Morgunblaðið - 06.07.1978, Side 16

Morgunblaðið - 06.07.1978, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1978 Svona mikil yfirvinna ætti ekki að vera til NÝLEGA kom til framkvæmda yfirvinnubann ýmissa verkalýðsfélaga, þ.e. bann, sem gerir ráð fyrir að ekki sé unnið um helgar í fiskvinnslustöðvum. Til að heyra örlítið hvað starfsfólk fiskvinnslustöðva hefði um þetta bann að segja leit Mbl. við í Bæjarútgerð Reykjavíkur og ræddi þar fyrst við Magnús Magnússon verkstjóra. — Það reyndi fyrst á þetta bann hjá okkur um síðustu helgi, sagði Magnús, og fengum við þá ekki að vinna á laugardegi eins og æskilegt hefði verið, en urðum að geyma fiskinn fram yfir helgina. Það gerði ekki meira en svo að sleppa, þar sem við höfum ekki kæligeymslu heldur verðum að geyma fiskinn í kössum og það gefur auga leið að ísinn bráðnar í sólarhitanum. Frá einum vinnslusalnum í Bæjarútgerð Reykjavíkur. Ræ,tt við starfsfólk B.Ú.R. umhelgarfríin — I fyrra var svipað bann í gildi, en við fengum alltaf undan- þágur þegar á þurfti að halda, en það var æði oft. Það var yfirleitt þannig að þegar undanþágan var fengin þá var það borið undir fólkið hvort það vildi vinna eða ekki og langoftast — ég held ég megi segja alltaf — var það samþykkt. Auðvitað mættu ekki allir alltaf, en langflestir. — Núna skilst mér að ætlunin sé að félögin verði mun strangari á banninu og kom það reyndar fram um síðustu helgi. Hvaða áhrif hefur þetta á starf útgerðarinnar? Þetta hefur þau áhrif að togararnir verða að koma inn um miðja viku eða ekki síðar en á fimmtudegi til að hægt sé að vinna það mesta af aflanum fyrir helgina því við getum ekki skilið mikið eftir og geymt það yfir helgi. Þetta þyrfti ekki að vera svo bagalegt ef við værum búnir að fá kæligeymslu eins og er ráðgert að komi í Bakkaskemmu þegar hún verður tilbúin einhvern tíma á næstunni. En við getum bjargað þessu nokkuð með því að láta vinna á kvöldin, því það er ekki bann við því, sagði Magnús Magnússpn verkstjóri að lokum. Dagvinnukaup ætti að nægja Rætt var við nokkra starfsmenn Bæjarútgerðarinnar um leið og fyrstur varð á vegi okkar Magnús Guðjónsson sem vinnur við flökun. — Svona mikil yfirvinna á ekki að vera til, sagði Magnús, venju- legt dagvinnukaup á að nægja til að við getum lifað af því mann- sæmandi lífi. Mér finnst það líka rangt að vera að taka fulla skatta af þessari næturvinnu okkar; það er slæmt að taka skatta af fólki þegar það leggur svona mikið á sig. — Stundum þarf að vinna af illri nauðsyn, sagði Magnús enn- i Á hverjum degi er auglýst ekki síðar en í síðdegiskaffi hversu lengi eigi að vinna þann daginn. fremur og er þá oft verið að bjarga verðmætum og þá held ég að mér sé óhætt að segja að allir vilji vinna það sem þarf og þá skorast menn ekki undan. Lízt vel á bannið Þá var rætt við Elvu Björnsdótt- ur, en hún sagðist um þessar mundir vinna að eftirlitsstörfum: — Mér lízt vel á þetta helgar- vinnubann og mér finnst líka að það ætti bara ekki að vinna nema til klukkan 5 á sumrin, en að undanförnu höfum við oftast unnið fram eftir á kvöldin og venjan er að vinna flesta laugar- daga að vetrinum. Annars er kaupið ekki svo hátt að maður geti leyft sér að vinna aðeins dagvinnu, flestir gera orðið það miklar kröfur til lifnaðarhátta að það nægir ekki að unnin sé hin venjulega dagvinna. Þannig er til dæmis með mig, en ég er fjöl- Magnús Magnússon verkstjóri. 