Morgunblaðið - 06.07.1978, Side 24

Morgunblaðið - 06.07.1978, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1978 „Þeir eru hættir að skammast sín" JIM Cusack cr íorstöðumaður Veritas Villa, dvalarheimilsins sem tekur við eítir meðferð á Freeport-sjúkrahúsinu í New York. þar sem 380 íslendingar hafa á síðustu árum leitað iækningar við áfengissýki með svo góðum árangri að 60—70% hafa ári eftir meðferð ekki leitað aftur á náðir vímugjafa. Cusack var hér í stuttri heim- sókn um helgina og sagði þá meðal annars í viðtali við Morgunblaðið að undanfarið hefði þróunin orðið sú. að vestur kæmu sífelli yngri sjúklingar frá Isiandi. ,-~'Það er eftirtektarvert hvað þetta unga fólk kemur með jákvæðu hugarfari, sagði Cusack. — Skýringin er í senn einföld og mjög sérstæð. ís- lenzku ungmennin hafa haft persónuleg kynni af einstakling- um,‘sem hafa fengið bót, og í flestum tilvikum er það slíkt fólk sem ráðið hefur úrslitum um að ferðin er farin. 1 mjög mörgum tilvikum er um að ræða ættingja eða kunningja, sem hafa náð sér á strik, hætt að drekka og komið reglu á sín mál, með öðrum orðum þetta smitar út frá sér. Auðvitað er það fámennið á Islandi, sem gérir þetta að verkum. í risaþjóðfél- agi eins og i Bandaríkjunum rrkja allt aðrar aðstæður og kunningsskapur og persónuleg tengsl hafa þar ekki eins mikil áhrif og hér. íslendingarnir, sem hafa verið fyrir vestan til að ráða bót á áfengisvandamáli sínu, eru orðnir svo margir, að hér þarf ekki langt að leita til að hitta á einhvern, sem hefur orðið fyrir persónulegri reynslu af starfinu í kringum þetta. í Bandaríkjunum er þessu allt öðru vísi varið. Yfirleitt er hugárfar þeirra bandarísku ungmenna, sem til okkar koma, heldur neikvætt. Þau koma með hálfum huga, oft sannfærð um að þau séu sjaldgæf vandræða- fyrirbæri, og leita lækninga fyrir frumkvæði fjölskyldu eða annarra ráðandi manna í lífi þeirra, láta sem sagt undan þrýstingi. íslenzku unglingarnir hugsa allt öðru vísi. Þeir hafa þessi talandi dæmi fyrir sér, hafa orðið þess áþreifanlega varir að vandamálið er mjög algengt, líta á þetta raunsæjum augum, og eru fyrirfram þeirrar skoðunar að hægt sé að lækna þá. Það er hreinasta opinberun að umgangast þetta unga fólk, og í svipinn get ég ekki látið vera að minnast á pilt og stúlku, sem hafa verið í Veritas Villa að undanförnu, en hafa sennilega komið aftur heim í gær eða dag. Annað var 19 ára en hitt 21 árs, og eftir því sem á leið birti meira og meira yfir þeim. Þau bókstaflega ljómuðu af lífsgleði og ánægju þegar líða tók að heimferðinni, og það var nokkuð annar bragur en var á þeim fyrir nokkrum vikum, sagði Cusack. — Annað er athyglisvert í sambandi við íslendingana, hélt hann áfram, — og það er sú hugarfarsbreyting, sem greini- lega hefur orðið meðal þeirra, sem koma vestur. Það er eins og þeir séu hættir að skammast sín fyrir alkóhólismann. Ekki svo að skilja að þeir séu að hreykja sér, en þeir eru hættir í feluleiknum. Sú almenna hugar- farsbreyting, sem átt hefur sér stað hér á íslandi varðandi áfengissýki á síðustu árum, hefur gert það að verkum að þeir, sem koma til okkar, horfast í augu við vandann á langtum raunsærri hátt en algengast var fyrir fáeinum misserum, og eru þar af leiðandi miklu betur undir það búnir að bregðast við honum. Fyrir þá, sem árum saman hafa starfað að þessum málum, er þetta stórkostlegt, og það sem við í Veritas Villa höfum haft upp úr samskiptum okkar við íslend- ingana er ekki síður mikils virði en það, sem þeir hafa sótt til okkar. — Hefur eitthvað dregið úr / fíætt við Jim Cusack, for- stöðumann Veritas Viiia Vinsældalistar og fréttir ðr poppheimiriuin. . ., Motors Gerry Rafferty Hvað er að frétla af BiTaii Ferry? Bryan Ferry hefur nú nýlokið við gerð nýrrar sóló-plötu, sem væntanleg er á markaðinn seinna í mánuðinum. Plata þessi ber nafnið „The Bride Stripped Bare“ og var hún tekin upp í Sviss fyrr á árinu. Eitt lag plötunnar verður síðan gefið út á lítilli plötu, en Ferry hefur enn ekki ákveðið hvaða lag það verður. Með honum á hljómplötunni leika þeir Waddy Wachtel gítarleik- ari, Rick Marotta trommuleik- ari, Neii Hubbard gítarleikari og Alan Spenner bassaleikari, en Ferry sér sjálfur um sönginn auk þess sem hann leikur eitthvað á gítar á plötunni. Þá er í bígerð hjá kappanum að halda í hljómleikaferðalag