Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1978 23 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Keflavík Til sölu glæsileg 3ja herb efri hæö ásamt bílskúr viö Blika- braut. Sér inngangur og þvottahús. Girt og ræktuö lóö. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavík, sími 1420. Gott úrval af hljómplötum íslenskum og erlendum. Einnig músikkasettur og áttarásaspól- um. Sumt á mjög lágu verði. Póstsendum. F. Bjðrnsson, radíóverslun, Bergþórugötu 2. Sími: 23889. Munið sérverzlunina meö ódýran fatnaö. Verölistinn, Laugarnesvegi 82, S. 31330. Farfuglar 7.—9. júlí ferö í Þórsmörk. Farfuglar, Laufásveg 41, sími 24950. Föstud. 7/7 kl. 20 Þórsmörk Tjöld. Stóriendi í hjarta Þórsmerkur. Gönguferö- ir viö allra hæfi. Laugard. 8/7 kl. 8.30 Fimmvörðuháls 2 d. Gengiö frá Skógum. Norpurpólsflug 14. júlí. Örfá sæti laus. Einstakt tækifæri. Sumarleyfisferðir Hornstrandir-Hornvík 7.—15. júlí. Fararstj. Jón I. Bjarnason. Hornstrandir-Hornvík 14.—22. júlí Hornstrandir-Aðalvík-Hornvík. Einsdagsferöir — vikudvalir — Hálfur mánuöur. Föstudagana 7. júlí og 14. júlí kl. 15 og laugard. 22. júlí kl. 8 meö Fagranesinu frá ísafiröi. Skrán- ing hjá djúpbátnum og Útivist. Upplýsingar á skrifstofu Lækjar- götu 6a, sími 14606. Útivist S4MAR 11798 OG 19533. Föstudagur 7. júlí kl. 20. 1. Þórsmörk. Gist í húsi. 2. Landmannalaugar. Gist í húsi. 3. Hveravellir — Kerlingarfjöll. Gist í húsum. 4. Gönguferö á Tindfjallajökul. (1448 m) Gist í tjöldum. Sumarleyfisferðir 8—16. júlí. Hornstrandaferöir. a. Aöalvík. Fararstjóri: Guörún Þórðardóttir b. Hornvík. Fararstjóri: Tryggvi Halldórsson c. Furufjörður — Hornvík. Fararstjóri: Páll Steinþórsson. Dvaliö í tjöldum og/eöa gengiö meö allan farangur. Slglt meö Fagranesinu frá ísafiröi fyrir Horn til Furufjaröar. Hægt aö fara meö skipinu dagsferöir 8. og 15. júlí. Verö í dagsferöirnar kr. 5000. 15.—23. jú1í Kverkfjöll — Hvannalindir — Sprengisand- ur. Gist í húsum. Fararstjóri Torfi Ágústsson. 19.—25. júlf Sprengisandur — Arnarfell — Vonarskarö — Kjalvegur. Gist í húsum. Fararstjóri: Árni Björnsson. 25.—30. júlí. Lakagígar — Landmannaleió. Gist í tjöldum. 28. júlí — 6. ágúst. Lónsöræfi. Dvaliö í tjöldum. Farnar göngu- ferðlr frá tjaldstað. Allar nánarl upplýsingar á skrifstofunni. Pantiö tímanlega í ferðirnar. Minnum á Noregsferðina 16. ág. Pantanir parf aö gera fyrir 15. júlí. Feröafélag íslands. Hjálpræðisherinn Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Stjórnendur eru foringjar frá Akureyri ásamt löytn. Tjáland frá Noregi. Velkomin. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Sumarferöin veröur farin 9. júlí. Lagt veröur af staö frá Fríkirkjunni kl. 8 f.h. Farið veröur í Þórsmörk. Farmiöar í Versl. Brynju til föstudags- kvölds. Upplýsingar í símum: 15520 og 30729. Filadelfia Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Meira frá sumarmótinu. Einar J. Gíslason og fteiri tala. ^AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 2Hergunfibtbiö Æ=»AUl*LYSLINliA atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Skrifstofustarf Starf viö vélritun verölags- og tollamál hjá velþekktu innflutningsfyrirtæki er laust til umsóknar. Umsóknir sendist blaöinu fyrir 7. þ.m. Merktar: „Traust — 0994“. Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra í Skútustaöahreppi er lausttil umsóknar. Umsókn er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf auk launakrafna sendist skrifstofu sveitarfélagsins Múlavegi 2, Mývatnssveit fyrir 22. júlí sími 96-44158. Félagasamtök óska eftir starfskrafti til almennra skrif- stofustarfa í hálfsdagsstarf eftir hádegi. Tilboö sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Félagasamtök — 7653“. Staða skrifstofustjóra er laus til umsóknar. Starfsreynsla æskileg. Umsóknarfrestur er til 15. júlí n.k. Upplýs- ingar í síma 96-81237 milli 