Morgunblaðið - 06.07.1978, Page 25

Morgunblaðið - 06.07.1978, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1978 25 aðsókn Islendinga fyrir véstan með tilkomu nýrrar aðstöðu til meðhöndlunar áfengissjúklinga hér á landi? — Nei, ekki er það að ráði enn sem komið er. Skýringin er tvímælalaust sú, að þeim fjölgar sífellt sem leita sér lækninga við sjúkdómnum. Þetta er eins og snjóbolti sem veltir utan á sig og talan hjá okkur hefur haldizt nokkurn veginn óbreytt þótt sífellt fjölgi þeim sem meðferð hljóta hér á Islandi. En það er fyrirsjáanlegt að í náinni fram- tíð verði breyting á þessu, þannig að ekki verði þörf á Bandaríkjaferðum, að minnsta kosti ekki í nærri eins miklum mæli og verið hefur. Aðstaðan hér er að verða svo fullkomin og áður en langt um líður ætti þjálfun starfsfólks líka að vera svo vel á veg komin, að hægt verði að sinna þessu jafn vel hér og í Bandaríkjunum. Það er ástæða til að vekja athygli á því hversu vel hefur tekizt til með þjálfun starfsfólks og að mínu viti hefur allt þetta undirbún- ingsstarf tekizt betur en bjart- sýnustu menn þorðu að vona. — Hvernig er hlutfallið milli íslendinga og Bandaríkjamartna með tilliti til bata? — Því miður eru ekki til áreiðanlegar tölur og út- reikningar varðandi þá banda- rísku sjúklinga sem við fáum til meðferðar eins og þær, sem SÁÁ er með á takteinum. Þetta er skipulagsatriði, sem tiltölu- lega einfalt er að eiga við í fámenninu hér hjá ykkur, en er okkur ofviða í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir það er mér óhætt að fullyrða að hundraðstala þeirra Islendinga, sem „halda sér þurrum" eftir að hafa verið á Freeport og Veritas Villa er mun hærri en Bandaríkjamann- anna. Ástæðan er án efa það félagslega umhverfi, sem sjúkl- ingar koma í hér við heimkomu, og sú samheldni og góði andi sem ríkir meðal þeirra, sem starfa í AA, SÁÁ, Freeport-klúbbnum og öðrum slíkum samtökum. — Eg er þeirrar skoðunar, sagði Jim Cusaek ennfremur, — að í náinni framtíð hljóti áfengisvarnastarf hér að bein- ast mjög eindregið að unga fólkinu. Hér eru aðstæður til að Framhald á bls. 23 Árnaðaróskir: Sólveig Guðmundsdótt- ir sjötíu og fimm ára I dag, 6. júlí, er 75 ára amma mín og alnafna, Sólveig Guð- mundsdóttir. Af því tilefni langar mig til að senda henni hamingju- óskir og fáein fátækleg þakkarorð fyrir allt sem hún hefur verið mér og mínum. Sólveig Guðmundsdóttir amma mín er fædd þann 6.7. 1903 að Sauðhaga í Vallahreppi í S-Múl., dóttir hjónanna Guðmundar Kerúlf og Vilborgar Jónsdóttur. Þegar hún var barn að aldri fluttu foreldrar hennar að Hafursá á Völlum á Fljótsdalshéraði og þar bjó amma þegar hún kynntist verðandi lífsförunaut sínum, afa mínum Gunnari Jónssyni sem nú er látinn. Þau hófu sinn búskap á Bjarmastíg 15 á Akureyri þar sem afi starfaði fyrst sem lögreglu- þjónn og síðan sem forstöðumaður Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. Við elstu barnabörnin munum vel þá góðu tíma á Bjarmastíg hjá ömmu þar sem stór hluti fjölskyld- unnar bjó. Þarna bjuggu saman sem ein fjölskylda afi og amma, börn þeirra fjögur, Guðmundur, Jón, Margrét og Vilborg, tengda- börn og tvö barnabörn og erum við báðar nöfnur ömmu. Má nærri