstaklingar, félög, sveitarfélög, lánastofnanir og sjóðir, auk eignaraðila safnsins. Stjórn Þjóðhátíðarsjóðs veitti t.a.m. stóra upphæð til styrktar húsbyggingunni nú á þessu vori. Við athöfnina í dag barst 100.000 króna gjöf frá vinum safnsins, sem létu nafns síns ekki getið, til minningar um Ármann Dalmannsson. Kveðja barst frá Sveinbirni Jónssyni, bygginga- meistara, sem hefir látið sér mjög annt um málefni safnsins frá fyrstu tíð, og Herluf Ryel gaf innrammaða ljósmynd af foreldr- um sínum, Gunnhildi og Balduin Ryel, sem létu reisa Kirkjuhvol árið 1934 og bjuggu þar, þangað til þau fluttust burt frá Akureyri og Minjasafnið flutti í húsið 1962. Fagrir blómvendir bárust frá bæjarstjórn Akureyrar og Kaupfé- lagi Eyfirðinga. Að lokinni ræðu Sverris Páls- sonar tóku til máls Þór Magnús- son, þjóðminjavörður, Sigurður Jóhannesson, forseti bæjarstjórn- ar Akureyrar, og Sigurður Óli Brynjólfsson, varaformaður stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga, sem allir fluttu Minjasafninu, stjórn þess og starfsfólki, svo og Akureyringum og Eyfirðingum, heillaóskir í tilefni þessa áfanga í sögu safnsins. Að lokum þágu viðstaddir veitingar í boði safnsins og skoðuðu safnið í hinum breyttu og bættu húsakynnum þess. St. Eir. IIús Minjasaínsins á Akureyri Ekki eingöngu geymslustaður heldur lifandi menningarstofnun í ræðu sinni komst Sverrir Pálsson m.a. svo að orði: „Minjasafnið á Akureyri telur það meginhlutverk sitt og ætl- unarverk að varðveita sýnilegar minjar um líf, störf og kjör forfeðra okkar og formæðra. Daglegt umhverfi þeirra verður aldrei varðveitt eins og það var, en einstakir hlutir og sam- stæður hluta geta veitt okkur drjúga fræðslu um horfna daga og gert okkur auðveldara að skynja á sjálfum okkur lífsbar- á-ttu fátækra kynslóða á íslandi fyrir okkar daga. Jafnvel lítill hlutur eins og skúfhólkur Rann- veigar, móður Jónasar Hallgrímssonar, hefir ólýsan- legt minjagildi. Undir þeim skúfhólki og vanga móður sinnar hefir lítill föðurleysingi, ástmögur íslenskrar þjóðar, grátið sig í svefn í einum af fjalldölum þessa héraðs. Það er hlutverk og tilgangur þess safns að varðveita af fremsta megni samhengið í íslenskri menningarsögu og sögu héraðs- ins og kynna hana núlifandi og einkum komandi kynslóðum. Þrátt fyrir allar nýjungar nútímans og einmitt vegna þeirra er okkur nauðsynlegt að gefa gaum að uppruna okkar og fortíð, ef við eigum ekki að verða menningarlaus flysjungs- þjóð, sem guð forði okkur frá. „Rótarslitinn visnar vísir, þótt vökvist hlýrri morgun- dögg“, sagði sá vitri maður, Grímur Thomsen. Við megum aldrei slitna af rót okkar. En allt hefir sinn tíma, hið gamla hlýtur að þoka fyrir hinu nýja hverju sinni. Glæstustu nýjungar nútímans verða að víkja fyrir öðrum og verða sjálfar að sögulegum minjum, safngripir, hlutar af horfinni fortíð, sem við ætlumst til, að sýnd verði virðing á sama hátt og við viljum sýna þeim hlutum virðingu og virkt, sem okkur er trúað fyrir. En Minjasafnið á Akureyri á ekki eingöngu að verða geymslu- staður gamalla gripa, heldur lifandi menningarstofnun, sem í senn varðveitir hluta af þjóð- mennjrigarsögunni og kemur henni til skila á sýnilegan hátt. Hér verða htutir á hreyfingu, ef svo má segja, safnið verður alltaf í umsköpun að einhverju leyti, og ber vonandi gæfu til að fræða um hina margvíslegustu Sverrir Pálsson formaður safn- stjórnar ávarpar gesti. þætti og ekki alla samtímis. Ég á þá ósk, að það komist aldrei í endanlegt horf, verði aldrei skemma með stöðnuðu and- rúmslofti, heldur lifandi grein á menningarmeiði þessa bæjar og þessa héraðs og um það leiki jafnan lífsanda loft og ferskur blær.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.