um Bretland seinna á árinu og er líklegt að ferðalagið hefjist í haust. Vinsœldalistar Þriðju vikuna í röð eru þau John Travolta og Olivia Newton-John í eísta sæti brezka vinsældalistans og Andy Gibb er enn í efsta sæti þess bandaríska. Rolling Stones eru nú ofarlega á blaði beggja vegna Atlantshafsins og í Bandaríkjunum virðast þeir vera á mikilli hraðferð. Þá eru Motors komnir f sjötta sæti brezka listans og Marshall Hain er einnig nýliði þar. Loks ber að geta þess að Carly Simon er nú í 10. sætinu í Bandaríkjunum. Londonr 1. (1) You’re the one that I want — John Travolta og Olivia Newton-John, 2. (5) Smurf song — Father Abraham 3. (3) Miss you — Rolling Stones 4. (4) Annie’s song — James Balway 5. (9) Making up again — Goldie 6. (12) Airport — Motors (2) Rivers of Babylon — Boney M. 8. (6) Davý’s on the road again — Mannfred Mann’s Earth Band 9. (7) Oh Carol — Smokie 10. (11) Dancing in the city — Marshall Hain Tvö lög jöfn í sjötta sæti. New Yorki 1. (1) Shadow dancing — Andy Gibb 2. (2) Baker street — Gerry Rafferty 3. (3) It’s a heartachc — Bonnie Tyler 4. (4) You’re the one that I want — John Travolta og Olivia Newton-John 5. (6) Take a chance on me — ABBA 6. (16) Miss you — Rolling Stones (14) Use ta be my girl — O’Jays 8. (11) Dance with me — Peter Brown 9. (9) Two out of three ain’t bad — Meat Loaf 10. (12) You belong to me — Carly Simon Tvö lög jöfn í sjötta sæti. Amsterdam. 1. (1) Rivers of Babylon — Boney M. 2. (2) You’re the one that I want — John Travolta og Olivia Newton-John 3. (3) Lady McCorey — Band Zonder Naam 4. (5) Míss you — Rolling Stones 5. (7) Golden years of rock’n’roll — Long Tall Ernie 6. (4) If you can’t give me love — Suzi Quatro (9) Me de vlam in de pijp — Henk Wijngaard 8. (15) Whole lotta Rosie — AC/DC 9. (14) Piece of the rock — Mother’s finest 10. (10) Eagle - ABBA Tvö lög jöfn í sjötta sæti. Bonnt 1. (1) Rivers of Babylon — Boney M. 2. (2) Night fever — Bee Gees 3. (3) Stayin’live — Bee Gees 4. (4) Take a chance on me — ABBA 5. (5) Oh Carol — Smokie 6. (13) Love is like oxygen — Sweet (7) Runaround Sue — Leif Garrett 8. (9). Eagle — ABBA 9. (8) If you van’t give me love — Suzi Quatro 10. (20) Lay love on you — Luisa Fernandez Tvö lög jöfn í sjötta sæti. Hong Kongt 1. (1) Night fever — Bee Gees 2. (2) I was only joking — Rod Stewart 3. (10) If I can’t have you — Yvonne Elliman 4. (6) Moving out.— Billy Joel 5. (4) With a little luck — Wings 6. (3) You’re the one that I want — John Travolta og Olivia Newton-John (8) Baker street — Gerry Rafferty 8. (9) Too much, too little, too late — Johnny Mathis og Deniece Williams 9. (5) It’s a heartache — Bonnie Tyler 10. (19) Rivers of Babylon — Boney M. Tvö lög jöfn í sjötta sæti. Báro eld að sætum símnn Það dró heldur betur til tíðinda þegar hljómleikar bandarísku hljómsveitarinnar Jefferson Starship í Koblenz féllu niður. Reiðir þýzkir áhorf- endur gripu til þeirra örþrifa- ráða að kveikja í sætum sínum og öllu lauslegu og munaði ekki miklu að illa færi og hljómleika- húsið brynni til kaldra kola. Lætin hófust þegar tilkynnt var nokkrum mínútum fyrir hljómleikana að vegna veikinda Grace Slick, söngkonu hljóm- sveitarinnar^ sæi hljómsveitin sér ekki fært að halda hljóm- leikana. Ahorfendur vildu ekki una því og báru eld að sætum sínum og fljótlega náðu eldtung- urnar til lofts. Skemmdist þakið nokkuð í eldinum svo og sviðið. Engann sakaði og slökkviliðið slökkti eldinn á skammdri stundu. Það er víst eins gott að íslenzkir pop-áhugamenn eru rólegir, annars er aldrei að vita hvernig hefði getað farið hér á Stranglers-hljómleikunum á dögunum, þegar tilkynnt var að Þursaflokkurinn gæti ekki leikið um kvöldið. Gflarinn hans Steve Steve Howe, gítarleikari hljómsveitarinnar Yes, pantaði fyrir ári sérsmíðaðan gítar frá Gibson-verksmiðjunum í Michigan í Bandaríkjunum. Fyrir skömmu var honum til- kynnt að gítarinn hans væri nú tilbúinn til afhendingar og að hann yrði sendur með flugvél til London. Steve bað einn rótara hljómsveitarinnar að fara til Heatrow-flugvallar og ná í hinn dýrmæta gítar, en svo illa tókst til, að gítarnum var stolið á flugvellinum. Er Steve nú alveg í öngum sínum og hefur heitið hverjum þeim er kann að finna gítarinn veglegum fundarlaun- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.