0$ Ágúst Vernharðsson. skyldumanneskja og endar ná varla saman hjá okkur þó við vinnum bæði úti hjónin. Það er e.t.v. vegna þess hversu miklar kröfur við gerum eins og ég gat um áðan og hitt skal einnig tekið fram að við höfum það mun betra fjárhagslega með því að vinna svo mikið. Elva nefndi tölur um hvernig kaupið væri: — Venjuleg vika gerir um það bil 33.440 krónur en eins og hefur verið að undanförnu, þ.e. með laugardegi og kvöldvinnu, þá hefur vikan komizt í um það bil 50 þúsund. Það er enginn skyldugur til að vinna eftirvinnu, en flestir koma þegar um það er beðið enda má segja að kaupið freisti og menn, sem virkilega þurfa á aukapeningum að halda, vilja leggja nokkuð á sig til að fá meiri tekjur, sagði Elva Björnsdóttir að lokum. Að síðustu var rætt við Morgunblaðið ræðir við forsvarsmenn frystihúsa: „Rothögg að fá þessa 11% læ MORGUNBLAÐIÐ ræddi í gær við nokkra íorsvarsmenn frystihúsa víðsvegar um land og spurði þá um viðhorfin í frystiiðnaðinum í ljósi þess ástands, sem nú er komið upp í kjölfar ákvörðunar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Sjávarafurðadeildar SIS um 11% verðlækkun til frystihúsanna. Fara viðtölin hér á eftir. Heimatílbúinn vandi — „Hallinn af rekstrinum nemur nú um 17% af veltunni, þannig að það hlýtur að vera öllum ljóst að rekstrarstöðvun er á næsta leiti nema til komi skjótar aðgerðir stjórnvalda", sagði Jón Ingvarsson framkvæmdastjóri Isbjarnarins í Reykjavík. „Bankarnir geta ekki og vilja ekki fjármagna slíkan hallarekstur enda væri fyrir- tækjunum vafasamur akkur í því. Það hrikalega við þetta allt saman er að hér er um heimatilbú- inn vanda að ræða, þar sem við búum nú við hæsta markaðsverð sem við þekkjum", sagði Jón Ingvarsson. Við erum með miklar birgðir „Það er stjórnarfundur hjá okkur á morgun, þar sem við munum ræða stöðuna en ætli verði ekki reynt að tóra meðan maður er ekki skorinn", sagði Ólafur Gunnarsson framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar h.f. í Neskaup- stað. „Við höfum ekkert lausafé að grípa til og við skuldum alltof mikið þannig að það getur að öllu óbreyttu komið að því hverja vikuna sem er að við getum ekki sett neina peninga í launaumslög- in og þá halda menn auðvitað ekki áfram. Þetta hefur verið mjög erfitt hjá okkur undanfarna viku. Við erum með miklar birgðir vegna út- flutningsbannsins. Á hinn bóginn er líka mikið tap af því að loka svona fyrirtæki sem er burðarás í atvinnulífi síns staðar. Það er mikiö alvörumál ef enginn aðili í þjóðfélaginu telur sig eiga að firra slíkum vandræðum og auðvitað kann það ekki góðri lukku að stýra þegar öll fyrirtæki virðast ganga vel nema þau sem afla gjaldeyris- ins“. Dagaspursmál hvenær við neyðumst til að stöðva „Mér sýnist það aðeins vera dagaspursmál hvenær við neyð- umst til að stöðva", sagði Einar Sigurjónsson framkvæmdastjóri ísfélagsins í Vestmannaeyjum. „Það liggur ljóst fyrir að þetta endar með ósköpum og ofan á allt annað setur útflutningsbannið okkur í dálitla klemmu með að geta greitt vinnulaunin. Það er í hreinskilni sagt hreinasta kvöl hvernig þetta er allt komið hjá okkur". Reynum að forðast stöðvun í lengstu lög „Við reynum að forðast stöðvun í lengstu lög og lítum þá til þess að kannski verður ekki svo mikið um fisk, þegar líða fer á mánuð- inn“, sagði Guðmundur Björnsson forstjóri Hraðfrystihúss Olafsvík- ur h.f. „En auðvitað liggur í augum uppi hver útkoman verður þegar 11% verðlækkun bætist við tapið sem fyrir var því allt var miðað við að reksturinn væri heldur með tapi en hitt. Ætli verði ekki þorskveiðibann fyrir verzlunarmannahelgina eins og í fyrra og svo fara bátarnir hér að búa sig á síldveiðar upp úr miðjum mánuðinum þannig að sjálfgert verði að hætta þá ef okkur tekst að skrimta þangað til“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.