9—5. Hraöfrystistöö Þórshafnar h.f. Þórshöfn. Skrifstofustúlka Óskum aö ráöa stúlku til skrifstofustarfa. Reynsla í almennum skrifstofustörfum ásamt góöri enskukunnáttu nauösynleg. Veröur aö geta byrjaö fljótlega. Tilboö óskast send Morgunblaöinu fyrir 13. júlí n.k. merkt: „S — 7537“. II. stýrimaður óskast á olíuskipið Kyndil. Upplýsingar í síma 29200 eöa á skrifstof- unni hjá Gunnari Guöjónssyni s.f. Hafnar- stræti 5. — Lærir tungumál Framhald af bls. 11 vina hér á landi, en einnig hefur hann mikil samskipti við Islend- inga úti í París. „Það er litið á mig sem einn af 23 íslendingum í París,“ sagði hann „og mér er til dæmis boðið með þeim í íslenzka sendiráðið þar 17. júní. Morgunblaðsmönnum lék að vonum forvitni á að vita, hvað svo mikill málamaður áliti um alþjóðatungumál eins og esperanto. „Ég hef engan áhuga á því.“ svaraði Leonetti. „Það eru engar bókmenntir skrifaðar á esper- anto.“ — Minning Kristjana Framhald af bls. 26 hægt var að að létta henni veikindin. Ég hefi aldrei kynnzt samhentari hjónum í öllu, enda eins og þau hefðu verið fædd hvort fyrir annað. Kristján var ekkju- maður og átti 9 börn, öll uppkomin þegar þau kynntust. Hafa þau reynzt þeim vel og Krisjönu þótti mjög vænt um barnabörn Kristj- áns og hefur ávallt verið kært með allri fjölskyldunni. Nú ertu ríkur elsku Kristján minn, ég veit að sorgin er mikil, en þú ert studdur af börnum þínum sem áreiðanlega munu vernda þig eftir beztu getu. Við vinir ykkar hjóna minnumst allra ánægjustundanna sem við höfum átt saman um áraraðir og biðjum Guð að styðja þig og styrkja í þinni miklu reynslu. Árin eru mörg síðan við Kristjana kynntumst en þar hefir aldrei borið skugga á. Nú að leiðarlokum þakka ég henni öll okkar kynni í tímans rás, sömuleiðis fylgja henni kveðjur og hjartans þakkir fyrir allt gott frá Þórunni og Þorgeiri með hjartans þökkum fyrir liðnu árin, og biðjum við henni allrar Guðs blessunar bak við móðuna miklu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt. Sigríður Hannesdóttir. — FOB Framhald af bls. 21 hött. Þetta veit Guðmundur senni- lega manna bezt, eins og hans eigin aðferðir hafa sýnt og getið var um. Ég er þakklátur Guðmundi fyrir að ætla mér ekkki annan tilgang, en að leita þess sem sannast er. Ég er ekki í neinum vafa um, að við Guðmundur erum þar í sama báti, og ef Guðmundur gerði það nú fyrir mig að renna augunum aftur hægt og róleg yfir greinarstúfinn, þá held ég að honum yrði ljóst, að þar er ekki í neinu reynt að halla réttu máli, heldur aðeins reynt á hlutlausan hátt að skýra og skilgreina, til skilningsauka fyrir þá, sem þessum hlutum eru minna kunnugir en Guðmundur sjáifur, svo þeir bæði megi vita hið rétta, og geti um leið fengið tækifæri til að nota krafta sína á grundvelli réttra upplýsinga, til að stuðla að sem hagstæðustum vörukaupum fyrir Islendinga, eins og ég veit að Guðmundur hefur reynt að gera og stuðlað að að gert væri, bæði sem kaupmaður og sem áhugamaður um viðskiptamál í aimennum skilningi. Ég tel ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um þetta mjög svo víðtæka mál, þar sem aðrar athugasemdir Guðmundar, eins og um greinarnar nr. A. 7—9, — því greinar nr. B. 4—6 bera raunveru- lega í sér, ef málið er skoðað, skýringar, að því er þær varðar, með nokkuð ljósum hætti. Ég vil þakka Guðmundi fyrir að hafa lagt það á sig að lesa greinarstúf minn og einnig fyrir að koma fram með ábendingar, því þær útaf fyrir sig geta einmitt orðið til gagns fyrir þá, sem þurfa að velta þessum málum fyrir sér, og gert það ljósara hvað hér er í rauninni um að ræða. Sveinn Ólafsson. — „Þeir eru hættir...” Framhald af bls. 25 koma á framfæri fræðslu og öðru varnarstarfi sérstaklega góðar, og það er ekki lítils virði ef hægt er að sporna við ógæfunni á frumstigi. Það hefur vakið athygli mína hversu sjálf- sagt og eðlilegt