geta að mikið hefur verið að gera á því heimili, ekki síst vegna þess að amma lagði mikið upp úr því að alltaf væri nóg til af öllu auk þess sem hún hafði auk fjölskyldunnar allt að 20—30 manns í föstu fæði, mest menntaskóladrengi úr M.A auk fleira fólks. Hún var því drjúgan tíma í eldhúsinu og aldrei litum við svo þar inn til hennar þar sem hún var á kafi í eldamennskunni að hún styngi ekki einhverju gómsætu að okkur. Ohætt er að segja að þessi tími á Bjarmastígnum er okkur nöfnum hennar mikilsverð og heillavænleg æskuminning. Afi og amma fluttu suður til Reykjavíkur vorið 1955 þar sem þau bjuggu lengst af á Laugarnes- vegi 100. Fjölskyldan var þá öll flutt suður og barnabörnunum fjölgaði. Þrátt fyrir það að við værum orðin mörg var amma óþreytandi við að fá okkur í heimsókn og var það ætíð okkar mesta tilhlökkunarefni að fá að sofa hjá ömmu. Hún dekraði við okkur í mat og drykk og alltaf var nóg af einhverju til að dunda sér við því amma sá um að alltaf voru til teikniblöð, litir og blýantar til að teikna og bækur til að lesa en þess má geta að á heimilinu var myndarlegt bókasafn enda bæði hjónin bókhneigð og áhugasöm um íslenskar bókmenntir og fræðirit og voru okkur barnabörnunum gefin þar mörg góð ráð varðandi val á bókum til lestrar og munum við eflaust ætíð búa að þeim áhrifum sem amma og afi höfðu á okkur. í þá daga voru jólin alltaf haldin heima á Laugarnesvegi hjá ömmu og afa en þá var fjölskyldan orðin sannkölluð stórfjölskylda þótt ekki byggi hún nú lengur saman eins og forðum, við vorum orðin nítján samtals sem nutum gestrisni afa og ömmu. Amma var á þönum allt aðfangadagskvöld err alltaf með bros á vör og þennan sérstæða góðlega ljóma sem svo oft stafar frá andliti hennar. Þar var aldrei hugsað um sjálfan sig en ætíð um aðra. Hún amma hleypur nú ekki lengur um í eldhúsinu en alltaf á hún eitthvað í fórum sínum til að stinga að barna-barnabörnunum. Ég og hin barnabörnin og barna-barnabörn- in óskum þér til hamingju með afmælið og þökkum þér um leið fyrir alla góðu tímana sem við höfum átt og eigum með þér. Sólveig Guðmundsdóttir. Nýtt útlit frá International. Vörubifreiöastjórar — verktakar. International F 2674. Til afgreiðslu strax. Samband islenzkra samvinnufelaga VELADEILD Armula 3 Reykjavik simi 38900 lil Bro\l eigenda Fáist næg þátttaka, þá er væntan- legur hingað norskur sérfræðingur frá Bröyt verksmiðjunum með þjónustubif- reið. Mun hann ferðast um landið ásamt viðgerðarmanni frá Velti h.f. Þeir munu meta ástand þeirra véla sem óskað er eftir. Yfirfara og stilla vökvakerfið auk 50—90 annarra atriða. Fast gjald er fyrir athugunina. A-____________________________ Ég óska eftir Breyt yfirferð og Nafn_ stillingu. Látið Braytbílinn koma við hjá mér. Heimilisfang Vinnustaður (þjónustubifreiðinni verða allir helstu varahlutir. Þeir sem ætla að not- færa sér þessa þjónustu, skrifi eða hringi til Veltis h.f., Suðúrlandsbraut 16, Rvk. s. 35200, fyrir 15. júlí 1978. Verð án söluskatts og varahluta er: BRÖYT X 2 kr. 70.000,- BRÖYTX213 kr. 80.000,- BRÖYT X 3-X30-X4 kr. 100.000,- HF I Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 Sími

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.