ykkur íslending- um finnst að unglingar drekki og drekki mikið, jafnvel sér til óbóta. Sjálfur hef ég orðið fyrir því hér að ganga fram á ósjálfbjarga unglinga á al- mannafæri. Vegfarendur virtust ekki láta sér bregða tiltakanlega við slíka sjón, og þeir einu sem eitthvað reyndu að stumra yfir þessum krökkum voru kunningj- ar þeirra, sem voru sjálfir ekki mikið betur á sig komnir. Ef slíkt gerðist í Bandaríkjunum, að minnsta kosti þar sem ég þekki til, yrði uppi fótur og fit, og fyrstu viðbrögð vegfaranda yrðu þau að sækja lögreglu eða lækni. Enginn þarf að ganga í grafgötur um að sá sem er ofurölvi, eða „dauður“ eins og það er kallað, er í mikilli hættu staddur, og þess eru fjölmörg dæmi að fólk í þessu ástandi kafni til dæmis í spýju sinni. Viðbrögðin, sem ég varð var við hér, komu mér á óvart og mér þótti þetta óhugnanlegt. En viðhorf Islendinga til áfengis- mála eru sérkennileg, ekki sízt vegna þess að hér þykir það ekki sérstakt tiltökumál að drekka sig „dauðan". Þetta hefur marg- oft komið fram í samtölum okkar við sjúklinga fyrir vestan, og þá ekki sízt unga fólkið, sagði Cusack. Talið barst að áhrifum áfengissýki á umhverfið og þá ekki sízt fjölskyldur. Um þetta atriði sagði Cusack m.a.: — Þetta er mjög mikilvægt atriði, því að nánasta umhverfi sjúklingsins fer ekki varhluta af áfengissýkinni. Þetta er stað- reynd, sem ekki er hægt að horfa framhjá. Fjöiskyldumeð- ferð skiptir gífurlegu máli, bæði fyrir sjúklinginn sjálfan og þá, sem eru í kringum hann. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að áfengissýki er þríþættur sjúkdómur: Hann er líkamlegur, sálrænn og loks andlegur sjúkdómur. Það er ekki nema takmörkuð lausn á málinu að setja tappa í flösku, það þarf líka að græða sárin, sem sjúk- dómurinn hefur valdið. Og þá er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að það er ekki bara áfengissjúklingurinn, sem þarf að fá hjálp, heldur líka þeir, sem standa honum næst, því að oft eru þeir ekkert betur farnir sjálfir þótt þeirra vandamál sé vissulega annars eðlis. Til þess að finna frambúðarlausn á vandamáli, hvert svo sem það er, er auðvitað nauðsynlegt að gera sér heildarmynd af því, og í sambandi við áfengismál takmarkast það í langfæstum tilvikum við einn einstakling, sagði Jim Cusack í lok samtals- ins. - Á.R. — Staksteinar Framhald aí bls. 7 11. júní sl. Þar sem hann segir m.a.: „Verfti vinatri stjórn mynduó eftir alpingiskosningar... verður sú stjórn að vara sig öðru Iremur á víta- hring herstöðvamálsins, á vissu toréðrasði óproskaðasta hluta vinstra fólks og sjólfs- ánægju barnatega hug- sjónamannsins.“ Hér veröur ekki fjallað um skoöanaágreiníng I Þjóðvilja eöa imwn Al- Þýðubandalags um toetta tiltekna máiefni. toað er hins vegar eftirtektarvert í hvaöa brennipunkti skoðanir toessara tvaggja skriffinna koma saman. Sem sé í sérstæðu „um- buröarlyndi“ gagnvart skoðunum annarra, og „rétti“ fólks almennt til gagnstæöra meiningal Sá hroki sem speglast í nafngiftum eins „ótoroskað vinstra fólk“, „barnalegi hugsjónamað- urinn“ o.sv.fv., ef einhver millimetramunur er á sjónarmiðum, er dæmi- gerður fyrir tiltekna valdaklíku í AlÞýðu- bandalaginu, sem telur sig Þurfa aö hafa „vit fyrir" sauðsvörtum al- múganum í hverju máli. Þessi hroki hefur m.a. komið fram í Því að útiloka „verkalýðsfull- trúa“ frá nær öllum áhrif- um innan AlÞýöubanda- lagsíns. Hvítflibbakomm- arnir og sófasósíalistarn- ir, sem meira og minna eru úr tengalum við dag- leg störf á vinnumarkaði Þjóðarbúskaparins, ganga fram fyrir sinn sjálfsánægjuspegil og spyrja: Spegill, spegill, herm Þú hver... Og spegillinn sá vfsar víst ekki á „barnalega hug- sjónamannínn", nema á kjördegi. Aðra daga kjör- tímabils er hann látinn lönd og leið, ef undan er skilið hnútukast af fyrr- nefndu tagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.